Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 3
að ekki séu eini sinni til áreiöanlegar tölur varðandi eðli og útbreiöslu þessa dular- fulla faraldurs. Því svarar Kielholz, geð- læknir þannig: „Treystið engum tölfræði- legum skýrslum, sem þér hafið ekki sjálfir falsaö!" Skuggi hins glataða fellur á sjálfið Sá sem leitar skýringa hjá talsmönnum sálgreiningarinnar, mun eins og ævinlega heyra margbrotna syrpu af skoöunum. Tryggir lærisveinar Freuds, almennt kall- aðir strangtrúaðir, eru sannfærðir um réttmæti skýringa meistarans frá Vín. Uppfinningamaöur undirmeðvitundarinn- ar þjáðist sjálfur oft af þunglyndi. Þegar 1884 ráðlagði hann Mörtu, konu sinni, að taka kókaín sér til upplyftingar. Sjálfur notaði hann kókaín í nokkur ár til að rífa sig upp úr þunglyndinu. En það var ekki fyrr en 30 árum síðar, á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, að þessi draumþýðandi fann það út, á hverju þunglyndið í rauninni byggðist. Skýring hans var sú, að sérhver þunglyndur maður hafi snemma á ævinni beðið eitthvert tjón, en brugðist þannig við því, eins og hann hefði ekki misst það, sem honum var kært, heldur glatað sjálfum sér. Endurtáki sig einhvern tíma á ævinni atvik, sem líkist þessum vonbrigðum bernskuáranna, líður miðdepill með- vitundarinnar, „sjálfiö“, inn í mikiö þung- lyndi. Freud: „Skuggi hins glataöa fellur á sjálfið.“ Flestir læknar eru þó vantrúaðir á hugarfóstur sálgreiningarmanna. Jafnvel í Vín á Freud fáa fylgismenn. Þar boðar taugasérfræðingurinn Walther Birkmayer, sem kallaður er „taugapáfinn", þessa kenninu og er ekki haldinn neinum efasemdum: „Röskun persónuleikans stafar af röskun á efnastarfsemi líkam- ans.“ Sönnun: Birkmayer, yfirlæknir, hefur komizt að raun um, að í heila látinna þunglyndis sjúklinga hefði verið áberandi minna af „lífrænum amínósamböndum en eðlilegt væri. Með fagorðinu „lífræn amínósambönd" (biogene Amine) er átt við fjölda eggja- hvítuefnasambanda, sem eru undirstaða sérhverrar taugastarfsemi. Birkmayer segir, að ekki sé allt með felldu í þessum efnum hjá þeim, sem þjáist af þunglyndi. Þá vanti lífræn amínósambönd, og það sé greinilegt, að þessj röskun jafnvægis valdi geðlægðinni, þunglyndinu, depressjón- inni. En hin óvéfengjanlega röskun á jafn- vægi hinnar hárnákvæmu starfsemi líf- rænna amínósambanda þarf ekki að vera orsök þunglyndisins, heldur getur alveg eins verið afleiðing þess. Þannig er það varðandi áfengissjúkl- inga, alkóhólista, að „hið furðulega sam- bland af vellíðan og þunglyndi, af ótta og að því er virðist eldlegum áhuga er sannanlega í samhengi við skort á lífræn- um amínósamböndum í heilanum öllum," að því er geðlæknirinn, próf. Heinz Prokop, í Innsbruck heldur fram eftir rannsóknir sínar á langtíma drykjumönn- um. En það er aðeins þetta: Amínó-skorturinn veröur fyrst eftir lang- tíma áfengiseitrun, en framkallar ekki hinn mikla þorsta. En það fer ekki ámilli mála, að glað- værðin glatast þeim, sem vantar amínó- sambönd í heilann. Áfengissjúklingar eu yfirleitt jafn kvíðafullir. daprir og óánægð- ir og þunglyndis sjúklingar. Báðir missa tökin á degi og nóttu. En amínó-skortur- inn gerir mest vart við sig að morgni dags, þá er sálarástandið hvað ömurleg- ast og líkamleg óþægindi einnig með versta móti. Hið svarta gall Viskýmaðurinn Winston Churchill, sem oft átti við langvarandi þunglyndi að stríða, hélt sig þess vegna í rúminu fram yfir hádegi, ef hann gat. Hinn