Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Side 9
vera mannheld, nema á stöku stað. Börnin á Djúpuvík aö leik miðsvmðis í Þorpinu. Þau una sér vel, enda vantar par ekki viðlangsefni.
systkin. Aðspurð eru öll börnin sammála
um að hvergi vildu þau fremur eiga heima
en hér á Djúpuvík. Fjóla Lýðsdóttir 14 ára
og elst í hópnum. Hún hefur orðið:
„Ég hef hvergi átt heima nema hér og
veit ekki hvernig er að eiga heima annars
staðar. Jú, ég hef verið í Skóla. Við förum
héðan í skólann á Finnbogastöðum í
Trékyllisvík. Við förum á bát út að Gjögri
og þaðan oftast með bíl. Vegurinn teppist
venjulega fljótt á haustin og þá er ekki
hægt að komast nema á sjó.“
Getiö þið lokið grunnskólanámi á
Finnbogastöðum?
„Nei, en eftir þaö förum við á
Reykjaskóla í Hrútafiröi."
Og verðið þá líka að fara á sjó í skólann:
Væri ekki betra að búa einhvers staðar
annars staðar, t.d. á Hólmavík?
„Nei, það held ég ekki. Þaö er allt í lagi
að fara á bát.“
Ætlarðu aö vera kyrr á Djúpuvík, þegar
þú ert búin í skóla?
Lára vill ekki svara þeirri spurningu. En
Lýöur Hallbertsson, faðir hennar ólst upp
á Veiðileysu hinu megin fjarðarins en flutti
svo til Djúpuvíkur. Hann er nú ásamt
bróður sínum eigandi aö Dagrúnu en þaö
er 19 tonna bátur og sá eini, sem geröur
er út frá Djúpuvík. Auk þess er þar lítil
trilla og er þá skipaeign þorpsbúa
upptalin. Lára segir að Dagrún sé á
rækjuveiðum, þegar þær standa yfir en
þeir stundi einnig þorskveiöar og stundum
grásleppu eftir árstíma. Rækjuna verða
þeir að fara með til Skagastrandar en
þorskinn salta þeir sjálfir á staðnum og
selja síöan í skip þegar þau koma.
Veistu hvað margt fólk býr í þorpinu?
„Ég held um 30 manns. Fjölskyldurnar
eru sex. í sumum húsunum búa fleiri en
ein fjölskylda en nokkur hús standa auö.“
Hvaða atvinnu geta menn stundaö
annaö en. sjóinn?
„Sumir hafa kindur."
En engar kýr?
„Það er bara ein kýr og einn kálfur í
þorpinu núna.“
„Gaman að leika sér
í verksmiðjunni“
Við hvað getið þið leikiö ykkur, það
sýnist ekki úr mörgu aö velja?
„Það er svo margt hægt að gera, til
dæmis leikum við okkur oft í verksmiöj-
unni, þar eru stórir salir og skemmtilegt
að vera í feluleik og boltaleik."
Eru foreldrar ykkar ekki hrædd um
ykkur í þessu gluggalausa og hurðalausa
gímaldi?
„Nei, ekki svo mjög. Alla vegu eru
krakkarnir þar oft.“
Þegar unglingarnir á Djúpuvík eru
spurö, hvaö helst mætti breýtast til
batnaðar í þorpinu að þeirra áliti, hafa þau
enga tillögu á reiðum höndum; sem sagt:
hér er allt eins og best verður á kosið aö
þeirra mati, hér má greinilega fá tyggju-
gúmmí og trúlega gosdrykki og sælgæti
í versluninni, og annaö sem barnshugur-
inn girnist er á staðnum. Og þegar við
knýjum dyra skömmu seinna á verslun
staðarins, hverjum mætum við þá nema
tveimur ungmeyjunum úr krakkahópnum
á vagninum. Þær hafa það ábyrgðarstarf
á hendi að afgreiða í búðinni fyrir afa sinn,
Hallbert Guðbrandsson en hann hefur
lengi verið útibússtjóri á Djúpuvík, en er
nú fjarverandi sökum veikinda. Verslunar-
húsnæðið er hvorki hátt undir loft né stórt
aö flatarmáli, og lóöavogin á afgreiöslu-
boröinu gæti vel verið frá tímum faktor-
anna í kaupstööum landsins, en hún gerir
sitt gagn engu að síður. Vörurnar fáum við
afhentar með lipurð og Ijúfmannlegu
viðmóti, þótt á sunnudegi sé.
Fluttu frá Veiöileysu
til Djúpuvíkur
Þetta var um mannlífið frá sjónarhóli
ungu kynslóðarinnar á Djúpuvík. En hvaö
um eldri þorpsbúa, sem muna mega
tímana tvenna? Um þá hliö lífsbaráttunnar
fræðumst við nokkuö af Magnúsi Elíassyni
og konu hans, Emelíu Þórðardóttur.
Magnús er einn af elstu þorpsbúum. Við
hittum hann á gangi, þar sem hann er að
koma frá því að líta á túnblettinn sinn
innan við þorpið. Hann hefur enn 25
kindur, hiröir þær og heyjar fyrir þær með
aðstoð Þórðar sonar síns og barna hans,
sem búa á Djúpuvík, en heilsa Magnúsar
er tekin að bila enda varö hann áttræöur
í fyrra. Magnús var áður bóndi í Veiðileysu
og er enn jarðeigandi, á nú fjórða hlutann
í þeirri jörð og einnig fjórða hlut í
Kúvíkum, en þar var áður um langt skeið
eina verslunarmiðstööin fyrir Stranda-
sýslu, þó nú sjáist ekki lengur merki þess
aö þar hafi staöiö byggð fram undir miðja
20. öld. Magnús og Emelía fluttu frá
Veiðileysu 1960 til Djúpuvíkur. Síðan
hefur heimili þeirra staðið í litlu húsi efs*.
í þorpinu; þangað er upp bratta brekku
aö sækja og sést þaðan vel yfir víkina og
höfnina. Húsið hafa þau á leigu og segist
Emelía hafa getað valið úr mörgum
auðum húsum þá, en húsrými hefur lengi
verið langt umfram eftirspurn á Djúpuvík,
þó nokkur húsanna séu nú orðin
óíbúðarhæf.
Þau hjónin eiga 6 börn. Öll eru þau fyrir
all nokkru flogin úr hreiðrinu og búsett á
ýmsum stöðum á landinu nema einn
sonur þeirra, sem ílentist í Djúpuvík.
Barnabörnin eru 26, plús eitt
barna-barnabarn, og ekki er óalgengt aö
þau komi og dvelji á sumrin hjá afa og
ömmu, auk þeirra sem heima eiga á
Sjá nœstu l
síðu
®
Við vinnu á mjölloftinu í verksmiðjunni 1935. Talið frá vinstri: Magnús Elíasson, Jón
Magnússon, Gjögri, Sörli Hjálmarsson Gjögri.