Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 4
„UREPIÐ ÞER HANN ÞÁ FYRST" Nokkrar hugleiðingar um harm leikinn á Þegar ekið er út Blönduhlíðina fögru í Skagafirði, verða Örlygsstaöir á hægri hönd, snertispöl frá þjóðveginum milli stórbýlanna, Miklabæjar og Víöivalla og þó nær Víöivöllum, enda í landi þeirrar jaröar. Staöurinn er frægasti vígvöllur íslandssögunnar og var þar háð fjöl- mennasta orusta á Islandi hinn 21. ágúst árið 1238. Áttust þar við Sturlungar annarsvegar, undir forystu feöganna Sighvatar á Grund og Sturlu sonar hans, en andstæöingarnir voru þeir Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi. Liðsmunur var allmikill því þeir Gissur og Kolbeinn, sem Sturlunga kallar oftast „sunnanmenn", höföu allt að 1700 manns en þeir feögar trúlega nálægt 1300. Þó verður ekkert fullyrt um þessa hluti, þar sem aöalheimildin, sem er Sturlunga- saga, segir harla fátt um þessi efni, eins og reyndar svo mörg önnur. Virðist Sturla Þóröarson, sem söguna skráöi, hafa verið spar á blekiö því engum var kunnugra um þaö sem geröist, þar sem hann var einmitt í liöi Sturlu frænda síns. Þær spurningar, sem hann lét ósvarað, hafa um aldaraöir veriö viöfangsefni þeirra manna, sem vilja fylla í eyðurnar og leita orsakanna fyrir því, aö frægöar- sól Sturlunga gekk svo óvænt til viðar á Örlygsstöðum. En svörin hafa löngum veriö meö ýmsu móti og engin algild. Skagfirskur fræöimaöur sagði; „Þaö var feigöin sem kallaði þá.“ Menntaskólakennari svaraöi á þessa leiö; „Þeir voru allir drukknir.“ Barnakennarinn sagði blátt áfram; „Það var liösmunurinn.“ Ailt voru þetta haldlaus svör og spurn- ingin viöameiri en svo, að hún yröi afgreidd á jafn einfaldan hátt og hér var gert. Þeir sem eru forlagatrúar, láta sér nægja fyrsta svariö. Næsta tilgáta er óstaöfest með öllu og reyndar mjög ósennileg. Hvar áttu þessir langt aö komnu menn, aö veröa sér úti um drykkjarföng? Síöasta svariö er ekki óeðlilegt. Þó sýndi þaö sig oft á Sturl- ungaöld, aö liösmunur réöi ekki endilega úrslitum í orustum. Hér á eftir verður svipast um á vett- vangi og meö hliösjón af sögunni bent á ýmislegt, sem miöur fór í stjórn Sturlunga og annað, sem heföi getað breytt at- burðarásinni þeim í hag. Þegar maöur les um Örlygsstaöabardaga, vekur þaö strax undrun, hversu svifaseinir Sturlungar voru þennan morgun og seinlátir. Þaö var ekki fyrr en sunnanmenn flæddu yfir Héraðsvötnin, aö þeir komust á hreyf- ingu, en þá var allt oröiö um seinan og úrslit orustunnar sem í hönd fór þegar ráöin. Með árvekni sinni og snarræði neyddu Sunnanmenn Sturlunga til þess, aö berjast á staö sem var vonlaus til varnar, hvaö þá sóknaraðgeröa. Auk þess er líklegt, aö nokkur hluti þess liðs, sem kom meö þeim til Skagafjaröar, hafi aldrei til Örlygsstaöa komiö, þegar litiö er á seinlæti foringjanna, sem héldu sig á næstu bæjum, er tæplega viö því aö búast, aö óbreyttir liðsmenn, sem „dreift var eftir allri Blönduhlíö mjög" hafi reynst viöbragösharðari. Sú ráöstöfun aö dreifa þannig liöinu virðist því hlekkur í þeirri keöju ráðleysis og óstjórnar, sem einkenndi allar athafnir Sturlunga þessa örlagaríku daga og leiddi til harmleiks, sem enn þann dag í dag er sárt um aö hugsa. Þeir áttu aö vera vel undir þaö búnir, aö mæta óvinunum, ef