þunglyndi Þunglyndissjúklingar á sjúkrahúsi: í algerri einsemd og tómi. „Þunglyndi er reiði — reiði út í sjálfan sig“ Miiljónir manna um allan heim Þjást af Þunglyndi að Því marki, ad læknishjálpar er Þörf — Þeim „dauðleiðist“ í bókstaf- legri merkingu. Af hverju stafar og hvernig sækir að mönnum Þunglyndi, sem á erfiðu stigi getur leitt til sjálfs- morðs? Hvernig er hægt að sigrast á Því? Hin nýju geðlyf eru tvíeggjuð. Þannig hefst ítarleg grein í Þýzka vikuritinu „Der Spiegel“ og verður hér rakið meginefni hennar. Sveinn Ásgeirs- son tók saman. Ernest Hemingway hressti sig með viský eða rommi og skaut sig þá fyrst, þegar þessi lyf dugöu ekki, kl. 7.30 á morgni. Marilyn Monroe dó af of miklum skammti af töflum. Faðir læknisfræðinnar, Hippokrates, kenndi „sjúklegri aukningu vökva“ um þunglyndið. Hinn gamli Grikki vissi að vísu ekkert um amínósamböndin, heldur átti við hið „svarta gall". í nær 2000 ár þótti læknum það sannað mál, að þessi sérstaki vökvi ylli döpru geði, sem væri „óheppilegasti hinna fjögurra geðslaga". Of mikið af hinum dökka vökva orsak- aði sjúklegt þunglyndi. Læknar héldu því fram, að öll mikilmenni í stjórnmálum, skáldskap og listum væru þunglynd, melankólsk, vegna hins svarta galls. i reyndinni var þaö ekki til, heldur var það heilaspuni uppfinningamanns síns. Aftur á móti hafa nýlegar rannsóknir staöfest það, sem Hippókrates haföi veitt athygli, að þunglyndir menn séu oft lágir og þrekvaxnir, breiðleitir og með stuttan háls. Rannsóknir á vegum háskólans í Tubingen leiddu í Ijós, að 64 af hundraöi þunglyndis sjúklinga, sem könnunin náöi til, höfðu þessa líkamsbyggingu, sem oft þykir einkenna glaðværa menn. Öldum saman var það svo, að læknar, sem tóku sjálfa sig alvarlega, vildu alls ekki skipta sér af geðveikissjúklingum. Það var mál presta og seinna einnig heimspekinga. Það var ekki fyrr en eftir uppgötvun áhrifamikilla lyfja, sem hér varö veruleg breyting á. Nú gátu læknarn- ir gert eitthvaö: Þeir helltu Barbitur-svefn- lyfjum í órólega þunglyndissjúklinga, en hinum sinnulausu gáfu þeir hin nýju örvunarlyf. Með blóöþrýstingnum átti stemningin einnig aö stíga, en þaö var von, sem oft brást. Lyf kalla fram sjúkleg einkenni Eiginleg „geðlyf" komu ekki á markað- inn fyrr en um miðjan sjötta áratuginn. Þessi lyf hafa bein áhrif á efnaskiptingu heilans og koma jafnvægi á amínósam- böndin. Enn er þó umdeilt, á hvern hátt það gerist. Sjálísmord í New York: „Aíturhvarí til sjáltsins Sérfræðingar í taugalyfjum eru aöeins sammála um það, að á læknunum, sem lyfin gefa, hvíli mjög mikil ábyrgö. Þeir ættu reynslunni ríkari að haga gjöf hinna ýmsu lyfja við þunglyndi á þann veg, að hinar óhjákvæmilegu aukaverkanir verði svo vægar sem kostur er — nóg leggst á hinn sjúka samt. Þunglyndiskönnuðurinn Kielholz beinir þessum orðum til starfsbræðra sinna í læknastétt: „Sem sagt ekki einfaldlega sama skammt þrisvar á dag.“ Öll. virki- lega öll lyf gegn þunglyndi kalla fram „sjúkleg" einkenni eins og munnþurrk, svita, hjartslátt, sjóntruflanir og handatitr- ing". Þessar óhjákvæmilegu aukaverkanir eru „í sjálfu sér meinlausar og hverfa oftast eftir stuttan tíma" að sögn Kielholz, sem á þessu sviði þykir mestur vitmaöur. Öllu hættulegri eru hin hugsanlegu aukaáhrif á blóðmyndunarkerfið, starf- semi lifrarinnar og kirtla, er framleiða meltingarvökva, og fleira. Kielholz segir: Framhald á bls 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.