Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Page 3
SEX GEIRAR (bls. 177) Frá vinstri, sitjandi: Geir Zoðga rektor, Geir Zoéga (sögumaður), Geir Zoöga, útgm. faöir hans og viö hliö standandi Geir H. Zoöga, kaupm. Standandi fyrir aftan: Geir Thorsteinsson sonur Kristjönu Zoöga og Th. Thorsteinsson og til hægri við hann Geir Zoöga, vegamálastjóri. JULLA, sem Geir útgm. gaf börnum sínum. Geir yngri er viö stýriö og hefur veriö á undan samtíö sinni í því aö honum hefur fundizt rétt aö konur fengju aö ganga í verk karlmanna. Róöur var karlmannsverk hér fyrrum. KÚSKUR. Geir er þarna kúskur meó brúöhjónin Gísla Gíslason og Ragnheiöi Clausen, Gísli var allt sitt líf starfsmaöur Geirsverzlunar. tugtmeistari aö tugthúsinu í Reykjavík, sem reist hafði verið á árunum 1759—64 og nú er stjórnarráðshús. Jóhannes var tugtmeistari þar tll 1793. Þá haföi hann keypt sér eitt af húsum Innréttinganna, svo nefnt „Smiöjuhús“. Það stóð sem naest þar sem nú mætast Kirkjustræti og Tjarnargata. Jóhannes verzlaði, var um skeið bak- ari og vann einnig viö verzlun hjá öðrum um hríð. Hann er sagður hafa verið góður borgari. Börn átti hann tvö með Astríði konu sinni og var annað þeirra Jóhannes Zoéga, faðir Geirs kaupmanns og útgerðarmanns, en hitt var Magdalena formóöir Olsenanna og kemur það fólk ekki viö okkar sögu hér. Glerskerinn Jóhannes Jóhannesson Zoéga fæddist 1796 (d. 1852). Hann var titlaður „glerskeri". Sú iön var ekki til að framfleyta fjölskyldu í þennan tíma í Reykjavík og stundaði Jóhannes því einnig sjóinn. Hann var sagöur ágætur maður, samvizkusamur og duglegur til verka og kemur sá vitnisburður heim og saman viö þaö, aö hann átti sjö börn með konu sinni, en tvö framhjá henni, sitt meö hvorum kvenmannin- um; hvorttveggja piltbörn og báru ættarnafn föður síns. Annar drengj- anna, Einar Zoéga, ólst upp hjá föður og stjúpu. Einar rak lengi veitingasölu ásamt síðari konu sinni, Margréti Tómasdóttur Zoéga. Þau hjón ráku Hótel Reykjavík, sem brann 1915 og varö af stórbruni, sá mesti í sögu Reykjavíkur. Þekktari eru þau hjón þó efalaust fyrir það, aö þeirra dóttir var Valgerður kona Einars Benediktsson- ar. Hinn drengurinn, sem Jóhannes átti framhjá konu sinni, var Tómas Zoéga. Hann bjó á Akranesi og var þar góður formaöur en fórst á miöjum aldri á leiö til Reykjavíkur á áraskipi. Þeir voru fjórtán sem þar fórust, viö Akurey aö haldiö var. Tómas átti margt barna og af hans börnum er þekktastur Geir Zoéga rektor en hann var faðir Geirs heitins vegamálastjóra og móöurafi þess Geirs, sem staðið hefur í ströngu í stjórnmálunum um árabil og þekkt- astur er þessara ættmenna nú. Af hjónabandsbörnum Jóhannesar glerskera komust fjögur til fullorðins ára. Elztur þeirra var Jóhannes bóndi og sjómaður í Nýjabæ í Hlíöarhúsa- landi í Reykjavík. Hann átti afkomend- ur, sem ekki koma viö sögu hér. Þá var þaö Geir útgerðarmaður (f. 26. maí 1830) og svo stúlkur tvær. Önnur var Kristjana, sem giftist Jónassen verzl- unarstjóra og áttu þau ekki börn, en hin var Magdalena, sem giftist dönsk- um kapteini og sigldi meö honum víða um lönd og var talin fram á okkar daga víðförulst íslenzkra kvenna. Maöur hennar varð bráðkvaddur um borö í skipi sínu undan ströndum Suöur- Ameríku og skömmu síðar missti Magdalena öll börn sín en þau átti hún þrjú með manni sínum. Magdalena giftist síöar heim til íslands Helga Helgasen, skólastjóra barnaskólans í Reykjavík. Þau áttu engin börn. Bærinn enn um aldur merkin ævi þinnar ber Svo orti Guðmundur Magnússon á áttræöisafmæli Geirs Jóhannessonar