Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1979, Page 10
Hákon Bjarnason SKÓG- RÆKTIN í ÖSKJU- HLÍÐ Aðdragandi Þaö er upphaf þessa máls að hinn 20. maí áriö 1948 kom stjórn Skógrsektar- félags íslands saman á fund. Á þeim fundi voru Valtýr Stefánsson, formaður, H. J. Hólmjárn, ritarí, Einar G. E. Sæmundsen, gjaldkeri. Haukur Jörundarson, kennari, dr. Helgi Tómasson, læknir og Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. í niðurlagi fundargerðar segir svo: „Þá var rætt um skógræktarmálin á víð og dreif, m.a. um framtíðarhorfur, ræktun barrtrjáa f stórum stíl á Reykjanesskaga o.v. 'hér sunnan- lands. Undanfari þessarar umræðu var sá, að um þetta leyti var friðun Heiðmerkur loks komin í höfn eftir tíu ára þrotlausa baráttu stjórnarfélagsins fyrir því máli. Lá því nærri að hefjast handa um ný verkefni. Þótt þess sé ekki getið í fundargerðinni man ég það fyrir víst aö Valtýr Stefánsson hóf máls á þessu, en síðan var þetta rætt á síðari stjórnarfundum hvaö eftir annað. Beindist athygli Valtýs einkum aö Öskju- hlíöinni, en þar hafði breska hernámsliðið valdið miklu umróti og skiliö sóðalega viö, en íslendingar seinir til að þrífa eftir þá. Ennfremur yar beitt fé í hlíðina og hross voru þar á útigangi. Hitaveitan hafði byggt geyma sína á mógráum melkolli Öskjuhlíðar og var umhverfið allt hið Ömurlegasta. Meö samkomulagi við borgarstjóra, Gunnar Thoroddsen, og hitaveitustjóra, Helga Sigurðsson, tók Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður að sér aö gera tilraun meö grasfræsáningu á Öskjuhlíðarkolli árið 1951, sem tókst mjög vel, en í framhaldi af því skrifuðu þeir Valtýr og Einar borgar- stjóra og gerðu tillögur um trjáplöntun vestan og suövestan í hlíðinni. Borgar- stjórn féllst á þær, og vorið 1952 voru 2.000 trjáplöntur ýmissa tegunda gróður- settar í lítinn blett suðvestan við Beneventum. Mjór er mikils vísir hermir máltækið, en hér hefur í fám orðum verið sagt frá upphafi skógræktar í Öskjuhlíð. Víkurholt Áöur en lengra er haldið getur verið forvitnilegt að líta aftur í aldir og sjá hvers við verðum vísari um Öskjuhlíðina. í ungdæmi mínu var hún ýmist nefnd Öskju- eöa Eskihlíð, en hvorttveggja eru síðari tíma nöfn. í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1397 stendur skrifaö, „aö Jónskirkja í Vík eigi Víkurholt með skóg og selstöðu." Að hér sé átt viö Öskjuhlíö en ekki Skólavörðuholtið má ráða af því, aö það var eign Arnarhóls og kennt við hann. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703 segir svo um Reykjavík: „Selstaða er jörðinni eignuð, þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíöum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.