Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Síða 2
Sigurður Skúlason magister KAFFI, (hressingar)drykkur (úr fraei kaffirunnans); fræ (baun- ir) kaffirunnans (ristuð og möluð), sem drykkurinn er geröur af (OM). Finnst í ísl. ritmáli frá seinni hluta 18. aldar (OH). Orðið er ættað úr arabisku, þar sem það heitir qahwe. Þaðan barst það óbreytt til Tyrklands. Frakkar breyttu því í café. d. kaffe, e. coffee. KONÍAK, (dýr) víntegund úr þrúgum (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1832 og er stafsett þar cognak (OH). Það er heitið eftir nafni borgarinnar Cognac í Frakklandi og er stytting fyrir: Eau de Vie de Cognac (Lífsins vatn Cognacborgar). d. kognak. KÓMEDÍA, gamanleikur, gleði- leikur. Orðið finnst í ísl. ritmáli seint á 16. öld (OH). Það er komið af gríska orðinu komoidia (gleði- leikur). d. komedie, e. comedy. KOMMA, högg (greinarmerkið ,) (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá því seint á 16. öld (OH). Það ef komið áf gríska orðinu komma er mérkti upphaflega: afhöggvið stykki, en seinna stutt klausa. d. komma, e. comma. KOMPANÍ, verslunarfélag, félag. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1890 (OH). Það er ættað úr latínu og merkir þar upphaflega sameiginlegt brauðát (af: cum (með) og panis (brauð)). d. kompagni, e. company. KUMPAN, KUMPÁNI, félagi, náungi, kunningi, einnig: kompán, kompáni (OM). Upphaflega hefur kumpán verið sá er át brauð með þér eða naut gestrisni þinnar þegar þú hafðir kompaní á heimili þínu. (sjá orðið kompaní). d. kumpan, e. companion. KOMPLEX, duld (sálarlífs), flækja. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá miðri 20. öld (OH). Það er ættað úr latínu, þar sem það merkir m.a.: samhnýting, sam- hengi. d. kompleks, e. complexity. KÖKETT, ástleitinn, daður- gjarn. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1892 (OH). d. koket, e. coquet. KRISTALL, KRISTALLUR, margstrendur fastur frumhluti kristallaðs efnis, myndaður við breytingu þess úr fljótandi eða loftkenndu ástandi í fast, tak- markaður af sléttum flötum með ákveðnu horni sín á milli (mis- gleiðu eftir gerð kristallsins), bergk., ískristallur; þungt slípað gler, vel tært, einkum notað í skrautvörur; gripir úr slíku gleri (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584, stafsett: Christalla (OH). Það er komið af latneska orðinu crystallus er komið var af gríska orðinu krystallos (ís). d. krystal, e. crystal. KONTRAKT, samningur. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1629 (OH). Það er komið af latneska orðinu contractus (saman dreg- inn). d. kontrakt, e. contract. KOKKUR, matreiðslumaður eða kona (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1584 (OH). Það er komið af latneska orðinu cocus eða coquus sem merkir: matsveinn. d. kok, e. cook. KRÁNI, hegri, lyftitæki (OM). Þetta er ungt aðskotaorð í ísl. tæknimáli. Á ensku heitif það crane af því að það líkist háfætt- um, hálslöngum fugli eða minnir réttara sagt á hann. Sá er kallaður trana á íslensku. d. kran. Þess skal getið að orðið krani í merkingunni vatnskrani kemur fyrir í ísl. ritmáli á 4. tug 19. aldar (OH). KREM, (þykkt) leðjukennt smyrsl (OM). Orðið kemur fyrir í samsetningunni kremgulur, staf- sett: crémegulur, í ísl. ritmáli frá árinu 1897 (OH). Krem heitir á grísku og latínu chrisma (hin heilaga olía). Þaðan barst það inn í frönsku og varð cresme (nú: créme). Síðan barst það til Eng- lands og varð þar cream. d. creme. LAGER, vörugeymsla; vöru- birgðir (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1955 (OH). d. lager. LÍBERAL, frjálslyndur. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá miðri 19. öld (OH). Það er komið af latneska orðinu liberalis sem merkir m.a.: göfugur, heiðarlegur, gjafmildur. d. liberal, e. liberal. MAJÓR, foringi í her. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá því snemma á 18. öld (OH). Það er ættað úr latínu, þar sem major merkir: meiri og er miðstig af lo. magnus (mikill). Majór í her merkin að sá er æðri en aðrir liðsforingjar, a.m.k. kapteinar. d. major, e. major. MALARÍA, mýrakalda, köldu- sótt (hitabeltissjúkdómur) (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá 1920 (OH). Það er til orðið úr ítölsku orðunum: mala aria (vont loft). Sá uppruni gæti bent til þess að menn hafi fyrrum talið að sýkin bærist í loftinu. d. malaria, e. malaria. MELÓDÍA, sönglag. