Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Blaðsíða 6
Yfir 1000 Pakistanar horfftu á í Islamabad. þegar ungur maAur var hýddur. sam- kva'mt boðum Kóransins. fyrir aö hafa táldrcKÍð stúlku. Aðrins fáir. sem lifa þessa hýðingu af. sleppa við varanlejjan skaða. ... þá höggvið hönd- ina af þjófnum!“ Svo býður Kóraninn. Á myndinni sést þjófur. sem gerst hefur sekur í fyrsta sinn og missir því hægri höndina. Við ítrekað brot miss- ir hann vinstri fótinn. Sá. sem stelur f jórum sinnum, hefur hvorki hendur né fætur. Þrír afbrotamenn hengdir opinberlega 1 Teheran. Þetta var á valdatfma keisarans. Eftir valdatöku Khomcinis eru slíkar aftökur daglegur við- burður. REFSINGAR SAMKVÆMT KÓRANINUM Á fyrsta föstudegi hvers mánaöar fer fram á markaöstorginu í Jidda hýöing, grýting, hálshöggvun og henging. Og hundruð, já, þúsundir manna, eru áhorfendur aö þessum makalausu sýningum. Sífellt fleiri Múhameöstrúar- ríki innleiöa nú hin ævafornu lög Kóransins og þær refsingar, sem hann býöur. íran, undir stjórn Ajatollah Khomeini er nýjasta dæmiö um þetta og kemur þessi breyting okkur vestur- landabúum sannarlega fyrir sjónir sem stórt skref aftur á bak til svörtustu miðalda. „Viö viljum lög Islams í íslömsku ríki, sem líkist því, sem var á dögum Móhameds og Alis, eins og hægt er,“ haföi Khomeini þegar lýst yfir í útlegö sinni í Frakklandi. Fyrsta skrefið afturábak hefur þegar veriö stigiö: í heimaborg Khomeinis Qom og í hinum helgu borgum Mesched og Isfahan hafa trúarleiötogar tekiö alla opinbera stjórnsýslu í sínar hendur, lögregla og dómstólar keisarans hafa oröiö aö víkja og bráðabirgöadómstól- ar hafa tekið viö. Þeir útdeildu strax sínum fyrstu hýðingum: 4 ungmenni fengu 25 vandarhögg hvert fyrir aö hafa stoliö bifreiö í Qom. Fyrir þaö máttu þau þó þakka sínum sæla, því Khomeini hefur oft ítrekað þaö, aö refsingin, samkvæmt Kóraninum, fyrir þjófnaö, sé sú aö höndin höggvist af. í Kóraninum, kafla (Sura) 5, versi 38, stendur: „Ef maður eöa kona gerast sek um þjófnað, þá höggviö hönd þeirra af.“ í Suöur-Arabíu, sameinuöu Arbaríkj- unum og í Lýbiu, er þaö daglegur viöburöur á fólk sé handarhöggviö. Viö fyrsta brot er hægri hönd höggvin af, en viö ítrekað brot er vinstri fótur höggvinn. í Pakistan eru menn þó dálítið „mannúölegri" því þar fer at- höfnin fram á sjúkrahúsi og fram- kvæmd af læknum, eftir öllum kúnstar- innar reglum. Ef farið er eftir boðum Khomeinis og Kóraninn tekinn alvarlega, þá hefur hver maöur eöa kvenmaöur fyrirgert lífi sínu, ef hann eða hún hafa gerst sek um framhjáhald. Þannig hljóöar þ^ð í Kóraninum, Sura 24, versi 2: „Ef kvæntur maöur eöa gift kona fremja hjúskaparbrot, þá grýtiö þau í hel í öllum tilfellum til refsingar fyrir Guöi.