Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1978, Blaðsíða 3
opinbera; þeir eru nú orönir u.þ.b. 27% opinberra starfsmanna og lætur þaö nærrri hlutfalli þeirra í þjóðinni. Þá var þaö og leitt í reglur fyrir nokkrum árum, aö allir opinberir starfsmenn sambands- stjórnarinnar skyldu vera mæltir á frönsku. Einnig, aö áletranir á umbúöum neyzluvarnings skyldu vera á málunum báöum, ensku og frönsku, og fleira mætti nefna, þótt í litlu sé, sem Trudeau hefur efnt til í því skyni aö efla samkennd meö þjóöinni. Hann viöurkennir þaö, aö Kanadamenn af frönskum ættum, einkum Quebecbúar, hafi veriö beittir ýmislegum órétti fram aö þessu og kröfur þeirra um aöskilnaö séu skiljanlegar. Hins vegar ætlar hann sér aö halda þjóöinni saman hvaö sem í skerst. Hann heldur því fram, aö vandinn veröi ekki leystur meö viðunandi hætti nema í sameiningu, og yrði þaö ekki til góös að Quebecbúar fengju heimastjórn. Hann gerir greinarmun á “góöri þjóðernis- hyggju" og “slæmri þjóöernishyggju”: í hinni fyrrnefndu felst þaö, aö franskætt- aöir og enskættaðir viöurkenni menning- armun sinn en komi sér saman um eina landstjórn. Hins vegar er þaö slæm þjóöernishyggja aö vilja skipta ríkinu í tvennt. Ýmsir hafa bent á þaö, aö svo virtist sem Trudeau þekkti illa vilja sinna manna, Quebecbúa. Þeir vilji nefnilega ekki aöskilnað, flestir hverjir a.m.k. En þeir sætti sig ekki heldur viö ríkjandi ástand. Og þeir séu mótfallnir hugmynd- um forsætisráöherrans um breytingar. En hann viröist ekki hafa áttaö sig á þessu. Mest hefur Trudeau þó veriö gagnrýnd- ur fyrir efnahagsráöstafanir sínar. Þekktur hagfræöingur kanadískur lét svo ummælt, aö „Trudeau virðist veitast ákaflega erfitt aö skilja hagmál. Honum þykir t.d. meö ólíkindum aö hiö stórfellda atvinnuleysi í landinu geti veriö aö kenna stefnu stjórnarinnar; og er það einlæg trú hans aö atvinnuleysi sé jafnan aö kenna leti og ómennsku verkamanna. Hann heldur því líka statt og stööugt fram, aö þeirri milljón manna, sem nú er atvinnulaus, standi næg vinna til boða. Þó eru sannanlega ekki nema 80 þúsund störf laus í landinu. Manni sýnist gild ástæöa til þess, aö forsætisráðherrann fari aö rifja upp stæröfræöina sína“. Trudeau hefur auövitaö ýmis svör á takteinum viö gagnrýninni. Hann ber fyrir sig „ástandiö í heiminum" í efnahagsmál- um, en kennir þjóðernisflokki franskætt- aöra í Quebec, og Levesque, foringja hans, um deilurnar í þjóöernismálinu. Hann er reyndar sjálfur franskur í aöra ætt eins og nafniö bendir til: Pierre jelliott Trudeau, og fæddur og uppalinní Que- bec.Faöir hans var vellríkur kaupsýslu- maöur, haföi auögazt á rekstri bensín- stööva. Ættin er gömul oröin í Kanada, hefur búið þar allt frá 1659 að Trudeau nokkur snikkari fluttist úr Frakklandi vestur. En móöir Trudeaus var af skozkum ættum. Hann gekk í skóla hjá Jesúítum, College Jean de Brébeuf, en síöar í Harvard og Sorbonne. Eftir aö hann kom aftur heim frá námi lagði hann fyrir sig lögfræðistörf, hann stofnaöi, ásamt öörum, tímarit sem Cite Libre hét og var vinstrisinnaö (Trudeau taldi sig sósíalista í þann tíð); síðar varö hann prófessor í lögun viö Montrealháskóla. Það var ekki fyrr en 1965, aö hann skarst í stjórnmálabaráttuna — en þrem árum síöar var hann oröinn forsætisráöherra. Trudeau þykir heldur ráöríkur, ósam- vinnuþýöur, og tillitslaus jafnvel. í kanad- ísku dagblaði, sem birti fyrir nokkru kafla úr ævisögu hans var haft eftir honum, aö „rhargt er erfitt í starfi forsætisráðherra, en erfiðust eru þó