Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu — MATiR l/.TT- /KO' FtR'* s-T ■ t-R-CÐ WtfM Tot'* É/NS WWM rii.ii- lÍTfTjí j2®} -* L o á. R £ d L A N l Tl- £ R Ms A t. O R R l t&x BeiTfí A L L £tP- irtei s T ó -•v_ aR HtlMD IKtllR T- öua- í L Ar C. A R wi- Wí U R T A N 0A*>- rt»«x,í F K L 'A T Q 5 A G N 1 R H o R R K" A r I Ráí ó««- e/N k«j h. £> AÁVWfl veac. SST AJ \ í> R A •ö l R WMHfí L A A> T 1 4 H UZKf>\ ÍHÖLI H A M V t>ýr- u(L D R l T I wl&uR Wh N o <L u R CAIILD IrÍMt K A L A U éa& OtiOK K A Ntcrfl nBian Aft K Ý T A sk»" 2 'A R A N o R X N tyfríl i/ti- \l 9 6, A miHT óa'lur ■| Æ R r JJ F A LwnR IHHtFll 5 I L 1 IIMAÐI TeTT IHCfí A N & A Ð 1 2 A R V*'.. 5 T R rA YC A K ttisun A $ u N? L-a'ifi. eiNC 'l £I*V aíúR </ L A nrtw ZéTT Jl N U Ð A R Aft R. 1 -£> L A « íS5* b í> A ,fiC, A R KAL5)* K u L [ S> !A Ý óéklfi. rATóo. <k A. I * A F A K. M 1 Æ> ft A í?. W* c-fAf' W)AIT 1 6 UKC.V- RRE/N- iNGx. lósi/' MUMN- INN Luí/ - íflM' HLT. \ nU ' íT/í’ r H/ILDAP flF' L£'T U R —A- 'Zjjrr \<a & UND' 1 K - aN ífeytu Fucl- AR StuTtu f!5KT- B K'Al- /N VCPVC- » $e/Ni hlut/ij>. T'c? r- U R. sttri: ÓHR- £/ M- Kfl 'fi $ PUCkL hrt- 3c>R.4 SVO? $DL\J Ko^ £ÓK/N Hí? L- UR RlFft r3 0- 'fft PA£) fWYIT. ÍK’Kúffl VFAUK FRum- e f»‘ Ihzm lífiáM Tfiés Halpa mph, UPP fí t Kí HE'T/5 fj/eur- A? tftflD -ToVn I JÆL- \LFr\ YFie- Fwo- ; aj f 5K* ?\ V’e/VíM l—^ Klaki SAVCA8 íftMttLT. FAHCfí- I/ÉI2L- UNNI KT' fCS oT |u(\Kt) HfclM- IU n ÞUNGLYNDI Frumhuld uf hls. .‘i. „Varúö! Varúö!" i hverju tilfelli verður læknirinn aö vekja athygli sjúklings síns á aukaverkununum og brýna fyrir honum, aö lyf gegn þunglyndi dragi til dæmis úr viðbragðshæfni manna við akstur og valdi því að auki, að menn þola minna áfengi. Sjúklingana grunar þó sennilega ekki, í hverju mesta hættan er fólgin í sambandi við lyfjagjöf við þunglyndi, en það atriði er algerlega í höndum læknisins. Hann verður að velja á milli meira en 300 mismunandi lyfja og hinna mismunandi verkana þeirra — til dæmis stillandi, svæfandi, hvetjandi eöa örvandi. Gefi hann til dæmis órólegum og kvíöafullum sjúklingi lyf sem leysa hömlur, og það eykur einnig atorkuna, þá munu segir læknablaðið „Medical Tribune" í varnaðar skyni, „einmitt þær tálmanir veröa numdar á brott, sem fram að þessu höfðu komið í veg fyrir, að sjúklingurinn fremdi sjálfsmorð". En ef læknirinn af öryggisástæöum gerir ekki annað en aö lægja og stilla, dæmir hann sjúkiinga sína til að lifa daufu og bragðlausu lífi og hneppir hugsanlega endurvakta lífsgleði í efnafræðilega spennitreyju. Raflosti er ennþá beitt Þar sem 20 af hundraði þunglyndis sjúklinga finna aðeins fyrir hinum óæski- legu aukaverkunum af þeim meðulum, sem notuð eru, en hvorki örvun eða létti, eru margir taugalæknar farnir að hallast aftur aö „raflosti". Þessi krampalækningaraðferð tíðkast ekki lengur í Þýzkalandi vegna þess, hve ruddaleg hún er, en rafskautum er þrýst á gagnaugu sjúklinganna með 80 volta spennu í um fimm sekúndur. Meðan á raflostinu stendur lætur sjúklingurinn eins og hann sé í rafmagnsstól, missir meðvit- und og beinbrýtur sig stundum. En Hans Hippius, geðlæknir í Múnchen, segir, að „jákvæö reynsla í Bandaríkjunum sýni að raflost sé engan veginn úr sögunni sem lækningaraðferð“. Geðlæknar af yngri kynslóðinni eru þó almennt andvígir slíkum aðferðum. Og símasálnahirðarnir trúa aöeins á hinn frelsandi mátt orðsins. Þeir starfa skipulega í Vestur-Þýzka- landi. Frá 52 stöðvum reyna 3685 starfs- menn að örva og telja kjark í lífsþreytt fólk í gegnum síma. Tl boöa