Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 12
SAMEINAÐIR
STÖNDUMVÉR
Ég notaöi tækifæriö viö kvöldverð-
arboröið og varpaöi fram sérstakri ósk
minni á hógværan hátt:
— Nú er þaö, sko, ekkert sem
heitir, nú veröur fjölskyldan sameinuö í
kvöld. Enginn fer út, og viö veröum öll
saman í stofunni.
Þaö sló dauöaþögn á konuna, Soffíu
og Eirík litla, (sem stækkar reyndar
dag frá degi, enda meöhöndlar hann
hafragrautinn sinn á morgnana eins og
hreystimenni sæmir. En þaö er önnur
saga). Þau lögöu frá sér hnífapörin og
horföu ofan í diskana og hefði ég ekki
vitaö betur, var eins og þau foröuðust
aö líta á mig. Ég var hinn ánægðasti
yfir þögninni, sem ég fékk og ætlaði að
fara aö halda áfram, þegar Soffía greip
fram í fyrir mér.
— Ég var búin aö lofa aö hitta
Benna í kvöld.
— Þú verður bara að hitta Benna
eitthvert annað kvöld, sagöi ég mildi-
lega og sló hnefanum varlega í boröiö.
— Eg fer samt, tautaði Soffía ekki
upplitsdjörf gagnvart fööurlegum svip
mínum.
— Ég ætlaöi í saumaklúbb meö
stelpunum, sagði konan. Stelpurnar
eru komnar vel yfir fertugt, en samt eru
þær stelpur, hvernig sem þaö má nú
vera. Ég og skólafélagar mínir frá í
menntaskóla segjum reyndar strákarn-
ir, en þaö er allt annaö mál.
— O, þeim er áreiöanlega sama, þó
saumaklúbbnum veröi slegiö á frest
þangað til í næstu viku, sagöi ég og
horföi yfir fjölskyldu mína. Ég var
ákveðinn í aö hvika ekki frá ákvörðun
minni.
— Ég ætlaði aö fara út aö leika
mér, sagöi Eiríkur. Hann hefur aldrei
fariö út að leika sér eftir kvöldmat
áður, svo ég ansaði þessu engu.
Eiríkur er nú bara barn ennþá, en
stöku sinnum tekst móöur hans og
systur aö æsa hann til andstööu viö
óvéfengjanleg yfirráö fööur síns.
— Þá er þaö ákveðið, sagöi ég. Þaö
er áreiöanlega eitthvaö skemmtilegt
sem viö getum horft á í sjónvarpinu öll
saman. Fjölskyldan. Pabbi, mamma,
sonur og dóttir.
— Mér finnst nú ekki hægt aö
nefna svona lagað meö sama og
engum fyrirvara, sagöi konan.
— Hvaöa, hvaöa, sagöi ég, og ég
neita því ekki, aö það var farið að
þykkna í mér yfir þessari gegndarlausu
þrjósku í fjölskyldu minni.
— Eins og það getur veriö gaman
aö sitja öil saman fyrir framan sjón-
varpið, sagöi ég og sönglaöi á rímorö-
unum í setningunni. Fjölskylda mín
kunni ekki aö meta góðan brandara,
og háværar óánægjuraddir brutust út,
auövitaö vita ómálefnalegar og órök-
studdar.
— Ég var búin að lofa ...
— Eins og þaö heföi nú veriö
gaman aö hitta stelpurnar...
— Ég vil út aö leika mér ...
— Er bara ekkert frélsi hérna á
heimilinu...
— Saumaklúbburinn hittist bara
tvisvar í mánuöi...
Ég stóö snöggt og örugglega á
fætur, studdi mig fram á borðið, velti
um mjólkurkönnunni og leit yfir hinn
syndum spillta söfnuö, sem áleit flest
mikilvægara þeirri dyggö sem prýöa
má eina fjölskyldu: Samhug, samheldni
og samstöðu. Mér var mikiö niöri fyrir,
og ég flutti alveg skínandi tölu yfir þeim
öllum, þar sem ég lýsti minni skoöun
umbúöa- og tæpitungulaust.