samskiptin sem maður þarf aö hafa viö aðra. Mér lætur ekki vel að umgangast fólk. Þaö er einn minn helzti galli“. Fréttaritari einn, sem fylgzt haföi lengi meö honum, lét svo um mælt, aö hann „veit ekki hve mörg börn helztu samstarfsmenn hans eiga; honum verður ekki einu sinni aö vegi aö spyrja um líöan eiginkvenna þeirra þegar þær eru veikar“. Kona kunnug honum sagöi einhverju sinni, aö tilfinningar hans væru „álíka djúpar og matardiskur", og bætti því viö aö hann heföi „eiginlega aldrei sýnt þess nein merki aö hann væri mennskur" — nema þegar konan fór frá honum. Þá virtist honum brugöiö. Trudeau kvæntist seint, ekki fyrr en 1971 og haföi þá einn um fimmtugt. Kona hans, Margaret, var einum þrjátíu árum yngri. Hún hét Sinclair aö ættarnafni, dóttir stjórnmálamanns frá Brezku Kólumbíu. Þeim fæddist fyrsta barniö réttu ári eftir aö þau voru gefin saman. Þaö var drengur. Tveim árum síöar eignuöust þau annanr og svo þann þriðja. Hjónaband þeirra og fjölskyldulíf virtist einstaklega hamingjuríkt; þeim lék allt í lyndi. En þaö entist því miður ekki lengi. Margaret var ákaflega ólík manni sínum. Hún þoldi illa streituna, sem fylgdi starfi hans; áriö 1974 varö hún aö leggjast inn í sjúkrahús — vegna streitu aö því er hún sagöi blaðamönnum. Hún var líka opinskárri en hæfa þótti: skömmu eftir að hún kom úr sjúkrahúsinu lýsti hún því t.d. yfir í sjónvarpi, aö hún vildi helzt aö eiginmaður sinn hætti alveg afskiptum af stjórnmálum. Þess voru þá farin aö sjást ýmis merki, aö ekki væri allt meö felldu í hjónabandinu. Trudeau var orðinn uppnæmur yfir því er fréttamenn spurðu hann um konu hans. Eitt sinn bar svo viö að hann misskildi spurningu þingmanns nokkurs í neðri deild, hélt þingmanninn hafa ýjaö aö því aö forsætisráðherrahjón- in kynnu aö skilja. Trudeau missti þá stjórn á skapi sínu, kallaði þingmanninn „tíkarson" og skálmaöi út úr þingsalnum. Nokkru seinna var komið greinilegt los á hjónabandið. Margaret var farin aö ferðast um einsömul og sjást opinberlega í fylgd meö mönnum sem þóttu „vafasam- ir“ aö ekki væri meira sagt, — t.d. Mick Jagger og Keith Richard úr Rolling Stones. Þessu lauk svo, aö þau hjón skildu aö boröi og sæng. Margaret býr nú í New York og hefur lagt fyrir sig Ijósmyndun, en Pierre situr eftir í forsætisráöherrabústaönum í Ottawa, og hélt hann eftir sonum þeirra þremur. Þaö er greinilegt um Trudeau aö hann nýtur mjög valda sinna. Og flest bendir til þess aö hann veröi viö völd enn um nokkra hríö. Honum hefur oröiö ýmislegt mótdrægt eins og fyrr var sagt, en hann þykir líka hafa unniö sér margt til ágætis, og þorri almennings er yfirleitt á hans bandi. Þaö er aö vísu talið aö sigur hans í næstu kosningum veröi naumari en áöur hefur veriö, en fáir efa það í alvöru aö hann muni sigra. Trudeau þykir hafa oröið einna mest ágengt í utanríkismálum, enda er því mjög á loft haldiö. Honum hefur lánazt aö bæta mjög samskiþti Kanada og Bandaríkj- anna, og eru þeir miklir vinir hann og Carter Bandaríkjaforseti. Hann kom því til leiðar, aö Kanadastjórn viöurkenndi Kínverska alþýöulýöveldiö snemma á árum og hefur átt vinsamleg skipti viö Kúbu, en aftur á móti dregið úr fjárfestingu Kanadamanna í Suöurafríku, og fleira mætti telja. En afrek hans í utanríkismálum mundu þó sennilega ekki duga honum ein saman til sigurs í komandi kosningum. Drýgst veröur honum aö líkindum sú hugmynd, sem almenningur hefur um hann, aö hann sé maður einbeittur, viljasterkur og fylginn sér. Mönnum er enn í fersku minni