Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Blaðsíða 7
legu og flónskulegu viöbrögö hans eftir
slysiö, aö hann geti eins og farið úr
sambandi á erfiðum stundum? Gaf
Chappaquiddick-máliö ástæöu til aö
ætla, aö þaö yrðu þess konar menn,
sem hann myndi kalla á á neyðarstund
— „hinir gegnustu og gáfuðustu", eins
og þeir voru kallaöir í forsetatíð bróöur
hans — sem myndu kappsamlega
leitast viö aö koma í veg fyrir, aö fólk
kæmist aö því, hvaö heföi gerzt í
alvörunni og hvernig höfuöpaurinn
heföi brugðizt viö? Myndu þeir í raun
og veru villa um fyrir bandarísku
þjóöinni í viöleitni sinni til aö vernda
mannorö og álit leiðtoga síns?
Og á bak viö allt saman er þrálátur
grunur um, aö einhvern veginn eigi
reglur þjóðfélagsins ekki viö um
Kennedyana. Aö þeir komizt upp meö
hvaö sem er. Sumir hneykslast á
slíkum hugsanagangi, en öörum finnst
þetta ekki nema rétt, því aö fyrir þeim
eru Kennedyarnir „hin konunglega
fjölskylda“ hins bandaríska þjóöfélags
og eigi því að vera yfir alla aöra hafnir.
Allar þessar spurningar vöknuöu
vegna bollalegginga um þaö, hvort Ted
Framhald á bls. 14.
Bnöi Teddy og Joan kona hana hafa átt ainn þátt f umferdaralyaum og eru ekki ein um
þaö í þeaaari frægu fjölakyldu. Fraandi Teddya, Joe Kennedy, varö þeas valdandi meö
akstri sínum aö unga stúlkan á myndinni, Pamela Kelley, er lömuö og veröur aö vera í
hjólastól. Hún og foreldrar hennar fengu 1 milljón bandaríkjadala í skaóabætur úr
Kennedyajóðum.
Chappaquiddick-málinu hljóta að
vakna í sambandi viö kosningarnar á
næsta ári. Til dæmis: Afhjúpaöi máliö
alvarlegan skapgerðargalla Edwards
Kennedys, þess eölis aö mjög var-
hugavert væri aö hann gegndi embætti
forseta? Gæti þaö verið hættulegt
þjóöinni vegna þessa galla, aö hann
næöi kjöri sem forseti? Leiddi Chappa-
quiddick-máliö í Ijós veikleika hjá
Kennedy, ef mikill vandi steðjar að eða
farg hvílir á honum. Táknaöi þaö, meö
því aö hann skyldi koma sér út úr
bílnum og burt af slysstaönum, en
skilja stúlkuna eftir í dauöanum, aö
honum finnist, aö Kennedyarnir eigi aö
sjá um sig sjálfa fyrst, en svo megi
dauðinn hiröa hina? Sýndu hin furöu-
Nú er grindahlaupiö mikla aö hefjaat. Jimmy Carter og Brown í viöbragösstööu, en
Kennedy hitar sig upp, albúinn þess aö taka þátt í keppninni.
■ * '*< '£Si.
TVÖ NORSK KVÆÐI
Hans Börli
SATAN
Allt hatur —
jafnvel hatrið á hinu illa —
elur af sér aukið hatur í heimi,
meiri vonzku:
Mannskepnan festir
pokurhorn á enni sér
til þess aö geta stangaö á hol
fjandann í eigin barmi.
Kærleikurinn einn getur
dregið úr mætti illskunnar í veröldinni.
Jafnvel Satan hungrar eftir
ást.
Þessvegna er hann svo fjandsamlegur.
Gunvor Hofmo
NÆTURSKIP
Þessir auöu gangar.
Kveikt á náttlampanum einum.
Sjúkrahúsið líkt skipi
sem siglir hættulega leiö.
Og farþegarnir vaka óttaslegnir.
Hlusta eftir ólguhljóöinu aö utan,
eftir titringi í stórum skrokki skipsins,
eftir ópi sem aldrei heyrist.
Loks snýr skipsskrokkurinn stefni
mót svefntáknum himins,
sem túlkuö eru, mynd eftir mynd,
af náttsvörtum englum sem opna
djúpin meö himneskum lyklum sínum.
Þei-þei. Systir á næturvakt hraöar sér
til einhvers sem kveinar í svefni.
Skipiö morrar áfram inn í ennþá dýpri nótt.
Baldur Pálmason íslenzkaöi.