Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Blaðsíða 8
Björn Jakobsson framkvæmdastjóri Park Hotel 1977 „Ef þú ferö til Teheran, þá skalt þú búa á Park Hotel,“ haföi kunningi minn einn erlendur sagt viö mig, en hann haföi nokkrum sinnum dvaliö í Teheran í viöskiþtaerindum. Ég fór aö ráöum hans og baö fyrirtækiö Kelaty í London aö bóka mig inn á þetta hótel. Fyrirtækiö Kelaty Itd. er í eigu þeirra Kelaty bræöra, sem eru stórauðugir gyöingar. Fyrirtæki þeirra er meö þeim stærri á Vesturlönd- um í handofnum austurlenskum teþþum. Ég fór til íran sumpart á þeirra vegum, en viö þetta fyrirtæki hefi ég átt viðskiþti í mörg ár. Fjarskyldur frændi þeirra Kelaty braBÖra er íranskur gyöingur. Hinn ír- anski Kelaty var meö fyrirtæki sitt á Bazarnum í Teheran og sá um öll innkaup í íran og Afganistan fyrir þá Kelaty bræöur í London. Ekki virtust þeir samt gefa honum mikla hlutdeild í auöæfum sínum, aö mér virtist. Ég haföi ætlaö mér aö fara meö hinum íranska Kelaty út á landsbyggöina eöa jafnvel til Afganistan, þegar hann færi aö kaupa inn teppi, en sem betur fór gat ekki af þessu orðiö og var ég því feginn, því aö miklir hitar voru í íran þennan tíma, sem ég dvaldist þar. Park Hotel liggur í miöri borginni viö Hafez Avenue. Eins og nafniö bendir til stóö hóteliö í garöi, sem umluktur var háum múrvegg. Aöeins eitt hlið var á múrnum inn í hótelgaröinn og þar var jafnan lögregluvöröur vopnaöur hríöskotabyssu. Hóteliö samanstóö af tveimur bygg- ingum, þeirri eldri og þeirri nýrri. Milli þessara bygginga var lítiö hringlaga torg með stórum gosbrunni og pálmatrjám. Viö gosbrunninn var verönd meö útirest- aurant. Ööru megin viö nýju álmuna var glæsileg útisundlaug yfirskyggö af háum pálmatrjám. Sólbaðsverönd var viö hliöina á sundlauginni og útibar sem tjaldað var yfir. Ég var á 12. hæö í nýju álmunni. Öll voru herbergin loftkæld og svalir fyrir hvert herbergi. Ég haföi stórkostlegt útsýni yfir aö fjallinu Damavand, hæsta fjalli írans 5.671 metrar á hæö, en fjall þetta rís í mikillí tign noröaustan viö Teheran. Park Hotel er stórhótel og uppfyllir aö flestu leyti vestrænan deluxe standard, meö hæfilegu austurlensku seinlæti, sem gat veriö þægilegt þegar manni lá ekkert á. Nokkrar aöalgötur borgarinnar lágu utan viö hóteliö, svo þetta var eins og einhver paradís eöa virki inni í hrikalegri umferöinni af ökutækjum og manngrúa, sem var eins og dökkt jökulfljót, illvígt og hættulegt, sem hækkaöi í eftir því sem sól reis hærra á lofti á degi hverjum en sjatnaöi aö kveldi. Einn daginn voru veröirnir orönir tveir viö hótelhliöiö. Kannski var það vegna þess aö nýkomin var rússnesk sendi- nefnd, sem bjó í eldri álmunni. Ég sá Rússana stundum í matsalnum — menn dökkir yfirlitum og þéttvaxnir. Þeir sett- ust viö matboröið eins og skákmenn væru aö raöa sér sjálfkrafa á taflborö, mennirnir ööru megin og peöin hinu megin. Viö fórum aö spá í þaö, hvort af peöunum raunverulega réöi manngang- inum, því sagt er aö oft séu þaö þeir lægst settu á yfirboröinu, sem raunveru- lega stjórna hlutunum í svona sendi- nefndum hjá Sovétmönnum. Ég tók upp þann hátt eins og margir aörir gestir á hótelinu aö halda mig viö sundlaugina um hádegiö, þegar