Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 6
Höfundur Brasilfufaranna fluttist vest- ur um haf 1875 og stóð í bréfasam- bandi við Lárus Nordal frá Akranesi, sem einnig fluttist vestur Jóhann Magnús Bjarnason er svo kunnur íslenzkum lesendum, aö óþarft reynist að kynna hann með mörgum orðum. Jóhann Magnús fæddist 1866. Foreldrar hans voru Bjarni Andrésson og Kristbjörg Magnúsdóttir; bjuggu síðast á Fljótsbakka í Eiðabinghá og fluttust þaðan til Vesturheims 1875. Um aldamótin varð Jóhann Magnús heimilisvinur íslenzkra lesenda í sveit og við sæ; þá kom út fyrsta skáldsaga hans: Eiríkur Hansson. Síöan komu Brasilíufararnir; bækur, sem lesnar voru upp til agna af ungum sem öldnum. Og enn ritaöi hann margar bækur, sem hér verða ekki tíundaöar. Kona Jóhanns Magnúsar var Guörún Hjörleifsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal. Þau voru jafnaldra. — Þau hjón voru barnlaus. Viðtakandi bréfa þeirra, er hér birtast, var Lárus (Bjarni Rafnsson) Nordal, fæddur á Akranesi 1879. Hann nam trésmíðar í Reykjavík; fluttist vestur um haf aldamótaárið, og gerðist skömmu síöar bóndi í Leslie í Saskatchewan. Kona hans var Rósa Davíðsdóttir bónda á Jódísarstööum í Eyjafiröi. Þau eignuðust eina dóttur, Önnu Karólínu hjúkrunarkonu. Lárus fékkst viö skáldskap, og á hann mörg kvæði í vestur-íslenzku blöðunum. Með þeim Jóhanni Magnúsi og Lárusi var gróin vinátta. Þessi bréf eru hin síðustu, sem skáldið sendi fornvini sínum. Hann á þá skammt ófarið vegarins. Júlíbréfið er ritað tæpum 7 vikum fyrir andlát hans; eins konar uppgjör við lífiö. Guörún, kona Jóhanns Magnúsar, lézt 10. ágúst 1945, en hann tæpum mánuði síðar, 8. september. Bréfin gaf Lárus Nordal þeim, er þetta ritar. Kristmundur Bjarnason. Elfros, Sask. 3. jan. 1945. Kæri vinur minn, Lárus: Þessar línur veröa ekki margar, en þær eiga aö flytja þér og konu þinni og dóttur ykkar innilegar hjartans þakkir frá okkur Guörúnu fyrir jólakortiö, sem þiö senduð okkur, og öll ykkar gæöi viö okkur, og alla vinsemd, sem þiö hafiö svo margfald- lega sýnt okkur. Eg þakka þér af hjarta fyrir erindið fagra og elskulega, sem þú skrifaöir á jólakortiö. Ég læröi þaö strax, og hefi haft þaö yfir oft og mörgum sinnum þessa daga. Viö Guörún óskum þess af heilum huga, aö áriö, sem nú er aö ganga í garö, veröi þér og þínum gott og farsælt. Og viö biðjum Guö aö blessa ykkur. Viö hugsum oft til ykkar meö hlýju vinarþeli og þakklæti. Af okkur Guörúnu er þaö aö segja, aö heilsan er mjög veil. Guörún var um tíma í haust á spítalanum í Wadena, þar sem henni var veitt blóögjöf (blood transfusion) í annaö sinn á þessu ári. En hún er samt ennþá mjög lasin og hefir verið aö mestu viö rúmið nú í þrjár vikur. Mín vesöld ágerist smátt og smátt, og innvortist meinsemdin vex, en minnkar ekki. Eg er samt ennþá á fótum meiri hluta dags, flesta daga. Frá því, aö eg kom heim af spítalanum í Winnipeg, síöastliöiö vor, hefir hjúrkunarkona veriö hér hjá okkur Guðrúnu, og hefir hún stundaö okkur með mikilli nákvæmni og alúð. Aö líkindum veröur hún hér í allan vetur, því aö heilsu okkar Guörúnar er Lárus Nordal. þannig farið, aö viö getum ekki veriö ein í