Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 14
„Drepið pér hann Þá fyrst“ Framhald af bls. 5. manna, stundum jafnvel að tilefnislausu. í herferöum reyndust þeir snarráöir for- ingjar en oftast var grimmdin þaö myrka afl, sem iét óskadrauma þeirra rætast. — Enginn veit nú hvernig viöraö hefir í Skagafiröi þessa löngu liönu daga, og getur Sturlungasaga þess hvergi, sem ef til vill bendir til þess, aö veöriö hafi hvorki veriö vont eöa gott, allavega ekki vont, þótt komiö væri fram yfir miöjan ágúst. A.m.k. komu sunnanmenn óhraktir yfir öræfin og mættu gunnreifir til leiks aö Örlygsstööum og höföu þó legiö úti hverja nótt frá því þeir héldu úr byggö, sunnanlands. Þess vegna vaknar sú spurning, hversvegna menn Sturlu sváfu flestir lítiö, er þeir gistu viö Vallalaug. Varla var þaö sökum kulda eöa úrkomu. Veriö gæti aö „pati“ sá er þeim barst af návist óvinanna, hafi sett aö þeim víga- hroll, eða jafnvel ótta, því nú var ekki nema spölur einn á milli bæjanna. En hvaö vissi Sturla um óvinina á þessari stundu? Líklega ekkert annaö en þaö, hvar þeir voru staddir og er hér sá munur á, aö sunnanmenn vissu allt, sem þeir þurftu aö vita um Sturlunga. Ollu því upplýsingar héraösmanna. Þaö sem réöi því aö ekki var gerö skyndiárás á fámennt lið Sturlu viö Vallalaug, hefur vafalaust veriö þreyta manna og hesta eftir öræfaferöina. Rétt var því, aö láta liðið hvílast, eigi sést þar sem menn streymdu nú aö þeim fyrir tilverknaö Brands Kolbeinssonar Þeir Gissur vissu nú, aö sigurinn yröi þeirra og best aö slá sem stærst í einu höggi, svo enga dragi undan, sem einhvers slæjur var í. — Eins og áöur var getiö, lágu sunnanmenn við Reykjalaug aöfaranótt 21. ágúst og ekkert þak yfir liöinu nema myrkur síösumars himinn. Var þarna samankom- inn 1700 manna her, sem var langt um meira, en sést haföi í nokkurri herferö á íslandi, og er meö ólíkindum þegar litiö er á fæö landsmanna. — Snemma morguns vöktu þeir Gissur liöiö og var nú búist til orustu. Hélt Gissur skelegga hvatningarræöu og eggjaði menn lögeggjan aö duga sem best, í þeim átökum, sem framundan voru. „Gæti vor allra guö“ lauk hann máli sínu og má meö sanni segja, aö menn hafa oft borið nafn guös á vörum, þegar þeir gengu til manndrápa og annarra illra verka. Er Gissur þar ekki einn á báti. En þaö var nú engu aö síður því líkast, aö þeim grálynda manni hafi oröiö aö bæn sinni, því aö af öllu þessu fjölmenna liði féllu aöeins 7 manns á móti 49 af Sturlungum aö meötöldum þeim, sem höggnir voru eftir bardagann. — Dalverpi eöa lægöardrag liggur um Reykjatungu þvera frá Reykjum í átt til Héraðsvatna. Þá leið fóru þeir nú meö sitt fjölmenna lið, Gissur og Kolbeinn. Kallast lægö þessi Reykjaklauf. Sennilega hafa þeir svo fylkt liöinu á vesturbakka Héraðsvatna, þar sem und- irlendi var nokkuö. Viröast Vötnin ekki hafa reynst þeim farartálmi. Bendir þaö til þess, aö þau hafi verið óvenju vatnslítil aö þessu sinni vegna langvarandi þurr- viðris. Gegnir þaö furöu, aö engum skyldi hlekkjast á, í þeirri örtröö, sem þarna hefir veriö, en hestar þreyttir og sárfættir eftir langa öræfaferö á hrjóstri og veg- leysum. Eftir aö liöiö var komiö austur yfir Vötnin var ekki nema 10 mínútna reiö, í mesta lagi, upp aö Víöivöllum. — Því miður er aöra sögu aö segja af viðbrögðum Sturlunga þennan morgunn. Þar sváfu menn vært og þar voru engar hvatningarræöur haldnar. „Sturla vakn- aöi þá er sól var skammt farin“ segir í Sturlungu og hefir þaö veriö í þann mund, sem sunnanmenn komu fram úr Reykja- klauf. Hann haföi dreymt illa, var sveittur í andliti og strauk fast hendinni um kinn- ina, „ekki er mark aö draumum" varö honum aö oröi og reyndi þannig aö fyrra sig illum grun, sem nú haföi skyndilega gerst áleitinn. Samt vaknaði hann ekki til dáöa. Hann gekk til náöhúss og síöan til sængur á ný. Þaö var ekki fyrr en maður kom í skáladyrnar og sagöi aö sunnan- menn væru aö koma, aö af