mesti hitinn var. Þaö var fjölbreyttur söfnuður sem þarna kom saman viö sundlaugina og á útibarnum, — Vesturlanda- og Austurlanda fólk, konurnar klæddar blk- ini einu saman og demantshringum. Eitt Shahyad-turninn bregöur stórum svip yfir staöinn. Sjá grein. sinn var hitinn svo mikill aö ég lagöi á flótta upp í loftkælt herbergiö og setti kælinguna á fullt. Af einhverri rælni opnaöi ég fyrir sjónvarpiö f herberginu og viti menn! Þaö var veriö aö sýna um miöjan dag, austur í Teheran bráöfallega lltmynd frá Mývatni. Ég varö ekki lítiö undrandi. Þar sem ekkert varö úr feröalagi mínu meö Hr. Kelaty í teppaleiöangur, þar eö hann átti ekki heimangengt á þessum tíma — þá haföi ég tíma og tækifæri til aö sinna öörum áhugamálum. Ég fór aö fást viö að skrifa kvikmyndahandrit, sem ég haföi lengi haft í huga. Myndin átti aö gerast í London aö hluta til, þegar írski lýöveldisherinn var aö gera sprengjuárásir á stórhótel í London, en ég haföi sjáflur upplifaö í tvígang slíkar senur. Aö ööru leyti átti myndin að gerast í norölægu landi t.d. íslandi eöa Noregi. Mér miöaöi vel meö handritiö — þetta andrúmsloft þarna verkaöi vel á mig í þessu sambandi. — Vöröurinn viö hótel- hliöiö meö hríöskotabyssuna — rússn- eska sendinefndin og hiö margslungna mannlíf á hótelinu og þessi tilfinning aö vera staddur eins og á eyju eöa í vlrki, sem hvenær sem væri gæti orðið fyrlr árás þessa haröleita fjöida sem streymdi í sífellu eins og þungt fljót um aöalgöt- urnar utan hótelmúranna. Hvenær mundi þetta fljót flæöa yfir afmarkaöa bakka sína? í heimi þúsund og einnar nætur árið 1977. Fyrri hluti Hinn löggilti egyptski endurskoöandi frá Abu Dabi Ahmed Labib, hinn egyptski endur- skoöandi haföi komiö einum degi á undan mér til Teheran. Ahmed rak endurskoöunarskrifstofu sína í fursta- dæminu Abu Dabi viö Persaflóann. Menntun sína hafði hann hlotiö í háskól- anum í Cairo og síöan feröast í tvö ár um Evrópu til frekara náms og víösýnis. Faöir hans haföi verið efnaöur verktaki í Cairo, en kunni ekki viö sig undir stjórn Nassers, svo fjölskyldan flutti til Kuwait og þaöan iá leiö Ahmeds til Abu Dabi. Þessi ágæti maöur er mín stoö og stytta meðan ég dvaldi í Teheran — í senn túlkur — „endurskoöandi“ allra reiknlnga þegar viö vorum á feröum okkar um borgina, en þó umfram alit góöur og skemmtilegur félagi. Löggiltir endurskoöendur eru yfirleitt mestu ágætismenn, alþjóölega slnnaðir, reglusamir en mannlegir. Þeir ættu aö hafa meira um opinbera ákvaröanatöku aö segja á hinum viökvæmu landamær- um ríkisafskipta og atvinnureksturs, því aö þær vígstöövar þekkja þeir allra manna best. Ahmed var fertugur aö aldri og hiö mesta glæsimenni með Sadat-yfirskegg, enda haföi hann mikið álit á Sadat forseta og kvaö hann njóta veröskuldaös fylgis meöal Egypta, fyrir stefnu sína í málum Miö-Austurlanda. Eitt sinn fór ég meö endurskoöandan- um á Bazarinn og þar byrjaði hann á því aö kaupa sér fataefni, sem tók dágóöan tíma uns samkomulag varö um veröiö. Síöan fórum viö meö fataefniö í næsta öngstræti til tveggja skraddara meö verkstæöi, sem heföi getaö veriö út úr „Þúsund og einni nótt“, utan gamallar Úr írönsku kaffihúsi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.