Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Blaðsíða 3
daga, en fólk vissi hvaö þaö hafði. Nú var allt á ferö og flugi og peningar reyndust verölausir þegar til þeirra átti aö taka, og þaö var kannski bezt aö láta þá í strákhítina. Þaö var bara svo erfitt aö skilja þetta. Björn klappaöi móöur sinni á vangann og hvíslaöi aö henni blíðuorðum. Brynjólfur heyröi ekki hvaö þeim fór á milli. Loks tók Þorbjörg til máls: — Eg veit, Brynjólfur minn, að þú sérö þetta viö drenginn. Hann er nú aö koma undir sig fótunum. — Já, pabbi, ég er eiginlega búinn aö kaupa mér lítið bílaverkstæði, á bara eftir aö borga þaö. Það er svo þreytandi aö vinna alltaf hjá öörum og hafa aldrei neitt handa á milli. Þaö er víst hægt aö þéna mikiö á bílaverkstæðum. — Þú getur fengiö þaö sem ég á og þá er þér vonandi borgiö, sagöi Brynjólfur gamli og nefndi upphæö. Þaö dimmdi yfir svip Björns. Hann sat um stund hugsandi og nagaöi á sér neglurnar. Svo sagöi hann: — Þetta hjálpar heil mikiö en þaö er bara ekki nóg, ég varö aö fara og reyna aö slá í bönkunum til viöbótar. Mig vantar bara uppáskrift. — Ekkert þýöir aö ég skrifi upp á, ég hef ekkert nema ellistyrkinn til aö lifa á og ekki er hægt aö klípa af honum, sagöi Brynjólfur. — Já, en húseignin skuldlaus, sagöi Björn flaumósa. — Já, ég hef nú ekki ráö á aö tapa henni, svaraði Brynjólfur mæöulega. — Þetta eru nú ekki nema nokkur blöö bara til aö losa mig úr verstu klípunni. Svo dreifi ég þeim milli bankanna svo aö ekki veröi of há summa í neinum þeirra. Um aö gera aö fá bara lítið á hverjum staö, þannig er auöveldara að fleyta því áfram. Þegar ég fer að græöa á bílaverkstæöinu þarf ég auövitaö ekki á svona smáviöskiptum aö halda, heldur hef einn bankastjóra fyrir mig, sem sér um bankamálin fyrir mig. Eg sendi honum auövitaö eitthvaö fínt á jólunum eöa labba upp á skrifstofu til hans meö dýrt viskí eöa konjak. Þá veröur maöur oröinn þekktur í viöskiptalífinu og veröur aö haga sér eftir því. Þetta var oröin lengri ræöa en Björn haföi ætlaö aö halda, en hann varð að vinna fööur sinn á sitt mál. Þaö gat ekki skaöað aö mála hlutina Ijósum litum. Brynjólfur hnussaöi og hristi höfuðið. Margt haföi hann heyrt um dagana, en aö múta bankastjórum hafði hann aldrei heyrt minnst á. Hann tók seinlega til máls og spuröi: Hversu miklu varöar þig, drengur minn, aö ég veröi viö óskum þínum? —Mig varöar þaö öllu, skuldirnar eru komnar mér langt yfir haus og ég sé enga leiö út úr þessu nema meö þinni hjálp til aö kaupa verkstæöiö. Þaö var komiö holhljóö í röddina og Björn leit til móöur sinnar í von um aðstoð. — Viö veröum aö gera þetta, Brynjólfur, viö ólum drenginn og viö berum ábyrgö á honum á meöan viö lifum. Viö getum ekki liðið þaö aö nokkur af okkar fólki veröi bendlaöur viö fjárpretti — meðan viö eigum eitthvað til. Og þetta er nú yngsti sonur okkar og hann spjarar sig ef hann fær hjálp til. Ekki trúi ég ööru. — Ertu meö víxlana? Spurningin skall eins og holskefla yfir mæöginin. — Já, já, svaraði Björn, ég ... ég tók þá svona meö mér, þeir eru hérna. Brynjólfur fletti víxlunum og lagöi saman upphæöirnar í huga sínum. Jú, húsið myndi duga, en hvaö svo? Hann teygði sig seinlega eftir pennanum, sem lá á boröinu til hliðar viö hann, og skrifaöi á víxlana sem útgefandi. Hann var lengi aö því, vandaöi skriftina og virti hana lengi fyrir sér. Þaö skyldi enginn segja aö rithöndin hans Brynjólfs Jónssonar væri ekki læsileg á víxlum. Björn þakkaöi fööur sínum geröan greiöa og sagöi aö hann ætti ekki eftir aö sjá eftir þessu. Þar meö stóö hann upp og kvaddi foreldra sína ástúölega. Brynjólfur gamli geipsaði meö ólundar nagghljóöi og prjónar gömlu konunnar tifuöu án aflátsv Hvorugt þeirra sagöi nokkuö langa hríö. Þaö var eins og einhver ósýniieg greip héldi þeim í dauöa taki. Þau höföu slökkt á sjónvarpinu þegar Björn kom og ekki hirt um aö kveikja á því aftur. — Þaö er bezt aö fara aö hátta, umiaöi Brynjólfur. — Hvaö liggur á, drengurinn rétt nýfarinn, ekki þarftu svo snemma á fætur aö morgni. Þorbjörg gamla átti bágt meö aö samsinna manni sínum í þessum efnum sem öörum. Hún vildi gjarna tala um yngsta son þeirra og óska honum gengis, en Brynjólfur gamli mátti ekki heyra á hann minnst, einn sérvizkuþankinn enn. Þaö var annars alveg furöulegt hvaö karlinn haföi alltaf veriö afundinn viö Björn, eins og dyldist eitthvaö í svip hans sem espaði hann upp. Þaö vissi víst enginn. — • — Nokkur tími leiö og dag nokkurn fengu gömlu hjónin póstkort frá Svíþjóö. Þau veltu því fyrir sér, litu á skriftina og svo á undirskriftina, BJÖRN. „Þaö var ekki hægt aö þverfóta fyrir rukkurum heima svo aö ég varö aö fara hingað til aö vinna. Þaö er miklu betra aö vinna hér en heima. Síöustu viku hef ég unnið hjá heildsölu. Eg er búinn aö fá íbúö, aö vísu ekki eins góöa og heima, og Stína er komin meö krakkana og allt gengur vel. Þiö skiljið aö ég varö aö fara leynt meö þetta svo aö ég yröi ekki stöövaður. Eg vona að þiö skiljiö þetta. Kveöja, Bjössi.“ — Og lýgur aö foreldrum sínum, orgaöi Brynjólfur gamli hamslaus.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.