húsinu, og viö þurfum nú alltaf á hjálp hjúkrunarkonu aö halda. Eg á nú oft erfitt meö aö skrifa. En samt hefi eg veriö aö grípa í þaö viö og viö í haust, aö búa Dagbók mína til prentunar, en þaö verk sækist seint, því aö Dagbók mín er mitt langstærsta skrif, og nær frá 1. nóv. 1902 og allt til þessa dags. Charlotte Goodmundsson, frænd- stúlka mín, er nú aö vélrita handritiö. Eg veit ekki meö vissu, hvort öll Dagbók mín Jóhann Magnús Bjarnason og kona hans Guörún Hjörleifsdóttir. veröur látin vera í heildarútgáfu ritsafns míns, sem bókaforlagiö Edda er byrjaö aö gefa út á Akureyri; en veröi hún öll prentuð, þá veröur hún vafalaust tvö bindi. — Sagan mín Brazilíufararnir var endurprentuö í fyrra vetur, en eg hefi enn ekki fengiö þau þrjú eintök, af þeirri bók, sem mér voru send í sumar, sem leiö. Sagan mín í Rauöarárdalnum kom út 1942 og voru mér send tvö eintök af þeirri bók. Þetta er nú harla stutt bréf og efnisrýrt, en eg veit, aö þú fyrirgefur þaö. Meö kærri kveöju og óskum alls góös frá okkur Guörúnu til þín, konunnar þinnar og dóttur ykkar. Þinn einlægur vinur, J. Magnús Bjarnason. Elfros, Sask. 16. júlí 1945 Mr. Lárus B. Nordal, Gimli, Manitoba. Kæri vinur minn: Síöastliöinn vetur langaöi mig oft til aö skrifa þér nokkrar línur aö gamni mínu, en alltaf hefir þaö dregist úr hömlu fyrir mér, aö koma því í framkvæmd, þar til nú, aö eg læt af því veröa, aö skrifa þér fáein orð. Um þessar mundir á eg oft ekki hægt um vik meö aö skrifa neitt aö marki, sakir krankleika þess, sem ég er haldinn af, og eins vegna þess, aö starfsþol mitt er óöum aö ganga til þuröar. En altaf finn eg þó hjá mér allmikla starf-fýsi, eöa löngun til aö hafa eitthvaö fyrir stafni. Þess vegna gríp eg ávalt tækifæriö, þá daga, sem eg er meö hressara og styrkara móti, aö skrifa og svara þeim bréfum, sem eg fæ altaf viö og viö. Af heilsu okkar hjónanna er þaö aö segja, aö Guörún hefir verið rúmföst síöan nokkru fyrir jólin, og hún er enn ekki í neinum verulegum afturbata, svo aö sjáanlegt sé. Læknarnir segja, aö veikindi hennar stafi af háum blóöþrýst- ingi og innvortis meinsemd. Hún nærist mjög litlu, og fær oft uppsölu. Hún er því oröin mjög máttfarin. Oft finnur hún til mikilla þrauta í hægri síðunni, og veröur hún þá aö nota sefjunarlyf til aö lina þær. Þaö hefir komiö til oröa, aö reynandi væri aö veita henni blóögjöf einu sinni enn, og aö þaö sé gjört hér heima hjá henni; því aö þaö er álitið, aö hún þoli ekki að vera flutt í bifreiö til Wandena á spítalann þar; og svo er henni þaö líka á móti skapi, aö fara aftur í spítala. Eg klæöist á hverjum morgni og er á stjái meirihluta dags, flesta daga. En vesöld mín ágjörist samt stööugt, því aö meinsemdin vex altaf, þótt hægt fari. Oft fæ eg allmiklar þrautir í bringuna, og fyrir skömmu byrjaði bjúgur aö koma á báöa fætur mína um öklana. Síöan hefi eg veriö minna á ferli en áöur. Nú á annað ár hefir hjúkrunarkona veriö hjá okkur. Hún heitir Magný Jóns- dóttir Helgason, ættuö af Austfjöröum. Hún fluttist vestur um haf fyrir 56 árum og var þá 5 ára gömul. Sjö ár var hún hjúkrunarkona í Winnipeg General

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.