Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 15
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu PúD /Maj !%- IM fi u ■ Fo R- RÆOI OMR- e>wic- FRU M - CFMI ■ ÝONBA Diíft lcik- AMaí falo K>//Ee 1 s 1H S 1 C, L A N Þ -í* 'a w B t O L f yr+r- Ar*uA B ► EFA* A F ‘t T A ÍRMDl iARM- L E S T A ) HEIM- SVJA F 'a 5 1 N N A LtriF* To'mI S L 1 T U R s ÓML- 'irfl- n R T R- UFLft, K A 5 K A FAC-t R A K A R \ N N S HftLOA 510, U N A H *ft F /KA.r 5 Æ t~i>- JTAHr IO u K Ílftjí^ rftni, A /JO A N N A S T Kurt- Elil P A AJ N A S í £ 1 R KTÁW AR A U L A R s $AMt- Vtuc. Iflfi NÓ6. 5lÁ Al R l £) fauti TR- VLLTA h 'o L Fo«- MAFM e F A |5K- Iatt T o L L JuRT M T b L 1 Nalah S A a A N IkUA Æ d T A Æ »i m, ó. U £> 1 B0Ku»i V.O H5Í»UA R l £ u Huc- ÖÐA á £> 7Tö-- 'o N N HAWfi *a ir.'cPi N A £> R A N Séf a F|R« 1 R r D A lupp- 1 M R 6 P U 5 S flvti MACfl AO A S A £lp - iT£01 S l/ALl F R N A 2!'z± Tl't> R R ■ MtlVA ■Viruwo R o T A s T MATnR S K V R FUCiL L 'o A Ksk- KoRM 4 F A R. fC O S T U R ÚERA Ri'kam A U S> a A ■ PAWVC 11 M N B A (Z £> i £> F/tRlR ÚR Ut 'O L A 4 A R fNO- IH<L A R ÍKJc,U- LWU.5 KÆ-Ð Fmvk IUT DfaiB þuvfí,- AR K - APP- ^K.st ÍKéPM U.R. O&íMR. V / K 5UMJ) 5PT- A LD PÚK- AP. L<?Ð- SKimm r rc- SKALD vJERIC Fu&c- IMM IéHFiít irnjir ÍA I M e.R N lí*C- U R MAL-A SAMHLT. vé«k-- jfg/A/W VAMTQ EMÍA Fnrw- fleus- I M M vei5L« 'opeKK- T-un. Múr í^euM FHRA dRíiTr KiíST- n'eu R glTVIBIÍK SftMHL T. HARÐ- UR fauM- BFM t MLI f)$A STAVaR. aRósue ffLDUR ÍAKftPI BuRSTfl J>*R T//Mfl Blí- 3>y<2- /Nl þR- /E©1 B o K UXftUM -A^- gol/C- STflF- UR. Dfiufr HÁTtuR omild KÍVR5U A> w/r- AW L£ IK mtúk FftMífl- Fíum E M\M ' T" ÍKÓí-l Tofi- AÍ5I rvenR eiwfi VISrflR- UÆieuR •fpVM M l€>- IMM REvr- IÐ hélt yfir honum buklara og bar af honum höggin, en gætti þess ekki, aö hlífa sjálfum sér. Féll hann þar viö góöan orðstír. Tóku nú aö berast sár á Sturlu, þar sem hann var kominn út fyrir geröið inn í raöir óvinanna, þrotinn af vígmæöi og blóðrás. Hjalti biskupssonur haföi veitt honum mikiö sár í andlitið. Nú kallaði Sturla til hans og mælti: „Griö frændi”. „Griö skaltu af mér hafa“ svaraöi Hjalti og liggur þó í oröunum, aö hann hafi ekki haft ráö á fullnaðargriöum vegna ofríkis Gissurar. Þó brást hann nú drengilega viö, eftir aö þeir höföu skipst á oröum og studdi Sturlu nokkuö út fyrir geröiö, uns hann féll yfirkominn af þreytu og sárum. í þeim svifum bar Gissur þar aö og sá hvar Sturla lá fallinn. „Hér skal ek at vinna“ sagöi hann og hjó meö öxi í höfuö Sturlu, sem áöur var þó sár til ólífis. Svo mikill var ofsi hans, aö hann stökk í loft upp viö höggiö svo sá í yljar honum. Haföi hann nú loks fundiö verðugt verkefni í þessum bardaga — helsæröan mann, sem engu gat af sér hrundið. — Þennan sama morgun hafði Gissur beöiö menn, aö hafa sig ekki á spjótsoddum fyrir sér, eins og gert haföi veriö meö Tuma frænda hans í Víðines- bardaga. Bendir þaö ótvírætt til þess, aö þessi grimmlyndi maöur hafi ekki veriö neinn fullhugi til vopna, þótt hann