Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 7
„Ætlaröu aö muna eftir mér,/elsku vinur kæri,/ ef að ganga af hjá þér,/ ung og fögur læri“. Guömundur Böövarsson skáld og Þorsteinn sýslumaöur í Dölun- um voru samsveitungar og eitt sinn orti Guömundur í gamni um Þorstein, því Þorsteinn átti þaö til að fá lánaöar bækur og gleyma aö skila þeim: „Fall- ega Þorsteinn flugið tók,/ fór um himnakliöur,/ Lyklapétur lífsins bók,/ læsti í skyndi niöur". Jóhanna hefur meöfætt fótamein og einnig fékk hún berkla í bakið og lá lengi í gipsi á Landsspítalanum vegna sjúkdóms sem læknarnir kölluöu Spondalítus. í öllum sínum sjúkdómum hefur hún lagt mikla stund á hannyröir. Hún læröi eitt sinn aö teikna hjá Sigfúsi Halldórssyni. Á hún fagurlitaöa lauf- blaðamynd frá þeim tíma og er núna aö búa til hnútamynd í sem líkustum litum og myndin. Hjúkrunarkonan Kristín Thoroddsen kenndi sjúklingunum meö- al annars handavinnu. Þá læröi Jóhanna aö orkera, sem er sérstök hekltegund. Jóhanna kynntist eiginmanni sínum, Frans Adolf Hákansson, í Reykjavík. Hann var af dönskum ættum. Þau eignuðust einn son, Erik Hákansson. Hann var fjögurra ára þegar faðir hans dó og móöir hans lá á spítala. Hann er nú féhiröir í Útvegsbankanum viö Laugaveg og hefur getiö sér frægöar- orö fyrir að handsama ávísanafalsara meö því hreint og beint aö skutla sér yfir afgreiösluborö bankans og hand- sama bófann án nokkurrar hjálpar. Sveinn Bergsveinsson, norrænufræö- ingur viö háskóla í Austur-Berlín, er góökunningi Jóhönnu og systur hennar. Sveinn er kominn á eftirlaun austan járntjalds og er meinaö að flytja eftir- laun sín heim til íslands. Saknar hann mjög frændfólks og vina heima. Hann fær aö fara í sumarleyfi heim til íslands. Síöastliöiö sumar orti hann vísu til Jóhönnu um skyrtuhnappa, sem þær systurnar gáfu honum þegar hann kenndi þeim þýsku á námsárum sínum hér viö háskólann: „Viö dönsuöum út á ystu nöf,/ oft er þar hætt viö grandi./ Manstu hnappana, hjartans gjöf,/ þeir hurfu í framandi landi“. Jóhanna segir aö enginn sé einsamall sem hafi bækur og skírskotar til þýöingar Einars Bene- diktssonar á Björnstene Björnsson: „Því fjær sem heims er hylli er hjarta Guös þér nær.“ Meö þessum línum vil ég aö lokum rita þetta. Þeir sem eru svo lánsamir aö eiga myndir eftir bróöur þeirra systra, Leó Garöar Böövarsson, aö lána þær systrunum í nokkra daga, því þær hafa svo mikin hug aö halda sýningu á þeim í einhverjum smásal í borginni. Ef einhver skyldi iesa þessa grein og vita af myndum eftir Leó Garöar einhves staöar í einkaeign myndi hann gera mikiö góöverk aö koma þessari bón áleiöis. Jóhönnu er alltaf hægt að finna á neöstu hæö á vistheimilinu Grund og tekur meö mikilli gleöi á móti gestum. Jóhanna vill síöan kveöja þessa grein meö því síöasta sem Einar Benedikts- son skrifaöi: „Hafknörrinn glæsti, fjör- unnar flak,/ fljóta bæöi, trú þú og vak./ Marmarans höll er sem moldarhrúa,/ musteri Guös eru hjörtun sem trúa,/ þó hafi þau ei yfir höföi sér þak.“ Guömundur Finnbogason kallar þetta dánarstaf. Jóhanna hefur oft yfir „Mess- an frá Mosfelli" sérstaklega „Hver sem gefur sjálfum sér hrós stendur meö stafkarls búnaö“. Þaö eina sem vefst fyrir henni úr Ijóöum Einars Benedikts- sonar eru Ijóölínurnar úr „Einræðum Starkaöar“: „aö skiljast viö ævinnar æösta verk í annars hönd, þaö er dauöasökin“. Henni finnst hann nefni- lega hafa skilaö sínu verki. Frumstœðir verzlunarhœttir >1 i X. Sumar er framundan eftir fremur svalan vetur. »Veturinn pegar hann blés á norðan, hafís lagðist ad landi og vinstri stjórn sat aó völdum,« kann aö veröa sagt síöar pegar menn taka að rifja upp pessa tíma. Meöal minnisstæðra atburða vetrar- ins telst stríð kínverja og víetnama, snjórinn á götum Reykjavíkur og skýrsla verölagsstjóra. Ekkert kom petta á