Zoéga formanns, leiðsögumanns, út- geröarmanns og kaupmanns. Geir er kunnur úr íslandssögunni og þá sér- staklega sögu Reykjavíkur því að hann var brautryöjandi kútteraútgeröarinn- ar í Reykjavík, en sú útgerö varð bænum mikil lyftistöng. Svo dæmi sé nefnt þa'jókst fólksfjöldi í Reykjavík um 72% (úr 3.886 1890 í 6682 1900) síöasta áratug aldarinnar og olli því mest kútteraútvegurinn, sem hófst svo um munaði með kútterakaupum Geirs Zoéga 1896. Útsvör í Reykjavík hækk- uöu úr 20.550 krónum 1895 í 30.808 árið 1900, eöa um 50% á fyrstu fimm árum kúttaraútvegsins. Geir Zoéga hefur oft verið nefndur næstur á eftir Skúla Magnússyni, þegar rætt er um forystumenn í byggðasögu Reykjavík- ur. Hér verður ekki rakin ævisaga Geirs Zoéga útgerðarmanns. Hana er að finna í flestum sögubókum alda- mótatímans og einnig hefur verið gefin út ævisaga hans (Islenzkir athafna- menn I. Gils Guömundsson. Akraness- útgáfan 1946). Geir var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Guðrún Sveins- dóttir, húnvetnskrar ættar og áttu þau saman eitt barn, Kristjönu, sem giftist Th. Thorsteinsson útgeröarmanni. Síð- ari kona Geirs var Helga Jónsdóttir Eiríkssonar bónda á Stóra-Ármóti í Flóa og meö henni átti Geir fimm börn, en eitt þeirra dó í æsku. Elzt barnanna, sem lifðu, var Hólm- fríður. Hún giftist Geir Zoéga vega- málastjóra og frænda sínum, önnur var Kristjana, sem giftist John Fenger, stórkaupmanni, þá Geir, sem hér á eftir rifjar upp sitthvað úr æviferli sínum og yngst var Guörún, sem giftist Magnúsi Jochumssyni póstmeistara. Öli eiga þessi börn Geirs Zoéga afkomendur, en ættarnafnið bera ein- ungis börn Geirs sonar hans. Sögumaðurinn Geir Geirsson Zoéga fæddist 27da júlí 1896 í Sjóbúð, en svo var nefnt hús föður hans en síðar Vesturgata 7. Húsið hefur verið rifið og er þar nú bílaplan. Helztu æviatriði Geirs yngra, sem nú er reyndar orðinn Geir eldri, því aö hann á son sem heitir Geir Geirsson Zoéga og er nú Geir yngri — eru þau, að hann lauk Verzlunarskóla 1913, hóf útgerö á kútter Hafstein 1918, keypti Haddensstööina í Hafnar- firði (fiskverkunarstöö) 1920 og rak hana til 1923, en 1924 gekk hann í félag við Loft Bjarnason um stööina og var Loftur framkvæmdastjórinn. Geir réðist í sama mund, eöa 1924, til Hellyersútgeröarinnar í Hafnarfiröi og var framkvæmdastjóri útgeröarinnar og fiskvinnslunnar þar til Hellyers- bræður hættu rekstri í Hafnarfiröi 1929. Árið 1934 varð Geir umboðs- maöur hérlendis vátryggingafélags togaraeigenda í Hull (Hull-assúransinn) og 1946 einnig umboösmaður vátrygg- ingafélags togaraeigenda í Fleetwood, Grimsby og Aberdeen. Af þessum umboðsstörfum lét Geir 1975, en þá tók Geir Zoéga sonur hans við þeim. Á styrjaldarárunum seinni var Geir framkvæmdastjóri fiskflutninga á veg- um Owens Hellyer en eftir það á vegum The Ministry of Food allt til styrjarldarloka. Kona Geirs er Halldóra dóttir Ólafs kaupmanns og útgerðarmanns í Kefla- vík, Ófeigs Ófeigssonar ríka í Fjalli á Skeiöum, Vigfússonar. Sonur og dóttir þeirra hjóna eru gift ocj búsett í Reykjavík, en son sinn Olaf, misstu þau uppkominn og kvæntan í flugslysi viö Ósló 1963. Þegar þessi orö eru rituð er Geir Zoéga, eldri, ern vel, máihress og söguglaður, skemmtinn og minnugur. Hann gengur til skrifstofu sinnar á Vesturgötunni á hverjum virkum morgni. Geir er hár maður vexti, teinréttur og léttur í spori. Hann ber með sér í klæöaburði, fasi og allri framkomu löng kynni af Bretum af góöu standi, en er þó manna íslenzk- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.