Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 12
fyrir honum hafi „heimspekin ekki veriö kuldalegar ályktanir og abstraktion, heldur upplifun, þjáningarfull reynsla og fórnarstarf fyrir mannkynið." Friedrich Nietzsche gaf heimspeki 19. aldarinnar kröftugt spark. Allt fram á hans daga haföi öllu veriö raöaö niöur af hinni mestu snyrtimennsku í heimspekinni. Heimspekingarnir Kant og Schopenhauer höföu þegar ákveöiö mælikvaröann fyrir skynsamlegan hugsanagang, vísindin settu fram kröfu urh aö vera hin einu óskeikulu fræöi, og vildu ákveöa, hvaö menn ættu aö hugsa og hafast aö. En tæknin var einnig komin til sögunnar. Áriö 1888, þegar Nietzsche var 44 ára aö aldri, voru gufueimreiöirnar komnar á sín spor, benzínvélin frá Benz var komin í gang, fyrstu háhýsin höföu veriö byggö og fyrstu verksmiðjubáknin höföu veriö reist. Þetta voru sem sagt órólegir tímar, þetta voru tímar fyrir órólega heimspekinga. Þegar áriö 1871 vann Nietzsche sér þaö til frægöar aö hneyksla heimspeki- starfsbræöur sína meö riti sínu „Tilurð sorgarleiksins," en þar snérist hann öndveröur gegn anda upplýsingastefn- unnar, og lét í Ijósi þá skoðun sína, aö hinn hlutlægi hugsanamáti og hlutleys- isafstaöa vísindamannanna væri ekk- ert annaö en „heimskulegur brodd- borgaraskapur." Þegar í þessu riti lítur hann á sannleikann svokallaöan aöeins SANNLEIKURINN ER AÐEINS TALSÝN Um Friedrich Nietzche Lengi vel tóku menn þann kostinn aö þegja um hann, því aö þýzki heimspekingurinn Friedrich Nietzsche, fæddur áriö 1844 og dáinn aldamóta- áriö 1900, lá undir þeim grun, aö hafa veriö andlegur brautryöjandi nasist- anna. Því er heldur ekki að neita, aö nasistar notfæröu sér ýmsar heim- spekilegar kenningar Nietzsches sér til pólitísks framdráttar í sókn sinni til valda og sniöu þær til eftir þörfum. Eftir ósigur Þýzkalands fannst mörg- um ráölegt að tala um heimspeki Friedrichs Nietzsches sem hugsana- gang geöveiks manns. Síöasta áratuginn, sem Nietzsche fiföi þjáöist hann reyndar af heilalömun á háu stigi, var bundinn viö hjólastól og fannst hann ýmist vera guö eöa þá fáráölingur. Hin frægu ritverk Nietzsches eins og t.d. „Hin glaðværu vísindi eöa „Handan góös og ills“ eru verk, sem hann samdi viö beztu heilsu. Eins má slá því föstu nú á dögum, aö hinir eöallyndu Herrenmenschen hjá Nietzsche eiga alls ekkert skylt viö afbakanir nasista á þessu hugtaki. Heimspekinginn sjálfan haföi á sínum tíma grunaö, aö einhverjir kynnu aö misnota kenningar hans síöar meir. Hann vildi slá varnargarð um hugsana- heim sinn, „til þess aö svínin og skýjaglóparnir brjótist ekki inn í mína garða.“ Nietzsche hefur nú öðlast uppreisn æru, ef svo má aö oröi komast. Þaö hefur aftur á móti í för meö sér, aö heimspeki hans er aftur mjög á oddinum um víöa veröld. Menn velta heimspekikenningum hans fyrir sér í mestu ákefð. Um 3500 ritverk hafa birzt um heimspekinginn Friedrich Nietzsche víös vegar um heim og á fjölmörgum tungumálum. ítalski kvik- myndaleikstjórinn Liliana Cavani hefur gert kvikmynd um þennan „misskilda snilling", og heimspekingar vorra daga eru sífellt aö vitna í verk Friedrichs Nietzsches. En þaö eru ekki bara nútíma heimspekingar, sem rýna fast í verk Nietzsches, þessa „mikla píslar- votts“ eins og Gottfried Benn kemst aö oröi um hann, heldur einnig guöfræö- ingar, sálgreinar og áhangendur mannvitsstefnu Steiners, sem allir láta hrífast jafn mikiö af hinni auöugu hugsana- og tilfinningaveröld Nietzsches. Enginn annar þýzkur heim- spekingur vekur þvílíkar umræður manna á milli eins og Nietzsche og enginn býöur fram jafn margar óleystar gátur og hann. Ftithöfundurinn Thomas Mann sagöi um Friedrich Nietzsche, aö sem tálsýn manna. Um þaö leyti, sem ofangreint rit hans kom út, var Nietzsche prófessor í málvísindum og bókmenntum viö háskólann í Basel í Svisslandi. Hinn þekkti ævisöguritari Nietzsch- es, Ivo Frenzel, hefur þetta meöal - annars aö segja um heimspekinginn Nietzsche: „Friedrich Nietzsche hefur endanlega fellt úr gildi möguleikann á eiginlegum sannleika fyrir manninn og um leiö fyrir sig sjálfan.