Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 15
Vr hugskott Woedy Wtlton WOODY ALLEN BÆKUR ERU MYRTAR Framhald af bls. 13 „Allt þetta mas um dauða skáldsögunnar er sprottið af þeim ragna- raka hugsunar- hætti, sem einkennir framúrstefnu- menn” áráttu að einfalda alla hluti. Þeir myröa bækur meö því aö þröngva þeim í ramma pólitískrar túlkunar. Slíkir menn hafa engan áhuga á svonefndum Austur-Evrópuskáldum nema rétt meöan bækur þeirra eru bannaöar heimafyrir. í þeirra augum eru menn þar eystra annaöhvort opinberir rithöfundar eöa andófshöfundar — annaö er ekki til. Þeir gleyma því aö allar sannar bókmenntir skjótast undan slíku mati, skjótast undan stirönaöri tvíhyggju áróöursins. Síöan á þriöja áratug þessarar aldar er eins og allir hafi veriö aö skrifa eftirmæli skáldsögunnar: súrrealistarnir, framúr- stefnumennirnir í Rússlandi, Malraux (sem telur aö skáldsagan sé búin aö vera dauð síöan Malraux hætti aö skrifa skáldsögur) og eg veit ekki hver og hver. Er þetta ekki skrítið? Enginn talar um dauöa Ijóösins. Og þó veit eg ekki um neitt verulega mikilfenglegt og brautryðjandi Ijóöverk allt frá því aö súrrealistakynslóöin mikla var og hét. Enginn minnist á aö leikhúsiö sé dautt. Enginn minnist á aö málaralistin sé dauð. Enginn minnist á aö tónlistin sé dauð. Þó hefir tónlistin síöan Schönberg var aö verki sagt skilið viö þúsund ára gamla hefö sem byggöist á tóntegundum og hljóöfærum. Varese, Xenakis .. . mér þykir ósköp vænt um þá, en getur þetta enn heitið tónlist? Alltént vildi Varese sjálfur heldur tala um hljóöskipulag en tónlist. Þaö má því vel vera aö tónlistin hafi andast fyrir allmörgum áratugum, en enginn minnist samt á andlát hennar. Það er dauði skáldsögunnar sem talaö er um, enda þótt hún sé ef til vill ódauöust allra listgreina. Endalok skáldsögunnar eru staðbundin hugarönn rithöfunda í Vestur-Evrópu, einkum Frakka. Það er fáránlegt aö tala um annaö eins viö rithöfund úr mínu heimshorni eöa frá rómönsku Ameríku. Hvernig í ósköpunum er hægt aö vera aö muldra um dauöa skáldsögunnar og eiga uppi í hillu hjá sér Hundrað ára einvera eftir Gabriel García Marquéz? Meöan til er mannleg reynsla sem ekki veröur tjáö nema í skáldsögunni eru allar getgátur um fráfall skáldsögunnar ekkert nema vottur um uppskafningshátt. Þaö kann svo sem að vera satt, aö skáldsagan í Vest- ur-Evrópu varpi ekki lengur nýju Ijósi á ýkja margt og aö slíks veröi nú aö leita í hinum hluta Evrópu og í rómönsku Ameríku. Eg þykist vita aö allt þetta mas um dauöa skáldsögunnar sé sprottið af þeim ragnarakahugsunarhætti sem einkennir framúrstefnumenn. Knúöir af tálvonum byltingarhyggjunnar létu framúrstefnu- menn sig dreyma um aö koma á fót algjörlega nýrri list, hefja nýtt söguskeiö — kannske eitthvað í anda hinna alkunnu ummæla Marx um forsögu og sögu mannkynsins. Þá ætti skáldsagan heima í forsögunni, en í sögunni ráöi ríkjum Ijóöskáldskapurinn, og í honum myndu allar fyrri bókmenntategundir leysast upp og hverfa. Þaö gegnir furöu aö þetta ragnarakasjónarmiö, svo algjörlega órök- vitlegt sem þaö er, skuli hafa breiöst svo út sem raun er á og orðið ein alkunnasta tuggan milli tannanna á uppskafningum vorra tíma. Þeir þykjast fyrirlíta skáldsög- una og tala þess í stað um „texta“. Að þeirra dómi heyrir skáldsagan fortíöinni til (forsögu ritmennta), og þessu halda þeir fram þvert ofan í það, aö í síöustu hálfa öld hefir meginstyrk bókmentanna veriö aö finna einmitt á þessu sviöi — eg bendi bara á Robert Mi'sil, Thomas Mann, Faulkner, Céline, Pasternak, Gombrowicz, Gúnter Grass, Böll, eöa þá góövini mína Philip Roth og García Marquéz. Skáldsagan er leikur þar sem leikmenn- irnir eru uppdiktaöar persónur. Maöur sér tilveruna meö þeirra augum, og þarmeö frá ýmsum hiiöum. Því skýrar sem persónurnar eru sundurgreindar, því meir veröa höfundur og lesendur aö leysast úr eigin ham og leggja sig fram um aö skilja. Hugmyndafræöin vill sannfæra okkur um algjör sannindi sín. Skáldsagan sýnir okkur aö allt er afstætt. Hugmyndafræðin er kennsla í umburöarleysi. Skáldsaga kennir okkur umburöarlyndi og skilning. Því meir sem hugmyndafræöin leggur undir sig þessa öld, því meiri tímaskekkja veröur skáldsagan. En því meiri tíma- skekkja sem hún veröur, því meira þurfum viö á henni aö halda. A okkar dögum, þegar stjórnmálin eru oröin aö trú, lít eg á skáldsöguna sem trúleysið í einni sinni hinstu mynd. Jóhann S. Hannesson þýddi. ímyndunar- veiki er ekki auðveld viðfangs Framhald af bls. 7 Þaö er fráleitt víst, aö ímyndarsjúkl- ingi batni af þessu. En þaö getur oröiö til þess að létta honum lífiö þegar til lengdar lætur, og komið í veg fyrir þaö aö honum versni ímyndunarveikin. ímyndunarveiki getur veriö hættuleg, ef ekkert er að gert; hún getur nefnilega oröiö til þess, aö læknum sést yfir raunverulega og jafnvel banvæna sjúkdóma þar til allt er um seinan. Bezt af öllu er vitanlega, aö ala börn þannig upp, aö ekki sé hætta á aö þau hneigist til ímyndunarveiki. Eins og áöur sagði er sérlega óheillavænlegt, ef börnum er aldrei sýnd veruleg umhyggja nema þegar þau eru veik. Þau ganga þá fljótlega á lagiö. Þaö má ekki venja þau á þaö aö beita uppspunnum veikindum til þess að komast hjá ábyrgö og skyldum (fara í skólann, hjálpa til viö húsverkin o.s.frv.). Og þaö má ekki venja þau viö þaö, aö þau geti ævinlega sefaö reiöi manns meö því aö grípa um magann eða höfuöiö og kvarta um lasleika. Satt bezt aö segja er öllum mönnum hætt viö ímyndunarveiki. Tilhneigingin er aðeins missterk — og viljastyrkur manna og persónugerö misjöfn. ímyndunarveiki þykir yfirleitt heldur fyrirlitleg. En skyldi það ekki vera af því m.a., aö tilhneigingin býr í okkur öllum. — Michael J. Halberstam. '■©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.