Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 12
MYRTAR með því að þröngva þeim í ramma pólitískrar túlkunar Milan Kundera Milan Kundera er í hópi fjölmargra viöurkenndra tékkneskra rithöfunda, sem fá ekki útgefnar bækur sínar í heimalandinu (en þeir eru nú um 400 talsins sem þar eru á „svarta listanum"). Fram til ársins 1969 var hann prófessor viö kvikmyndadeild háskólans í Prag og átti hlutdeild í því aö hefja tékkneska kvikmyndagerð til vegs og virðingar á 7. áratugnum. Fyrsta skáldsaga hans „Skrítlan“ kom út áriö 1967 eftir mikiö þras og deilur viö ritskoöunina. Hún naut mikilla vinsælda og var gefin út í 116 þúsund eintökum. Eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu varö Kundera aö hverfa frá störfum viö háskólann og bækur hans hurfu úr öllum almenningsbókasöfnum þar í landi. Áriö 1975 var Kundera boöin prófessorsstaöa viö háskólann í Rennes í Frakklandi. Var honum veitt leyfi til að flytja þangað og þar er hann búsettur nú. Grein þessi er þýdd úr New York Times Book Revíew (8. jan., 1978), en þar var hún tekin upp meö nokkrum breytingum úr enska tímaritinu Index on Censorship (nóv.—des. hefti, 1977). Þaö má meö sanni segja aö eg sé nokkuö undarlega settur. Eg skrifa skáldsögur mínar á tékknesku. En síðan 1970 hefi eg ekkert mátt gefa út í heimalandi mínu, svo aö eg á enga lesendur á þeirri tungu. Þaö sem eg skrifa er fyrst þýtt á frönsku og gefiö út í Frakklandi, síðan annars staöar, en handritiö liggur kyrrt í skrifborösskúffunni hjá mér sem eins konar frummót. Haustiö 1968 hitti ég í Vín landa minn, sem var búinn aö ákveöa aö flytjast frá Tékkóslóvakíu. Hann vissi aö þá yröu bækur hans ekki lengur gefnar þar út. Mér fannst hann vera að fremja einskonar sjálfsmorö og spurði hann hvort hann gæti sætt sig viö að skrifa framvegis aðeins fyrir þýöendur, hvort fegurö móöur málsins skipti hann ekki lengur neinu máli. Þegar eg kom aftur heim til Prag, beiö mín þar tvennt sem kom mér á óvart: þó eg flytti ekki úr landi, varö eg Ifka þaöan í frá aö skrifa eingöngu fyrir þýöendur; og þó þaö kunni aö viröast þversögn, tel eg aö þetta hafi orðið móöurmáli mínu til mikils góös. Regurö einnar tungu, — í hverju felst hún? I því aö málið sé gagnort og Ijóst, segi eg fyrir mig. Tékkneskan er litskrúö- ugt og lýsandi mál, oröin bera mikiö meö sér, þaö er skynræn nautn að tungunni; en þessa kosti kaupir hún því veröi, aö stundum skortir á trausta röö og reglu, rökrænt samhengi og nákvæmni. Tungan er mjög skáldleg öörum þræöi, en þaö getur veriö erfitt aö koma öllu sem hún tjáir til skila hjá erlendum lesanda. Mér er mikiö í mun aö bækur mínar séu þýddar bæöi vel og rétt. Þegar eg skrifaöi tvær síöustu skáldsögurnar haföi eg sérstak- lega í huga þýöandann sem átti aö koma þeim yfir á frönsku. Eg lagði mig fram um þaö — óafvitandi í fyrstu — aö stilla setningunum í hóf, hafa þær skiljanlegri. Þetta var skírsla fyrir tunguna. Mér er átjánda öldin mjög hugfólgin. Þeim mun betra þótti mér tékknesku setningarnar mínar hafa af því aö rýna í skæran spegil þess máls sem Diderot skrifaði. Goethe sagöi einu sinni viö Eckermann að þeir væru aö horfa upp á endalok þjóöbókmennta og upphaf alþjóöabók- mennta. Eg er sannfæröur um aö bókmenntir sem eingöngu eru ætlaöar lesendum einnar þjóöar hafa síðan á dögum Goethes verið tímaskekkja og rækja ekki fyrsta og fremsta ætlunarverk bókmenntanna. Aö lýsa því sem á daga manna drífur þannig að ekki skiljist utan endimarka eins lands, þaö er líka óg%eiöi viö landsmenn sjálfa. Meö því vörnum viö þeim að sjá út fyrir eigin túngarö, hneppum þá í spennitreyju hreppa- mennskunnar. Þaö er meira en sárt aö fá ekki aö gefa út bækur sínar heima hjá sér.en eg held aö í því felist hollur