Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1979, Blaðsíða 13
V,
r
SIÐFERÐI
SÓSÍAUSMANS
eöa
aö sveigja
siðferðiskenndina að
því „praktíska“.
Er leið aö aldamótunum síöustu
fór boöunar sameignarstefnunnar
(Marxismans) verulega aö gæta. Voru
m.a. stofnaöir stjórnmálaflokkar í
flestum Evrópulöndum, sem tóku,
leynt og Ijóst, að vinna aö framgangi
sósíalismans.
Eins og flestum er kunnugt, er
sósíalisminn ekki eingöngu kenning
um sameign atvinnutækja og rekstur
þeirra, heldur er „heildarhyggjan“
miklu víötækari en svo, og felur m.a.
í sér, aö persónuleg réttindi einstakl-
ingsins eru líka, aö mestu, færö yfir til
hópsins — þjóöfélagsins. Hagsmunir
einstaklingsins veröa hvarvetna aö
víkja, fari þeir ekki saman við meinta
hagsmuni hópsins. Hann veröur nán-
ast þjónn hópsins og hefur þaö eitt
hlutverk aö ef/a hag hans.
Meö boöun sameignarstefnunnar
var lagöur grundvöllur aö þeirri
hugarfarsbreytingu, sem nú gætir í
vaxandi mæli og, sem allskonar öfga-
og þrýstihópar hafa séö um aö nær
langt inn í raöir andvaralausra fjáls-
hyggjumanna. Hugarfarsbreytingin
byggist á því, aö meö yfirtöku
réttinda einstaklingsins, taki þjóöfé-
lagiö einnig á sig skyldur hans og
ábyrgö. Um leiö hefur siöferöiskennd
einstaklingsins skekkst. Nú finnst
honum aö hann geti gert ýmislegt í
skjóli hópsins, sem hann áður heföi
ekki veriö reiöubúinn aö standa
ábyrgur fyrir.
Þegar svo hér viö bætist hagræö-
ing á löggjöf í sömu átt, rekur þaö
endahnútinn á breytta afstööu ein-
staklingsins. Þaö sem honum kann
áöur að hafa þótt óhæfa og fara í
bága viö almenna, heilbrigöa siöferö-
iskennd, veröa nú einfaldlega lögleg-
ar og sjálfsagöar „félagslegar athafn-
ir“.
Meöal réttinda, sem á öllum tímum
hafa veriö ofarlega á baugi, er réttur
konu og ábyrgö gagnvart barni sínu,
bornu og óbornu. Allt frá heiöni hefur
sú siöferöiskrafa kynstofnsins verið
höfö í heiöri, aö útburöur barna sé
algert neyöarúrræöi, sem ekki sé
gripiö til fyrr en í ýtrustu neyö, og sé
raunar ætíö ósómi. Eftir aö kristin trú
náöi fyrir alvöru fótfestu í landinu
varðaöi útburöur barna viö lög og lá
dauöarefsing við, ef út af var brugöið.
Eins var um öll Vesturlönd.
Jafnskjótt og áhrifa sameignar-
stefnunnar fór verulega aö gæta,
varö hér breyting á. Þegar upp úr
1920 eru þessi áhrif farin að koma
svo rækilega fram, aö þá er gerð
svohljóðandi samþykkt á landsþingi
sameignarkvenna, aö tillögu Tove
Mohr: „Vér heimtum hegningu fyrir
barnsmorö úr lögum numda, þegar
gift eöa ógift kona líflætur nýfætt
barn sitt áöur en sólarhringur er
liðinn frá fæöingunni", („Skiptar
skoðanir", ritdeila Sigurðar Nordals
og Einars H. Kvarans).
Þessar konur viröast aö vísu hafa
veriö nokkuö „á undan sinni samtíö",
íþessu efni. Þó eru nú mörg ár síöan
fóstureyöingar voru lögteknar á
íslandi, aö vísu sem neyöarúrræöi.
Frá 1975 eru þær aftur á móti
heimilar, svo aö segja án takmark-
ana, „félagslegar ástæöur" einar
saman nægja.' — Á útburöi barns
(„lífláti innan sólarhrings") og fóstur-
eyöingu, er aöeins stigmunur.
Þessi rýmkun laganna er heldur
betur farin aö segja til sín.
Sú staöreynd, að á þrem árum
hefur veriö fargað á annaö þúsund
börnum á íslandi, á ríkisreknum
stofnunum, hefur ekki vakiö eftirtekt,
svo aö teljandi sé. Siöferöiskenndin
hefur veriö sveigö svo rækilega aö
því„praktíska", enda viröist þaö vera
veikasti þátturinn í eöli mannskepn-
unnar aö vera jafnan tilbúinn aö
slaka á lífsmynstrinu til aö losna viö
óþægindi.
Þaö er svo til marks um þann
siöferöislega glundroöa, sem ríkir í
hugarheimi „ velferöarþjóöfélagsins",
að þegar það þarf aö sýna bræöra-
lagshugsjónina í verki, meö mannúð
og mildi, þá eru þaö ekki saklaus lítil
börn, sem fá aö njóta þess, heldur er
rokiö til og hætt að lífláta glæpa-
menn.
Flestum mönnum mun svo fariö,
aö þeir reyni aö gera sér einhverjar
hugmyndir um hvernig hinum ýmsu
þáttum lífsins sé háttað, þó að raunar
sé flest á huldu í því efni. Eitt er þó
víst, aö meö getnaöinum veröur til
nýr einstaklingur, nýr maöur, búinn
öllum þeim.eiginleikum, bæöi líkam-
legum og andlegum, sem gerir hann
aö sérstæöri persónu og, sem hann
síðar leggur af stað meö út íheiminn.