hversu hann brást viö þegar hryðjuverkamenn óöu uppi í Montreal, áriö 1970, rændu m.a. verzlunarfulltrúa Breta og myrtu kanadískan ráðherra. Trudeau sýndi þá sem oftar, að hann er maður haröur í horn aö taka. Hann lýsti þegar yfir neyöar- ástandi í landinu og kallaöi herinn á vettvang aö kveöa niður óeirðirnar. Þegar fréttamaöur spuröi hann hversu langt hann væri reiöubúinn aö ganga til þess aö vinna bug á hryöjuverkamönnum leit Trudeau á hann kuldalega mjög og svaraöi aö bragöi: „Alla leiö“... Hann hikar aldrei þegar til kastanna kemur. Og þaö er mannkostur sem kjósendur meta umfram aðra. — Úr Observer Kyrrö fjallanna var algjör og þaö var eins og andartakiö hefði liöið án þess aö þaö kæmi mér nokkuð viö, hvílík dásemd er það ekki að vera einn meö náttúrunni svona langt frá öilum siöum og venjum og upplifa dags- stund meö sjálfum sér losna viö amstur hins daglega lífs og hverfa á vit fjallakyrrðarinnar, sötra ískalt og tandurhreint vatn úr lækjarsprænum sem liöast í smá skorningum niöur hiíöarnar, leggja hlustir viö árniönum og heyra skvampiö þegar lækirnir hossa sér ofan af háum og lágum stöllum. Ég nýt þess að vera til og upplifa þann munað aö samlagast náttúrunni og ég leggst undir hvítan fossúöann sem gusast yfir mig, rennbleytir hár mitt og andlit, ég krýp niöur og tek ískalt jökulvatniö í lófa mína og eys því yfir mig án þess aö hugsa nokkuö um þaö aö fötin gegnblotna. Hverju skiptir það á svona góðviörisdegi segi ég viö sjálfan mig og fleygi þeim af mér, leggst nakinn í þvælt grasiö og drekk í mig angan vorkomunnar, læt hlýjan vor- vindinn þukla mig og nýt unaðarins fullkomlega í fagnaöarsöng sem drukknar í niö árinnar er beljar fram sem í stríðshugleiöingum og lætur vetur konung lúta sér í auðmýkt. Ég lifl þá fagnaöarstund er áin í sigurvímu streymir niður gamlan farveg aldanna og heilsar fagnandi sérhverjum steini og þakkar fyrir síöast. ísklakar sem búiö höföu um sig á bökkum árinnar búast til brottfarar og dragast út í strauminn þar sem þeir eiga eftir aö velkjast, sigraöir greyin, samferöa ánni óendanlega órannsakaöa leiö. Ég rís upp og teygi hendurnar í átt til árinnar í þeirri von aö fá yfir mig fossúðann sem svífur yfir árbakkann og skellur um leiö á nöktum kinnum bergsins þegar áin steypist fram af hömrunum og flengir sig sjálfa aftur og aftur. Gróöurlausir hólmarnir svelgja í sig rakan svalann en sölnuð strá sem flökta í vorvindinum flosna upp og fjúka út í röstina sem síðan fleytir þeim með sér aflvana og varnarlausum. Eitt augnablik virði ég fyrir mér kónguló nývaknaöa til lífsins trítla léttfætta inn í bældan gróðurinn leitandi aö góðum staö fyrir veiöinet sitt en kolsvartir hrafnar sveima yfir hömrunum, ef til vill í vorleik, og þar sem ég fylgist meö þeim heyrast brak og brestir í hamraveggjunum. Þiðn- andi ísinn er aö sprengja í sundur veggina og rifta milljón ára samveru klettabjarganna og þeytir þungum björgum út í ólgandi iöuna. Á meöan er eins og tíminn standi kyrr og eilíföin kyssi andartakið hvellun kossi. Þetta er lífiö segi ég við sjálfan mig, teygi úr mér letilega og slít um leiö strá upp úr sverðinum. Hvaö getur þú sagt mér um lífið litla strá; hvar er best að lifa, hvar er mesta hagsældin í veröldinni? Segöu mér þaö litla strá, en ég fæ ekkert svar. Ég vef stráinu um fingur mér svona eins og í hefndarskyni fyrir þaö aö vilja ekki eiga viö mig fáein orð um lífiö og tilveruna og tilganginn meö öllu þessi brambolti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.