Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 8
Tónlistarlíf á ísafirði væri ugglaust með öðrum og fátæklegri brag, ef ekki hefði notið viö hugsjónamanns- ins Ragnars H. Ragnars, sem kaus sér búsetu þar í staö þess að starfa í Reykjavík eins og flestir meiri háttar tónlistarmenn okkar. Samt vita allir landsmenn hver Ragnar H. Ragnar er. Hann telst menningarviti í bezta skilningi þess orðs og Ijós hans skín skært og langt útfyrir heimabæ hans. Þótt ísafjöröur sé með mestu og beztu verstöðvum landsins, er starf Ragnars vel metið þar. Þegar Ragnar varð áttræður fyrir rúmu ári, ákvað Sunnukórinn að heiðra meistara sinn með málverki af honum sjálfum og var Baltasar valinn til verksins. í staö þess aö mála venjulega, hátíölega uppstillingu, svo sem tíökast á stórafmælum, valdi Baltasar þann kost að mála mjög frjálslega mynd af Ragnari þar sem hann situr við hljóðfæriö og sjá má á forsíöunni. Æviferill Ragnars verður ekki rak- inn hér, en eldur hugsjónanna brenn- ur ennþá heitt, enda er Ragnar af þingeyskum uppruna; fæddur á Ljótsstöðum í Laxárdal, — „aldamótamaður og uppalinn á vori gróandi þjóölífs," eins og Jón Baldvin Hannibalsson komst að orði í afmæl- isgrein, sem hann reit um Ragnar áttræðan. Jón sagöi þar ennfremur: Þá er ótaliö ævistarf Ragnars í þjónustu drottningar listarinnar, tón- listarinnar. Henni hefur hann helgað líf sitt allt. Og fimmtugur aö aldri, þegar venjulega er fariö að halla undan fæti hjá flestum dauölegum mönnum, hóf Ragnar sitt annaö ævistarf hér heima á Fróni. Þá tók hann aö sér stjórn Tónlistarskóla ísafjaröar, sem hann hefur gert að úrvalsstofnun í tónlistaruppeldi þjóð- arinnar. í þrjá áratugi hafa hundruö æskúmanna hvaðanæva af landinu notið handleiðslu meistarans á heim- ili hans aö Smiðjugötu. Þar hafa Ragnar og kona hans, Sigríöur Jóns- dóttir frá Gautlöndum, skapað mesta menningarheimili sinnar samtíðar á íslandi. Löngu eftir aö þau hjón eru öll, mun áhrifa þessa menningar- heimilis gæta í lífi og ver.kum þeirra snillinga, sem þau hjón hafa fóstraö og komið til nokkurs þroska. Það sem gerir Tónlistarskóla ísa- fjarðar einkum sérstæöan, er það sem Ragnar nefnir samæfingar. Þessar launhelgar músikgyðjunnar í verstööinni fara fram á heimili þeirra hjóna um helgar, þegar aörir menn og makráöari taka sér hvíld frá amstri hversdagsins. Síngjörn hugmynda- fræöi af því tagi er hins vegar ekki viðurkennd í skóla Ragnar H. Þar er ekki til siðs að fara í manngreinarálit eftir ólíku gáfnafari eða heiman- fengnum hæfileikum nemenda. Þar slást í hópinn lítil sex ára hnáta með fiðluna sína undir hendinni, virðulegur embættismaöur meö flautu hjarðsveinsins í fórum sínum eða ung menntaskólastúlka, sem sezt við flygilinn, þegar í stofu er komið. Inn á milli eru allir aldurshóp- ar, hver maður meö sitt hljóöfæri. Allir hafa þeir nokkuð að iðja. Sumir eru að fikra sig áfram meö fyrstu gripin á þyrnum stráðum tón- listarferli. Aðrir leika af áreynsluleysi og þokka að hætti þroskaðra lista- manna. Meistarinn hlustar á alla, jafn Ragnar H. Ragnar varö áttræöur haustiö 1978. Af því tilefni lét Sunnukórinn á ísafiröi gera málverk af söngstjóra sínum og meistara. Að höfðu samráði við frænda Ragnars, Snorra Hjartarson Ijóðskáld, var Baltasar fenginn til verksins. Myndin prýðir forsíðu Lesbókar í dag; hún er alveg ný af nálinni, hefur ennþá ekki verið formlega afhent Ragnari, en verður aftur á móti ásamt fleiri myndum af sama tagi á sýningu Baltasars, sem hefst á Kjarvalsstöðum í byrjun næsta mánaðar. Ragnar H. Ragnar við flygílinn. SUNNUKÓRINN HEIÐRAR MEISTARA SINN Ragnar með ungum nemanda sínum. Launhelgar tónlistargyðjunnar í verstöðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.