Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1978, Blaðsíða 10
Systkinin sex Fjóla, Halla, Svanhildur, Jensína, Eirikur Landbúnaður er einnig stundaður á Djúpuvík. og Reynir Lýösbörn. Hjónin Magnús Elíasson og Emilía Þórðardóttir. Myndin var tekin í fyrrasumar. Gömul mynd af höfninni á Djúpu- vík, Þegar mest var Þar um að vera. staönum. Þaö kemur í Ijós aö Lýður, faöir Láru og systkinanna sex, sem áöur voru nefnd, er bróðursonur Magnúsar: Strandamaður í húð og hár „Viö Hallbert Guöbrandsson, faöir hans erum hálfbræður og bjuggum báöir í Veiðileysu en þar var þríbýli, segir Magnús. Viö ólumst þar upp systkinin. En ég er fæddur á Kirkjubóli í Hrófbergs- hreppi 20. júlí 1897. Foreldrar mínir voru Elías Guömundsson og Ingibjörg Kristins- dóttir, bæöi ættuö úr Strandasýslu. Faöir minn fórst á sjó þegar ég var á fyrsta ári. Móöir mín fluttist þá til fööur síns aö Kambi hér í Árneshreppi. Hún giftist nokkru síðar Guöbrandi Guöbrandssyni frá Birgisvík og hófu þau búskap í Veiðileysu. Þau eignuðust 9 börn. Móöir mín haföi átt eina dóttur áöur en hún giftist fööur mínum og þannig stendur á því, aö ég hef átt 10 hálfsystkin en ekkert alsystkin, segir Magnús. Sjómaður og bóndi Þiö bræðurnir tókuö svo viö búskap í Veiðileysu? Er þetta góð bújörö? „Ekki get ég sagt það, landnot nægöu varla fyrir 3 ábúendur, meö þeim tækjum sem þá voru tiltæk. Nú mætti gera jörðina góöa til búskapar. Reyndar var ég aldrei hneigöur fyrir sveitabúskap þó þetta yrði úr. Framan af ævinni var ég til sjós. Fór á mína fyrstu vertíö þegar ég var 15 ára til Bolungarvíkur. Þaö var þó ekkert glæsilegt fyrir, ungling, mikil vosbúð og fæöiö lélegt, mest rúgbrauð, smjörlíki og kæfa. Viö vorum fjórir á bátnum, formaöurinn og þrír unglingar. Farið var á sjóinn kl. 2 á nóttunni og komiö aö landi um 4—5 á daginn. Á þessari vertíö fiskuðum við nær ekkert, vorum í 30 kr. skuld þegar upp var staðið. Oftar en einu sinni vorum viö hætt komnir; lending var erfiö í Bolungarvík þá, brimbrjóturinn var ekki kominn en var þá í þyggingu. Einu sinni tók báturinn niöri í lendingu og okkur skolaöi útbyrðis í brimið. Þaö vildi okkur til lífs aö fólk var viö vinnu á fiskreitum svo nærri, að það gat náð að haka okkur upp úr sjónum og varð það okkur til bjargar. Aflaleysiö á vertíðinni bættum viö strákarnir upp með því aö draga sand á sleða í brimbrjótinn á Bolungarvík, og viö þá vinnu höföum viö 25 aura á tímann frá kl. 8 á morgnana til 10 á kvöldin." En lífið var ekki eintóm alvara En lífiö var ekki eintóm alvara þá fremur en nú. Magnús minnist spaugilegs atviks frá þessari fyrstu vertíö, þó verr heföi getaö fariö: „Maöur reyndi aö punta sig á þeim árum eftir því sem tök voru til, ekki síöur en nú er gert," segir hann. „Ég átti þokkaleg spariföt en vantaði hálstauiö. Þá voru mikið í tísku hvít 'skyrtubrjóst og flibbar úr gúmmí og þegar þaö var fengiö, vantaöi mig ekkert annað en slaufuna, en hana fékk ég beint