Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Blaðsíða 11
Kristín og Ragnar höföu samt búiö
allan sinn búskap í Reykjavík að
undanskildum einum vetri, sem þau
bjuggu í Mývatnssveit og kenndu þar
bæöi.
Þegar hin skyndilega ákvöröun var
tekin um búferlaflutninga noröur, var
Kristín gjaldkeri hjá Flugmálastjóra
og varö aö segja lausu góöu starfi.
Ragnar vann þá eingöngu viö aug-
lýsingateikningar hjá Auglýsinga-
þjónustunni og haföi í huga aö hasla
sér völl á því sviði fyrir norðan.
Freyja litla, dóttir þeirra var þá
þriggja ára og þau fengu í fyrstu inni
hjá skólasystur Kristínar „úti í þorpi“
eins og sagt er á Akureyri og merkir
Glerárþorpiö. Þar var vistin vís í 10
mánuöi og á þeim tíma keyptu þau
risíbúö í 53 ára gömlu húsi viö
Norðurgötu. Þar er viðbyggt hús,
sem áöur var fjós og hlaöa og er
gegnt úr risíbúöinni inná hlööuloftiö.
Allt er það óinnréttað eins og er, en
Ragnar hefur í hyggju aö bæta úr því
og koma sér upp teiknistofu þarna á
hlööuloftinu.
Ekki haföi Ragnar vissu fyrir nein-
um verkefnum þar nyröra og má því
segja, aö flutningarnir hafi í senn
byggst á bjartsýni og trú á Akureyr-
ingum. Hann haföi þó meö sér
verkefni að sunnan og haföi nóg aö
gera viö þau fram aö áramótum. Á
Akureyri eru annars tvær teiknistofur
og síður en svo aö Ragnar hafi
komiö þar aö ónumdu landi aö
þessu leyti. Hann telur að fyrirtæki í
bænum séu aö gera sér Ijósa nauð-
syn þess aö láta vinna fyrir sig
auglýsingar, — og tekur þeim verk-
efnum sem bjóöast. Þau koma raun-
ar víöar aö, til dæmis frá Dalvík og
jafnvel allar götur frá Noröfiröi.
Þar til hlöðuloftið veröur klárt,
hefur Ragnar bráöabirgöahúsnæöi á
leigú og límir fyrir gluggana til þess
að útsýniö trufli hann ekki. Og þegar
ekki gefast auglýsingaverkefni eöa
aðrar teikningar, vinnur hann viö
málverk. Síöan hann flutti norður
hefur hann haldiö sýningar á Akra-
nesi, Sauöárkróki og meö öörum á
Húsavík. Árangurinn af því varö
ágætur nema helzt á Króknum.
Fyrir tilstuölan nokkurra áhuga-
manna hefur oröiö mikið líf og fjör í
myndlistariðkun og sýningum á Ak-
ureyri. Ragnar. Lár er í hópi 16
myndlistarmanna þar í bæ sem
stofnuöu félagiö Myndhópinn eftir
áramót í vetur leiö, en undirbúningur
hófst meö samsýningu hópsins í
Iðnskólanum um haustiö. Aðspurður
um samstööu myndlistarmanna á
Akureyri, sagöi Ragnar aö hún væri
lítil eins og annarsstaðar, en samt aö
lagast. Framar öllu ööru er þaö
starfsemi Háhóls, sem skapaö hefur
grundvöll fyrir almennan myndlistar-
áhuga, sem nú er fyrir hendi í ríkum
mæli á Akureyri. Auk þess er rekinn
Myndlistarskóli Akureyrar og í hon-
um voru á annað hundrað nemendur
síðastliöinn vetur, og Ragnar kenndi
þar módelteikningu.
Þaö er eitt og annaö framundan,
nú þegar vetur fer í hönd. Til dæmis
var Ragnar ráðinn til að vinna leik-
mynd og búninga í Galdrakarlinn í
Oz, sem varö fyrsta verkefni Leik-
félags Akureyrar í haust. Einu sinni
áöur hefur Ragnar tekizt á hendur
samskonar verkefni; þá fyrir ung-
mennafélagiö í Mosfellssveit. Raunar
vanri hann öll auglýsingaspjöld fyrir
Leikfélag Akureyrar á síöasta vetri
og sýndi í leikhúsinu — vatnslita-
myndir úr Skugga-Sveini.
Nú hafa Myndhópurinn og Leikfé-
lagiö gert samning sín á milli um aö
Myndhópurinn sjái um aö halda úti
standandi sýningum í leikhúsinu og
frá fjóröungssjúkrahúsinu hefur
komiö ósk um aö hópurinn hafi þar
uppi myndir. „Þegar á heildina er
litið, kemur þetta betur út hjá mér en
þaö geröi syöra", segir Ragnar. Og
þegar hann er ekki aö teikna ellegar
mála, leggur hann leiö sína á golf-
völlinn og var áöur félagi í Golfklúbbi
Ness.
