Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Page 4
Kostgangarar hjö Guörúnu Haustið 1945. Nóvember. Vetur. Höfuð- borgin upplýst í skammdeginu. Skólafólk- ið fyllir bæinn og setur svip sinn á hann. Allir þurfa aö búa sig undir lífið, hvort sem það verður stutt eða langt. Sumir stefna hátt: vilja veröa stúdentar og síðar kandidatar. Aðrir hugsa ekki þaö hátt. Þeim er mest í mun að komast sem fyrst í starf. Námið má þess vegna ekki taka allt of langan tíma. í Samvinnuskólanum tekur námið tvö ár, í Verzlunarskólanum 4 ár og sama tíma í Kennaraskólanum. Tekið hafði veriö uþp á því að lengja námið þar um eitt ár nýlega. Undirritaður var nýlega kominn í þennan skóla. Hann ætlaði að verða kennari við barnaskóla. Fyrir ábendingu frá Maríu Maack, forstöðukonu Farsóttahússins, sem hann hafði borðað hjá um skeið án sérstaks endurgjalds, kom hann að máli viö matselju á Bókhlöðustíg 10, Kristínu Karlsdóttur aö nafni, og sþurði hana hvort nokkur leið væri að fá keypt fæði. „Hvað starfiö þér,“ spurði Guörún. „Ég er nemandi í kennaraskólanum.” „Jú, það er allt í lagi,“ sagði hún. Hvað kostar fæðið á mánuði," spuröi pilturinn. „Það kostar 420 krónur á mánuöi.“ Þetta var ekki sem verst. Þetta kostaði álíka mikiö á mánuöi og hann haföi í kaup á viku sumarið áður við steypuvinnu í Silfurtúni, þar sem rekin var steinaverk- smiöja. Guðrún þéraöi hvern mann. Gekk í þjóöbúningi um beina og var hin virðulegasta, enda báru allir mikla virðingu fyrir henni. Hún var oröin ekkja. Var gift Jóni Sveinssyni verzlunarmanni í Neskaupstaö, sem lézt 1931. Átti tvo syni. Annar þeirra, Rögnvaldur, var í 4. bekk menntaskólans. Varö þrestlærður og um skeiö þjónandi prestur í Súðavík. Kennari viö gagnfræöaskóla í Reykjavík um langa hríð. Þegar nýr mánuður hófst spuröi Guðrún: „Má ég koma með reikninginn yðar?“ Gagnvart slíkri kurteisi var ekki hægt að bregðast nema á einn veg: greiða með brosi á vör. Á því stóð heldur aldrei hjá honum. Hafði vanizt því aö skulda ekki neinum neitt, en þola heldur ekki öðrum það sama: Það var heldur aldrei þurrð á aurum hjá nemandanum, því að hann var sþarsamur og lítiö fyrir að slá sér út. Helzta eyðsla, sem hann veitti sér fyrir utan Itfsnauösynjar og nauðsyn- legustu bækur, var að kaupa sig inn á dansæfingar í skólanum, sem voru hálfsmánaðarlega. Inn á þær kostaði fimm krónur fyrir nemendur, en tíu krónur fyrir aðra. Aldrei sást þar vín á nemendum skólans, en fyrir kom, að aörir væru eitthvað að laumast með hinn görótta drykk. Þá gat nemandinn ekki stillt sig um að kauþa bækur við og við. Eitt sinn keypti hann bók fyrir 50 krónur í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Þá var Lexicon Poeticum. Bók þessa seldi hann nemanda einum í öðrum bekk á sama veröi og hann keypti hana, og sér eftir því alla ævi. Það er svona: Aldrei skyldi maður selja bók, sem maður hefur einu sinni eignazt^ Sársjaldan keypti hann dagblöð á götunum. Það var þá helzt Vísir. Á horni Laugavegs og Skólavöröustígs sat gamall maöur, eöa var þaö kannski efst í Bankastræti, og seldi dagblöö. Blaöiö kostaöi 50 aura í lausasölu, en oft laumaði nemandinn krónu í vasa gamla mannsins. Kenndi í brjósti um hann að sitja þarna, oft í drepandi