Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 8
Myndlistarumfjöllun almennt stendur svo mjög í beinu sam- bandi við það sem gerist á hverjum tíma, svo og liðna frægðarmenn, að hinir sem féllu frá án þess að ná frægðinni, heyrast yfirleitt aldrei nefndir. íslertzk myndlistarsaga geymir heimildir um nokkra slíka menn; suma þeirra ágæta listamenn, og hefur Björn Th. Björnsson vikið að sumum þeirra i hinni prýðilegu myndlistarsögu sinni. Meðal hinna gleymdu er Magnús Asgeir Sæmundsson málari. Honum var ekki skapað að verða nema 35 ára; var jafnvel þá óþekktur sem málari. Samt var Magnús ekki venjulegur amatör, langt frá því. Hann vann að vísu að myndlist sinni jafnframt annarri vinnu, en tókst með sjálfsnámi og kynnum af öðrum málurum að ná athyglisverðum tökum. Það kom skýrt og greiniiega í Ijós á listsýningu Iðnaðarmanna- félagsins sem haldin var hér í Reykjavík síðastliöiö haust. Þar voru dregnar fram í dagsljósið nokkrar myndir eftir Magnús, sem vöktu sérstaka athygli. Eins og fullkomlega verður að teljast eðlilegt, bar þessi sýning svipmót áhugamennskunnar, þegar frá eru taldir nokkrir kunnir mynd- listarmenn sem lært hafa einhverja iðn jafnframt. Margir iðnaðarmenn hafa gegnum tíðina verið þokkalegir amatörar, en ekki gefið sig að myndsköpun sem skyldi til að ná verulegum árangri. Þó voru þar athyglisverðar undantekningar; myndir Jónasar Sólmundssonar, Baidvins Björnssonar, Sigurðar Kr. Árnasonar og Ingvars Þorvaldssonar til dæmis. En það sem kom mér mest á óvart var að sjá verk Magnúsar Sæmundssonar. Þarna var fúlbin- farinn málari með glæsileg verk í anda Snorra Arinbjarnar og Þor- valdar Skúlasonar eins og þeir máluðu á stríðsáiunum og þar á eftir. Viðfangsefnin: Bátar við sjó, gata í sjávarplássi, hús í Hafnarfirði og fólk í hrauni, voru alveg af sama toga spunnin og sjá má í verkum Snorra og Þorvaldar. Karl Sæmundsson, bróðir Magnúsar, sem á seinni árum hefur fengizt við málverk, staðfesti í viðtali, að Magnús hefði á þessum árum haft töluvert samneyti við þá Snorra og Þorvald og kannski má segja, að myndir Magnúsar séu skyldari Þorvaldi. Þó bregður út af því, þegar Magnús málar landslag. Þar er hann kannski öllu persónulegri; notar allsterka liti og kemst vel frá því. Magnús Ásgeir Sæmundsson fæddist árið 1912 á Akranesi. Foreldrar hans voru Sæmundur Guðmundsson Ijósmyndari og Matt- hildur Helgadóttir. Magnús lærði málaraiðn hjá Sigurjóni Guðbergs- syni og lauk námi 1936. í september það ár sigldi hann til Þýzkalands og innritaðist í málaraskóla í Hamborg. Það mun ekki hafa verið listskóli eftir venjulegum skilningi, heldur iðnskóli fyrir ýmsa listræna þætti í málaraiðn. Þá var í tízku að mála húsgögn og skreyta með ýmiskonar ornamenti og það lærði Magnús í Þýzkalandi. Húsgögn af því tagi voru í tízku hér á árunum eftir stríðið; engum kom þá til hugar að nota harðvið, enda flest efni af skornum skammti. Magnús átti þá og rak við annan mann málaraverkstæði við Grettisgötu, sem Glitnir hét og þar vann hann við að skrautmála húsgögn. Ungur að árum hafði hann farið að þreifa fyrir sér í myndgerð og lagði við það vaxandi rækt, allt til dauðadags. I blóma lífsins veiktist hann af krabbameini sem dró hann til dauða á fáeinum mánuðum. Hann hafði þá enga sýningu haldið og raunar má segja, að fáeinar myndir liggi eftir hann. Flestar þeirra eru í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.