“ Ekki er langt síöan skuggaleg athöfn fór fram í S-Arabíu: Hundruö manna horfa spenntir á bööulinn á markaös- torginu í Jidda. Hann er nakinn aö beltisstaö og heldur á bjúgsverði. Hann hnyklar vöövana, lítur hægt í kringum sig, og lyftir sveröinu meö báðum höndum. Fyrir framan hann krýpur maöur og leggur höfuöiö á stóran viðardrumb. Ailt í einu tekur bööullinn viöbragö og heggur sverðinu meö háum hvin. Höfuö sakborningsins veltur niöur í sandinn, skrokkurinn lyppast niöur og blóöiö gusast taktfast út úr strjúpanum. Þetta er ekki nein sviösmynd frá miðöldum, heldur óhugnanlegur raun- veruleiki nútímans. Fjórir aörir menn verða einnig aö láta lífiö þennan sama dag, og þaö meö enn meiri hörmungum. Þetta var einnig í Jidda. Þeir höfðu allir gerst sekir um að hafa tekið sömu konuna meö valdi. Þeir voru fyrst grýttir, en síðan hálshöggnir — eins og hin 1300 ára gamla „Scharia" eða lögbók Kóransins — mælir fyrir um. Þeir þrír, sem grýttir voru, voru kvæntir, þess vegna átti dauödagi þeirra aö verða mun kvalafyllri. Sá fjóröi, sem var unglingur og ókvæntur, fékk sneggri dauödaga. Ógiftir elskendur, sem staönir eru aö of nánum mökum, fá þó venjulega að halda lífi, því í Kóraninum segir: „Þegar karl eöa kona, sem ekki eru gift, fremja ósiösamlegt athæfi, þá veitið þeim 100 vandarhögg hvoru.“ Svo mörg eru hin heilögu orð. í Saudi-Arabíu fara fram refsingar sem eru enn strangari en Kóraninn gerir ráö fyrir, af því aö sum fyrirmælin eru teygjanleg: Af því aö hún haföi tekiö sér elskhuga úr almúgastétt, var hin unga prinsessa Misha líflátin á markaðstorginu í Jidda, í augsýn elskhuga síns. Hún var skotin, en hann hálshöggvinn á eftir. Þessi gömlu lög, frá tímum kalífanna, sem alltaf höföu bööulinn viö hliö sér, eru einskonar tákn þeirra 600 milljóna Múhamedstrú- armanna í N-Afríku og allt til Indonesíu, sem þrá sjálfstæöi, sem gerir þeim fært að berjast gegn vestrænum áhrif- um ekki síður en áhrifum hugmynda- fræöinga sósialismans. Þegar Lybia og Saudi-Arabía fengu sjálfstæði inn- leiddu þau strax þessi lög Kóransins. Þar er refsað meö 80 vandarhöggum, ef karl eöa kona táldregur maka sinn og getur ekki afsannað þaö meö minnst 4 vitnum. Og Kóraninn býður einnig, aö sá, sem neytir áfengis, hljóti 40—30 vandarhögg. Til aö framfylgja þessu banni, er sérstök lögregla starf- andi, einskonar trúmáladeild lögregl- unnar. Jafnvel það að heimta vexti, er bannað samkvæmt Kóraninum. Hvern- ig bankinn, sem Khomeini ætlar aö setja á stofn í Luxemburg, á að starfa, veit Allah einn. Manndráp, svo framarlega sem ekki er um morð á^ embættismanni aö ræöa, má, samkvæmt Kóraninum, bæta fyrir eöa semja um, eins og um einkamálefni væri aö ræöa. Það er í Kóraninum eins og í Gamla Testa- mentinu: „Líf fyrir líf, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn..." (5. kafli, vers 45). Undir eftirliti eöa meö vitund dómara getur náinn ættingi hins myrta drepið moröingjann á sama hátt og hann haföi fyrirkomið fórnarlambi sínu. Einnig getur ættinginn sætzt á vígs- bætur. Samkvæmt Kóraninum eru þaö 100 kameldýr, sem gjalda á. Konur eru aöeins metnar á hálfviröi: 50 kameldýr nægja fyrir þær. Þýö. Jón K. Magnússon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.