óvart. Því miður erum viö íslendingar frumstæð pjóð í öllu nema skáldskap. Líklega hafa danskir konungssinnar á Estrúps-tímabilinu um aldamótin síðustu haft rétt fyrir sér — aö pessi pjóð mundi aldrei hafa mannrænu í sér til að stjórna sér sjálf. Eitt sinn er sá mæti maður, Þórður Albertsson, kom heim frá Spáni par sem hann sá um saltfiskmarkaði íslendinga sagði hann í blaðaviötali (ég rifja petta upp eftir minni) að óheppilegt væri hve verslunarskýrsl- ur sýndu lítinn innflutning frá Spáni — og mun minni en hann í raun og veru væri par eð t.d. spænskir ávextir, sem híngaö eru fluttir, væru yfirhöfuð keyptir hingaö frá Dan- mörku og reiknuöust pví sem inn- flutningur paöan en ekki frá upp- runalandinu. Þetta mun tíökast enn í dag. Selstöðuverslunin gengur enn meö blóma. Þó nöfn eins og Riis og Lefolii standi ekki lengur yfir dyrum neinn- ar verslunar svífur andi Þeirra enn yfir vötnunum, nema hvað ástandiö er aö pví leyti verra nú aö milliliðirnir eru í raun einum fleiri en meðan peir Riis og Lefolii voru og hétu. Danir halda áfram aö byggja upp sína Kaupinhatn fyrir aröinn af islands- versluninni, rétt eins og á dögum Hreggviössonar. Hvaö leggja peir á appelsínu sem peir kaupa frá Spáni og selja síöan til íslands? Hvað leggja peir á vél sem peir kaupa frá Bandaríkjunum og selja til íslands — vél sem bandaríkjamaöur fær heima hjá sór á hálfu lægra veröi en íslenskur heildsali gegnum danskt umboð — prátt fyrir raunverulega frjálsa og par af leiöandi allháa álagningu par vestra, og miklu hærri en hér tíðkast? Nei, verölagsstjóri upplýsti engin leyndarmál. Sá er mergurinn málsins að íslenskir viöskiptahættir hafa ekki enn fengiö friö til að byggjast upp á sómasamlegan hátt. Veröbólg- an refsar fyrir heiðarleika en verö- launar brask. Ennfremur hafa áhrifa- mikil stjórnmálaöfl hamrað á pví áratugum saman aö viöskipti séu í eöli sínu óheiöarleg. Og par sem varla líður svo ár aö ekki komist upp um fleiri eöa færri verölagsbrot og annað ólöglegt auðgunarathæfi er sönnunin í höndunum. Þarf pá fleiri vitnanna viö? En hvað um viöskipti íslendinga erlendis? íslenskir feröamenn eru varla stignir svo út úr flugvélinni á erlendri grund aö Þeir taki ekki að rápa búö úr búö, snúa síöan heim eins og hálfsligaöir klyfjahestar. Eru pá íslenskir kaupmenn svona miklu verri og óheiöarlegri en kaupmenn annarra landa? Trúi hver sem vill. Enda ættu að vera hér hæg heima- tökin til frekari samanburöar par sem víðtæk og voldug samvinnu- hreyfing rekur hér verslun á hverju strái — varla er henni ætlandi aö gera viljandi óhagstæð innkaup fyrir félagsmenn sínal En flestum ber saman um aö vöruverð sé hér svipaö í kaupfélags- og kaupmannaverslun- um. Menn skella skuldinni á verðbólg- una, slævt verðskyn almennings og svo framvegis. Mikiö er til í pví. En meginorsakirnar má vitanlega rekja til hins aö hér er ekki lengur neitt ábyrgt almannavald sem leyst geti nokkurn vanda, hvorki pennan né annan. Þegar svo er komiö aö ping- menn nenna ekki lengur aö sækja pingfundi en hirða bara kaupiö sitt og tveir menn úti í bæ koma sér saman um hvernig skuli stjórna landinu án pess nokkur hafi veitt peim til pess lögmætt umboð er hlægilegt að tala um pingræði fram- ar. Þegar slíkt ástand hefur varaö lengi glatar fólk tilfinningunni fyrir sameiginlegum hagsmunum og hver reynir aö bjarga sér sem best hann getur. Er pess pá naumast aö vænta aö kaupmenn sýni meiri pegnskap en aörir. Ef einhver álítur aö pvílíkt ástand só beinlínis vænlegt til aö upp af pví muni aö lokum spretta blómlegt framtíöarpjóöfélag par sem ríki jöfnuöur og bræöralag, pá arkar sá í svartari gerningapoku en frá er greint í nokkrum íslenskum fjöl- kynngisögum fyrr og síöar, og er pá mikið sagt. Erlendur Jónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.