Löngum hefur veriö talaö um sál,
sem annað og meira en hinn áþreif-
anlega líkama, gjarnan um ódauö-
lega sál, sem þó hlýtur á einhvern
hátt aö vera hluti þess arfs, sem
foreldrarnir láta afkomendum í té.
Þaö má heita furðulegt um þjóö, sem
er jafn ginnkeypt fyrir öllu, sem lýtur
aö „sálrænum fyrirbærum", að þegar
um er að ræða aö binda endi á iíf, á
þann hátt, sem hér er til umfjöllunar,
er ekki aö merkja aö þetta, sem hér
hefur veriö rifjað upp, sé nein hindr-
un. Aöeins viröist nú vera spurt, hvaö
eru lög, og hver er „réttur" minn.
Nokkru síöar en heróp þeirra Marx
og Engels, „Kommúnistaávarpiö",
birtist, um miðja öldina sem leið, kom
út bók John Stuart Mill, „Um frelsið",
sem síöan hefur verið leiöarljós
frjálshyggjumanna um frelsi einstakl-
ingsins til athafna. Þetta frelsi, ásamt
skyldum og réttindum, sem því eru
samfara, skilgreindi höfundurinn
þannig:
„Maöur ber einungis ábyrgö gag-
vart samfélaginu á þeim athöfnum
sínum, sem aöra varöa. Hann hefur
óskoröaö frelsi til allra geröa, sem
varöa hann sjálfan einan. Hver maöur
hefur fullt vald yfir sjálfum sér, líkama
sínum og sál".
Þaö er í samræmi viö þetta, sem
séra Bjartmar Kristjánsson segir í
athyglisverðri grein í Morgunblaöinu
24/7 s.l.:
„Réttindi okkar veröum við alltaf
aö skoða í samhengi við rétt annara".
Það er sitthvaö aö ráöa yfir eigin
peraónu og eigin líkama og hitf, aö
hafa rótt til að farga annari mann-
legri veru, sem um tíma nýtur
gistivináttu.
„Rétturinn til lífs, sem öll önnur
réttindi byggjast á, hlýtur aö vera
þyngri á metunum en „rétturinn" til
þess aö losna viö einhver tímabundin
óþægindi", segir B.K. ennfremur í
nefndri blaöagrein.
I kjölfar rýmkunar reglna um fóst-
ureyöingar viröist vera í uppsiglingu
annaö málefni, þar sem líka er um að
ræöa, aö binda endi á mannlegt líf.
Hér er átt viö svonefnd „líknardráp",
og hugsanlega löggjöfþar aö lútandi,
sem nú er nokkuö á dagskrá. Góðir
menn og grandvarir, vara viö setn-
ingu löggjafar um þetta efni. Þeir
gera sér óefaö Ijóst hvert kann aö
stefna, veröi einhver ákvæöi hér um
lögfest. Þróun löggjafar og almenn-
ingsálits varöandi fóstureyöingar,
gefur til kynna hvers má vænta.
Þar sem heimilaö hefur veriö aö
farga megi ófæddum börnum, og þaö
virðist ekki særa siöferðiskennd al-
mennings, er rökrétt framhald þess,
að sveigja siöferöiskenndina enn
frekar aö því „praktíska", og þá
veröur „líknardráp" fyrst fyrir. Fyrst í
staö yröi heimild að sjálfsögðu bund-
in ströngum heilsufarslegum ástæö-
um. Þegar frá liði yröi löggjöfin svo
rýmkuö, eins og var með löggjöfina
um fóstureyðingar, þannig aö alls-
konar „félagslegar ástæöur" kæmu
líka til álita. Þá færi röðin aö koma aö
gamla fólkinu.
Björn Egilsson frá Sveinsstööum
endursagði nýlega, í ágætri grein í
Lesbókinni, söguna af Helgu á Borg,
sem svikist var um að bera út, og
sem varð, þess í staö, ein glæsi-
legasta kona sinnar samíöar á
fslandi. Ekki mun oft hafa tekist
svona gæfulega til, og því hefur
óefaö margt glæsimenniö, sem oröiö
heföi, aldrei fengiö aö kynnast heim-
inum. Helga var höföingjaættar; en
saga allra alda kennir okkur, aö ekki
þurfi slíkt til, því aö ósjaldan hafi
komiö fram afburöamenn og glæsi-
menni, þar sem jafnvel síst var að
vænta, menn, sem heföu meö réttu
getaö tekiö sér í munn orðin fleygu,
„mín aðalsætt hefst meö mér", og
staöið undir þeim orðum.
Meira en tíunda hvert barn, sem
getið hefur verið á íslandi undanfarin
þrjú ár, hefur verið „boriö út“, og
fóstureyðigum fer fjölgandi. Almenn
tölfræöi segir okkur aö í þessum
stóra hópi, sem heföi getaö fyllt
stærsta menntaskóla landsins, hafi
veriö mörg úrvals mannsefni; og
enginn veit hvar leynist snillingur.
Mikiö væri saga endurreisnar á
íslandi kollótt, ef ekki heföi veriö
Jónas, ekki Matthías, ekki Einar
Benediktsson; þeir heföu sætt þeim
örlögum sem sameignarkonurnar
vildu búa litlum börnum — þeir heföu
allir verið „bornir út“.
„Hver er sem veit, nær daggir
drjúpa,
hvar dafnar fræ, sem ná skal
hæst".
Björn Steffensen