Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 3
Hugleiðingar um háa skóla og lága, Þekkingu og Þjóðfélag Albert Einstein var ekkert sérlega „góður námsmaður“ á mælikvarða skólakeríisins. Hann hvarf frá námi í þýskum menntaskóla og féll í fyrstu atrennu á inntökuprófi í Háskólanum í Ziirich. Hefði hann átt sér viðreisnar von ef Líndælir hefðu ráðið lögum og lofum í svissneskum skólamálum á þeim árum? Tilslökun eða eðlileg þróun? Ég ætla vissulega ekki aö mæla því í mót aö undirbúningur stúdenta undir háskólanám hafi breyst á ýmsan hátt á undanförnum einum til tveimur áratug- um. Kjarnlnn í þeim breytingum er hins vegar engan veginn sá að „siakað hafi verið á“ undirbúningskröfum samkvæmt eðlilegri merkingu þeirra orða. Það sem fyrir mér vakir skýrist vonandi af eftirfar- andi dæmisögu: Hugsum okkur aö irmtökuskilyrði Háskólans færu eftir líkamahæö tvítugra ungmenna í staölnn fyrir einkunn á stúdentsprófi eins og veriö hefur. Menn þyrftu aö vera a.m.k. 170 cm á hæö til þess aö komast inn í háskóla (þaö mundi þá samsvara einkuninni 5.00 skv. þeim reglum sem lengst af hafa gilt í raun). Þessi regla um lágmarkshæð heföi gilt svo lengi sem elstu menn muna. Hins vegar heföi þaö til skamms tíma veriö fyrst og fremst hávaxiö fólk sem leitaöi eftir inngöngu í menntaskóla og síðan í háskóla, þannig aö þeir, sem væru yfir 180 cm (t.d. einkunn 7 á stúdents- prófi), færu þessa leiö næstum allir, en það gerðu á hinn bóginn fáir, en þó nokkrir sem væru milli 170 og 175 cm á hæö (t.d einkunn 5.00—6.00). Meðalhæð nýstúdenta gæti þá veriö nálægt 180 cm þótt lágmarkskrafan væri ekki nema 170 cm. Nú gerist þaö, til aö mynda af þeim ástæöum sem raktar voru í kaflanum hér á undan, aö aösókn aö mennta- skólum og háskóla vex skyndilega um rífiega helming á einum til tveimur áratugum, reiknaö sem hlutfall af hverjum árgangi, en líkamshæð manna breytist ekki á sama tíma. Hvernig skyldi þá meöalhæö ný- stúdenta breytast? Jú, auövitaö verö- ur fjölgunin mest á lægsta biiinu, 170—175 cm vegna þess aö þar var mest svigrúm til fjölgunar. Og þaö þarf ekki mikla tölvísi til að sjá í hendi sér aö þetta leiðir til lækkunar á meöalhæöinni, t.d. úr 180 í 175 cm þrátt fyrir það aö lágmarkiö 170 cm standi óhaggaö. Ég vona aö allflestir lesendur sam- sinni mér um þaö aö mjög villandi væri aö lýsa því sem gerst hefur á þann veg aö „slakaö hafi veriö á inntökuskilyröum“. Tölvísir menn mundu einfaldlega lýsa þessu svo að „dreifing“ líkamshæöar meöal nýstúd- enta hefði breyst (m.ö.o. það hvernig menn skiptast á mismunandi bil eftlr hæö), meöal annars meö þeim afleiö- ingum aö meöalhæöin mlnnkaöi. Og hvort tveggja veröur að teljast eölilegt í kjölfar breyttrar aðsóknar, eins og allt var í pottinn búiö fyrir breyting- una. En þaö viröist ýmsum tamt aö sjá tískuoröiö „vandamár í hverju horni skólakerfisins. Og nú koma kannski einhverjir þeirra til sögunnar og vilja „leysa vandann“ meö því aö hækka inntökumarkiö t.d. úr 170 í 175 cm. En hvers vegna ættu þeir sem eru á því hæðarbili aö gjalda þess aö nú leita margir úr þeirra hópi í háskóla en áöur voru þeir fáir sem neyttu þessa réttar? Hvaö mundu t.d. foreldrarnir segja ef þeir eru kannski á sama bili en gátu ekki fariö í langskólanám vegna þess aö efnahagur fjölskyldu og þjóöar leyföi þaö ekki þá ? Hver láir því fólki sem hér um ræöir þótt þaö mundi rísa upp og