lærdómur. Á okkar tímum veröum viö aö líta svo á, aö bók sem ekkert erindi gæti átt í heimsbókmenntirnar sé alls ekki til. Sem tékkneskum rithöfundi er mér ekkert um aö vera dreginn í aust- ur-evrópskan bókmenntadilk. Aust- ur-Evrópa er hreinpólitískt hugtak, sem var ekki til fyrir svo sem þrem áratugum. Ef átt er viö menningarhefö, er Aust- ur-Evrópa Rússland; Prag telst aftur á móti til Miö-Evrópu. Því miður eru menn í Vestur-Evrópu illa aö sér í landafræði, og sú fákunnátta gæti vel átt eftir aö veröa þeim dýr, eins og raunar hefir áöur sannast, samanber ummæli Chamberlains 1938 um „lítið land sem viö höfum litla vitneskju um.“ Þjóöir Miö-Evrópu eru fámennar og auk þess hálf ósýnilegar bak við vegg úr tungumálum sem engir aörir skilja og fáir leggja stund á. Og samt er þaö einmitt þessi hluti Evrópu sem á síöustu hálfri öld hefir oröiö einskonar deigla þar sem sagan hefir gert ótrúlegar tilraunir, bæöi á einstaklingum og þjóöum. En um þetta hafa Vestur-Evrópubúar aöeins ófull- komnar og einfaldaöar hugmyndir, þeir hafa aldrei haft fyrir þyí aö kynna sér almennilega hvaö er aö gerast tvö þrjú hundruö kílómetra frá friösælum heim- kynnum þeirra sjálfra, og þetta kann, eg segi þaö enn, aö eiga eftir aö veröa þeim dýrt. Úr þessum miöhluta Evrópu hafa komiö, hver á fætur öörum, þeir menn- ingarhvatar, aö þessi öld væri öll önnur án þeirra: sálgreining Freuds; tólftónalist Schönbergs; skáldsögur Kafka og Haseks, sem lögöu bókmenntunum til nýjan afkáraheim og þann nýja Ijóöskáld- skap sem er aö finna í skáldsögum sem ekki byggja á sálfræöilegri túlkun persón- anna; og svo formgeröarstefnan, sem kölluö er — strúktúralisminn — fædd og uppvaxin í Prag á þriöja tug aldarinnar en oröin aö tísku í Vestur-Evrópu þrjátíu árum síðar. Eg ólst upp í þessum heföum og á fátt sameiginlegt meö Aust- ur-Evrópu. Eg biö þá forláts sem finnst mér dveljast um of viö þessa broslegu landafræði. Einingarhugmyndin er árátta á stór- þjóöunum. í þeirra augum táknar eining framfarir. Jafnvel í orösendingu Carters forseta til geimbúa er þaö harmaö, aö heimurinn skuli enn vera klofinn í þjóöir, og látin í Ijósi sú von, aö hann muni áöur en langt um líöur sameinast í eina menningarheild. Eins og eining sé allra meina bót! Smáþjóð sem leggur sig fram um aö hætta ekki aö vera til er með því aö berjast fyrir rétti sínum til aö vera öðruvísi en aðrir. Ef eining er sama og framfarir, þá eru smáþjóöir and-framfara- sinnaöar í orösins besta skilningi. Mannkynssagan er verk stórþjóöa; smáþjóöir njóta þess góðs sem af henni flýtur. Stórþjóöir halda aö þær ráöi gangi sögunnar og geta því ekki annað en tekiö sjálfar sig og söguna hátíölega. Smáþjóö lítur ekki á söguna sem sína eign og á rétt á aö taka hana ekki alvarlega. Franz Kafka var Gyðingur, Jaroslav Hasek Tékki — minnihlutamenn, báöir tveir. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á, kom herskár þjóöernisandi yfir Evrópu eins og flog, sem jafnvel menn eins og Thomas Mann og Apollinaire sluppu ekki viö. í dagbók Franz Kafka getur aö lesa: „Þýzkaland hefir sagt Rússlandi stríö á hendur. Fór í sund eftir hádegi.“ Og þegar hinn góöi dáti Schweik fréttir þaö 1914 aö Ferdinand — sá sem var lærlingur hjá rakaranum og drakk hárolíuna, eöa hinn sem safnaöi hunda ... á gangstéttunum? MILAN KUNDERA Menn segja aö mikilleik lífsins sé hvergi aö finna nema þar sem lífiö yfirstígur sin eigin takmark. En hvaö ef allt líf af slíku tagi er saga og saman er hvort eö er ekki okkar eign? Er þá ekkert eftir nema fáránleg skrifstofan hjá Kafka? Ekkert nema aulahátturinn í hernum hjá Hasek? Hvar er þá mikilleikinn, hátíöleg alvaran, meiningin í þessu öllu? Einkennisgáfa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.