Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Blaðsíða 11
fjölskyldunnar í Arabíu hugleiöa, aö ef þaö væri ekki fyrir hugvit og framtak hins vestræna manns, sem notfæröi olíuna, sætu flestir þeirra ennþá berfættir í tjöldum sínum úti í eyðimörkinni, en hreiðruöu ekki um sig í Aladdínshöllum þúsund og einnar nætur. Skyldleiki ís- lendinga og írana? Ég hefi ávallt veriö fylgjandi kenning- um dr. Baröa heitins Guömundssonar um uppruna íslendinga, og set mig ekki úr færi aö koma nýjum stoöum undlr þá kenningu ef ég hefi tækifæri til, baBÖi í gamni og alvöru. Strax og ég lenti á flugvellinum í Teheran sá ég eitt skyldleikamerki íslendinga og írana. Þaö var turn einn mikill eöa sigurbogi — Shahyad-turninn, sem fimm hundruö ríkustu menn írans lögöu fram fé til aö reisa í tilefni af 2.500 ára afmæli hins persnesk-íranska ríkis. Ég birti hér meö þessari grein mynd af turninum. En ef turnspíra væri sett ofan á hann væri þar meö komin góö eftirlíking af turni Hallgrímskirkju á Skólavörðu- holti. Herolar höföu samkvæmt kenningu dr. Baröa komiö frá Svartahafssvæöinu til Skandinavíu. Afkomendur þeirra er námu land á íslandi, helguöu sér land meö því aö fara eldl um þaö á einum degi. Hjá Persum aö fornu var eldurinn einnig helgur. í forntrú Persa er drekinn Dahaka hnepptur í fjötra undir fjallinu Damavand og bíður þar heimsloka, en þar er komin hliöstæöa við sögnina um Miðgarösorm úr okkar goöafræöi. Fleygrúnir þær, sem fundist hafa í uppgreftri í íran og á Norðurlöndum gefa einnlg skyldleikamerki til kynna. [ fornum skáldskap koma einnig skyldlelkamerki fram. Einkennilegt er aö sjá orö úr persn- esku, þegar þau eru skrifuö meö latn- esku letri, sem maöur skilur og eru skrifuö nær eins og á íslensku eins og t.d. oröiö móöir og dóttir. Mest undrandi varö ég á aö sjá oröiö sími, þ.e. þráöur skrifaö eins og á íslensku, en íranir tóku þetta orö upp sem heiti á útvarpi og kalia þaö bi-sím, þ.e. án þráös eöa þráölaust, þó aö þeir noti elnnig alþjóöaoröiö radlo. Aö lokum eitt skemmtilegt atvikl Ég var á næturskemmtistað og gat þá ekki betur séö en aö einn austur-húnvetnskur frændi minn og vinur og fyrrverandl sölustjóri, Ágúst bóndl á Geitaskaröi, væri þar kominn, sveiflandi í kringum sig á dansgólfinu íranskri „bjútý“ blæju- lausri. Hvern fjandann er Ágúst á Skaröi aö gera í Teheran? — hugsaöi ég. Hann hlýtur aö vera kominn í þjónustu þess opinbera — til Sölustofnunar lagmetis eöa Framleiösluráös landbúnaöarins. Mér þótti seinni kosturinn ekki ólíklegur, þar sem ég haföi eitthvaö heyrt minnst á þaö heima, aö möguleiki væri aö selja kindakjöt til Austurlanda nær. — Kannski er hann aö selja íranskeisara fé á fæti? — hugsaöi ég. Því engan sölumann þekki ég noröan Alpafjalla, sem hæfari væri en Ágúst á Geitaskaröi til aö selja Múhameðstrúarmönnum alla okkar umframframleiöslu af landbúnaö- arvörum. Ég fór svo aö aögæta manninn nánar, en sá brátt að hér var um íranskan tvífara Ágústar aö ræða, og merkti þetta atvik sem enn eina stoö undir kenningu dr. Baröa Guðmundsson- ar. Daria-i Noor og hinn persneski ástarsöngur Einn daginn fórum viö aö skoöa dýrgripasafn keisarans, sem geymt er i hvelfingu mikilli undir byggingu þjóö- banka írans (Melli Bank). Fjársjóöur þessi sem mun vera einstakur í áinni röö í heiminum, aö verögildi, er notaður sem baktrygglng íransbanka fyrir gjaldmiöll landsins og erlendum lánum. Pétur Thorstelnsson sendiherra haföl sagt mér Framhald á bls. 15 Nú getur allt skeð