Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Blaðsíða 11
Þegar dimm ský hreykja sér yfir skræl-
þurra eyöimörkina og langþráð regniö
fellur, og þegar grassléttan þvínæst
grænkar nokkrar vikur, hefst í auðninni
umhverfis Tiggiddan — Tessum í hjarta
afríska ríkisins Nígeríu sérstæö hátíö.
Þá glampa eldar að kvöldlagi, þá gefur
aö heyra dynjandi tramp stórra flokka,
tilbreytingarlaust söngl, stappandi fætur í
dansi. Karlmenn af Peul-stofni halda
regnhátíö í algleymisfögnuöi.
Þeir eru hiröingjar, alltaf á flakki, og
reika um suöurmörk Sahara í þurru
Sahelbeltinu. Þeir hafa lifað heilt ár í
þessari eyðimörk, barizt viö hana, staðizt
hungur og þorsta. í heilt ár hafa þeir ekki
hugsað lengra en um nálægt vatnsból.
Daginn sem regniö kemur er allt baslið
gleymt. Þá halda Peularnir „Gerevol11,
hátíö, sem þeim er meira virði en jól,
páskar og sumarleyfi fyrir okkur.
Peularnir veröa þá aftur sannir karl-
menn, eins og þeir hugsa sér þá. Faröað-
ir, skreyttir, skríkjandi, latir, spjallandi
glæsimenni. Hugur þeirra snýst aðeins
um dans, hátíðahöld og heita ást. Eyði-
merkursynirnir, sem annars hafa svo
haröa húö, smyrja andlit sitt leirmold. Þeir
lita varir sínar með svartri ösku. Nokkur
strik, og augnahárin fá nýjan glans. Þeir
bera á sér keðjur, hringi og einhver ósköp
af ýmsu skrani.
Peularnir, sem safnast saman til hátíöa-
halds, eru aö firna víölendu svæöi, svo að
nemur mörg þúsund ferkílómetrum. Á
feröum sínum hafa þeir sneitt hjá þorpun-
um, á stræti hafa þeir aldrei stigiö . Þaö er
af góöum gildum ástæðum. Peularnir eru
ekki sérlega vinsælir; aðrir afrískir þjóð-
flokkar fyrirlíta þá meira aö segja. Og þaö
er vegna þess, aö þeir eru öðruvísi en t.d.
Tuaregar, sem flykkjast inn í beitilöndin úr
norðri, eöa Haussarnir, sem koma sunnan
aö og reka Peulana frá umráöasvæöum
þeirra.
Peular eru kurteisir, friösamir, gestrisn-
ir, hjálpfúsir, en einuröarlitlir. Vopn bera
þeir ekki nema þegar þeir dansa.
Þeir viröast ekki framar eiga heima í
þessari veröld. Einu sinni voru þeir um
sex milljónir að tölu og reikuðu um meö
hjaröir sínar. Þjóðflokkurinn viröist vera
dæmdur til dauða.
Margir Peular kjósa makrátt líf og
heimilisfestu. En margir voru líka undir-
okaöir af Tuaregum og Haussum eöa þá
þeir hlutu aö deyja sakir þess aö regniö í
hinu illræmda þurra Sahelbelti brást
undanfarin ár.
En allt þetta er gleymt, þegar þeir stíga
dansinn hliö viö hliö á hægri hreyfingu.
Þeir syngja eins og feöur þeirra hafa gert
öld af öld. Tímunum saman, — oft fram
undir morun.
— O —
Aö útliti líkjast Peul-hiröingjarnir
Watússum í austanveröri Afríku. — Þeir
eru háir og grannvaxnir. Feiri Peuiar eru
ekki til. Ef til vill er ástæöunnar aö leita í
mataræði þeirra. Þeir neyta mjólkur í
mörgum myndum, svo sem smjörs,
jógurts og áfa. Mjög sjaldan selja þeir
skepnu úr hjöröinni. Þá helzt, ef um kaup
á hirsi er aö ræöa. Eöa eitthvað til
fegurðarauka, eitthvaö sem glampar á.
Stöku sinnum kaupa þeir sólgleraugu frá
Evrópu.
Enn sjaldnar er skepnum slátraö, því aö
fyrir Peulhiröingjana er hjörin aukaatriöi.
Feguröin gengur fyrir öllu, en síöan kemur
aö fjölskyldunni. Stærö hjaröarinnar
gengur fyrir öllu, en síöan kemur aö
fjölskyldunni. Stærö hjaröarinnar gefur
efnin til kynna — og barnafjöldinn stöö-
una í mannfélagsstiganum.
Viö þetta má bæta, aö Peular kæra sig
kollótta um, hvort fjölskyldufaöirinn er
faöir barna sinna í rauninni. Þessir
hiröingjar líta á ástina sem almennings-
eign. Hvaöa kona sem er leggst meö þeim
manni, sem henni geöjast aö. Og ef barn
verður af þessum léttúðugu ástasamför-
um, gengst fjölskyldufaöirinn möglunar-
laust viö barninu sem hann ætti þaö
sjálfur.
Ungu mennirnir sem dansa Yake sverta
á sér tennurnar, svo aö hver og einn geti
séð, hve fallegar tennur þeir hafi. Þeir
ranghvolfa augunum, til þess að sýna,
hver hafi fegurst augu.
