Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1978, Blaðsíða 7
Gísli Sigurðsson rœðir við KRISTJAN KRISTJÁNSSON hljöðfœraleikara og fyrrum hljðm- sveitarstjðra. Fyrri hluti „ÆFÐI MIG SVO UNDIR TÖKÍ SYÐSTAKOTSBÆNUM Bærinn Syðstakot, skammt frá Sandgerði. Þar er Kristján fæddur og uppalinn og par hófst tónlistarferill hans. Myndin er af málverki Þorláks Halldórsen. Við flettum saman gamalli úrklippu- og myndabók og ilmur liðinna daga vaknar og ræöur ríkjum í stofunni á Laugalæk 11 pessa stund: Kristján meö fyrstu hljómsveitina í Mjólkurstöðinni, Svavar Gests og Hallur Sím og fleiri með honum. Svona var veröldin ung áriö 1947. Síða úr jassblaðinu, sem greinir frá jasshljómleikum K.K. og stórhug hans. Þar söng Haukur Morthens, en Kristján var sjálfur meö átta manna hljómsveit ... Tveir ungir menn, nýkomnir úr peim fræga Juílliard School of Music: Kristján og Svavar Gests ... K.K. á hljómleikum jassblaðsins með saxófóninn og Kristján Magnússon og Ólafur Gaukur rétt eins og fermingardrengir. Item að Gunnar Ormslev var kjörinn vinsælasti jassleik- ari íslands árið 1951 og burstaklippingin ekki komin til skjalanna. Jón bassi er parna líka og Árni Elfar, blautir á bak við eyrun fyrir æsku sakir og útlendar stjörnur í heimsókn: Tyree Glenn og Stan Kenton. Gulnaöar úrklippur í dagblöðum greina frá hljómleikum í Austurbæjarbíói, par sem K.K. er potturinn og pannan og dregur fram í dagsljósið nýja söngvara. Nú muna víst fáir eftir Tanner-systrum, sem komu fram með K.K. sextettinum í Austurbæj- arbíói og víðar og kannski er líka farin að fyrnast frægöarför sextettsins til Noröurlanda og Englands. Einkum og sér í lagi var peim félögum tekiö með kostum og kynjum í Noregi: „Island overrasker með meget god jazz“ segir í Verden rundt í maímánuði 1954. Já, svona var veröldin ung eftir stríð og vinnukonurnar komu í Mjólkurstöð- ina á fimmtudögum, pví pá áttu pær frí og allir vissu að fjörið var par sem K.K. spilaði. Ennpá, löngu eftir aö Kristján blés síðustu taktana og kvaddi heim öldurhúsa og dægurlaga, sem verið hafði líf hans í hálfan annan áratug, minnist fjöldi manns K.K.-sextettsins meö gleði, — enda trúlega ófáir, sem hafa stofnað til kynna við elskuna sína viö undirspil frá Kristjáni og félögum. En hvenær og hvernig byrjaði K.K.-sextett- inn? Kristján: „Við byrjuöum í Mjólkurstöð- inni í október árið 1947 og margt hefur nú breyzt síðan. Þá voru hafta- og skömmtunartímar og ýmislegt sem vant- aði ennþá í búöirnar eftir stríðiö. Hugsaðu þér; þar fréttist kannski að von vaeri á skóm og fólk fór aö bíða utan við búöina einhverntíma um miðja nótt og haföi meö sér kaffibrúsa. En fólk vildi skemmta sér þá ekkert síður en nú og einn samkomu- staður, sem allir þekktu þá var í Mjólkurstööinni viö Laugaveginn. Þar kom K.K.-sextettinn fyrst fram og þaö var Svavar Gests, trommuleikari hljómsveitar- innar, sem átti hugmyndina að nafninu. Auk okkar voru í sextettinum Steinþór Steingrímsson á píanó, Hallur Símonar- son á bassa, Guömundur Vilbergsson á trompet og harmoníku og Trausti Thor- berg á gítar. Sjálfur lék ég á alto-saxófón og klarinet. Við Svavar Gests vorum raunar búnir að bralla talsvert sarhan áöur; höfðum verið í hljómsveit, sem spilaði meðal annars þarna í Mjólkurstööinni áriö 1945 og það var upphafið að ferli mínum sem atvinnumaður í dansmúsík. Ekki man ég alveg, hvernig þetta atvikaöist, en við vorum fjórir: Róbert Þóröarson á harmon- Þeir sem voru að skemmta sér um og eftir 1950, kannast ugglaust vel við pessa hljómsveit, sem pá var sú vinsælasta á landinu: KK-sextettinn með Kristján í farar- broddi. Sigrún Jónsdóttir syngur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.