Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Síða 7
En svo varö allt í einu hljótt um starf
hans. Síðar skýröi hann svo frá, að
rannsóknir hans heföu veriö „truflaðar",
eins og hann orðaði það, á stríösárunum
og árin sem fóru á eftir. En almennt er litiö
svo á utan Sovétríkjanna, að hann hafi
veriö neyddur til að hætta rannsóknum
sínum og niöurstööum hans hafi verið
stungiö undir stól á valdatímum Stalins.
Leynilegar tilraunir
Bandaríkjanna
Áriö 1959 haföi hin opinbera afstaöa til
hans hlánaö þaö mikiö, aö honum var
leyft aö gefa út bók þar sem hann mátti
ræöa hugsanaflutning. En umskiftin miklu
uröu þó áriö 1960, sem bein afleiöing
atburöa í kalda stríöinu. Frá því var
nefnilega skýrt í blööum, aö floti Banda-
ríkjanna væri aö gera tilraunir meö
hugsanaflutning. Sagt var aö jákvæöar
tilraunir heföu tekizt í Westinghouse-rann-
sóknarstofunum viö Dukeháskólann í
Kaliforníu. Tekizt heföi aö ná sambandi
viö kjarnorkuknúöan kafbát undir yfir-
boröi Atlantshafsins í margra þúsund
mílna fjarlægö. Dularfullur farþegi, sem
aðeins var þekktur undir dulnefninu
„Jones liösforingi" haföi meö leynd
feröast meö kafbátnum í læstri káetu, en
þaö var hann sem tók á móti þessum
hugfluttu skilaboöum.
Þegar kafbáturinn kom aftur til Banda-
ríkjanna var farið beina leiö meö þennan
mann í rannsóknamiöstöö Bandaríska
flughersins í Maryland, en þar átti
maðurinn aö afhenda William Bowers
ofursta hin skráöu boö, sem hann haföi
tekið viö. En Bowers þessi er forstööu-
maður rannsókna í líffræöivísindum.
Aö vísu var saga þessi borin til baka í
Bandaríkjunum af yfirvöldum, en margir
telja þó aö hún hafi veriö sönn.
Westinghouse-firmað haröneitaöi því
einnig aö hafa átt þátt í nokkrum slíkum
rannsóknum. En þeir sem ekki trúöu
þessu bentu á aö þetta sama fyrirtæki
heföi látiö útbúa fimmtán hljóövarpsút-
sendingar einmitt um þetta efni, nefnilega
vandamál yfirskilvitlegra fyrirboöa. Og
þann 29. janúar 1959, nokkrum mánuöum
áöur en kafbátssagan komst á kreik, þá
var skýrt frá því aö Pentagon (aöalmiö-
stöö bandarískra hernaöaryfirvalda) heföi
hafiö rannsóknir á hugsanaflutningi til
notkunar í gagnnjósnum. Þessi fyrirætlun
varö svo almennt umræöuefni að menn
kölluöu þaö í gamni „haus til hauss-sam-
bandiö.
Áhugi Sovétmanna vaknar
Enda þótt bandarísk yfirvöld höfnuöu
kafbátssögunni sem einóerum skáldskap,
þá taldi þó einn fulltrúi Sovétmanna, sem
haföi samband viö Vasiliev í París þaö
nægilega mikilvægt til þess aö gefa um
málið ítarlega skýrslu til Leningrad. Og í
aprílmánuði 1960 lýsti Vasiliev prófessor
hugsanaflutningi á ráöstefnu í Leningrad
sem sannaöri staöreynd. Þar komst hann
m.a. svo aö orði:
„Þessi tilraun sýnir aö hægt er aö flytja
upplýsingar meö hugsanaflutningi, án
þess að nokkuð glatist, gegn um þéttleik
sjávar og stálþéttan málm kafbáts." Af
þessu dró hann þær ályktanir, aö hægt
væri aö koma hugsunum gegn um efni,
sem valda myndi truflunum á útvarps-
sendingum. Þessar upplýsingar frá
Bandaríkjunum væru aövörun um þaö, aö
bráönauðsynlegt væri fyrir Sovétríkin aö
koma upp sínum eigin rannsóknastöövum
fyrir tilraunir í hugsanaflutningi.
