Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 9
Mikið hlýtur að hafa verið heitt þennan dag: Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. í tilefni nýlega afstaðinna páska, eru hér tvær páska- liljur, sem Ólafur hefur unnið á sinn hátt. Norðurendi Suðurgötunnar. Húsið Suðurgata 7, sem nú er sýningar- salur, er til hæeri á mvndinni. Öskar Aöalsteinn VOR- VAKA Koma seint úr suðurvegi söngfuglar. Stormar feykja þeim óraieiöir afvega — nærri ókunnum stjörnum. Seint kemur voriö. Skógar laufvana — og komin harpa. Yngstu bjarkir tárast. Vættir sem byggja hóla og fell sitja uhd bláhimni í söngvabiö. Tjarnir týna brosi sínu í ómþrá. Ár á ísum. Fossar bundnir frera. Tungliö fullt varpar fölvum geislum milli egghvassra skýjaskara. Skuggar hlaupa langa vegu meöal nágranna. Seint kemur voriö. Stríöar hef ég andvökur í söngvaþrá. Bænin brestur mig þótt fast sé beöið marga stund: Himnahersir geföu aö þráöir fuglar — jólasöngvarar þínir frá í vetur — komi úr bláum fjarska. Gefðu — að söngvar þeirra veki sumardali af fannadölum. Himininn þegir. Allt er þögn og kaldur klaki. Magnast þögnin við ölduslögin á klakafjörum og ýlfur stormsins yfir storö. Söngfuglar nærri ókunnum stjörnum. Sumarljóðin blunda í hyldýpinu á bak viö hel og dauðans skugga. Ó, söngvabið. (Reykjanesvita, á vordögum J979).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.