telja sig órétti beitt? (Hér viö bætist aö Háskólinn getur tekiö viö nemendum og þjóöfé- lagiö hefur mikla þörf fyrir fólk meö stutt háskólanám aö baki). Ef viö setjum „(væntanlega) einkunn á stúdentsprófi", „gæði undirbúnings undir háskólanám," „námsgetu" eöa eitthvaö slíkt í staö „líkamshæðar" í þessari dæmisögu, þá lýsir hún aö mínu viti kjarnanum í því sem gerst hefur í þessum máium. í henni er þó fólgin ein forsenda sem vert er aö gefa sérstakan gaum. Centimetrinn þarf nefnilega að merkja þaö sama í allri sögunni þannig aö tiltekin líkamshæö hafi sömu merkingu allan tímann. Okkur finnst auövitaö smásmygli aö taka þetta fram þegar um lengdarmál er aö ræöa, en ööru máli gegnir til dæmis um einkunnir sem eru því miöur bæöi fallvaltur og óáþreifanlegur mælikvaröi. Þannig er hreint ekkert augljóst fyrirfram aö tiltekin einkunn á stúdentsprófi (t.d. 5 eöa 7) merki í einhverjum skilningi þaö sama nú og fyrir 20—30 árum, til aö mynda sem vísbending um undirbúning undir háskólanám. Ef dæmisagan er hins vegar höfö í huga sem fyrsta skýring eöa nálgun (approximation), þá liggur mér vitanlega alls ekkert fyrir um slíkar breytingar á merkingu einkunna, enda væri þá eins líklegt aö þær stefndu í hvora áttina sem væri. Þaö er einmitt eitt einkenni vísinda aö leita fyrst einföldustu skýringa. Þeim er síöan því aöeins hafnaö eöa þær endurbættar aö fyrir liggi einhver óyggj- andi gögn sem stangist á viö þær. Þess konar gögn eru ekki fyrir hendi hér. Því er ekki tilefni til þess aö leita flóknari skýringa, né heldur viöbóta, nema þá aö menn vilja leggja vísindin alfarið fyrir róöa, en þá veröur líka aö taka málin upp á nýjum grundvelli. Komi slík gögn hins vegar fram síöar ber okkur auövitaö aö ræöa þau og skýra samkvæmt málavöxt- um. En hvernig stendur þá á því aö jafnvel gætnir og grandvarir menn í hópi há- skólakennara hafa ekki getaö varist þeirri tilfinningu að „slakaö hafi veriö á aö- gangskröfum" og jafnvel látiö hafa þaö eftir sér á prenti? Skýringin á þessu virðist ofureinföld. Aö sjálfsögöu ber nú miklu meira á nemendum úr neöri hluta einkunnastigans en áöur var, rétt eins og lágvöxnum mönnum heföi fjölgaö aö tiltölu eftir breytinguna sem lýst var í dæmisögunni. Þar viö bætist aö háskóla- kennarar eru flestir „hávaxnir" í skilningi sögunnar: þeir voru yfirleitt „góöir náms- menn" á skólaárum sínum. Þess vegna eru þeir sérlega næmir fyrir breytingum á nemendahópnum í þessa átt. Þetta hefur svo oröiö til þess aö menn hafa glæpst til aö klæöa einfalda og eölilega breytingu í vanhugsaöan og villandi búning oröanna. Um hina raunverulegu íhaldsmenn gegnir hins vegar ööru máli. Líklega finnst þeim í raun og veru aö fjölgun merki hið sama og slökun á kröfum. Þetta eru mennirnir sem viröast í hjarta sínu ósammála þeim þankagangi Snorra sem ég hef aö leiöarljósi og fyrirsögn þessarar greinar. Einn af leiötogum þeirra hefur nýlega látlö opinberlega í Ijós þá ósk aö hann heföl fæöst á öndveröri 13. öld og þannig verið samtíðarmaöur Snorra. Þótt þaö fylgi af einhverjum ástæöum ekki sögunni þarf varla aö fara í grafgötur um aö hér hefði oröið um nýja höföingjaætt aö ræöa en ekki neina kotunga. Viö getum því hugleitt okkur til gamans hverju þaö heföi breytt um erjur Sturiungaaldar ef viö heföu bæst deilur Sturlunga og Líndæla. Aö öllu gamni slepptu vil ég minna menn á hinn litríka feril sem