— Hvaö, sagöi ég, hvaö er mikil-
vægara en fjölskylda sem stendur
saman? Er mikilvægara aö hitta
Benna? Stelpurnar í saumaklúbbnum?
Leikfélagana úti á róló? Verða þessir
fjarlægu kunningjar ekki hjóm eitt
samanboriö viö fjölskyldu, sem getur
sameinuö horft í kyrrö og ró á
spennandi kvikmynd í sjónvarpinu?
Þaö held ég. Fjölskyldan, kjarni þjóö-
félagsins, hornsteinn þess og undir-
staöa, veröur aö geta staðiö af sér
óróa umhverfisins, allan menningar-
njálginn, ef mér leyfist aö taka svo
ótvírætt til orða. Meö fjölskyldunni
stendur og fellur samfélag vort. Sam-
einaöir stöndum vér, sundraðir föllum
vér, sögöu víkingarnir í dentíö. Látum
þaö ekki henda okkur í þessari fjöl-
skyldu aö bregðast merki genginna
kynslóöa, þeirra kynslóöa sem hafa
byggt upp landið, samfélagiö, já, ég
leyfi mér aö segja: allt, sem viö höfum
fengiö í hendur og sem okkur ber aö
varðveita, vernda og hlúa aö. Eins og
vitur maöur sagöi eitt sinn: Ordnung
must sein, eöa, eins og þaö útleggst á
okkar sproki: Hér skal ríkja röö og
regla.
í þessum töluöum oröum sveiflaöi
ég hendinni með glæsibrag út í loftiö
eins og tij aö leggja aukna áherslu á
orö mín. Ég fann aö ég var sveittur á
enninu eftir ræöuflutninginn, og hjart-
aö sló örar í brjósti mér. Þaö er
greinilega ekki áreynslulaust aö standa
vörð um fjölskylduna og hennar sam-
félagslega hag. Og ég bætti viö:
— Viö íslendingar höfum ávallt haft
kvöldvökuna í sinni fornu mynd í
heiöri: Fjölskyldan sameinuö í því aö
tileinka sér þaö besta sem bókmennt-
irnar hafa upp á aö bjóöa. Nú eru
breyttir tímar, og viö tökum tillit til
þess, eins og vera ber, án þess þó að
glata tengslum okkar viö hinn liöna
tíma. Nú sitjum viö sameinuö viö
sjónvarpiö. Það er grundvöllur nútím-
ans, byggöur á fornum grunni. Þaö er
krafa nútímans, sem halda ber á lofti:
Fjölskyldunni allt.
Þetta seinasta næstum hrópaöi ég í
vígamóð yfir eldhúsboröiö, rétt eins og
ég væri staddur í ræöustól á fjölda-
fundi, og ég held aö ég hafi veriö
fjarska tignarlegur á aö líta. Enda haföi
þessi ræöa sín áhrif. Fjölskylda mín
horföi á mig opinmynnt og meö
uppglennt augu, greinilega alveg
steinhissa á, hvaö ég væri góöur
ræöuhöldur. Og þó ég segi sjálfur frá,
hefur þetta veriö mjög góö ræöa, sem
ég hélt. Því konan sagöi:
— Viö getum sosum setið inní
stofunni svolitla stund, fyrst það er þér
svona mikið kappsmál allt í einu.
Ég horföi sigurviss í kringum mig.
Síðan leit ég á Eirík. Hann sagöi ekki
orö, en staröi á mig sem fyrr, og ég
held þaö hljóti að hafa veriö hrifn-
ingarglampi í augum hans. Aö minnsta
kosti áleit ég það vera hrifningar-
glampa. Síöan leit ég á Soffíu. Hún
horföi ofan í diskinn sinn og sagði ekki
orö. Sigur minn var alger, og ég gekk
frá boröinu inn í stofu og kveikti á
sjónvarpinu.
í sömu andrá hringdi síminn, og
glaöur í bragöi snaraöist ég aö síma-
boröinu, greip tóliö léttilega og bar þaö
upp aö eyranu.
— Alfreö Böðvar, svaraði ég.