honum rann mesta mókiö og baö menn aö hertygjast. Sjálfur gekk hann til kirkju og las Ágústínusbæn, sem reyndist þó haldlaus. — Hestar voru dreifðir um mýrar og engi, allt niöur til Héraösvatna og voru hesta- sveinar sendir til þess aö smala þeim. En ekki veröur séö í hvaöa tilgangi þaö var gert, þar sem ekki er meira en tíu mínútna gangur aö Víöivöllum en hesta- sveinar hlutu aö veröa seinni til, og óhjákvæmilegt aö þeir lentu í bendu viö sunnanmenn á leiö þeirra til Víöivalla. Meö hesta var heldur ekkert aö gera, aö svo stöddu, því ekki var barist á hestbaki. — Nú var allt komið í eindaga og morgunninn haföi fariö fyrir ekkert. Foringinn mókti í svefnrofum meöan óvinirnir, her manns flæddi yfir Vötnin og meö stefnu á Víöivelli og heróp þeirra bergmáluöu um Blönduhlíðina. Herferö Sturlu, sem veröa átti frægöarför, haföi breyst í harmleik og þaö áöur en vopna- skipti hófust. — En víkjum nú sögunni til Kolbeins Sighvatssonar. Honum gat ekki dulist í hvílíkt óefni var komiö, þegar óvígur her stefndi á bæinn. Meö sveít manna fengi hann ekki rönd viö reist. Þaö yröi leikur kattarins aö músinni, tilgangslaust viö- nám. Hann ákvaö því, aö kaupa sér gálgafrest og hörfa undan í átt til fjallsins í þeirri von, aö þeir feögar, Sturla og Sighvatur kæmu sem bráöast og hægt yröi aö sameina flokkana og fylkja liöi til varnar. Geröist nú allt samtímis, aö Sturla kom meö sitt liö frá Miklabæ og haföi þó ekki unnist tími til þess, aö losa skildina, sem bundnir voru í klyfjar. Voru þeir bræöur þá komnir á Örlygsstaöi. í sama mund ber Gissur þar aö, en þeir höföu skiliö eftir hesta sína á Víöivöllum og gengiö þaöan. Þarna hefir hann haft tvennt í huga. í fyrsta lagi vildi hann, aö hestar væru tiltækir í umsjá hestasveina og í ööru lagi óttast hugsanlega skyndi- árás þeirra Sturlu, meöan liöiö væri aö stíga af baki. Auk þess var hann ekkert aö flýta sér í svipinn, því neöan Víöivalla höföu þeir Kolbeinn skipt liði og sá síöarnefndi reið meö meirihluta þess upp, sunnan bæjarins. Sennilega hefir þaö veriö ætlun hans, aö stööva undanhald Kolbeins Sighvatssonar til fjallsins og jafnframt því, fyrirbyggja, aö Sighvatur, sem nú var aö koma frá Sólheimum gæti sameinast þeim bræörum. Hann haföi því tvennskonar hlutverkum aö gegna og þurfti mikiö liö. Á meöan greiddi Gissur ekki atlögu svo umtalsvert væri, því jafnræöi var meö honum og þeim Sturlu meöan þeir stóðu þarna andspænis hvor öörum, Sturla innan geröisins en Gissur fyrir utan. — Sunnan Víöivalla eru mýrardrög, þar sem Kolbeinn ungi lagöi leið sína, en ofar allbrattur ás. Hefir honum því ekki miöaö eins vel áfram og ætla mætti. Tókst Sighvati, sem reið nær fjallinu, aö þröngva sér í geröið, suöaustanvert meö sína menn, án verulegra áfalla og missti þó tvo menn, sem aftarlega riöu og var þaö vonum minna. Þegar Kolbeinn var kominn, hóf Gissur árás frá útsuöri þar sem Sturla var til varnar. Veittu þeir hart viönám, þótt skildina vantaöi og vannst ekki á, langa stund, meðan vörnln ekki bilaöi annars- staöar. Meö Kolbeini unga var harösnúiö liö þrautreyndra vígamanna og ribbalda, sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Eru þar ýmsir tilnefndir og sumir illræmdir vegna vígaferla og yfirgangs. Réöust þeir á geröiö frá suðri og suövestri þar sem Sighvatur stóö fyrir og hans menn. Varö þeim erfitt um vörnina, þar sem þeim haföi ekki frekar en Sturlu tekist aö leysa skildina. Stóöu menn í örtröö berskjaldaöir gegn höggum og spjótalögum og gátu litlu af sér hrundiö. Þó sýndu einstakir menn mikla hreysti og óbilaö hugrekki, þrátt fyrir erfiöa aö- stööu. Lýsir Sturlunga ýmsu sem geröist af nákvæmni og getur um einstök vopna- viöskipti, en fæst af því skipti nokkru máli fyrir úrslitin og veröur því frekar aö skoðast Sem krydd í frásögnina. Þó má vera, heföu allir fylgt fordæmi þeirra, sem best gengu fram, aö leikurinn heföi jafnast. Brátt fór svo, aö þeir Sighvatur