kulda. Þegar þetta var, kostaöi áfengisflaskan 45 krónur og þótti dýr. Fargjaldið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar kostaði kr. 1,50, þ.e. aðra leiöina. Hefur semsagt hundraöfaldast þegar þetta er ritað. Þá mátti reykja í Hafnarfjarðarvögnunum og var það óspart notað af reykingamönnum. Engum datt þá í hug, að nokkur óhollusta fylgdi reykingum, en samt reyktu þá færri en síöar, er vitað var að það kynni aö valda lífshættu í ríkum mæli síðar á ævinni, kannski þegar maður var orðinn aflóga skar sökum aldurs: 50—60 ára! En þetta var nú víst útúrdúr. Lifaö var reglusömu lífi: fremur horft á lífið en að kasta sér út í það. Þá lá fólki ekki eins á aö veröa fullorönu eins og síöar varð. Þegar fólk er um tvítugt er allt lífið framundan og auövitað ekki annað en vitleysa að taka forskot á sæluna. Þaö er ekki annað en vitleysa að byrja lífið of snemma. Nógur tíminn að lifa því, kannski 50—60 ár í viðbót. En nú finnst nemandanum tími til kominn að geta um það mannlíf, sem innan veggja var á Bókhlöðustíg 10. Mest bar á mönnum, er stunduðu hreinleg störf og/ eöa nám, enda víst skilyröi, því aö eitt sinn spurðist verkamaöur fyrir um þaö, hvort hann gæti fengiö keypt fæði þarna, en frúin svaraði því til, aö hún seldi ekki mönnum fæöi, er ynnu óhreinleg störf. Þarna voru nokkrir þekktir menn, og ýmsir hafa orðið þekktir heldur betur síðan, enda gerist margt og mikið í ævi manna á 30 árum og þó færri væru. Skal þá vikið að mannskaþnum. Til hagræöing- ar eru þeir hér í nokkurn veginn réttri stafrófsröð. Einhverja mun aö vísu vanta, enda er sögumaður tekinn að kalka smávegis í kotlinum. Svo vel vill til, aö nemandinn er hnýsinn um annarra hagi og forvitinn. Þar af leiðir, að hann veit meira um þetta fólk en ella mundi. Einnig hefur verið leitað í uppsláttarrit, sem óþarft er upp aö telja. Fyrst skal þá telja undirritaðan, sem fæddur er síðast á árinu 1923. Hann ólst upp í afdal og naut ekki annarrar menntunar í æsku en venjulegs barna- skólanáms, mest í farskóla. Kennara hafði hann hins vegar ágæta og bætti þaö nokkuð úr skák. Skömmu fyrir tvítugt komst hann loks í framhaldsnám. Hafði sótt um skolavist á Reykholti og að Laugarvatni, en á hvorugum staönum fengið skólavist. Bjarni á Laugarvatni benti honum á að sækja um á Reykjum í Hrútafirði, hjá hinum ágæta manni Guömundi Gíslasyni. Settist hann í skólann haustið 1943, en undanfarin þrjú ár haföi skólinn veriö hernuminn af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum, og ekki starfað það tímabil. Nú var hann kominn í langþráö nám og naut sín mæta vel. Upþhaflega sat hann í yngri deild, en seint í nóvember var háð samkepþnispróf um inntöku í efri deild skólans. Þeir sem stundaö höfðu nám áður, áttu auðvelt með að taka þetta próf, en dalabúinn var þess vanbúinn hvað kunnáttu snerti. Þó fóru svo leikar, að hann náði upp í efri deild skólans, trúlega mest vegna kunn- áttu hans í íslerizku. Prófað var í reikningi, málfræði, íslandssögu, landafræði og íslenzkustíl. Þreyttu prófiö 16 og stóðust það 14. Hækkaöi nú heldur hagur Strympu. Prófið um vorið gekk vel og hlaut hann 8.52 í meðaleinkunn, en í bóklegum greinum 9.1. íþróttir og verklegt nám drógu hann