reisti þau hátt, gegn þeim, sem fallnir voru. En tölugur var hann og ráöageröarmaöur mikill og lagöi þó sjaldan gott til mála. — Þeir flettu lík Sturlu klæöum og rændi Gissur þaö vopnum og gripum. Meö þessu lauk Örlygsstaðabardaga, fjöl- mennasta vopnaþingi, sem háö hefir verið á íslandi. Voru þá fallnir þeir feögar, Sighvatur og Sturla en Markús særöur til ólífis og lét Gissur vinna á honum, svo af tæki öll tvímæli. Höföu þá alls falliö í bardaganum fjörutíu og þrír menn úr liði Sturlunga en sjö af sunnanmönnum. En áöur en dagur var allur, völdu þeir Gissur og Kolbeinn sex menn til slátrunar á Miklabæjarhlaöi og voru þeir allir höggnir meö vopnl Sighvatar, öxinni Stjörnu. Eftir bardag- ann þyrptust menn heim aö Miklabæ. Uröu kirkjan og önnur hús brátt þéttskip- uð mönnum. Fyrst voru þeir bræöur út leiddir, Kolbeinn Sighvatsson og Þóröur krókur og uröu þeir vel viö dauða sínum. En auk þeirra voru þessir menn höggnir; Her- mundur Hermundarson, Krákur og Sveinbjörn Hrafnssynir og loks kempan Þórir Jökull, sem kvaö hina alkunnu og karlmannlegu vísu, „Upp skalt á Kjöl klífa,“ o.s.frv., er hann var leiddur til höggs. Tuma yngri Sighvatsson, sextán ára svein, bar undan að þessu sinni, er hann ásamt flokki manna, greip flóttann og komst undan til Eyjafjaröar. Hefir Kol- beini unga áreiöanlega þótt þaö súrt í broti, aö missa höggs á svo röskum Sturlungi, að því sinni. — Líklegt er, að aftökunum hafi lokið um nónbiliö, eða litlu síöar. Aö þeim loknum voru mönnum veitt griö. Hafa þá trúlega flestir fariö aö búast til brottfarar, jafn hremmdir og þeir hafa veriö eftir ósigurinn, forsjárlausir í fjand- samlegu héraöi. Ekki er þess getiö í sögunni, hvort menn voru sviptir vopnum, en líklegt aö svo hafi ekki veriö almennt, enda þótti slíkt litlu betra en dauöi á þessum tímum. En hætt er viö því, aö þaö hafi vafist fyrir mörgum, aö finna hesta sína og reiðver, slíkur ógnarfjöldi sem þarna hefir veriö af hrossum og ringulreiö mikil. Þá hafa sigurvegararnir varla gætt mikils hófs um tökur hesta, eöa spurt aö því hver væri eigandi þeirra. En allt er þetta þó óupplýst og vafalaust hafa margir leitt hjá sér þjófnaö og gripdeiidir, hinir betri menn. Auk þeirra, sem féllu á Örlygsstööum, særöust margir og sumir til örkumla. Var þeim, sem ekki reyndust feröafærir komiö fyrir hjá bændum í sveitinni, sem varla hefir verið þaö Ijúft aö hjúkra og ala önn fyrir þessum mönnum, sem komiö höföu í héraðið meö ófriöi og höggviö fé þeirra sér til viöurværis. En vera má, aö einhver vottur mannúöar hafi lýst upp þaö gjörningamyrkur styrjalda og flokka- drátta, sem hér ríkti á þessum tímum. — Þeir líösmenn Sturlunga, sem komiö höföu aö noröan, hafa sennilega ekki beöiö lengi, eftir að griðir voru fengnar og á leiö þeirra var heldur engin veruleg hindrun frá náttúrunnar hendi. Aftur á móti voru Héraösvötn erfiöur þröskuldur fyrir þá, sem komið höföu meö Sturlu aö vestan. Getur Sturlunga þess, aö vestanmenn hafi verið flettir og baröir á austurbakka „árinnar“ daginn eftir bardagann, og hafi héraösmenn, (menn Kolbeins) veriö þar að verki. Líklegt er aö hinir sigruöu menn hafi farið þarna í flokkum, fótgangandi, rændir kostum sínum, hungraðir, þreyttir og illa á sig komnir. Veröa árásir Kol- beinsmanna því aö teljast meiriháttar ofbeldi þegar þess er líka gætt, að þessir menn voru í griðum. Óvíst er, hvernig þessari áreitni heföi lokiö, ef höfðinginn Þorsteinn Jónsson trá Hvammi í Vatnsdal og aörir Vatnsdælir hefðu ekki komið til og borgiö vestanmönnum og líklega reitt þá vestur yfir. Verður hans lengi minnst fyrir drengileg viöbrögð, þegar þess er gætt, aö hann var liösmaöur Kolbeins. í Flatatunguferð var Þorsteinn í liði Kol- beins, og vildi Kolbeinn láta drepa hann þar vegna þess, að hann flutti friömæli milli stríöandi aöila. Ætla mætti, aö vargöld þeirri, sem kennd var viö Sturlunga, heföi lokiö með falli þeirra flestra á Örlygsstööum. En sú varö ekki raunin á. Þeir Gissur og Kolbeinn voru nú allsráöandi og uröu menn að sitja og standa eins og þeir vildu og þó var enginn öruggur um líf sitt og limi fyrir þessum ofstopafullu launráöa- mönnum. Einkum var þeim mjög í muna, aö drepa þá fáu Sturlunga, sem eftir liföu og þá, sem höföu verið þeim vinveittir. Var haldiö uppi látlausum skærum og farnar hleypiferöir á hendur þeim, sbr. moröiö á Snorra Sturlusyni, dráp Tuma Sighvatssonar og tilraun til þess, aö drepa Sturlu Þóröarson. Lýsir þaö vel skapferli Kolbeins unga, aö honum lét best, aö komast í höggfæri viö mann undir yfirskyni friöartilboöa. Linnti ekki ofríki þessa skagfirska höföingja fyrr en hann var aö dauöa kominn. Reyndar , haföi þá Þóröur kakali lækkaö í honum mesta rostann og reyndar sýnt fram á, aö hann var miklu snjallari liösforingi og jafnframt meiri drengskaparmaður. Ann- ars er þaö eitt mesta undrunarefni þessara tíma hv-mig Þóröi tókst aö eflast svo aö liö; tyrk og áhrifum, aö ■ hann gat, skömmu eftir komu sína til landsins, boöiö þessum harösvíraöa höföingja birginn, eins og allt var hér í pottinn búið, landsmenn bundnir eiöum viö þá Gissur og Kolbein, eöa háöir þeim á annan hátt. Sýnir þaö svo ekki verður um villst, aö hann var afburöamaður aö viti, haröfengi og stjórnsemi. í orustum stóö hann jafnan fremstur sinna manna, barðist af hreysti og gaf þannig góö fordæmi. Enginn átti þyngri harma aö hefna en hann og enginn sýndi sigruöum andstæöingum meiri mildi, þegar á allt er litiö. Má hiklaust fullyröa, aö þaö var arfur frá hans nánustu frændum, sem yfirleitt kusu frekar samninga en vígaferli. Um tíma bar Þóröur kakali ægishjálm yfir íslenska höföingja og brá þá til hins betra meö stjórnarfariö. En því miöur naut hans ekki lengi viö. Hann varð bráökvaddur úti í Noregi áriö 1256. Tveimur árum síðar kom svo Gissur Þorvaldsson af fundi Hákonar gamla, meö jarlsmerki og lúður, sem hann lét glymja landsmönnum. Þá var skammt aö bíöa gamla sátt- mála. Akureyri, 4. júní 1979. Tryggvi Haraldsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.