uröu aö láta undan stga upp eftir geröinu og hnöppuðust þar saman í varnarlausan múg, sem litlu gat af sér hrundiö. Hefir Kolbeini unga áreiðanlega veriö skemmt þessa stundina aö sjá botnlausa ringul- reiö andstæöinganna og sigurinn ráöinn. Meöan þessu fór fram haföi Sturla haldiö til jafns viö Gissur og hvergi hopaö, en þegar Sighvatur lét undan síga lenti hann í herkví meö óvini á þrjá vegu. Dró hann sig þá einnig til baka til þess, aö forðast fullkomna innikróun. Kolbeinn Sighvatsson kemur ekki mik- iö viö sögu meö sitt velbúna llö. Honum var ætlaö aö verjast á hægri væng, til hliöar við Sturlu. Stóö hann þar fyrir, sem ætla verður aö aösóknin hafi veriö einna vægust, en varö þó fyrstur til þess aö leggja á flótta. Komst hann upp á borgina ofan mýrarsundsins og átti þaðan opna leiö til undankomu eins og áöur er á bent, en nýtti ekki þann möguleika. Vafalaust hefir hann hugsað margt, þar sem hann stóö þarna á grjóthörginum og horföi yfir þaö, sem nú var aö gerast niöri í geröinu, þar sem bróöir hans háði vonlausa baráttu. Enginn gat vitað hvaö geröist næst. Þaö var ekki óalgengt á þessum tímum, aö sigraöir menn næöu samning- um og fengju haldið lífi, oftast fyrir milligöngu ríkra og mikilhæfra aðila. Líklegt er, aö Kolbeinn hafi hugleitt þann möguleika og þá viljaö vera nærstaddur. Nú var þessum ójafna leik aö Ijúka. Sighvatarmegin var ekki lengur um skipulega vörn aö ræða, og haföi nánast veriö vonlaus frá upphafi. Sjálfur var hann þrotinn af þreytu og mæöi. Þrátt fyrir aövaranir sinna manna gekk hann nú t átt til óvinanna, en í þeirra hópi vissi hann fornvini sína, þótt þeir heföu oröiö aö fylgja Kolbeini unga, héraöshöföingj- anum, í þessa ferö. En nú var fokiö í flest skjól og aöeins einn maöur þoröi aö veita honum aöstoö. Var þaö Björn Leifsson úr Ási einn af fáum vinum Sturlunga, sem Kolbeinn haföi ekki annaöhvort drepiö, eöa gert héraösrækan. Vildi hann hlífa Sighvati og hélt yfir honum skildi þar sem hann kastaöi sér niöur og studdi höndum aö höföi hans. Þröng myndaöist umhverfis þá Sighvat og Björn og hafa mönnum fallist hendur í bili er þeir sáu annan aöalforingja and- stæöinganna genginn þeim á hönd, aöframkominn og stórbóndann Björn, úr liöi Kolbeins unga stumra yfir honum. En í þeim svifum bar Kolbein þar aö og þurfti þá ekki griöa aö biöja. Hann spuröi hver húkti þar undir geröinu. „Sighvatur“ sögöu þeir. „Hví drepiö þér hann eigi“? sagöi Kolbeinn. „Því aö Björn hlífir honum" sögöu þeir. „Drepiö þér hann þá fyrst,“ skipaöi Kolbeinn. Björn hrökk þá í brott þaðan. Sýnir þessi atburöur vel skapferli Kolbeins, ofstopann og grimmdina, er hann vildi drepa liösmann sinn fyrir það eitt, aö sýna mannúð. Nú haföi Kolbeinn gleymt venslum og fornri vináttu þegar Sighvatur fór meö völd hans og umboð í Skagafiröi, meðan hann var erlendis og skilaöi öllu af sér, svo sem góöum dreng sómdi. Nú gekk hann aö þessum fyrrver- andi vini sfnum og lagöi spjóti í háls honum. En sáriö varö ekki mikiö, því oddurinn var af spjótinu. Hefir þó Kol- beinn varla dregiö af sér. Hrottamennið Einar dragi kom aö í þessu og hjó Sighvat banahögg. Ýmsir fleiri veittu honum áverka. Síöan flettu þeir hann öllum klæöum nema stuttbrókum, segir í Sturl- ungu, þó er þetta ekki orörétt eftir haft, en iýsir vel grimmd Kolbeins unga, því enginn efast um, aö þetta hafi verið gert meö hans vitund og jafnvel eftir hans fyrirmælum. — Sturla baröist af haröfengi, en þurfti viö ýmsu aö sjá. Sighvatur lét snemma undan síga fyrir ákafri sókn Kolbeins unga og lenti Sturla þá í herkví meö sitt liö og varö þá, eins og fyrr er sagt, aö hopa noröur eftir gerðinu. Skömmu síöar brast svo flótti í liö Kolbeins Sighvatsson- ar. Voru þá brostin öll skynsamleg rök fyrir frekari vörn og fullnaöarósigur oröinn aö staöreynd. Sturla var fremstur sinna manna þegar hér var komið ásamt Lauga-Snorra, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.