“ Nietzsche gekk enn lengra í kenn- ingum sínum: Hann lýsti í einstökum atriöum „dauöa Guðs“, kastaöi fyrir róöa hinu forna gildismati á hinu sanna og hinu góöa, og tefldi í staðinn fram heimi hvata og eðlisávísana, sem skynsemin á engan aðgang aö, — sýndi fram á viljann til að ná völdum, vitund um lífiö í sífelldri hættu, og hina eilífu endurnýjun þess: allt endurtaki sig stöðugt af örlagabundinni innri þörf. Til þess aö tryggja lífið handan goós og ills, veröi maðurinn, sam- kvæmt kenningum Nietzsches, aö hefja sig upp yfir sitt eigiö sjálf og veröa æöri maður, eins konar Zara- þústra eins og í þekktasta verki Nietzsches „Því mælti Zaraþústra.“ Allar þessar kenningar eru vissulega alls engin blóölaus heimspeki, heldur eigin upplifun, þjáningafull lífsreynsla, líf fullt af heitum tilfinningum, Ijóörænt lífshlaup. Nietzsche var einnig snillingur í meðferð tungunnar. Þannig stendur til dæmis í „Næturljóöinu" í seinni hluta „Zaraþústra“: „Nótt er á; nú lætur í sér heyra hvirflandi brunnanna kliöur. Nótt er á, nú vakna þau fyrst Ijóö elskendanna öll... hiö innra meö mér býr fýkn til ásta og mælir sjálf á tungu frygðar.“ Sumir hafa kallaö Nietzsche Ijóöa- heimspeking. En þaö hrekkur þó skammt, því þrátt fyrir hið myndaríka mál, sem hann oft notar, er hann ekki Ijóðskáld, heldur einn hinn skarpasti og framsæknasti heimspekingur sög- unnar, og endurmat hans á öllum æöri verömætum er hrein áskorun enn þann dag í dag. Hinn kunni heimspekingur Karl Jaspers hefur þetta um heimspeki Nietzsches aö segja: „Heimspekilegar þenkingar viö Nietzsche tákna, aö maður veröur stööugt aö reyna að standast honum snúning." Og rithöf- undurinn Gottfried Benn kveður upp þann úrskurö, aö „öll sálgreining og allur existentialisminn eru hans verk." Heimspeki Nietzsches hefur hvergi á sér blæ hins hlutlæga. Hún er þvert á móti huglæg og nærist á tilfinningum og hrifum, tengist ytri aöstæðum, sem bera í sér nægilegan tvískinnung og harm. Friedrich Nietzsche, sem var prests- sonur, fæddur í Röcken í Saxlandi, lýsti því yfir, að „Guö væri dauöur.“ Englendingurinn Ronald Hayman, sem nú vinnur aö nýrri ævisögu Friedrichs Nietzsches, segir um heim- speki hans: „Mönnum er smátt og smátt aö veröa aö fullu Ijós sú mikla þýöing, sem heimspeki Nietzsches hefur fyrir hinn siömenntaöa heim. Nietzsche sá miklu skýrár heldur en nokkur annar heimspekingur, sem honum var samtíma, aö tungumáliö sagöi ekki sannleikann, aö mannleg vitund framleiöir uppspunnar sagnir, og að full þörf væri á nýju guölausu siöferöi, ef bjarga ætti heiminum frá algjöru stjórnleysi." Friedrich Nietzsche varð ekki gamall maður. Aö morgni 3. janúar 1889 haföi Nietzsche gengiö út úr íbúö sinni í Torínó á ítalíu, þegar hann sá hest- vagnsekil berja hestinn sinn með miklu offorsi á Piazza Carlo Alberto. Augu heimspekingsins fylltust af tárum og hann vafði örmunum um hálsinn á hinni misþyrmdu skepnu; þarna fékk hann aðsvif og féll í götuna. Hann var borinn til herbergja sinna, og eftir aö hafa legið drykklanga stund hreyfinga- laus á legubekk, rann á hann æðiskast, og hann virtist ekki lengur heill á geösmunum. Því hefur marg sinnis veriö haldiö fram, aö Friedrich Nietzsche hafi frá upphafi gert sér upp andleg vanheilindi sín; en í heimspeki- verkum sínum skýrir hann nákvæm- lega frá því, undir hvaöa kringumstæð- um hann kysi fremur aö gera sér upp geðveiki, en aö lifa áfram í heimi lyga og blekkinga. Nánustu vinir Nietzsches eins og Peter Gast og prófessor Franz Overbeck létu aldrei alveg sannfærast um aö Friedrich Nietzsche þjáðist af geöveiki síðustu 10 ár ævi sinnar. August Strindberg leit alltaf á hann sem heilbrigöan mann og ritaði honum spotzk bréf um björtu hliöarnar á uppgeröar geöveiki. Aörir létu smátt og smátt sannfærast um aö sjúkdómur Nietzsches væri alls engin uppgerð. Einn er sá þáttur í lífi Friedrichs Nietzsches, sem margir hafa álitiö, að honum hafi fallið þyngra en flest annað, en þaö var ást hans til rússnesku konunnar Lou von Salomé, en þau fengu aldrei aö njótast. Aö sögn var þaö fyrst og fremst systir Friedrichs, Elisabeth Förster- Nietzsche, sem harðast gekk fram í aö stía þeim í sundur. Alls staöar í lífi Nietzsches kom til mikilla átaka, jafnt í einkalífi hans sem í hinni víöfemu heimspeki hans. Síö- ustu æviárin dvaldi hann löngum ýmist á heimili móöur sinnar eöa hjá Elísa- bethu, systur sinni, og hugur þessa mikla andans manns virtist umlukinn myrkri næturinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.