Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 9
næmu eyra. Hann skráir hjá sér athugasemdir, leiðbeinir, örvar og hvetur til dáða. Svona skólar eru löngu liðnir undir lok annars staðar á heimsbygöinni, nema þar sem stórveldi, hafa komið sér upp sérstökum stofnunum fyrir verðandi snillinga, sem bera eiga hróður valdhafanna út um allar jarðir. En hvaöan er manninum komiö þvílíkt lífsfjör á þvf aldursskeiöi, sem venja er að kenna við háa elli? Þaö er varla ég þori aö taka mér í munn það orð, sem eitt nær þó aö halda meiningunni til skila. Ragnar H. Ragnar er hugsjónamaður. En hann er oröinn vitur af langri lífsreynslu og er þess vegna raunsær á takmörk og breyzkleika mannlegs eölis. Hann veit manna bezt af yfirgripsmikilli söguþekkingu sinni, aö allt vald mannanna spillir. Og takmarkalaust vald spillir takmarkalaust. Hann hefur á hraðbergi ótal söguleg dæmi um það, hvernig ófyrirleitnir og sjálfum- glaðir mannkynsfrelsarar hafa koll- varpaö heilum menningarsamfélög- um — í nafni háleitra hugsjóna, sem síðan snerust upp í martröö mann- legra misgerða. Þess vegna er Ragnar innblásinn — og oft misskilinn, málsvari frelsis- ins; um leið talsmaöur sjálfsaga og hófstillingar í kröfugerð á hendur öðrum; en fortakslaust eiðsvarinn fjandmaður lýðskrumara og kerfis- þræla. Mér hefur oft orðið hugsað til þess, að Ragnar og Solszenitsín mundu skilja hvor annan til hlítar, bæri fundum þeirra saman. Báðir eru þessir menn sannfæröir um mátt trúarinnar og listarinnar til aö brjóta hlekki mannlegrar kúgunar. í þessum skilningi er Ragnar H. Ragnar íhaldsmaöur — í bezta skiln- ingi þess orös. Hann efast ekki um varanlegt gildi þess bezta, sem vest- ræn menning hefur fært kynslóöum í arf: Virðinguna fyrir einstaklingnum og frelsi hans til andlegs sjálfstæðis og þroska. Persónuleiki Ragnars er hins vegar slíkur, aö hann veröur aldrei væru- kær né sjálfumglaður. í þeim skilningi er hann róttækur. Mjög þeirra tízku- fyrirbæra, sem fyrirferðarmest eru í okkar samtíö, eru eitur í hans bein- um. Leirburðarstagl múgmiöla og holtaþokuvæl poppheimsins eru hon- um sýnileg ytri tákn menningarlegrar niöurlægingar. En þrátt fyrir feiknastafi gereyö- ingarvopna, sem hanga yfir höfði okkar eins og Damóklesarsverö; þrátt fyrir bölmóö rányrkju og of- neyzlu mitt í örbirgðinni — þrátt fyrir allt þetta er Ragnar H. Ragnar óbifanlegur bjartsýnismaöur. Hann er trúaður maður. Verkamaður í víngaröi Drottins. Hann veit flestum öðrum betur, að í vondum heimi, sem einlægt fer versnandi, veröur hver maöur um síöir aö leita á náðir síns innri manns, treysta á sinn innri auö, þann sem mölur og ryö fær ekki grandaö. Það er þar sem músíkin tekur við. Hann veit manna bezt, að jafnvel smáar hendur geta hrært hina fegurstu tóna. Þrátt fyrir mannlegan ófullkomleika verður viðleitnin til aö glæöa iíf okkar fegurð aö veruleika í listinni. Að láta þann draum rætast — þaö er ævistarf mannsins. Jón Ólafsson hrl. éam mm Afskifti mín af málefni því, sem hér veröur rætt um, hófust með því, að frú Guörún Sveinbjarnardóttir afkomandi Skáld-Rósu, gaf mér Ijósmynd af mál- verki eftir danska málarann F.C. Lund. Hann er fæddur áriö 1826 