Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1979, Blaðsíða 10
Herbert von Karajan er mikill aðdáandi tæknilegr- ar íullkomnunar og hefur yndi af að fljúga sjálfur þessari rennilegu þotu. Hann er liölega sjötugur að aldri. En silfurhvítur makkinn er nálega þaö eina sem gefur hugmynd um aldur. Hann er grannur og stæltur og heldur sér í líkamlegu formi meö sama fídonskraftj inum og birtist í öllum hans geröum. Á fætur klukkan sex á hverjum morgni. Síöan klukkustundar jógaiðkun. Síöan sund. Hann var skíöamaður og haföi yndi af aö skella sér í brekkurnar í St. Moritz. En Herbert von Karajan er ákaflega „dýr“ maöur. Hann má alls ekki fara aö brjóta sig á skíöum. Meö þaö fyrir augum metur hann líf sitt og limi svo hátt , aö tryggingarfélög neita aö tryggja hann. Svo hann hefur látiö af skíöaiökunum. Kannski er hann sjálft karlveldið í hnotskurn: Maðurinn sem ekki vildi hafa konur í hljómsveit sinni, Berlínar- sinfóníunni. Þaö átti aö vera karla- hljómsveit og Karajan fleytti rjómann, svo aö hver einstakur í hljómsveitinni var fúlbinfarinn sólóisti, ef því var aö skipta. Kannski er hann sjálfsdýrkandi, egómaníak, eöa „eitt stórt andskotans ég“ eins og einhver hefur sagt. Þegar von Karajan stendur á stjórnpalli og mundar tónsprotann, vita allir í salnum, aö hann er sá besti, — hljómsveitin veit þaö og umfram alla aöra veit von Karajan þaö sjálfur. Hann hefur þennan mjög svo eftirsótta stjörnumátt, eöa „Star Quality“ eins og þaö heitir á engilsaxneska tungu. Vegna þess arna getur hann leyft sér meira; vegna þess arna er alltaf mikið á seyöi í kringum hann og hver mínúta dýrmæt, — og vegna þess arna renna plötur meö nafni hans út. Þegar platan er frá Deutsche Grammophon, Berlínarsinfónían leikur og von Karajan stjórnar, þykjast menn vissir um að vera meö það besta í höndunum. Kannski er hann persónugerfingur hinnar þýsku framsækni og sjálfsaga, sem þolir ekki mistök og mundi ugg- laust af heilum hug geta tekiö undir meö Halldóri Laxness, aö „ekkert er eins viöbjóöslegt og illa unniö verk“. Kannski er hann allt þetta og margt fleira, til dæmis merkileg blanda af listrænu næmi og á hinn bóginn tilfinn- ingu fyrir og aödáun á hverskonar tæknilegri fullkomnun. Hann á einka- þotu og flýgur henni sjálfur, — ekki bara vegna þess aö slíkt er aö sjálf- sögöu stööutákn sem um munar og kemur sér þar aö auki vel, — heldur og vegna þess aö hann dáir þennan dásamlega ávöxt tækninnar, sem þotan hans er. Hann dáist að tækninni, sem birtist í ökuhæfni Persche-sportbílsins, sem hann ekur — og ekur greitt. Þetta eru leikföngin hans, þotan, sportbíllinn og lúxusjaktin, sem hann hefur á Miöjarðarhafinu og siglir sjálfur meö fullum seglum. Konan hans, Eliette, er frönsk og var áöur módel og sýningarstúlka. Hún er ugglaust um 30 árum yngri en „Maestro", — sportmódel mundi kannski einhver segja. Þau hjón eiga tvær dætur, 13 og 15 ára og búa til skiptis í þremur húsum, sem nálgast aö vera hallir, einu í Salzburg, ööru í St. Tropez og því þriöja í St. Mortiz. Hljómsveitarstjórinn hefur meö öörum orðum komiö sér þokkalega fyrir og notar mörkin sín, eða eitthvaö af Herbert von Karajan á fullu Karajan-fjölskyldan fyrir framan íbúðarhúsið íSalzburg. Eiginkona hljómsveitarstjórans er frönsk og fyrrum tízkusýningarstúlka og þau eiga tvær ungar dætur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.