— Addi, vinur, blessaður, sagöi
rödd í tólinu sem ég kannaðist mæta
vel viö. Þarna var þá kominn gamall
skólafélagi minn, hann Hannes karlinn,
einn af gömlu strákunum. Hann var
greinilega undir áhrifum áfengis.
— Já, blessaöur og sæll, sagöi ég.
Hvaö segir þú nú gott?
— Addi vinur, viö vorum aö koma
samcn nokkrir hérna niöri í bæ. Á
Borginni. Pési var að koma frá útlönd-
um, þú manst eftir Pésa, hann er
orðinn doktor í París og hann var aö
koma til aö vera við jarðarför, og svo
ákváðum viö aö hittast hérna á borg-
inni, bara svona til aö skála í einum
tveimur laufléttum og svona. Þú veist
hvernig þaö er, ha, er þaö ekki?
Helduröu aö þú látir ekki sjá þig, gamli
gaur? Ha, ha, ha.
— Ja, ég veit ekki... sagöi ég, en
Hannes karlinn greip fram í fyrir mér.
— Addi, vinur, þú mátt ekki láta þig
vanta, hann Pési baö mig sérstaklega
um aö hringja í þig, hann langaði svo
aö sjá þig og hann fer bráöum aftur.
Ha? Og viö ætlum aö rifja upp gömlu
skólaárin, ha, manstu eftir þeim?
Manstu, Addi, manstu þegar þú og
Pési genguð niöur Laugaveginn og
sunguö ... bíddu, hvaö sunguö þið nú
aftur, ég á aö muna þetta ...
— Gaudeamus igitur, sagöi ég. Ég
mundi atvikiö vel, og ósjálfrátt
streymdu gamlar minningar um huga
minn. Þiö unglingsárin æskuglöö,
hugsaöi ég, og mér fannst ég næstum
vera meö Pésa á Laugaveginum, um
miöja nótt, syngjandi Gaudeamus igit-
ur, og allir hinir strákarnir meö okkur.
— ... Gaudeamus, alveg rétt, Addi
vinur, þaö er svo langt síöan viö höfum
sést, heyröu, þú bara veröur aö koma
og segja okkur hvernig þú hefur
plummaö þig. í Lífsbaráttunni, séröu.
Ha? Sameinaöir stöndum vér, er þaö
ekki?
— Já, þú segir þaö, sagöi ég. Eg
gat ekki neitaö því, aö Hannes haföi
töluvert til síns máls. Þaö var langt
síöan viö höföum sést.
— Heyrðu, sagöi ég eftir nokkra
umhugsun, ég held ég skelli mér bara.
Ég segi viö konuna aö þaö hafi komiö
óvænt upp á. Viö sjáumst, Hannes
minn.
— Addi vinur, sagöi Hannes aö
skilnaði, og meö því kvöddumst viö. Ég
fór aftur inn í eldhús, eftir aö hafa
slökkt á sjónvarpinu.
— Jæja, gott fólk, hvaö segið þið
nú? sagöi ég.
— Við erum aö koma, viö erum aö
koma, sagöi konan og benti Soffíu og
Eiríki Itila aö gegna fööur sínum og
standa á fætur.
— Nei, þetta er allt í lagi, flýtti ég
mér aö segja. Uhh .. . þaö var verið aö
hringja í mig ... ég ... og ég þarf,
hérna, aðeins aö skreppa ... strákarn-
ir ætla aö hittast aöeins í kvöld,
skiljiði... þetta er allt í lagi... þiö
getið bara seSt niður og horft á
sjónvarpiö án mín. Er þaö ekki?
Konan þurfti ekki aö segja neitt. Ég
skildi þaö þegar í staö, aö ég haföi
sagt eitthvað sem henni mislíkaöi, án
þess að ég gæti áttaö mig á hvaö þaö
væri. Konur eru stundum svo undar-
legar í skapinu. En ég sá mér þann
kost vænstan aö fara út meö hraöi...
annars heföi ég kannski oröiö of seinn
aö hitta strákana á Borginni.
Heimilisfaðir og fyrirvinna — Eftir Alfreð Böðvar ísaksson