Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Blaðsíða 4
Jóhannes S. Kjarval Jóhannes Kjarval gaf út Hvala- söguna á sínum tíma og teiknaði aö sjálfsögðu sjálfur forsíöu- mynd, sem sést hér að ofan. Til hægri: Kjarval á góöri og glaðri stund við opnun sýningar. Og hvað haldið þið, að þessir ágætismenn geri? — Þeir fara og tala við beztu vini sína — hreppstjórana í þremur sýslum — og biðja þá um mannskap til að hjálpa hvölunum á næsta flóði út úr víkinni — ... og kannski er svo afskaplega mikið til af hvölum í heiminum — af því að þeim var öllum saman sleppt einu sinni, þegar allir höfðu nóg af öllu... .66 HVALA frá átján hundruð níutíu og sjö Bræöur þrír reru á stórum bát út i hafsauga. Þá sást Dyrfjallstindur gnæfa úti í fjarlæðginni. Þetta var hugsaö frá Geitavík í Borgafiröi eystra er ég var á tólfta ári — aö mig minnir — en skrifaö niður í fyrra 1955—'56. Bakki er næsti bær viö Geitavík, innar í firði, horft í vestur — en þar mun ég hafa hugsaö mér aö Bakkabræður, sem rhiklar sögur fóru af, hafi einhverntíma búiö — en sagan hefur veriö aö semjast til þessa — og segi ég nú söguna hérna áfram. Þá er þrír bræöurnir reru á stóra bátnum, og þóttust vera komnir á miö, sem var út og suöur af Hafþórsgrunni, renndu þeir færum í sjó — en þaö voru þrír færisstrengir sextugir, hnýttir saman; stóö þaö heima, aö kenndi botns, er eftir var faðmssþotti til aö vefja um hendina — þeim er undir færinu sat —. Þarna var einn í andófi — þaö er árar í sjó — en þriöji sat hjá — og var nú hlustaö í miklum sþenningi eftir einum stórdrætti. Og eftir fjarska- lega mikinn langvarandi tíma kippist snögglega báturinn viö — — en sá, er undir færinu sat, hrýtur útbyrðis! Þá laut hjásetumaöur yfir öldustokk og náöi löpp bróöurins, og var þaö snöggur rykkur aö kipþa honum upp í bátinn — — en framsýni bjargaði færinu-------því aö um úlnliö var vafiö auk handarinnar færisendanum.---------- Þá var þarna áöur stafalogn á hafinu, utan skinnaköst nokkuru sunnar — en öll tjöll í sjó nema Dyrfjallstindur reigöi sig viö loft í fjarlægöinni. — Er nú byrjaö aö draga inn færiö-------en þaö er svo erfitt aö segja frá því hvernig þaö geröist, því aö þarna var um einhvern stórdrátt aö ræöa, meö svo miklum rykkingum og ólátum, aö svitinn rann og bogaöi af dráttarmanninum---------og var auöséö aö hann mundi vera æföur rímnakveöari, svo snarlega brá hann hætti í drættinum eftir duttlungum skepnunnar, er tók á rás og strikaöi hálft og inndregiö þaö, sem haföi náðst. — — En nú var byrjaö aö hvessa á sunnan — — og enn strikaöi og gnast og urraöi í hástokknum upp í sextíu faöma orku, og errrrrrrrit — þegar sigaö er hundum á hesta í offorsi, sem hafa staðið í túni af hinum bæjunum — en þaö er heldur aö glæöa kaldann — — og færiö er nú á ská út frá bátnum, því glæjar af honum og grillir í grámötu á líklega þrjátíu föömum. Svíöur nú í augun undan svitanum dráttarmanni, sem nú er mikill í herðunum — og sjá þeir aö þetta muni vera lúöa svona afskaplega stór — —. Eru nú allir dasaöir, því aö andófiö er oröiö tveggja manna og þaö er aö koma rok. ífærurnar, sem mikið er látið af í svona skip, koma nú í góöar þarfir — — en þessi afskaplega flyðra flýtur nú í sjónum viö bátshliöina — — nú er úr vöndu að ráöa — — því aö innbyrða svona skepnu er ofraun — — fólk í landi mundi sjá slíkan grip óstykkjaðan — — rétt á litinn — — sem sannan velvilja — og bezt var þá aö hafa hana ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.