og dáinn, 1901. Málverkið er af stúlku í kirkjubún- ingi og situr hún á geröi við kirkjuna á Möðruvöllum í Hörgárdal — en undir myndinni stendur „En Pige fra Möðruvell- ir“. Vísast annars til myndarinnar, sem birtist hér. Frú Guðrún hafði skrifaö undir mynd- ina Skáld-Rósa — og spurði ég hana hverju það sætti, þar sem mér hefði verið tjáð, að engin mynd væri til af Skáld- Rósu. — Guðrún kvað svo sterkan ættarsvip með stúlkunni á myndinni og ýmsum afkomendum Skáld-Rósu að , H’l W tl te a 1 m áÉjL HVER Stúlkan frá Möðruvöllum, sem hugsanlegt er að geti verið Skáld-Rósa. VAR STULKAN FRÁ MÖÐRU- VOLLUM? margir þeirra teldu myndina (málverkið) meö einhverjum hætti vera af henni. í bókinni, Myndir úr Menningarsögu íslands á liðnum öldum, eftir Sigfús Blöndal og Sigurð Sigtryggsson er sagt frá því að málarinn F.C. Lund hafi málað mynd þessa árið 1854. Safnfólk hér taldi fjarstæðu, að málverk þetta gæti verið af Skáld-Rósu, enda virtist þá vera gert ráö fyrir því að nefndur málari hefði komið til íslands og málaö myndina á Möðruvöll- um. Auk ættarmótsins, sem ofan greinir, tjáði frú Guðrún mér, að hún hefði átt ítarlegar samræður viö Óskar Clausen, rithöfund, um áöurnefnda mynd, en Óskar er fæddur í Stykkishólmi í febrúar 1887 og bjó í Ólafsvík, ólst upp hjá föður sínum Holger Clausen, sem var fæddur 1. ágúst 1831 og dó 1901, en Óskar er enn á lífi og býr hér í Reykjavík. Óskar skýrir svo frá, að hann hafi farið í heimsókn til ættingja sinna í Danmörku þegar hann var 17 ára gamall — þ.e. 1904. — Þá hafi honum verið boðið í feröalag til Jótlands og hafi hann komið þar í verslun. Kaupmaöurinn hafi boðið sér að skoða mynd af íslenskri stúlku, sem héti Rósa og heföi verið trúlofuð Páli Melsted amtmanni, en Rósa hafi veriö frá Mööru- völlum. Óskar kveðst hafa skoöað mynd- ina, sem var eftirprentun af fyrrnefndu málverki, og varð það úr aö hann keypti myndina og hefur átt hana síöan. Þegar heim kom hafði hann sýnt myndina heima hjá sér, en þá var þar stödd föðursystir hans, Harriett, og staðhæfði hún þegar að málverkið væri af Rósu, en Harriett, sem var búsett í Danmörku, hafði komið í heimsókn til fjölskyldunnar í Ólafsvík, þegar hún var ung og hafði þá séð Skáld-Rósu. Ég kynnti mér nú upplýsingar þær, sem hægt var aö fá um málarann F.C. Lund og vil ég það til nefna eftirfarandi: Thieme-Becker Kúnsler Lexikon (Allge- meines Lexikon der bildender Kúnster, — heraus gegeben von Hans Vollnes, Leipzig 1929 — XXIII og Weilbehs Kunstnerlexikon Kaupmannahöfn 1947 11. bd. bls. 285 og loks Dansk Biografisk Leksikon. Á árunum 1854—60 málaði F.C. Lund margar myndir af konum á dönskum þjóðbúningum í vatnslitum (Akvareller) og þar á meðal ofangreint málverk af „En pige fra Möðruvellir“, en frummyndirnar eru í Nationalmuseum í Stockholm og komu þær út í litprentun árið 1861. ítarlegar frásagnír eru um störf málarans og utanlandsferðir, en ekki er að finna nokkra stoð fyrir því aö hann hafi nokkurn tíma komið til íslands. Ekki er þess getið í samtíma blöðum á íslandi að Lund hafi komið hingað. Til frekara öryggis gerði ég fyrirspurn framhald á bls. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.