frá París og pantaöi hana eftir verölista. Nú var mér ekkert að vanbúnaöi meö viðhafnarföt. En svo vildi þaö óhapp til, aö formaöurinn á bátnum sofnaöi út frá logandi eldavél um borö, og tók vélin að ósa. Hann vaknaði þó í tæka tíö, en litlu munaði að hann gæti ekki vakið okkur strákana, því við sváfum svo fast í ósreyknum. Þaö tókst þó loks. En allir hlutir um borö voru orðnir kolsvartir af ósreyk og þar á meðal hálstauiö mitt. Aö vísu mátti þvo skyrtubrjóstiö og flibbann, en slaufunni góöu varö ekki bjargað, hún fór þar fyrir fullt og allt.“ Og Magnús getur enn hlegiö hjartanlega aö óförum Parísar-slaufunnar. Misjöfn reynsla af fyrstu vertíðinni kom ekki í veg fyrir að Magnús stundaði sjóinn, aöallega viö ísafjarðardjúp, þar til hann var nær fimmtugur, en þá staöfesti hann ráö sitt og hóf búskap í sinni heimasveit, enda var Emelía Þórðardóttir þá komin í byggðarlagið. Lífsbaráttan var hörö í þá daga Móöir Emelíu, Sólveig Jónsdóttir var ættuö frá Munaðarnesi í Strandasýslu og bjuggu foreldrar Emelíu þar fyrst en síðar á Isafirði. Faöir Emelíu var Þóröur Þórðarson sem kallaður var Grunnvíking- ur. Hann var ættaöur fra Hattardal í Djúpi 'en ólst upp á Hornströndum. Þess má geta a£> Þóröur og Magnús Hj. Magnús- son eö’a „skáldið á Þröm“ voru bræöra- synir. Var Þórður mjög vel hagoröur og orti mikið Flest af skáldskap hans er nú glatað, þar á meöal konungsríma, sem hann orti í tilefni af komu Friöriks áttunda til íslands 1907. Ríman var þó til á prenti og margir kunnu kafla úr henni. Emelía segir aö faöir sinn hafi haft sama siö og „skáldið á Þröm" að skrifa dagbækur, en dagbækur hans hafi veriö geymdar hjá fjölskyldunni til þess aö þær yröu ekki notaöar á sama hátt og taliö er aö gert hafi verið með dagbækur frænda hans. „Foreldrar mínir háöu haröa lífsbaráttu, segir Emelía. Þau eignuöust 11 börn og við systkinin vorum 8 á lífi þegar faöir minn féll frá 1913. Ég var þá á 6. ári. Móöir mín haföi nokkuð af börnunum hjá sér og vann fyrir þeim meö því aö ganga í skúringar og fiskverkun á ísafiröi. Þennan fyrsta vetur eftir aö faöir minn lést, var ég í fæði hjá konu, sem haföi á hendi húsmæðrakennslu í kaupstaðnum, aö mig minnir. Hún var ógift og var alltaf kölluö „fröken Fjóla". Þessi kona var einstaklega góö viö mig. Ég minnist hennar alltaf meö þakklæti, og þess vegna get ég um þetta hér, segir Emelía. Eftir þetta fór Emelía í fóstur til Jakobínu Þorleifsdóttur og Jóns Elíasson- ar, sem þá bjuggu í Bolungarvík á Hornströndum og þar ólst hún upp. „Ég var lánsöm aö komast til þeirra, segir Emelía. Þau voru merkishjón, hún þótti kvenskörungur en hann kannske meira Ijúfmenni en hollt var í þessum heimi. Mér leið vel hjá þeim en varö aö vinna erfiða vinnu, þaö var óhjákvæmilegt í þá daga. Ég fór þaöan um tvítugsaldur og kvaddi Jakobína mig þá með þessum oröum: „Faröu vel alla daga, og alltaf sé ég eftir þér.