Frá því forsetaembættið var stofnað 1944, hefur tvívegis verið barizt um forsetastólinn, en í hin skiptin menn sjálfkjörnir á hann. í kosningunum 1952, sem voru harðar, var barizt um þrjá menn alla landskunna. Þeir voru allir landskunnir úr störfum sínum og einnig úr ræðu og riti. Það fór enginn í neinar grafgötur um hæfi- leika þessara þriggja manna til forsetaembættisins. Það lá á borð- inu fyrir þjóðinni af löngum kynn- um. Gísli Sveinsson, sýslumaður, þingforseti, sendiherra, var þjóö- inni kunnur úr sjálfstæðisbarátt- unni og hafói ritað fjölda greina um þjóðmál. Séra Bjarni Jónsson hafði verið höfuðklerkur þjóðarinnar í heilan mannsaldur og hann þekktu allir bæði úr ræðu og riti. Ásgeir Ásgeirsson haföi verið fræösiu- málastjóri, ráðherra, bankastjóri og þingforseti Alþingishátíðarárið og ritað fjölda greina um þjóðmál og hvert mannsbarn í landinu vissi, hvern mann hann hafði að geyma svo sem um hina tvo. í kosningunum 1968, sem einnig voru átakakosningar, var valið um tvo menn, báða landskunna. Gunn- ar Thoroddsen hafði veriö þing- maður, borgarstjóri, ráöherra, prófessor og ritað mikið um þjóð- mál og lögfræði og vióurkenndur einn ritfærasti og mælskasti maður þjóðarinnar. Kristján Eldjárn var þekktur úr starfi sínu sem þjóð- minjavörður, en þó meir af ritum sínum í fræðigrein sinni, sem hon- um hafði tekizt að gera almenningi svo aðgengileg rit, að bækurnar urðu metsölubækur án þess að rýrt væri vísindalegt gildi þeirra. Þjóðin þurfti ekki að efast um hæfileika þessara manna, uppgjörið varð af öðrum toga. Nú eru fjórir menn í framþoði til forsetakjörs og þá kemur það uppá hjá mér — og það er ómögulegt, aö ég sé einn á báti — að ég veit sáralítil deili á þessum mönnum. Hver er manngerðin, lífsskoðunin, þekkingin á sögu lands og þjóðar. Allir hafa mennirn- ir gegnt opinberum störfum, en þeir eru mér ekkert kunnir úr þeim störfum, né af verkum sínum nein- um og rit þeirra um störf sín eða fræöi, þvælast ekki fyrir manni. Ég hef stöku sinnum séð blaðaviðtöl við þessa menn (ég tel orðið konur til manna. Þær heimta þetta) — og séö þeim öllum bregða fyrir á sjónvarpsskermi. En ekki dugir mér það til forsetavals. Ég hafði nú aldrei mikla trú á, að þessi þjóð hefði vit á að velja sér forseta, en það hefur tekizt ágæta vel, kannski af þvíað það hefur ekki verið nema um góða menn að ræða, og annað hvort varð þjóðin að velja góðan mann eða engan — Efhún hefði átt kost á einhverjum bjána, þá efast ég ekki um hún hefði valið hann. Og nú getur allt skeð. Mér heyrist fólk tala mikið um aö velja „einn af oss“, og þá er nú ekki von á góðu. Ég vil engan múgamann í forseta- embættiö heldur fyrirmyndarmann. Sérstaklega hef ég áhyggjur af málfarinu. Það er ekki hægt fyrir þessa þjóó meö tunguna sem lífæð, að sitja uppi með illa talandi forseta. Ég vil geta fundið í málfari forsetans blæbrigði tungunnar á öllum tímum þjóöarsögunnar. Til- tæk sé honum Njála sem Faðirvor- ið, tiltækt sé honum málfar Alex- anderssögu vilji hann tala strítt en þó sléttlega til þjóöarinnar, hann bregði svo á vídalínsku þurfi hann að lesa þjóðinni strangan pistil, auðgripnar séu honum tilvitnanir í Hávamál, Passíusálmana, Biblíuna og skáldin um aldir en til almenns brúks hafi hann tuttugustu aldar hámenningaríslenzku Nordais úr riti hans íslenzk menning. Ég öf- unda engan af að koma í ræðustól forsetaembættisins á eftir Kristjáni Eldjárn. Ásgeir Jakobsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.