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1693 (OH). Það er ættað úr grísku, þar sem það heitir meloidia og rnerkir: sönglag. d. melodi, e. melody. MÍNUS, frádráttarmerki (OM). Orðið kemur fyrir í ísl. ritmáli frá byrjun 20. aldar (OH). Það er komið úr latínu, þar sem minus merkir: Minni og er miðstig af parvus (lítill). d. minus, e. minus. MÍNUTA, tímaeining, 1/60 hluti úr klukkustund, 60 sekúndur (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli seint á 16. öld (OH). Það er komið af latneska orðinu minutus sem merkir: lítill. d. minut, e. minute. MÓNÓPÓL, einokun, einkaleyfi o.fl. Orðið kemur fyrir í ísl. ritmáli frá árinu 1875 (OH). .Það er komið af gríska orðinu monopolion sem merkir: einkaréttur. d. monopol, e. monwoly. MORALL, siðgæði, siðferði, samviska (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá því snemma á 20. öld (OH). Það er ættað úr latínu, þar sem orðið mores (ft. af: mos) merkir: skapferli. d. moral e. morals, morality. MÚSÍK, tónlist (OM). Orðið músíkalist (músík) kemur fyrir í ísl. fornmáli (Fr.). Það er ættað úr grísku, þar sem mousike (þ.e. techne) merkir: íþrótt músanna (menntagyðjanna). d. musik, e. music. NIKÓTÍN, tóbakseitur. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). Það er myndað af ættar- nafni Fransmanns nokkurs sem hét Nicot. Sá samdi m.a. franska orðabók. Hann var sendiherra í Lissabon og þar keypti hann fræ undarlegrar jurtar sem komið hafði verið með þangað frá Ameríku. Á þennan hátt komst hann fyrstur manna með tóbak til Frakklands. d. nikotin, e. nicotine. NÍHILISMI, gereyðingarstefna. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1871 (OH). Það er dregið af orðinu nihil á latínu sem merkir: ekkert. Níhilismi var heimspeki rússneskra stjórnleysingja á 19. öld, en þeir töldu pólitík samtíðar sinnar svo spillta að þeir vildu gera hana að engu. d. nihilisme, e. nihilism. NÚLL, talnatákn, sem skilur milli jákvæðra og neikvæðra talna; lægsta talnatákn (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1798 (OH). Það er komið af neitunarorðinu nullus á latínu (enginn, ekki, alls ekki). d. nul, e. null. ÓKEI, allt í lagi (OM). Þessi bandaríska upphrópun: OK, okay, hefur sennilega borist hingað skömmu fyrir miðja 20. öld, enda finnst hún í ísl. ritmáli um það leyti (OH). Ekki eru menn á einu máli um uppruna hennar, en í sumum orðabókum er hún talin frá 1840. Það skiptir nú ef til vill litlu máli. Hitt er staðreynd að hún hefur orðið íslendingum, einkum börnum, mjög tungutöm. Hún heyrist víða um lönd og frægur 'amerískur rithöfundur, H.L. Mencken, telur hana glæsi- legasta amerískt orð sem til sé! . ÓPERA, söngleikur; söngleika- hús (OM). Orðið kemur fyrir í ísl. ritmáli árið 1898 (OH). Það er ítalskt og komið úr latínu, þar sem það heitir opera og merkir: verk í ft. Fyrsti söngleikurinn var kallað- ur á ítölsku: opera musica (tón- verk). Opera er stytting á því orðasambandi. d. opera, e. opera. / OPTÍMISTI, bjartsýnismaður. Orðið finnst í ísl. ritmáli nálægt síðustu aldamótum (OH). Það er komið úr latínu, þar sem optimus (bestur) er efsta stig af lo. bonus (góður). d. optimist, e. optimist. ORKESTUR, hljómsveit (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1925, stafsett: orkester (OH). Það er ættað úr grísku, þar sem orohestra merkir danssvið. Á 16. öld var farið að leika innan húss. Þá sat fólk í gryfjunni eins og það er orðað, en í Frakklandi var hún ætluð söngvurunum. Englendingar notuðu orðið orchestra bæði um hljómsveitina og dýr sæti í Ieikhúsi nálægt leiksviðinu. d. orkester. ORGÍA, drykkjusvall, óstjórn- legt slark. Órðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1942 (OH). Dionysius hét vínguðinn hjá Grikkjum. Þeir héldu næturhátíð- ir honum til heiðurs. Oft lenti þar allt í sukki og svalli, þar sem karlar og konur urðu ofurölvi, sungu, dönsuðu og sinntu lítt opinberum velsæmireglum í ást- leitni. Grikkir nefndu þessháttar hátíð orgia sem merkir: launhelgi. Vegna