Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 8
Inga og Birgir ásamt tveimur börnum sinum, Magnúsi og Góða veðrið á Akureyri á sinn þátt i þvi, að gróður dafnar þar Laufeyju. með eindæmum vel. Góða veðrið er stolt þeirra hér - og mikið mál að það bregðist ekki Rœtt við Ingu Magnúsdóttur og Birgi Bjömsson, semfluttu ífyrrafrá Hafnarfirði til Akureyrar. Eftir Gísla Sigurðsson. „Flóttinn til Reykjavíkur“ hefur verið alkunnugt fyrir- bæri allt síðan á stríðsárunum, en á síðustu árunum hefur nokkur breyting orðið þar á og talsvert um, að fólk flytjist búferlum at höfuðborgar- svæðinu út á land. Kannski á byggðarstefnan sinn þátt í því ásamt því, að mörgum þykir nú orðið æði erfitt að búa í Reykjavík til dæmis, vegna útþenslu bæjarins og þeirra vegalengda, sem fólk verður að fara daglega til þess að gegna allskonar erindum. Þá ýtir einnig á eftir þessari nýju þróun, að möguleikar til tekju- öflunar eru rýmri víða úti á landi, enda meðaltekjur manna hærri. Fyrst og fremst á það við um útgerðarbæina. Hér á landi er ríkjandi mikil festa í búsetu; margir eru mjög ófúsir að yfirgefa heima- byggð sína og mörgum höfuð- staðarbúum finnst það sízt af öllu fýsileg tilhugsun að flytj- ast norður á Akureyri, vestur á Bolungavík eða austur á Nes- kaupstað. Á þessu er mikill munur og í Bandaríkjunum til dæmis, sem er feykilega hreyfanlegt þjóðfélag og fólk býr ekki lengur en í 5 ár á sama stað að jafnaði. Ástæðurnar fyrir því að fólk tekur sig upp af Faxaflóa- svæðinu og flyzt út á land, eru ugglaust eins margar og þeir sem flytja. Oftast eru þung á metunum tilboð um betri atvinnu, kannski betra húsnæði og aðrir telja víst, að lífið þar sé rólegra og minna , kapphlaup við klukkuna. Til að kanna þessi viðhorf ögn nánar, hefur Lesbókin haft tal af þrennum hjónum, sem öll hafa nýverið flutzt búferlum til Akureyrar. Ein fjölskyldan fluttist úr Hafnarfirði, önnur úr Grindavík og sú þriðja úr Reykjavík og þetta fólk hafói búið allan sinn búskap syðra. Það hafði í för með sér veruleg þáttaskil og umskipti og verður að teljast stórátak fyrir hvern sem er, þótt ísland sé í sjálfu sér ekki stórt og kannski sami grautur í sömu skál, hvar sem verið er innan landstein- anna. Átakið er fyrst og fremst sálræns eðlis; nýtt umhverfi, ný atvinna, ný íbúð og nýtt fólk að kynnast og urngangast. Sjálfsagt gengur það eitthvað misjafnlega, en inn- flytjendurnir til Akureyrar luku upp einum munni um, að þar væri gott að búa og þeim hefði verið vel tekið. Inga Magnúsdóttir og Birgir Björnsson höföu búiö í Hafnarfiröi um 20 ára skeið og orðiö þriggja barna auðið. Birgir er innfæddur Gaflari af Sjónarhólsættinni og landskunnur handboltagarpur meö FH. Hefur úthald hans í þeirri erfiðu íþrótt verið allt að því með eindæmum, enda er maðurinn knár. Inga er fædd á Eskifirði; þau kynnt- ust á Akranesi — að sjálfsögöu í handbolta — en höfðu búiö allan sinn búskap í Firðinum, þegar þau fluttu norður. Enn varö handboltinn áhrifavaldur í lífi þeirra. Handboltadeildin hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar sóttist eftir Birgi til þjálfunar og það varð úr, aö hann tók boðinu og fluttist norður í júlí í fyrra. Hann fékk vinnu sem öryggisfulltrúi hjá Slippstööinni og starfið er fólgið í því, að öryggis sé gætt og til dæmis aö hlífar séu notaðar eins og til er ætlazt. Slippstöðin er frekar hættulegur vinnustaður; þar vinna um 300 manns og brunahætta töluvert mikil. Fyrir utan Álverið í Straumsvík er Slippstöðin eina fyrirtækið á landi hér, sem hefur stööugt öryggiseftirlit og Birgir kveðst vera „svífandi um svæðið“ og ekki vanþörf á, því oft fara menn óvarlega, — ekki af ásetningi, heldur af hugsunarleysi. Og séu starfsmenn í vafa um að eitthvað sé í lagi, er Birgir sá aöili, sem þeir geta leitaö til. Strax í fyrrahaust fór Birgir að þjálfa strákana í handboltadeildinni og í vetur stóð sú þjálfun 5—6 kvöld í viku hverri, 1—3 tíma hverju sinni. Af því má sjá, að það er ekkert smáræðis starf , sem þar er unniö, en þaö skal þó tekiö fram, að hér var bæði um aö ræða þjálfun hjáj meistaraflokki og unglingaflokki. í sumar varð að mestu leyti hlé; þó hefur Birgir þjálfað meistaraflokkinn tvisvar í viku móstallt sumarið. Birgir er vanur eldlegum áhuga úr FH og til samanburðar um eldmóðinn fyrir noröan segir hann: „Hjá nokkrum mönnum er góður áhugi ríkjandi, en almennt er viðhorf- ið til handboltans mjög ólíkt hér og í Hafnarfirði. Áhuginn í Firðinum er ólíkt meiri, en góð efni eru ekki síður hér. En þeir þurfa að kynnast því, að menn verða að æfa allt árið, eigi árangur að nást. Hópur stráka hér á Akureyri er alveg reiðubúinn að leggja eins hart að sér og með þarf til að ná árangri, en þeir hafa bara ekki kynnst þessu viðhorfi fyrr, né lagt uppúr því að stunda handbolt- ann svona stíft“. Inga fékk vinnu í Útvegsbankanum á Akureyri, vinnur þar fullan vinnu- tíma og líkar vistin vel. Oftast fer hún heim í hádeginu, en Birgir borðar þá í mötuneyti Slippstöðvarinnar. Af börnunum er það aö segja, aö Sólveig varð eftir fyrir sunnan, enda farin að búa í Hafnarfirði, en bæði hún og kærasti hennar eru af lífi og sál í handboltanum og hefur þeim fæöst lítill FH-ingur. Magnús er annars elztur, — hann fluttist með foreldrum sínum norður, — er að byrja aö læra húsasmíði nú í haust og verður t iðnskóla í vetur. Laufey, yngsta barnið á bænum, er 12 ára og var í unglingavinnu í sumar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.