stendur hvenær'sem er opið eyra og heilræði, sem kosta aöeins 20 Pfenning (35—40 kr.). Allt annaö er óheimilt þeim sem ekki eru læknar. Á árinu 1977 hringdu yfir 440000 manns í V-Þýzkalandi í þessar stöðvar og þar af að sögn um 100.000, sem höfðu sjálfsmorð í huga. Huggendur hinna lífsþreyttu búast við því að skjólstæðingar þeirra eða viðskiptavinir veröi orðnir um ein milljón fyrir 1980. Þess vegna er þess vænzt af póstmála- ráðherranum, aö hann veiti þessum sálnabjargvættum sérstakt símanúmer eins og brunaliðinu, en þegar hefur hann orðið við beiöni þeirra um niðurfellingu símagjalda að hluta. Það er í sambandi viö tímalengd símtala. Vafasamt er þó, hvort þetta verði nokkrum þunglyndum mönnum til raunverulegrar hjálpar. Að minnsta kosti er það ekki víst, að hægt sé aö koma í veg fyrir sjálfsmorð gegnum síma. Milli starfsemi símasálnahirðanna, sem eru mjög drjúgir með sig, og fjölda sjálfsmorða í umdæmum þeirra virðist ekkert samhengi. Hvergi hefur nýju útibúi tekizt að lækka tíðni sjálfsmorða. Og þar sem engir símasálgæzlumenn eru starf- andi, er fjöldi sjálfsmorða alls ekki meiri en þar sem sími þeirra er glóandi allan sólarhringinn. En eigi að síður leggja þessir ólærðu huggarar, sem aðallega eru húsmæður, sig alla fram. Áður en tekið er til viö að hugga, er þeim gert Ijóst, að gagnvart hinum þunglyndu dugar ekki að fara að eins og Charlie Chaplin í „Borgarljósun- um“, en þar segir hann við mann, sem er um það bil að fremja sjálfsmorð og er þegar búinn að binda myllustein um háls sér: „Á morgun syngja fuglarnir aftur!“ En maðurinn ætlar samt að stökkva út í vatnið. Þá segir Chaplin: „Lífið er víst svona vont!“ og svo fleygja þeir sér báðir niöur í vatnið. Hvatning gæti aðeins orðið til hins verra Það má alls ekki hvetja hinn þunglynda til að „heröa sig upp“, „láta ekki hugfall- ast“ eða „halda reisn sinni“. Vegna þunglyndisins er vilji hins sorgbitna lamaður, hann er ófær um að taka ákvörðun og eygir enga von framar, segir Kielholz, hann veldur engu um hlutina. Sérhver áskorun og frýjun getur því aukið á örvæntinguna og þar með hættuna á sjálfsmorði. Með geðlækningum og þá einnig sál- greiningu í anda Freuds hefur ekkert áunnizt. Að vísu kunna margir hinna þunglyndu vel við ýmsa þætti þeirrar meðhöndlunar, því að þeir veita þeim afþreyingu, en hættan er sú, að sálgrein- ingin verður endalaus. Vegna hinnar misheppnuðu sundurgreiningar sálarinnar halda geðlæknar því stundum fram, að hinir þunglyndu leggist ekki á sófann til aö læknast, heldur til að fullkomna tauga- veiklun sína. „Allt of oft,“ segir Hermann Pohlmeier, geölæknir í Götingen, eru geðlæknar „hræddir um að missa sjúkling vegna sjálfsmorðs". Slíkt gæti skaðað þeirra „góða orð“ og haft „afleiðingar fyrir rétti". -Að dómi prófessors Birkmayers í Vín er orðstír starfsbræðra hans í geðlækning- um reyndar fyrir löngu eyöilagður. Hann segir: „Ef einhver heldur, að þunglyndi sé hægt að lækna með geðlækningum, á hann sjálfur að fara í slíka meðhöndlun.“ Úrræðaleysi læknisfræðinnar gagnvart þunglyndi hefur leitt til þess, aö hin eina rétta lækningaaöferö þyki helzt, að lækn- arnir geri ekki neitt. Kielholz leggur að lokum til málanna: „Læknirinn verður einfaldlega aö virðast rólegur, öruggur og hjálpfús í návist hins þunglynda." Hvað ætti hann líka annaö að gera? Þunglyndið gerir ekki aðeins of miklar kröfur til hins venjulga manns í hvíta sloppnum, heldur til læknisfræðinnar í Áfengissjúklingar íHamborg: Fórnarlömb óttans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.