Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Blaðsíða 15
Samtal í tilefni sjötugsafmælis. Framhald af bls. 11. Hollendingurinn Karel Appel.“ „Og myndir ykkar frá þessu skeiöi eru þá orðnar mikiö dýrmœti sem listsögulegt raritet". „Jú, þaö er drjúgur bísnis í cobra-myndum. Aldrei líöur svo ár aö ég fái ekki fyrirspurnir um myndir frá þessum tíma; síöast nú í sumar frá Ameríku. En ég á í raun og sannleika aöeins tvær myndir eftir frá þessu skeiði og þær hanga hér í stofunni." „Þaö þótti fínt aö vera í þessari Cobragrúppu; þið voruð menn framtíðarinnar og hafið náttúrulega pípt á allt annað?“ „Ekki nærrri eins fínt og aö vera í Grönningen, — þaö var fínasta og eölasta myndlistarsamkunda í Dan- mörku. Viö Jón Stefánsson voru einir íslendinga félagar í Grönningen og ég sýndi margsinnis meö þeim eftir 1950. En nú í nokkur ár hef ég ekki nennt því“. „Menn segja, aö þú byggir af- komu þína ennþá á Danskinum og lifir allltaf á gamalli frægö þar. Hefurðu myndir til sölu í Höfn?“ „Tómt kjaftæöi. Nei, ég hef ekki eina einustu mynd til sölu í Höfn, — en hitt er svo annaö mál, aö ég gæti þaö. Og sýningar. Æ, mér finnst svo leiöinlegt aö vera aö stússast í sýningum. Svo lengi sem maður getur gert eitthvaö til gagns, þá á maður ekki aö vera aö standa í innrömmun og ööru þrautleiöinlegu stússi, bara til þess aö selja. Ég segi nú bara fyrir mig; en ég er líka oröinn svo vanur því aö vera blankur. Sko, Ásta vinnur fyrir mér og stjórnar öllu; íún hefur kontrol á öllu, því skaltu trúa.“ „Og nú er komið skammdegi, — geturðu málað við ljós?“ „Ænei, þaö geri ég ekki. Sumarið er minn tími. Olíkt líöur mér betur, þegar aöeins fer aö birta og komið framá voriö. Já, sumariö er mér drýgst, en Ásta hefur gaman af ferðalögum og stundum þegar hún vill fara eitthvaö, þá getur hún ekki dregiö mig meö, því mig langar til að nota birtuna. í skammdeginu geri ég sem minnst. Og mér finnst allt Ijós falskt nema dagsljósið, þaö eina sanna Ijós, sem guö hefur gefiö okkur, eöa hvort þaö er einhver annar, sem hefur gefiö þaö. Ég veit þaö ekki elskan mín góöa, — ég er alveg trúlaus. Já, þaö hefur ekki einu sinni breyzt meö árunum“. Og allt í einu er Svavar kominn til Kaupmannahafnar, síðan austur á Homafjörö og skellihlær. „Ég var furöanlega meðtekinn í þessum félögum, sem viö vorum aö tala um. En þegar fjallaö var um sýningar, var oftast endað á mér og ens og hnýtt aftan viö: „Og sá er det Svavar Gudnason". Maöur var aldrei algerlega einn af þeim. Mér kemur í hug hann Ási, sem fluttist frá Fá- skrúðsfirði útá Höfn, þegar ég var aö alast upp. Ágætur náungi Ási og bjó með kellíngu, sem hór Jóa. Mér ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA GMLVERJINNER KUKKAÐUR')'{ f Jh, EN EKKIAL VAR- LE6A ! MEOAN É6 ER TIL AV 6/ETA HAUS, . CERIR HANNENGUM me/n! y HjAlPI OSSJlÍPPf! HVAPHUÓP í HANNf SKtPTlÐ YKKUR EKKIAF HOAtUM. ER BARA UPPS/GA-P !//£? YKKUR. Vtp EPPM SVONA PESS/R V/LL/MENN! p!Ð ÞURF/0 EKK! N AÐ VERA HR/EPD! ER EKK/ HÆTTULEG UR! ERE/NSOG HAPPPR/ETTH/ EINS OG HAPPPfÆTT/ PÚ ERT ME/STARí ^ STEtNRÍKUR! Ht/ERN- /G FER&U AÐ PVÍ AE> 6ERA P/6 SVO -^GR/MMDARLEGANte EG 6ER! MtE&ARA EtNS 06 KRÍLA, PEGARHANNSTEKK- URUPP'ANEPSéR/ ÞAÐ ER ^ c LfíGLEGT HAPPPRÆTTH fannst Asi aldrei vera einn af okkur á Höfn, — hann var frá Fáskrúðsfirði. Ási haföi að orðatiltæki „þaö væri stuð“ og notaöi þaö kannski, þegar menn áttu síst von á. Einu sinni var legiö í tjöldum á engjum og aö sjálfsögöu hljóöbært milli tjaldanna. Ási svaf þar meö Jóu sína í tjaldi og gekk ilia að vekja hana einn morgun- inn. Menn heyrðu aö hann sagði. „Jóa, ertu dauö manneskja? Þaö væri sko stuö. Um hvað vorum viö annars aö tala?“ „Það var eitthvað um trúleysi þitt“. „Já alveg rétt. Hvort eitthvaö tekur viö aö þessu loknu, — um þaö hef ég enga sannfæringu. En eitt skal ég segja þér. Mér finnst þaö djöfulleg tilhugsun, aö ekkert taki viö. Sem sagt; ég vildi frekar geta staöið í streöinu áfram." „En finnst þér einhver huggun fólgin í því, að myndir þínar munu lifa þig og halda áfram að vera tíl?“. „Um það get ég aöeins sagt, aö ég er stoltur af hverri mynd, sem hefur lukkast og mér finnst aö þaö hljóti aö skilja eitthvað eftir. Ég tel mig hafa verið æröan mann, þegar ég geröi mínar skástu myndir og aöeins þá komst ég í samband viö allífið“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.