“ Eftir þetta fór ég aö Munaöarnesi til móðurfrændfólks míns og kynntist þá Magnúsi. Viö giftum okkur 1935 og fórum að búa í Veiðileysu og bjuggum þar þangað til viö fluttum til Djúpuvíkur fyrir 18 árum,“ segir Emelía. Samgönguleysiö þótti sjálfsagt á meðan annaö þekktist ekki „Hvers vegna hættuð þið búskap?“ „Þaö voru ýmsar ástæöur til þess," segir Magnús. „Samgönguleysiö var bagalegt. Vegurinn kom ekki fyrr en 1963—5 en þá vorum viö farin. Viö uröum fyrst til aö flytja frá Veiöileysu en hinar fjölskyldurnar komu á eftir. Ég er helst á því aö fólk heföi ekki flutt burt úr þessari sveit ef vegurinn heföi veriö kominn áður en los fór að komast á hreppsbúa. Það var erfitt meö alla aðdrætti nema af sjó og þyrfti á læknishjálp aö halda var ekki um annað aö ræöa en fara gangandi alla leið inn að Hólmavík eða að Sandnesi og fá þaðan flutning á bát til að losna við að ganga alla leiö fyrir fjöröinn. Þessar feröir tóku vanalega sólarhring. Á bát var ekki farið héöan út aö Hólmavík nema í lífsnauðsyn.“ Magnús minnist margra slíkra feröa til Hólmavíkur þegar vitja þurfti læknis eöa tilkynna þurfti um skipsstrand en Guö- brandur stjúpfaðir hans var hreppsstjóri og bar aö tilkynna þaö til sýslumanns. „Þetta þótti sjálfsagt á meðan annaö þekktist ekki, en fólk sætti sig ekki við þaö, þegar tímarnir breyttust og betri aðstaða bauðst annars staöar," segir Magnús. Meö síldarbræöslunni hljóp ofvöxtur í athafnalífið „En haföi verksmiöjureksturinn á Djúp- vík ekki áhrif á ykkar hag?“ „Flestir töldu aö verksmiöjan yröi gullnáma. Þaö varö óneitanlega lyftistöng fyrir fjárhag hreppsins; menn sóttu þangaö vinnu frá velflestum bæjum í Árneshreppi og kom sér vel þar sem þetta var á kreppuárunum um miðjan fjóröa áratuginn. Reyndar haföi Elías Stefánsson byggt nokkur hús á Djúpuvík um 1930 og komið á fót síldarsöltun, en þegar Alliance reisti síldarbræösluna og hóf rekstur hennar var eins og ofvöxtur hlypi í allt athafnalíf og ekkert var til sparaö, aö afköstin yröu sem mest miöaö viö fáanlegan tækjabúnaö á þeim tíma. Þaö þættu sjálfsagt frumstæö vinnubrögö nú aö handsauma fyrir alla mjölpoka og aka þeim í stæöur á hjólbörum. Þeim var svo staflaö upp ókældum og kom fyrir að kviknaöi í stæðunum, en alltaf tókst aö slökkva áöur en hlaust af stórskaði. Til þess aö ráöa bót á þessum byrjunar- öröugleikum var sett upp rör eitt mikiö til blásturs og kælingar. Þetta blástursrör er enn ofan á verk$miöjuhúsinu en fariö aö láta mikiö ásjá eins og önnur mannvirki frá þessum ævintýratíma" segir Magnús. „Þegar flest var fólkið hafa líklega veriö i, annað þúsund manns hér á Djúpuvík, heldur Magnús áfram. Fyrsta sumarið lá Suöurlandiö viö bryggju og verksmiðju- fólk bjó þar um borö þar til stóra húsiö sem enn stendur var tilbúið, einnig var byggöur kvennabraggi. Verslun var í rauöu húsunum, þar sem síldarsöltunin haföi veriö.“ Magnús segir aö mikill glaumur og gleði hafi ríkt þá á Djúpuvík;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.