„Viö höfum ekki ennþá kynnst að
ráöi þessari orölögðu Akureyrar-
blíðu“, segir Ragnar, „voriö var
einstaklega slæmt og sumariö hefur
brugöist vonum okkar“. En frá Akur-
eyri er skammt aö fara til fagurra
staöa og Ragnar fer annaö veifiö aö
berja fegurðina augum, — stundum
til Mývatns, eöa þá til staöa sem eru
utan viö alfaraleiöina og aldrei
vannst tími til aö sjá áöur. Hann
málar jöfnum höndum landslags-
myndir, fólk og portret af börnum.
Hann saknar einskis, segir hann,
nema þá helzt myndlistarsýninga.
„Og ég fer sjaldan suöur“, bætir
hann viö, „þrívegis í vetur af illri
nauösyn og flýtti mér eins og ég gat
norður aftur. En aö sjálfsögðu sakn-
ar maður góöra vina; þó er bót í
máli, að þeir hafa verið iönir viö aö
koma norður og þaö hefur veriö
ánægjulega gestkvæmt.
En hvaö er þá framundan, annað
en leikmyndir fyrir leikhúsiö? Jú,
þaö er einkasýning, sem Ragnar
ætlar aö halda í Háhól í haust og
veröur kannski afstaðin, þegar þetta
kemur á þrykk.
Umskiptin urðu aö því leyti meiri
fyrir Kristínu, að hún skipti einnig um
atvinnu — og gerðist kaupmaöur.
Hún stofnsetti verzlunina Fiörildi í
desember síöastliönum og hefur þar
einvörðungu á boöstólum samskon-
ar vörur og verzlunin Jasmín í
Reykjavík, sem maöur af indverskum
uppruna rekur. Þaö er dálítiö fram-
andlegur Austurlandasvipur á hlut-
unum þar og Kristín segir aö þaö sé
töluvert sama fólkiö, sem kemur
aftur og aftur. Enda þótt búöin hafi
ekki gefið af sér aö ráöi nema fyrir
jól og aðrar gjafahátíöir, þá hefur
hún skapaö Kristínu atvinnu og
staðiö undir sér. Kristín sér alveg um
búðina, því Ragnar kveöst sízt af öllu
vera kaupmaöur: „líður alltaf bölvan-
lega, ef ég þarf aö selja eitthvaö og
aðeins viðstaddur opnun sýninga
fyrir kurteisissakir", segir hann.
Þau hafa verið aö vinna aö endur-
bótum á íbúöinni. Þegar striginn
undir veggfóörinu var fjarlægður,
kom í Ijós gullfallegur panell, sem
ekki þurfti annað en lakka. En
sumsiaöar hafa þau málað hann.
Opnir skuröir utan dyra vitnuðu um
hitaveitu, en til þessa hafa þau hitað
upp meö rafmagni og þrátt fyrir
aldurinn er íbúöin vel einangruð og
hlý. Framan við húsið er einn af
þessum rómuöu görðum í Akureyr-
arbæ, enda er staöurinn nærri hjarta
bæjarins. Og þegar Ragnar vísar
kunningjum aö sunnan til vegar, þá
segist hann búa 250 metra frá
Sjallanum. Þá finna allir staöinn.
HLJÓM-
PLÖTUR
^________
1
Mike Oldfield. / Exposed
Virgin records, / Steinar h/f.
Fyrir réttum sjö árum fréttu forsvarsmenn
hins nýstofnaöa hljómplötufyrirtækis „Virgin
records" af ungum, innhverfum hæfileika-
manni sem fékkst viö aö skeyta saman
segulbandsbútum með upptökum á eigin
tónsmíöum. Þessi maöur var Mike Oldfield.
Forsvarsmenn „Virgin records" hrifust af
vandaöri tónlist hans og buðu honum afnot
af hljóöupptökusal fyrirtækisins. Eftir átta
mánaöa dvöl í stúdíóinu tilkynnti Mike
Oldfield aö nú væri tónlist hans fullkomnuö.
„Tubular bells" kom út áriö 1973, og
öllum til undrunar sigldi hún hægt upp í
efstu sæti breska vinsældarlistans og þar
sat hún föst. Hljómplatan var einstök fyrir
margra hluta sakir. Mike Oldfield leikur
sjálfur á öll hljóöfæri á plötunni og virðist
hann vera jafnvígur á þau öll. Tónverkið
„Tubular bells“ er nýstárleg tilraun til aö lýsa
sköpunarsögunni í tónum. Allt frá því aö
fyrsta lífið fæöist í sjónum og þar til
baráttan milli góös og ills hefst.
Nú nýveriö kom út tveggja platna albúm
meö Mike Oldfield sem var tekiö upp á
hljómleikaferöalagi hans í Evrópu. Tón-
verkiö „Tubular bells“ er þar flutt í heild
sinni á miklu grófari og kraftmeiri hátt en á
upprunalegu útgáfunni.