þeir heföu notað tímann og svipast um eftir vígvelli, sem þeim hentaði. Raunar ber þess að geta, aö lengi þótti horfur á því, aö Sunnanmenn kæmu ekki norður. Slíkt afsakar þó tæplega aögeröarleysiö. Þeir Gissur og Kolbeinn ungi komu sunnanyfir fjöll meö mikinn hluta liösins og lágu úti allar nætur og hiö sama eftir aö þeir komu til byggða í Skagafirði vestan Vatna. Viröist þá ekki hafa sakaö útilegan, þótt liðiö væri á sumar og komiö fram yfir miöjan ágúst. Þeir héldu liöinu þétt saman og fylgdust meö öllu, þannig að Kolbeinn var fremstur en Gissur fór síöastur og gætti þess, aö engir hyrfu aftur. En austan Vatnanna, dreiföu Sturl- ungar liði sínu á 20—30 bæi um alla sveitina og virtust engar áhyggjur hafa. Meö 1300 manna liösafnaö var ekki ástæöa til þess að óttast óvini, sem ef til vill létu ekki sjá sig noröan fjalla. Þess er getiö í sögunni, aö Sturla hafi sent menn á njósnir suöur til fjallvega og valiö til þess bændur úr Skagafiröi, „ok komu engir aftur" sem varla var viö aö búast, þar sem þetta voru héraðsmenn Kolbeins unga og trúlega fylgjendur hans. Hér geröi Sturla sig sekan um óskapleg mistök því áreiöanlega hafa þessir „njósnarar“ veriö sunnanmönnum kærkomnir meö nákvæmar fréttir af þeim, sem þeir áttu einmitt aö njósna fyrir. Þetta er eitt af mörgu, sem aldrei veröur skýrt, varðandi hátterni Sturlunga þessa daga. Var ekki sjálfsagt, aö senda menn, sem hægt var aö treysta, að ekki hlypu í flokk óvinanna. Nægt hefði, að hafa tvo til þrjá léttríðandi menn í Reykjatungunni, vest- an Vatna, þar sem útsýni var gott til Kiðaskarðs og annarra fjallvega. Gátu þessir menn, óséöir, áætlaö fjölda sunn- anmanna og flutt fréttirnar á svipstundu yfir í Blönduhlíöina. Heföu Sturlungar þá ekki lengur þurft aö velkjast í vafa um þaö, hvort þeir Gissur og Kolbeinn ungi kæmu aö sunnan, eöa hversu liösterkir þeir væru. Glögg vitneskja um nærveru og styrkleika óvinanna hlaut að vekja þá af væröinni, svo gerðar yröu viðeigandi ráöstafanir, til þess aö hóa liöinu saman og láta þaö taka sér vígstööu þar sem gott var til varnar. Helluborgin var sá staður, sem best hentaöi liöi í varnar- stööu og hefði nánast reynst óvinnandi vígi,- ef þangaö hefði veriö fært grjót af hæfilegri stærö, til þess aö kasta aö Orlygs- stöðum Eftir Tryggva Haraldsson Akureyri þeim, sem aö sóttu. Nóg er af slíku grjóti i næsta nágrenni. Sunnanmenn heföu oröiö að hverfa frá við svo búiö, þrátt fyrir liösmuninn, og umsát var svo til óhugsandi á þessum tímum vegna erfiö- leika á aödrætti matfanga. Líklegt er, aö hér heföu tekist samningar fyrir milli- göngu góöra manna og frekari vandræö- um veriö afstýrt, a.m.k. í bili. Fleiri valkosti áttu Sturlungar. Ekkert var auöveldara en aö verja sunnanmönnum vööin á Héraðsvötnum, sem telja varö nógu erfið yfirreiöar, þótt menn færu ótruflaðir. Þaö var algerlega vonlaust, að reyna slíkt, móti grjótkasti og spjótalögum, því lítiö óhapp, úti í svo djúpu vatni, gat stefnt miklum hluta liðsins í bráöan voöa. En sökum skorts á upplýsingum (njósnum) hafa Sturlungar talið sig svo sterka, aö þeir þyrftu ekkert aö óttast og gætu mætt óvininum hvar og hvenær sem væri. Þaö var ekki á allra færi, aö draga saman 1300 manna her, eins og þeir feðgar höföu hér yfir aö ráöa og