Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1978, Blaðsíða 15
hu0skoti Woodg ^UIsn VK> VILJUAí FARA ÚTOq pEG\P ÞlP ^ NÚ! þlP / F/lP /AP STA /WyNPIf?MAI?A — Fjölskyídan á heiðarbýlinu Framhald af bls. 7 gefast upp, hvaö sem á bjátar og hversu erfitt, sem mér finnst lífiö vera. Síöan kom vorið með vermandi geisla, eins og vinur, sem efnir sín heit. Þrátt fyrir allt hafði vorið, lenging dagsins og hækkandi sól, sín áhrif. Enn var þó sami drunginn yfir heimilinu. Ekkert hafði birt í huga húsbóndans. Lífið gekk sinn vanagang í sveitinni. Líöan eins einstaklings skipti ekki miklu máli. En það voru nýjar og mikilsverðar framkvæmdir í aösigi. Ákveðið hafði verið að leggja veg yfir hálsinn. Þannig komst sveitin í samband við aðalvega- kerfi landsins. Verstjórinn var ungur maöur, sérstaklega aölaöandi, skemmtilegur og velviljaður og mátti raunar segja, að hann væri hvers manns hugljúfi. Hann hafði nokkrum sinnum komiö viö á heiðarbýlinu, er hann var að athuga vegarstæðiö. Hann fann til sárrar meðaumkunar með konunni og börnunum, sem í sárri fátækt urðu að baslast áfram með sálsjúkan mann. Hann hafði fyllst löngun til að hjálpa. En hvernig átti hann að fara að því? Loks datt honum ráö í hug. Reyna mátti það. Seint um vorið átti hann leið þar um, eins og svo oft áður. Vinnan viö vegarlagninguna var þá fyrir nokkru hafin. Jón sat, eins og oftast, á rúminu sínu og tautaði í vonleysi. Yrti á engan og virtist lítt gefa því gætur, sem fram fór í kringum hann. Gegndi vart, þó að á hann væri yrt. Svör hans voru lítt skiljanleg. — „Heyrðu Jón“, sagði verkstjórinn, „Hefurðu ekki gamann af að sjá það, sem búið er af nýja veginum?“ — Ekkert svar. Verkstjórinn byrsti sig nú og gerði sig sem myndugastan í tali og framkomu. „Þú kemur með mór. Ég kem með þig aftur í kvöld.“ Þótt undarlegt megi viröast, svaraði Jón og sagði: „Jæja, mór er sama. Kannski ég sjái þennan nýja veg ykkar.“ Svona hress og eðlilegur haföi hann ekki verið í langan tíma.. Þeir lögðu síöan af stað. Verkstjórinn var ekki neitt að flýta sér. Hann fór mjög hægt yfir. Það var eins og hann þyrfti að gá að hinu og þessu og líta á hvern hæl, sem merkti hiö nýja vegarstæöi. Þaö var eins og hann væri aö athuga þetta í fyrsta sinn. Jón reið þegjandi eftir verkstjóran- um. Síöari hluta dags komu þeir aö tjaldbúöunum, þar sem vegavinnu- mennirnir bjuggu. „Þú borðar nú með okkur, Jón minn“, sagöi verkstjórinn. Jón settist nú niöur hjá verkakörlunum. Jón reiö þegjandi eftir verkstjóran- um. Síöari hluta dags komu þeir aö tjaldbúðunum, þar sem vegavinnu- mennirnir bjuggu. „Þú borðar nú meö okkur, Jón minn", sagði verkstjórinn. Jón settist nú niður hjá verkakörlunum og borðaði þegjandi. Eftir matinn sagði verkstjórinn viö Jón: „Þér liggur nú ekkert á, þaö er líka orðið allt of framoröiö til aö fara til baka í kvöld, þú verður hjá okkur í nótt. Þaö er autt rúm í nyrzta tjaldinu. Þaö eru sængurföt í rúminu. Maðurinn, sem á þau, kemur ekki fyrr en á rnorgun". — „Mór er sarna", sagði Jón. Það var eins og hann væri viljalaust verkfæri í hendi verk- stjórans. Um morguninn sagöi verk- stjórinn við Jón: „Þér liggur nú ekkert á aö fara strax heim. Nú skulum við skoöa nýja veginn. Þú labbar með mér upp að heiðarsporðinum.“ Jú, Jón samþykkti þetta. — „Viltu ekki halda á skóflunni þeirri arna fyrir mig?