Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Blaðsíða 5
Guörún Karlsdóttir. Myndin tekin á þeim árum, sem hún rak matsöluna viö Bókhlööustíg ásamt systur sinni Sesselju. Minningar frá námsárum í Reykjavík við lok síðustu heimsstyrjaldar Fyrri hluti Eftir Auðunn Braga Sveinsson var glaösinna og hélt sig helzt meö samnemanda sínum Kristni Björnssyni, síöar sálfræöingi. Björn er nú kunnur læknir í borginni, sérfræöingur í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum. DósóÞeus Tímóteusson skáld og lífsfílósóf sómdi sér vel á meöal læröra manna, skólapilta og skálda. Hann var ungur maöur. Hafði ort nokkuð af Ijóðrænum kvæöum og umgekkst skáld- lega sinnaöa menn. Birtust eftir hann Ijóö á víö og dreif í blöðum og tímaritum, en mun ekki hafa lagt í þaö fyrirtæki aö gefa út bók á eigin kostnaö eöa betla á útgefendum. Dósóþeus er þó meira skáld en margur, sem meira hefur látiö yfir sér. Finnur Ólafsson heildsali frá Fellsenda í Dalasýslu. Hann rak heildverzlun mikla í Freymóður Jóhannesson. -öBökhlööustíglO Austurstræti og var auöugur maöur. Hann var sonur Ólafs Finnssonar hreppstjóra, er var af Háafellsætt. Hann byggöi steinhús á Fellsenda áriö 1903, meö þeim fyrstu sinnar geröar á landi hér. Finnur átti stóran hlut í hlutafélaginu Hvalur. Gaf Dalasýslu Fellsenda fyrir elliheimili, sem nú hefur starfað í allmörg ár. Dvelja þar nokkrir vistmenn. Finnur var glaður maður og lífgaði oft upp á lífið í matsölunni meö léttu máli sínu um allt og ekkert. Hann mun hafa veriö sjálfstæðismaður af lífi og sál. Kom þaö glöggt fram, er kosiö var til borgarstjórnarkosninga um veturinn, en um þær var allmikiö rætt aö vonum. Á kosningadaginn óku bifreiir um götur meö flokksmerkjum í bak og fyrir og þótti engum mikiö þá, þó að síöar þætti þaö óhæfur áróöur. Á kjörstööum var sama háttalag og látið kyrrt liggja af yfirvöldum. Getur þaö veriö, aö frjálsræöi hafi heldur minnkaö í seinni tíö? Finnur var allstór maöur vexti og vel í skinn komið. Hann var ókvæntur. Hafði dvalizt lengi erlendis áöur en hann varö heildsali hér heima. Freymóður Jóhannsson listmálari og tónskáld. Hann var ræöinn og þægilegur í viðmóti, snyrtimenni mikiö. Ekki kom mönnum þá til hugar, aö hann væri tónskáld, en það kom heldur betur í Ijós nokkrum árum síöar, er templarar efndu til danslagakeppni. Sendi hann lög í keppnina ár eftir ár undir dulnefninu Tólfti september. Fljótlega vitnaöist hver hinn eiginlegi lagahöfundur var. Sönglög hans eöa danslög eru mörg og munu lengi lifa. Má þar nefna Heimþrá, Litla stúlkan viö hliöiö og Viö fljúgum. Þessi sönglög eru frábærlega fögur. Freymóöur var heflaöur listamaöur, feguröardýrkandi. Málverk hans af íslenzku landslagi eru einkar eölileg, en ekki hlutu þau öll náö fyrir augum listfræöinga og svokallaöra abstraktmálara. Hann var ekki aö sýnast í list sinni. Andlitsmyndir Freymóös eru og kunnar. Þá skal því ekki gleymt aö Freymóöur var framarlega í fylkingu góötemplara til æviloka. Garðar Ólafsson læknanemi frá Grindavík. Sonur Ólafs Árnasonar kaup- manns á Gimli s. st. Garðar lauk læknisfræöiprófi frá HÍ 1954 og hefur stundaö læknisstörf síðan, lengst viö Sólvang í Hafnarfiröi. Svo vel vildi til, að greinarhöfundur og Garöar unnu saman í byggingavinnu í Rvík sumariö 1949. Notaði Garöar stúdentshúfu sína í vinnunni og var hún aö vonum tekin aö láta á sjá. Um þaö varö til vísa, sem víst er bezt aö komi hér: Garðar drjúgum leggur lið lífsins trúu dáöum. Stendur nú í styrjarkliö meö stúdentshúfupottlokiö. Garöar sótti skemmtistaöi nokkuö og sió ekki hendinni á móti lífsins lysti- semdum. Bezti drengur. Gaman við hann að ræöa í góöu tómi. Svo viidi til, aö faöir greinarhöfundar haföi á unga aldrei dvalizt á heimili Ólafs á Gimli í Grindavík. Bar hann honum og því heimili vel söguna. Gísli Kristjánsson hét einn ungur maöur þarna, beinvaxinn og hár vexti. Vann hjá