Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 12
Jan Magnus Bruheim Skáldið Jan-Magnus Bruheim við ritvélina í fallega bústaðnum, sem hann hefur byggt sér á Skják í Guðbrandsdal (ljósm. Jul. Haganæs). Ætti maður í fáum orðum að draga upp mynd af skáldinu Jan-Magnus Bruheim, pá gæti pað orðið á pennan hátt: Andi skáidsins lyftir sér á sterkum vængjum í átt til fjarlægra sjóndeilda meðan maöurinn sjálfur gengur örugg- um skrefum um fjalllendið, sem hann er sprottinn úr og fóstrar hann. Honum er pað deginum Ijósara hversu mikilvægt paö er aö eiga sér samastað. í blaðavið- tali segir hann: „Manneskjan vill aftur komast heim til sjálfrar sín. Og til pess að svo megi verða, má hún til að eiga stað par sem hún er rótföst — heimili." Öngvu að síður væri pað villa að segja um Jan-Magnus Bruheim að hann sé átthagaskáld. Heimahagarnir eru grunn- urinn, en vettvangur starfsins er alheim- urinn landamæralaus og óháöur tíma- tali. Hið óráöna og ópekkta á landa- mærasvæöi veruleika og draums. Spurningar sem manneskjan hefur alltaf velt fyrir sér, svör sem hægt er aö trúa. Það er sagt að Jan-Magnus Bruheim sé einn peirra sem sameinar afkimann og alheiminn, á sama hátt og til dæmis Olav Duun. Jan-Magnus Bruheim er fæddur á Skják í Guðbrandsdal þann 16. febrúar 1914. Og á Skják býr hann ennþá. Hann ólst upp við sveitastörf og holla lífshætti í nánum tengslum við náttúruna. En svo er að sjá að listamaöurinn í honum hafi verið til staðar alveg frá því hann var lítill drengur. Hann hefur sjálfur frá því sagt, að jafnvel áður en hann var orðinn læs á bók, hafi sig dreymt um aö verða skáld. Þegar hann var sö sækja vatn í bæinn á veturna, kom það fyrir að hann setti sig niður í snjóinn og skrifaöi í hann Ijóð. Og þessi ástríöa til skáldskapar jókst jafnt og þétt meðan hann þroskaðist. Hann rakst á bækur og fólk sem örvaði hug hans til skáldskapar. Til dæmis hefur hann nefnt kennslukonu, sem hann var hjá í skólan- um. Hún gaf nemendum sínum hlutdeild í góöri þekkingu sinni á bókmenntum, og skáldið hefur sagt að hann minnist þessarar kennslukonu sinnar með þakk- læti í huga. Að loknum barnaskóla gekk Jan-Magnus Bruheim í framhaldsskóla og lýðháskóla, og því næst eitt ár í miðskóla, sem ætlaður var fyrir tveggja ára nám. En Jan-Magnus hætti eftir fyrra áriö. Honum tókst ekki að samræma skólagönguna og samband sitt við náttúruna, viö gróand- ann, við það sem liföi og bærði á sér allt um kring. Hann vildi heldur taka þátt í vinnunni heima á bænum sínum. í tóm- stundunum, á kvöldin og um helgar, sat hann tíðum við skriftir. Og þann hluta frítímans, sem hann notaði ekki til að skrifa, gekk hann út og reikaði hér og þar, um ræktarlandið, meðfram ánni, inn í skóginn, upp á fjall. í vösum sínum varð hann alltaf að hafa pappírsblöð og blýantsstubba. Þetta varð að vana sem hann heldur enn. Hann segir að sér finnist hann ekki alklæddur ef hann hefur ekki ritföngin á sér. Þessi þörf hans til að skrifa niður hjá sér það sem fyrir hann ber, þegar hann gengur á vit náttúrunnar úti undir beru lofti, virðist vera honum mjög mikilvæg. í blaðaviðtali hefur hann gefið svar viö þeirri spurningu, hvernig Ijóð verði til: „Einhvern daginn dettur niðrí mig ein lína. Hún er fest á pappír, meira gerist ekki í það skipti. Hugmyndin sem fæddist, verður að víkja fyrir öðrum hugsunum, sem þrýsta á. En svo kannski einhvern dag löngu seinna er hún allt í einu komin aftur. Og þá hefur hugdettan þroskast, svo unnt er að skrifa allt Ijóðið á blað. Þegar ég dunda mér úti ískóginum fæ ég oft hugmyndir af þessu tagi...