“ sagði verkstjórinn. Þeir löbbuöu síðan upp í brekkuna. „Já, átti ég ekki von á“, sagði verkstjórinn, „ræsið hefur stíflazt". „Viltu nú ekki, Jón minn, hjálpa mér aö hreinsa ræsið? Ég kem eftir örskamma stund. Ég ætla hér niður eftir að gá að vinnubrögðunum“. Er hann kom til baka, var Jón í óða önn að moka og draup af honum svitinn. — „Þú ert að verða búinn,“ sagöi verkstjórinn. — „O, þetta gengur nú hægt hjá mér“, sagði Jón, „þaö er svo langt síðan ég hef unnið nokkuð“. Svona skrafhreyfinn haföi Jón ekki verið í marga mánuði og nú var hann, aldrei þessu vant, glaölegur á svip. „Mér finnst, aö mér hafi ekki lengi liðið svona vel“, sagði Jón. — „Nú skal ég segja þér nokkuö, Jón minn“, sagði verkstjórinn, „þú verður hjá mér í sumar. Ég sé, að þú ert orðinn heilbrigður“. — Jón brosti, líklega í fyrsta skipti í marga mánuöi og sagði: „Þú ræður þessu". — „Jæja“, sagði verkstjórinn, „nú förum við heim til þín og sækjum nauösynleg plögg, sængur- föt og fleira, sem þú þarft að hafa. Ég er búinn að láta sækja hestana". Síðan lögðu þeir af stað og komu heim í kotið seinni hluta dags. Jón gekk á undan inn, hressilegur í bragöi. Hann gekk beint að konu sinni, kyssti hana og sagði: „Komdu blessuð og sæl og þið öll. Ég hef ekki litið ykkur réttu auga nú í marga mánuði. En nú er þetta búið og gleymt. Ég veit, að þú og þið eruð öll búin aö líöa mikiö. Ég ætla aö reyna aö hjálpa til, aö líf okkar allra geti oröiö hamingjusamara og bjartara en þaö hefur verið undanfariö". Kristín vissi naumast, hvaðan veðrið stóð eða hvernig hún ætti að taka þessum snöggu breytingum. Þótt einkennilega mætti virðast fannst henni hún ætla að bogna. Jafnvel snögg og óvænt gleöitíðindi geta haft hin alvar- legustu áhrif. Hún sagði aðeins: „Guði sé lof“. Jón sagði síöan: „Nú er ég á förum, ég ætla aö vera í vegavinnu í sumar. Ég veit, að það er betra fyrir heimiliö en að ég sé heima. Það gefur meiri tekjur í aðra hönd. Auðvitað er ég handónýtur. En hinn miskunnasami Samverji, verk- stjórinn okkar, hefur boðiö mér vinnu. Því góða boði vil ég ekki hafna. Ég vil ekki ónýta allt, sem hann hefur gert fyrir okkur. Ég skildi stundum meira en almenningur hélt, meðan ég var í útlegðinni, en svo kalla ég vesöld mína. Ég hef aftur öðlazt trúna á lífið. Ég vona, að þetta fari allt saman vel.“ Jón og verkstjórinn fóru svo um kvöldiö upp á heiðina. Jón var hress og glaöur og hrókur alls fagnaöar. Um- skiptin voru varanleg. Verkstjórinn sá um aö útvega honum vinnu yfir veturinn. Hann óttaðist, að sækja mundi í sama horfið, ef hann hefði ekki neitt aö gera. Um jólin fór Jón heim til að vera með fjölskyldu sinni yfir hátíöarnar. Nú voru mikil umskipti frá s.l. jólum, þegar húsbóndinn var heilsulaus og drengur- inn var aö brjötast áfram í bylnum aðfram kominn. Nú ríkti gleði hjá heiöarbýlisfjöiskyldunni. Milli jóla og nýárs bar aftur gest aö garöi. Var það oddvitinn, sem áður er getið. Hann var einnig á leið suður til Reykjavíkur aö finna konu sína, sem enn lá í sjúkrahúsi. Hann settist í innsta rúmiö í baöstofunni, nákvæmlega á sama stað og hann hafði setið fyrir ári. Jón sat einnig á sama stað, á fremsta rúminu. Kristín og oddvitinn tóku tal saman. Kristín spurði: „Hvernig líður konunni þinni?" — „Þaö gengur nú ekki vel“, sagöi oddvitinn dapur, „henni versnaði nú nýlega og liggur nú fyrir dauöanum". Þá leit Jón upp og snöggu leiftri brá fyrir í augunum um leið og hann sagði: „Hafa þeir ekki reynt að gefa henni soðiö vatn?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.