þetta niöur í lokaeinkunn. Hálfan næsta vetur dvaldi nemandinn á Reykjum við framhaldsnám, en varð þá aö fara heim í dalinn sinn til aðstoðar sjúkum föður, er fór á sjúkrahús í Reykjavík og átti þaðan ekki afturkvæmt. Tók inntöku- próf í Kennaraskóla íslands haustið 1945 og var nú við nám í 1. bekk skólans. Sóttist honum námið sæmilega. Aöeins stæröfræöin var honum nokkur þrándur í götu. Hann saknaöi félagsskaparins frá Reykjum. í Kennaraskólanum kynntust menn lítt. Þá er komiö aö því að minnast þeirra, sem boröuðu hjá Guörúnu Karlsdóttur aö Bókhlöðustíg 10. Hús þetta var ofarlega við nefnda götu. Það brann löngu síöar. Matsölu hafði Guðrún rekiö í mörg ár áður en hún fluttist á Bókhlöðustíginn. Var það í Tjarnargötu. Fylgdu margir af kostgöng- urunum þaöan á nýja staöinn, líklega flestir, því aö fólki líkaöi vel viö hana á alla lund. Árni Björn Jakobsson frá Spákonufjalli fæddist árið 1924 og fermdist ásamt undirrituöum vorið 1938 í Hólaneskirkju á Skagaströnd hjð prestinum og Ijúfmenn- inu Birni O. Björnssyni, sem þá sat að Höskuldsstööum. Árni útskrifaöist úr Samvinnuskólanum og starfaöi viö skrif- stofustörf. Síöar tók hann að leggja stund á heildsölu og er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins Páll Jóh. Þorleifsson í Reykjavík. Arnbjörn Kristinsson er fæddur áriö 1925 í Vestmannaeyjum. Nú var hann prentari í ísafoldarprentsmiðju. Heimsótti ég hann stundum á vinnustaðnum og einnig þar sem hann bjó, en það var einhversstaðar í Norðurmýrinni. Arnbjörn er stórvirkur bókaútgefandi og rekur einnig prentsmiðju. Hann hefur starfaö mikið í skátahreyfingunni og er reglumaö- ur, en þeir gerast fágætir á þessum síöustu og verstu tímum. Arnór Sigurjónsson rithöfundur setti sviþ á hóþinn. Hann var þá löngu orðinn þjóðkunnur maöur sem skólastjóri á Laugum, rithöfundur, fyrirlesari og fræði- maður. Arnór gaf sig mjög að fræðimönn- um, sem þarna voru, eins og Steini Dofra, Haraldi Sigurössyni, síðar bókaverði, og skáldinu Sigurði Einarssyni. Arnór var bóndi að Þverá í Dalsmynni um þessar mundir, en vann um skeið að ritstörfum í höfuðborginni. Hann var þá maður á miðjum aldri. Ekki duldist frásagnarhæfi- leiki Arnórs þeim, sem á hlýddu. Og fræöimaöur er hann fram í fingurgóma. Og sjálfmenntaður aö mestu leyti. Baldur Steinbach tannsmiöur frá ísafiröi lét lítiö á sér bera, fálátur og friðsamur. Ræddust greinarhöfundur og hann oft við, því aö þeir sátu hvor gegnt öðrum. Baldur var einhleypur — og er enn. Faðir hans var tannlæknir og tannsmiöur á ísafirði langa hríö. Hlaut menntun sína í Kaupmannahöfn. Baldur Steingrímsson verkfræöingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur kom mönnum fyrir sjónir sem yfirlætislaus maður. Afi hans var þjóöskáldið Matthías Jochhumsson. Mundi hann eftir afa sínum sem drengur á Akureyri, en vildi lítt um hann ræða við þann, er þetta ritar. Björn Þórarinn Þórðarson menntaskólanemi frá Hvítanesi í Skil- mannahrepþi var einn af kostgöngurum Guðrúnar. Hann sat í M.R. og varð stúdent vorið 1946. Bróöir hins þjóðkunna blaðamanns, feröamanns og nú ferða- skrifstofueiganda: Guöna í Sunnu. Björn Bókhlööustígur 10 (suöurhliö).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.