þeir hafa talið þaö ólíklegt ef ekki óhugsandi, að þeim Gissuri og Kolbeini tækist slíkt. Loks er ótalinn sá möguleiki, aö ráöast á sunnanmenn nýkomna af öræfum, áöur en Brandur Kolbeinsson heföi safnaö hundruðum manna um utanveröan Skagafjörð þeim til styrktar. En ekkert af þessu var gert og því fór sem fór. Áöur en lengra er haldið þessum hugleiðingum, skulum viö svipast um á Örlygsstööum, þessum staö, sem um aldir hefir geymt minningar, sem staðiö hafa sem þyrnir í holdi þjóöarinnar. Staöurinn er uppi á lágri brekkubrún, beint noröur af nýbýlinu Asgaröi og lætur ekki mikiö yfir sér. Taliö er aö þarna hafi veriö býli til forna, en á Sturlungaöld var þar sauöahús, gamlar húsarústir og fallinn vallargaröur, en innan hans hóp- uöust Sturlungar saman í byrjun bardag- ans. Hefir geröiö veriö u.þ.b. 80—90 metrar að innanmáli og heldur lengra frá norðri til suðurs. Innan þess er landið flatt og hallalaust en kargaþýft og hefir trúlega veriö svo, þegar þeir atburöir gerðust, sem hér eru ræddir. Þarna var því ekkert vígi, eins og fram kemur í Sturlungu, og reyndar miklu betri aöstaöa til sóknar, því landiö umhverfis er hærra, nema aö austan og suöaustan, enda sóttu sunnan- menn ekki úr þeirri átt. Upp frá Örlygs- stööum í átt til fjallsins er allbreitt mýrarsund en ofan þess rís lágur hjalli meö klettarimum í brúnum, þó ekki samfelldum. Þangaö flúöi Kolbeinn Sighvatsson úr bardaganum meö sitt fríöa liö og haföi þá tvívegis flúiö sama daginn. Sennilegt er, að hann hafi ætlaö sér, aö komast þangaö fyrr um daginn er hann sá yfirþyrmandi fjölda sunnlendinga stefna aö Víöivöllum á þeysireiö, æpandi heróp. Hefir það ekki veriö álitlegt fyrir fámennt lið, að leggja til atlögu við her manns, en Sturla og Sighvatur ekki mættir til hjálpar. Þegar Kolbeinn var kominn þarna upp á hjallann, átti hann opna leiö til frekara undanhalds noröur yfir, en hingaö barst honum fréttin af falli þeirra feöga og þá féllust honum hendur og flóttinn varö ekki lengri. Hann sneri heim aö Miklabæ, í opinn dauöann þar sem öxin Stjarna beiö hans. Þaö veröur ekki meö sanni sagt, aö viöbrögð hans væru karlmannleg þennan dag og var hann þó talinn röskur maður. En vafasamt er þaö nú engu aö síöur, aö dæma hann hart, aö lítt athuguðu máli. Hann var ekki óvanur herförum og hefir vafalaust séö, aö baráttan var frá upphafi vonlaus. Þegar bardaganum var aö slota, var Tumi yngri, bróöir Kolbeins staddur á sama staö upp á hjallanum, meö flokk manna. Þótt ungur væri, aöeins 16 ára, tók hann rökrétta ákvöröun mitt í öllu öngþveitinu og flúöi meöan tími vannst til og komst til Eyjafjaröar. Var hann sá eini af fimm sonum Sighvats, sem komst lífs af úr hildarleiknum. Samt hafði Kolbeinn ungi ekki misst sjónar af þessum unga Sturlungi og tókst fáum árum si'öar, aö laumast aö honum vestur á Reykhólum og drap hann þar (1243). Voru Sturlu Þórðarsyni ætluö sömu örlög í þeirri ferö, þrátt fyrir friðartilboö Kolbeins áöur, en Sturla sá viö klækjum hans og gat foröað sér. Annars heföum viö ekki átt Sturlunga- sögu. Var nú tekiö aö skeröast um karllegg þeirra Sturlunga því áriö 1241 haföi Gissur myrt Snorra Sturluson og þar meö unniö eitt versta níöingsverk íslandssög- unnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.