Og hann flutti mál sitt ekki fyrir daufum
eyrum. Þaö leið ekki á löngu áöur en búiö
var aö útvega nægilegt fé og allt annað
sem þurfti tii þess aö koma upp
rannsóknarstöð fyrir hugsanaflutning í
Leningrad. Þjóösagan um hugsanaflutn-
ing var oröin aö veruleika í sovésku lífi,
rannsóknir yfirskilvitlegra fyrirbæra voru
nú viðurkennd vísindi í Sovétríkjunum, og
nú er svo komiö að hvergi í heiminum er
veitt ööru eins fé til rannsókna sálrænna
fyrirbæra og í Sovétríkjunum og sálrænir
menn eru ekki lengur útskúfaðir sér-
vitringar eöa svikarar heldur þvert á móti
hinar nýju hetjur dulsálarfræöinnar,
eftirsóttar og frægar.
Aö senda hugsanir „á
braut.“
Þegar dr. Andrew Haley formaður
bandarísku sendinefndarinnar á al-
þjóða-geimferöaþinginu í Varsjá fyrir
áratug gaf þær upplýsingar, aö Bandarík-
in væru aö reyna aö fullkomna möguleika
á flutningi hugsana, sem geröi mönnum
fært aö hafa samband sín á milli án tækja,
bárust fregnir um þaö frá Rússlandi aö
sovézkir vísindamenn kynnu aö senda
hugsanir „á braut", eins og þaö var orðaö,
til þess aö koma á hugsanasambandi í
geimnum.
Bandaríski vísindamaöurinn dr. Eugene
Koneccy, sem er forstöðumaöur líffræöi-
og mannfræöirannsókna í Geimferöa-
stofnun Bandaríkjanna telur þaö engan
veginn útilokaö. Hann hefur sagt þetta
opinberlega: „Ef árangur geröra tilrauna
nálgast þaö, sem þegar hefur tekizt hjá
okkur, kann svo aö fara aö þeir
(Sovétmenn) veröi fyrstir til aö koma upp
sambandi frá einum hug til annars meö
tilliti til sambands við menn á tunglinu."
En Bandaríkjamenn hafa, eins og aö líkum
lætur, þegar komiö á fót feiknamikilli
stofnun fyrir þessar rannsóknir, sem
kölluö er PIAPACS, sem er stytting fyrir
Psycho-physiological Information,
Acquisition, Pressing and Control Syst-
ems, sem ég ætla ekki aö reyna aö
útleggja hér.
Hér sannast enn þaö sem öllum er
löngu Ijóst orðið: aö þegar vísindin loksins
Ijúka upp augum sínum fyrir hinum
ótrúlegu möguleikum mannsandans, þá
skal strax farið aö velta því fyrir sér meö
hverjum hætti megi notfæra sér þessa
hæfileika í manndrápum og hernaöi. Þaö
dettur engum ■ í hug, aö þaö sé nein
tilviljun, að þaö eru einmitt hernaðaryfir-
völd þessara framangreindu stórvelda,
sem standa fjárhagslega undir þessum
rannsóknum: Pentagon í Bandaríkjunum
og leynilögreglan og herinn í Sovétríkjun-
um. Þann visindamann sem sýnt getur
fram á hernaöargildi rannsókna sinna
mun aldrei skortá fé. Hvenær ætlum viö
aö vitkast?
Aukin þjónusta
Sérpantanir á Ulferts
húsgögnum.
Hafið þið leitað lengi að réttu húsgögnunum?
Farið búð úr búð og ekki fundið það rétta?
I vali á húsgögnum ræður smekkur miklu. Nýi
Ulferts litmyndalistinn er fullur af smekklegum
húsgögnum: Raðstólum, borðum, stólum, rúmum ofl. f
Þið finnið áreiðanlega eitthvað við ykkar hæfi.
Skrifið eftir nýja Ulferts litmyndalistanum og
veljið síðan eftir ykkar eigin smekk.
Eins og áður er úrval Ulferts húsgagna |
að jafnaði til á lager verslunarinnar.
/
Til Kristjáns Siggeirssonar hf.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík.
Vinsamlega sendið mér ókeypis Ulferts
litmyndalistann.
m
Nafn:
HÚSGflGflflVERSLUn
KRISTJflnS
SIGGEIRSSOnflR HF.
LAUGAVEG113. REYKJAVIK. SIMI 25870
Heimilisfang:
0