Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 5
Hilmar Kristjánsson Afríka Rætt við Hilmar Kristjánsson, fyrrum útgefanda Vikunnar og fleiri blaða, en hann fluttist til Suður- Afríku og hefur stundað þar sjálf- stæðan atvinnu- rekstur um 15 ára skeið. Eftir Gísla Sigurösson HVITIR 0G SVARTIR ETA HVOR ÚR SÍNUM POKA Hilmar Kristjánsson var orðinn þekktur maður í Reykjavík fyrir 20 árum. Hann var þá langur og mjór meö svört hornspangagleraugu og sat oft í Gildaskálanum viö Aöal- stræti og reiknaði í gríö og erg. Hann haföi tekið próf frá Verzlunarskólan- um; var nýbúinn aö kaupa Vikuna, reka ritstjórann, ráöa þann er þetta ritar í staöinn, — og staöráöinn í aö græöa. Þarna á Giidaskálanum reiknaði hann kálf í kú og folald í meri eins og þar stendur og fyrirtæk- in, sem uröu til á pappírnum, skiluöu glæstum hagnaöi. Hann keypti tíma- ritiö Úrval, stofnaöi útgáfuna Hilmi H/F meö tilheyrandi prentsmiöju, myndamótagerö, bókbandi og dreif- og báðir vilja hafaþað þannig ingu. Og síðar gaf hann út dagblaöiö Mynd, — en það ævintýri stóö frekar stutt og markaði tímamót í þá veru, aö „Hinn íslenzki Hearst“ eins og hann var einhverntíma kallaöur, sagöi skiliö viö land og þjóö í bili aö minnsta kosti. En þaö var ævinlega líf og fjör í kringum Hilmar og ungir menn uröu upptendraöir af áhuga í návist hans. Menn sögöu lausum gulltryggum framtíöarstöðum hjá sjálfu SÍS og víðar til aö freista gæfunnar hjá ævintýramanninum, sem reiknaði út gróöavænleg fyrirtæki á Gildaskál- anum. En lífiö varö ööru fremur víxlar á víxla ofan. Væru þeir greidd- ir, var það gert á síöasta degi og lagt af staö í bankann, þegar fimm mínútur voru eftir til lokunar. Þaö segir sig sjálft aö ungir athafnamenn á uppleiö veröa að aka greitt undir þesskonar kringumstæöum og veg- farendur uröu pínulítiö hissa eitt sinn, þegar framkvæmdastjóri Vik- unnar skauzt framúr á Laugavegin- um meö því að aka eldsnöggt uppá gangstétt og bak viö Ijósastaur. Svona geta menn veriö vaskir á yngri árum, akandi á smátíkum, sem þeir kæmust ekki einu sinni inní aö nokkrum árum liönum. Reyndar var Hilmar klár á því frá upphafi, aö ísland mundi vera eitthvert alsíöasta land heimskringlunnar meö þaö fyrir augum aö reka ábatasöm viðskipti. Kosturinn viö íslendinga var aö vísu sá, aö þeir keyptu og lásu einhver ókjör af blööum, svo dæmi um annað eins uröu ekki fundin. En viökvæðiö hjá Hilmari var alltaf, aö hér væri allt að sökkva í botnlausan sósíalisma, þar sem hagnaður sam- svarar glæp og fyrirtæki eiga um- fram allt aö berjast í bökkum, ofurseld bankavaldinu. Eftir tilraunina með dagblaðið Mynd, tók Hilmar upp tjaldhælana og sagöi Farvel Frans. Hann var einhleypur þá og hélt utan á vit ævintýra og tækifæra á sunnanverð- um hnettinum. Hann íhugaði aö fara allar götur til Ástralíu en Suöur Afríka varö samt ofaná. Hann gekk frá boröi í Höfðaborg og aleigan var fötin sem hann stóð í og andvirði notaös bíls, sem hann keypti þar á staðnum. Nú ók hann blátt strik á annað þúsund kílómetra noröur til Jóhann- esarborgar líkt og þetta væri allt- saman fyrirfram ákveðið og ekki um annað aö gera en hlýöa valdi forlag- anna. Sem sannur íslendingur lét hann þaö veröa sitt fyrsta verk aö líta í blöðin; og sjá, — þar var reyndar auglýst fyrirtæki: Hjúkrunar- þjónusta meö heilan hóp hjúkrunar- kvenna á sínum snærum. Hilmar Kristjánsson svipaöist um eftir banka og sagöi sísona viö banka- stjórann: Jæja, hér er ég og hérna er fyrirtæki til sölu og nú þarf ég gras af peningum. Aö sjálfsögöu fékk hann þaö sem hann bað um útá andlitið, enda eiga þeir gras af seölum í Jóhannesarborg, þar sem gull og demantar ganga í stríðum straumi uppúr jörðinni. Síöan gekk allt eins og í ævintýr- inu. Hilmar staðfesti ráö sitt og kvæntist suðurafrískri konu af Búa- ættum og þau eiga þrjú börn. Hjá þeim er einnig til heimilis sonur Hilmars, sem hann haföi eignast um svipaö leyti og hann kvaddi landiö. Hjúkrunarþjónustan reyndist mun arðbærari en blaöaútgáfa á íslandi, en Hilmar hefur alltaf verið veikur fyrir prentsvertu og pappír og í fyllingu tímans seldi hann hjúkrunar- þjónustuna og fór aö prenta alman- Sjá nœstu síðu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.