Allt í kring standa konurnar og stara
eins og í leiðslu á dansarana fögru. Þar
kemur, aö einhver stúlknanna gengur
fram til eins þeirra og snertir arm hans.
Því næst hverfa bæöi bak viö runna. Hjá
Peulum eiga konurnar valiö.
Karl og kona, sem koma sér saman,
geta gifzt. Giftingarathöfnin er ofur
viöburöarlaus. Öldungur ættarinnar lýsir
yfir því aö þau séu gift. Svo einfalt er þaö.
Karlmennirnir gæta hjaröarinnar, en
konan vinnur verkin aö ööru leyti. Hún
kann aö byggja kofa úr spýtum og leir. Og
þegar þarf aö flytja, leggur hún allt
innbúiö á skammri stundu á bak úlfalda.
Hún verður aö gæta barnanna og mat-
búa. Aö sjálfsögöu malar hún hirsið. Hún
verður aö tyggja teblöðin upp til agna og
drekka dreggjarnar af teinu eftir aö
karlmennirnir hafa lokið spjalli sínu.
Peular ganga steinþegjandi framhjá
konum, ef þær veröa á vegi þeirra. Þær
eru ekki til þess aö tala viö. Ööru máli
gegnir þegar karlmenn hittast. Þá heilsa
þeir hver öörum af mikilli kurteisi: Fóma,
fóma? Hvernig líöur þér? Hvaö um
heilsuna? En fjölskyldan? Hefuröu sofiö
vel? Hvaöa reynslu hafðirðu af árinu sem
leið? Hvaö um börnin?
Svariö er venjulega: „Sagó, sagó. Allt í
lagi“. Peulinn hneigir sig djúpt og segir
þvínæst meö brosi: „Baraka, baraka“.
Blessaöur sértu um alla daga. — Þetta
kurteislega oröaglamur er endurtekið
hvaö eftir annaö og viöhaft jafnvel þó að
mennirnir rekist á mörgum sinnum dag-
lega.
— O —
Þessir dreiföu Peular komu einu sinni
saman á ári hverju, á þeim tíma, er þeir
vænta regnsins og beitilandiö veröur
bezt. Og þegar hinir fagursnyrtu fara aö
dansa, raöa konurnar sér upp í hring
umhverfis þá og spara ekki gagnrýnina:
„Þiö eruð eldgamlir skröggar. Getiö þiö
ekki dansaö betur en svona. Þaö getum
viö.“ Tal af þessu tagi heyrir helgisiöunum
til.
Hrynjandinn eykst. Vandvirknislega
föröuö andlit lööra í svita.
Peul-hiröingjarnir þekkja enga guði. í
þeirra augum er Guö náttúran og lífiö.
Þeir trúa á endurfæöingu, því aö, „náttúr-
an ferst ekki og lífið er eilíft". En svo
stendur í einu kvæöa þeirra.
Ekki virðast þeir taka sér nærri, þó dö
þeir eigi enga vini meöal annarra þjóö-
flokka. Enginn veitir þeim fjárhagslega
eöa tæknilega hjálp.
Þeir vilja aðeins eitt: að fá aö vera
frjálsir. og þeir hafa lært þaö eitt að
skrimta af í vítishita Sahelbeltisins.
Drengirnir þeirra syngja ævafornt Ijóö,
þegar þeir líta eftir hjörðunum. Þaö
hljóöar svo: „Ég gæti kúa fööur míns.
Kýrnar éta gras. Enginn ónáöar mig. Og
ég er hamingjusamur. Þegar ég verö
fulltíða karlmaður, mun ég veröa fallegur
og eignast kýr. Og ég mun veröa frjáls...“
Tvímælalaust rómantískt Ijóö. Við verð-
um aö vona aö þaö verði enn sungið um
langan aldur.
Anton
Helgi
Jónsson
ÓLAFS-
VÍKUR-
RÚTAN
Kraftur jökulsins orkar ekki á bílinn.
Ég stoppa og tek bensín
þá veröur fyrir mér Ólafsvíkurrútan.
Hæ, þarna er Stína spaugsömust allra
horfin frá námj en síst frá menntun.
Hennar bíöur aö draga orm úr þorski.
Flunkunýr kærastinn glottir hægt
í farangri hans eru sjópoki og stígvél
en camelpakki hjúfrar sig í þykkri hendi.
Sjómannsekkjan móöir hennar er líka með
nýkomin af Landspítalanum æöahnútalaus.
'Og traustlegi bílstjórinn ekur þeim vestur
en hvorki er hans né þeirra að svara
hvar aö lokum endastööin veröur.
'
Til vinstri: HúshygginKar eru taldar
kvenmannsverk meðal Peúla og bygg-
ingarefnin eru líka frekar af lóttara
tagi. Að ofan: Hápunktur danshátíðar-
innar: Tvær ungar stúlkur hafa valið
sér menn ú hópi dansaranna. Til hægri:
Skyldi þeim h'tast á hann þennan
herramann, sem þurfti tvo tíma til að
vinna að höfuðskreytingunni. Auk
páfuglsfjaðra.hefur hann notað skeljar.