“ Líklega er Jan-Magnus Bruheim ekki einn um þá reynslu að fólk skilji ekki, að skáld sé að vinna, þegar það reikar um og Árið 1942 gaf Jan-Magnus Bruheim út ljóðasafnið _ „Norður með Ban- grat-tjörn“. Á þessari mynd sjáum við skáldið við Bangrat-tjörn á Skják, sumarið 1978. (ljósm. Jul. Haganæs). Eftir Jul Haganœs Ljóðið höfðar meira til tilfinninganna en skarpskyggninnar, segir skáldið Jan-Magnus Bruheim. (ljósm. Jul. Haga- næs). viröist ekkert hafa fyrir stafni. Samt er það svo, að í þess konar aðgerðarleysi verður skáldinu mest ágengt. Jan-Magnus Bruheim hóf skáldferil sinn með Ijóöasafninu „Lokaðar dyr“ 1941. Eins og flestir sem leggja út á þessa braut, fékk hann til baka fyrsta handritið sem hann sendi útgefanda, með tilkynn- ingu um, að ekki væri hægt að gefa það út. En næsta handrit sem hann lauk við, komst í hendurnar á Hans P. Lödrup fyrrverandi ritstjóra blaðsins: „Lillehamm- er Tilskuer". Lödrup virtust Ijóðin vera góö og hann hvatti skáldið til að gefa þau út. Síðan voru kvæðin borin undir A.H. Winsnes prófessor og Arnulf Överland, og báðir álitu þeir, aö þetta Ijóðasafn ætti að prenta. Þannig komst frumraunin á fram- færi. Jan-Magnus Bruheim gerðist afkasta- mikill rithöfundur. Með réttu hefur hann áunnið sér mikinn orðstír sem Ijóðskáld, en hann hefur einnig ritað allmikið í óbundnu máli, með framúrskarandi ár- angri. Auk þess hefur hann skrifaö útvarpsleikritin: „Dimmir geislar" og „Hús undir snjóhengju“, en þau eru óprentuð. Það telst merkur viðburður í norskum bókmenntum sérhverju sinni þegar út kemur nýtt Ijóðasafn eftir þetta nafntog- aða skáld. Nú í sumar (1978) sendi hann frá sér 33. bók sína. Um þær mundir gafst mér tækifæri til að heimsækja hann og eiga við hann blaðaviðtal. Nýja bókin heitir „Gapið“ og undirfyrirsögnin er: „Myndir frá draumheimi". „Þessi bók hefur sjálf valið sér formiö, og ég hef skilgreint það: dæmisögur, draumar og ljóð,“ sagði Jan-Magnus. „Það varð engin glaðværðarbók, en maður verður að skrifa það sem á mann leitar. Mikið af þessu efni er komið til mín í svefni. Það hefur aftur og aftur borið við, að ég hrekk uþp úr svefni, og skrifa þá nokkrar línur. Tvær af þesum dæmisög- um urðu til fyrir 30 árum. En þær eru jafn tímabærar nú eins og þá. Kjarninn og rauði þráðurinn í þessari bók er ógnvekj- andi tilhneiging tíðarandans til einstefnu lögboða, og útþynningar á öllu sem upprunalegt er og frumlegt. Bókin lýsir niðurrifsöflunum og því andmannlega, eyðingaröflunum í mannlífinu ...“ „Þú leggur mikla áherslu á draumana?“ sagði ég, þegar ég átti fyrrnefnt viðtal við hann. „Það hef ég alltaf gert,“ svaraði skáldið. „Draumarnir eru verulegur hluti af tilveru okkar. Það er ákaflega margt sem gerist í undirmeðvitundinni. Annars er þaö þann- ig, að maöur veit ekki hvaö gerast muni í bók, sem maöur er að byrja að vinna aö. Bókin lifir sínu eigin lífi, en samt sem áöur er hún líkamning þess, sem innra meö manni býr. Það er fáfengilegt aö skrifa bók, sem maður finnur ekki, að maður hafi lagt eitthvað af sjálfum sér í. Maður hefur alltaf lesanda í huganum, þegar maður situr við aö skrifa. Heföi maður þaö ekki, þá væri þaö grófasta merki um sjálfselsku aö gefa út bækur." Á skáld að reyna að skapa samræmi? „Já, það er mín skoðun. Það er meira en nóg af misræmi og óskapnaði um- hverfis okkur. Við búum í heimi sundur- tættum af sprengjum og sameining er horfin okkur úr augsýn. Við skynjum formbundinn stöðugleika í því sem sam- hljóm hefur og ekki er innikróað af lokuöum landamærum. En hvarvetna sjáum við að okkar tímar hafa tilhneigingu til að hólfa sundur og koma í veg fyrir sameiningu. Ef til vill er það sjálf verkatil- högunin sem veldur hér nokkru um. Hugsaöu þér mann, sem vinnur í skóverk- smiöju og gerir ekki annaö en búa til ákveðinn hluta af skónum. Ef til vill sér hann skóinn aldrei fullgerðan fyrr en hann fer í búö og kaupir hann!“ Er mikilvægt að „skilja" Ijóö? „Lyrikk á maður ekki að meðtaka með skynseminni einni. Ljóöiö höfðar meir til tilfinninganna en skarpskyggninnar. Það á að njóta þess á sama hátt og angan af blómi. Sá sem reynir að sundurgreina blómið í því skyni að ná taki á ilminum, honum verður það eitt ágengt að drapa blómið." Því er þá ekki svo variö, að allir eigi aö skilja Ijóðið á einn og sama hátt? „Nei. Ef allir ættu aö skilja Ijóöiö sem þeir lesa á sama hátt, þá væri Ijóðið enginn skáldskapur. Við erum öll hvert ööru ólík. Þaö er sagt, að ekki finnist einu sinni tvö sandkorn sem séu eins. Þess vegna verður sérhvert okkar að geta notiö Ijóðs í samræmi við sitt eigið skynsvið." Er náttúran mikilvæg fyrir þig sem skáld? „Enda þótt ég skrifi ekki hreinræktaöar náttúrulýsingar, þá er náttúran öngvu að Norskt sköld sem sameinar afkim- ann og alheiminn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.