Mike Oldfield hefur veriö hálfgerður
huldumaöur fram að þessu. Aldrei komið
fram á hljómleikum og auk þess veriö
fádæma fámáll í blaöaviðtölum. Eins og
hann sjálfur segir: „Hvaö ætti ég svo sem aö
segja. Allt sem ég þarf aö segja, segi ég
meö tónlistinni.“ En með þessari hljómleika-
ferö hans í vor er einangrun hans semsagt
rofin.
McGuinn, Clark and Hillman.
E.M.I./Fálkinn.
Margir muna eflaust eftir frumkvöölum
þjóölagarokksins; hljómsveitinni „Byrds"
sem var auglýst upp sem svar Bandaríkj-
anna viö bresku Bítlunum.
Aðalmaöurinn í Byrds var gítarleikarinn
Jim McGuinn sem seinna lét breyta nafni
sínu í Roger McGuinn. Hann hóf feril sinn
sem undirleikari hjá þjóölagatríóinu Lime-
lighters fyrir ca. tuttugu árum í borginni
Chicago. Áhugi hans á rokki vaknaöi, þegar
fyrstu plötur Bítlanna tóku aö berast yfir
Atlantshafið, og hann ákvað að stofna
rokkaöa þjóölagahljómsveit.
Hljómsveitin Byrds var stofnuð 1965 af
þeim Roger McGuinn, Cris Hillman, Gene
Clark, Mike Clark og David Crosby. Útsetn-
ing þeirra á lagi Dylans „Mr Tambourine
Man“ sló samstundis í gegn og komst
platan í efsta sæti bandaríska vinsældalist-
ans.
Þegar hljómsveitin Byrds var leyst upp
áriö 1973, þá hóf Roger McGuinn sóloferil
sinn og náöi hann sjálfur umtalsveröum
árangri á tónlistarsviöinu.
Fyrir ca. tveimur árum kallaöi McGuinn á
sinn fund, tvo fyrrverandi meölimi Byrds, þá
Cris Hillman og Gene Clark. Þeir féllust á aö
taka upp samvinnu við Roger McGuinn á
nýjan leik og fyrir nokkru síðan kom fyrsta
platan út meö þeim þremenningunum.
Roger McGuinn er ekki eins áberandi á
þessari plötu eins og hann var á gömlu
Byrdsplötunum. Aöeins tvö laganna eru eftir
hann og er þaö leitt því þau eru margfalt
betri en hin lögin á plötunni.
Mjög létt er yfir þessari plötu og kemst
maöur ósjálfrátt í gott skap þegar hún er
komin á fóninn. Tónlistin er í þægilegum
„Westcoast stíl“ í bland viö örlítil diskóáhrif.
Þokkabót./ í veruleik. Fálkinn.
Seyðisfjöröur er merkilegur fyrir margra
hluta sakir. Bærinn er á Austfjörðum og
liggur við sjó, umluktur háum fjöllum. A
veturna er yfirleitt ófært vegna snjóa svo
íbúar bæjarins veröa aö hafa ofan af fyrir
sér meö einhverskonar tómstundaiöju.
Frá þannig umhverfi komu félagarnir úr
Þokkabót. Tónlistarhæfileikar þeirra fengu
nógan tíma til aö þroskast í rólegheitunum í
dreifbýlinu. Fyrir fimm árum gáfu þeir út
sína fyrstu hljómplötu sem innihélt meöal
annars lagið „Litlir kassar" sem sló hressi-
lega í gegn og hljómaöl þaö margoft í
óskalagaþáttum útvarpsins. Allt frá byrjun
hafa félagarnir í Þokkabót sungiö á íslensku
og eiga þeir sinn stóra þátt í því aö snúa við
þeirri óheillavænlegu stefnu margra ís-
lenskra hljómlistarmanna að syngja á
ensku.
Snemma í vor kom út ný hljómplata með
Þokkabót sem bar nafniö „Í veruleik.“
Jafnvel þó plata þessi sé mjög góö og
vönduö þá hefur hún ekki hlotið þær
undirtektir sem hún ætti skilið. Aöeins tveir
af upprunalegum meölimum hljómsveitar-
innar, þeir Ingólfur Steinsson og Halldór
Gunnarsson skipa hljómsveitina í dag.
Þaö sem kom mér mest á óvart viö þessa
plötu voru skemmtilegar lagasmíöar tví-
menninganna.
„Þaö getur hvaða fábjáni sem er samiö
flókna tónlist en þaö þarf snilling til aö
semja eitthvað sem er einfalt," sagöi Pete
Seeger einu sinni.
Halldór Gunnarsson er líklega snillingur
ef skilgreining Seeger's á góöum lagasmiö
stenst.
Ingólfur Steinsson syngur forsöng í flest-
um lögunum og er túlkun hans á textunum
til fyrirmyndar. Meginuppistaöan í flestum
textunum eru heimspekilegar hugleiöingar
um lífið og tilveruna. Nýliðinn í Þokkabót;
Lárus Grímsson leikur á hljómborð og
flautur og á hann mikinn þátt í hversu
pottþétt tónlistin er afplötunni.