íhaldsmenn skólasögunnar eiga aö baki. Þeir hafa einfaldlega veriö á móti öllum breyting- um. Þeir stóöu á sínum tíma gegn því að raunvísindi nútímans fengju þann sess í skólakerfinu sem þeim ber. Til dæmis böröust þeir hatrammlega gegn því aö komiö væri á stæröfræöideildum í menntaskólum auk máladeilda. Er sér- lega athyglisvert hvern úrskurö sagan hefur kveðiö upp um þá baráttu, a.m.k. að því er varöar undirbúning undir háskólanám: Stúdentar úr stæröfræði- og eölisfræðideildum hafa að öðru jöfnu reynst mun betur í stakk búnir til hvers konar háskólanáms en hinir (sbr. t.d. könnun Tengslanefndar á þessu). — Ýmsir mætir menn fengu vart vatni haldifr þegar forngripurinn latína var lítinn víkja úr námsefni stæröfræöideilda á sjöunda áratugnum. Og íhaldsmenn skólanna berjast nú eins og Ijón gegn því aö menntaskólanemum gefist kostur á að kynna sér félagsvísindi nútímans, enda þótt þau séu vitaskuld mun þarfarl hverjum nútímamanni heldur en latínan. Síöast en ekki síst vii ég nefna í þessum kafla nýlegar kannanir á fylgni (correlation) milli einkunna á stúdents- prófi og árangurs í háskólanámi. Þær sýna semsé tiltölulega litla fylgni og mun minni en flestir heföu búist viö. Þetta á einkum viö um þær námsbrautir háskól- ans sem byggja aðeins að litlu leyti á tilteknu námsefni menntaskóla, til dæmis laganám. Þetta þýöir meö öörum oröum aö einl^unnir manns á stúdentsprófi hafa lítiö sem ekkert forsagnargildi um þaö hvernig honum muni vegna í háskóla- ámi, t.d. í lagadeild; maður sem hefur áar einkunnir á stúdentsprófi er ekkert endilega líklegri til góös árangurs í laganámi heldur en hinn sem „skreiö" á stúdentsprófi. Viö þetta bætist svo þaö aö fylgni milli árangurs t háskólanámi og starfshæfni aö ioknu náml er vafalaust alls ekki fullkomin, en af ýmsum ástæö- um er auövitað enn erfiöara aö koma tölum yfir þaö mál. Nú þurfa menn e.t.v. ekki aö draga þá róttæku ályktun af þessum niöurstöðum aö leggja beri einkunnir eða námsárang- ur í framhaldsskóla alfariö niöur sem mælistiku viö dyr Háskólans, a.m.k. meöan ekki er völ á annarri skárri. Hins vegar ætti fylgniskorturinn aö veröa til þess að menn tækju ekki eins stórt upp í sig og ella, a.m.k. ef þeir vilja aö einhverju leyti kenna sig viö vísindi. Niöurstaöa Þessa kafla er í stuttu máli sem hór segir: Aö því leyti sem einkunnir á stúdentsprófi kunna aö iýsa undirbúningi undir háskólanám pá hef- ur hann aðeins breyst á þann hátt sem búast mátti viö í kjölfar aukinnar aösóknar að menntaskólum og háskóla: Nemendum meö lakari undirbúning hefur fjölgaö tiltölulega meira en hin- um. Á hinn bóginn bendir ekkert til þess aö merking einkunna í fram- haldsskólum hafi breyst aö því er varöar námshæfni í háskóla. Lág- markskröfur til inngöngu í Háskólann viröast því hafa staöið óhaggaöar. Þekkingin breytist og skólarnir meö Þegar menn viröa fyrir sér þær breyt- ingar sem oröiö hafa á grunnskólum og framhaldsskólum aö undanförnu hættir mörgum til aö skoöa þær fyrst og fremst í Ijósi eigin reynslu af þessum skólum eins og ekkert annaö hafi breyst í heiminum síðan. Þetta er sérlega bagalegt þegar menn eru komnir um miöjan aldur eins og margir háskólakennarar eru. Þannig viröist sumum okkar jafnvel fyrirmunaö aö tengja breytingar á öörum skólastig- um viö þau stakkaskipti sem Háskólinn Sjá nœstu síöu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.