framferðis fólksins breytt- ist merking orðsins seinna í gífurlegt svall. d. orgie, e. orgy. PALLÍETTA, lítil gljáandi málmdoppa (til skrauts á kven- kjól) (OM). Orðið palléttaður kemur fyrir í ísl. ritmáli árið 1860 (OH). Pallíetta merkir upphaflega: Lftil skófla og er komið af latneska orðinu pala (skófla). d. paljet (paillet). PÁFI, æðsti maður róm- versk-kaþólsku kirkjunnar (OM). Orðið kemur fyrir í ísl. fornmáli (Fr.). Merking þess er: Faðir hirðar sinnar og er komið af gríska orðinu papa. d. pave, e. pope. PAPPÍR, efni, t.d. framleitt úr tré eða tuskum, mótað í þunnar arkir (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1542 (OH). Það er upphaflega komið af gríska orðinu papyros (á latínu papyrus), en það var heiti á jurt sem pappír var unninn úr. d. papir, e. paper. PARADÍS, himnaríki, sælustað- ur sáluhólpinna eftir dauðann; Eden (OM). Orðið kemur fyrir í ísl. fornmáli (Fr.). Það er ættað úr grísku, þar sem paradeisos merkir: lystigarður. Grikkir höfðu fengið orðið frá Persum sem töldu að sanntrúaðir menn færu eftir dauðann til staðar er nefndist pairidaeza og merkir: svæði með garði umhverfis. Á latínu heitir orðið paradisus. d. paradis, e. paradise PARAGRAF, grein í lesmáli. Orðið kemur fyrir í ísl. ritmáli frá árinu 1843 (OH). Það er komið af gríska orðinu paragraphos (merki á spássíu). d. paragraf. PARÓDÍA, skopstæling. Sést í ísl. ritmáli um þessar mundir. Orðið er ættað úr grísku, heitir þar paroidia og merkir: skopleikur. d. parodi, e. parody. PASSÍA, píslarsaga Krists (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1541 (OH). Það er ættað úr latínu, þar sem það heitir passion, í síðlatínu: passio (þjáning). Það er haft um þjáningar Krists á krossinum. d. passion, e. passion. PASTÖRISÉRA, gerilsneyða. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1898 (OH). Það er dregið af nafni franska efnafræðingsins Louis Pasteur (1822-1895). d. pasteurisere, e. pasteurize. PEDALI, stig á reiðhjóli, fetill á hljóðfæri. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 (OH). Það er komið úr latínu, dregið af pedis sem er ef. af pes (fótur). d. pedal, e. pcdíil PENNI,tæki til að skrifa með (með bleki) (OM). Orðið finnst í ísl. fornmáli (Fr.). Það er komið af latneska orðinu penna (fjöður), en íslendingar skrifuðu öldum saman með svonefndum fjaðrapennum. d. pen, e. pen. PENSILL, bursti notaður til að bera eitthvað á með (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1738 (OH). Það er komið af latneska orðinu penicillum sem merkti upphaflega: Lítið skott sem notað var til að skrifa með. Einnig er til í latínu orðið penicillus og merkir: pensill. Skriffinnskumerking orðs- ins lifir í ensku, þar sem það heitir pencil og merkir: blýantur. Raunar er orðið pencil þar einnig til í merkingunni: pensill. Hér á landi merkir pensill tæki málara. d. pensel. PERSÓNA, maður, mannleg vera, mannvera (OM). Orðið kem- ur fyrir í ísl. fornmáli (Fr.). Það er komið úr latínu, þar sem persona merkir: Gríma sem leikarar höfðu fyrir andlitunum. Þessar grímur voru ólíkar og miðaðist útlit þeirra við hlutverkið sem verið var að leika. Seinna merkti persona: Hlut- verk í sjónleik og loks fékk það merkinguna: Sá sem fer með hlutverkið. Núna táknar það einnig mann sem fer með hlutverk sitt í lífsbaráttunni. d. person, e. person. PESSÍMISTI, bölsýnismaður. Orðið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1883 (OH). Það er komið af pessimus á latínu sem merkir: Verstur og er efsta stig af lo. malus (vondur). Pessímisti merkir: Mað- ur sem sér alltaf það versta eða er svartsýnn. d. pessimist, e. pessi- mist. PLÁGA, þungt böl, mikið mein; skæð landfarsótt, drepsótt (OM). Orðið kemur fyrir í ísl. fornmáli (Fr.). Það er komið úr latínu, nefnist þar plaga og merkir m.a.: högg og tjón. d. plage, e. plague. PLANTA, urt, jurt eða tré (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá 17. öld. Það er komið úr latínu, þar sem planta merkir: II á fæti sem stappaði fræinu niður í jörð við sáninguna, en einnig merkir það: græðlingur. d. plante, e. plant. PÍANÓ, slagharpa (OM). Orðið NOKKUR AÐSKOTAORÐ í ÍSLENSKU ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.