prentsmiöjunni Eddu og hefur lengi veriö skrifstofustjóri þess fyrirtækis. Svo vildi til, aö greinarhöfundur kenndi syni Gísla, Kristjáni, í Þinghólsskóla í Kópavogi fyrir nokkrum árum. Sökum fámennis þekkjast hér fleiri menn inn- byröis en í öörum löndum. Því fylgir bæði gott og illt. Guðni Guðnason, nemandi í Samvinnu- skólanum. Glaösinna. Hafði gaman af Ijóöum. Söngvinn og spilaði á harmóniku, þegar vinir komu í heimsókn hjá honum í herbergið neöarlega á Laufásvegi. Hefur starfaö við verzlun lengstaf frá því aö námi lauk, stundum kaupfélagsstjóri. Gunnar Sigurðsson, nemandi í Sam- vinnuskólanum. Knálega vaxinn, stundaöi íþróttir af kappi miklu. Var í KR. Nú eigandi Skipaafgreiöslu Jes Zimsen í Reykjavík. Bar sig vel, hressilegur í fasi. Halldóra Ólafsdóttir kennaranemi frá Lambavatni á Rauöasandi. Hún er systir Magnúsar Torfa, sem allir kannast viö. Hún lauk kennaraprófi áriö 1950, ári síðar en undirritaður. Haraldur Sigurðsson. Ekki gat fariö hjá því aö tekiö væri eftir Haraldi, svo mikill sem hann er um heröar og höfuö, enda hefur hann sýnt svo ekki verður um villzt, aö í honum býr talsveröur foröi vitsmuna og starfsorku. Haraldur var fremur þurr á manninn, en traustur mun hann vera. Þegar þetta var, starfaöi Haraldur hjá bókaútgáfu Helgafells, en hóf áriö 1946 starf í Landsbókasafni og hefur gegnt því síöan. Kunnur þýöandi og rithöfundur. Ber hæst kortasögu hans, sem hefur inni aö halda kort af íslandi frá upphafi til loka 16. aldar. Von mun nú á framhaldi af þessu mikla og þarfa verki, sem greinar- höfundur mun ekki láta sig vanta fremur en hiö fyrre Má segja, aö Haraidur sé sjálfmenntaóur fræöimaöur í fremstu röö slíkra hérlendis. Hann ræddi mjög viö Stein Dofra fræöimann og virtist fara vel á meö þeim. J6n Sigurbjörnsson Ingvi Ebenh'ardsson nemandi í Sam- vinnuskólanum. Ljóshæröur, hrokkin- hæröur, meðalmaður á hæö, broshýr, þægilegur. Þetta er sú lýsing, sem bezt hæfir Ingva. Hann hefur átt heima á Selfossi alla sína starfstíö og unnið hjá Kaupféiagi Árnesinga og sýslumanninum á staðnum. Hreppstjóri á Selfossi frá 1962, þeim mannflesta hreppi landsins. Ingvi hefur unniö vel og trúlega og á fyllsta traust skiliö. Honum hefur vegnaö vel í lífinu, enda ekki undarlegt. Til Ingva orti undirritaður fyrir jólin 1945, en þeir voru tveir af fáum, sem borðuðu hjá Guörúnu um jólin: Fram til dáöa fetar greitt fræöabörinn slyngi. Tíöum járniö hamrar heitt heillakarlinn Ingvi. Hljóttu yndi, ást og friö, aldrei fjúki í skjólin. Þarna kemur þakklætiö: þú skalt muna jólin. Jóhanna (Hanna) Karlsdóttir. Hún var þá nýlega gift sr. Siguröi Einarssyni skáldi. Jóhanna kenndi við Miðbæjarskólann. Síöar varö hún skólastjóri Seljalandsskóla undir Vestur-Eyjafjöllum, þegar maður hennar var prestur í Holti í sömu sveit. Hún var söngvin og Ijóöelsk og mun hafa reynzt manni sínum mikil hamlngjudís, eins og Ijóð hans Til Hönnu ber vitni. Jón Marvin Guömundsson, nemandi í Handíða- og myndlistaskólanum. Snotur maöur og heflaður ’í framkomu. Hefur veriö kennari viö Laugarnesskólann lengi og kennt handmennt. Er íþróttakennari að menntun þar aö auki. Hefur stoppaö upp fugla og dýr. Jón Sigurbjörnsson leikari og söngvari. Þegar þetta var, vann Jón hjá Ludvig Storr stórkaupmanni á Laugavegi. Sterk- legur maöur meö djúpa rödd og dimma nokkuð. Jón er fæddur á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Ólst upp í Borgarnesi. Ásamt starfi hjá Storr stundaöi Jón tónlistarnám í Tónlistarskól- anum og leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni. En þar viö lét Jón ekki sitja, en dreif sig til New York og nam þar leiklist í tvö ár. Söngnám stundaöi svo Jón í Milano og Róm nokkru síöar í þrjú ár. Þar aö auki hefur hann stundaö söngnám hér heima. Jón er búinn aö leika frá árinu 1949, aö undanteknum árunum sem hann stundaöi Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.