Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Qupperneq 4
- h* REYKJAVÍKURHÖFN (bls. 127) í æskuárum Qsirs Zoéga, yngra, Th. Thorsteinsonsbryggja sér i Duusbryggju. KÚTTER GEIR (bls. 134), sem Geir eldri lét smíöa í Danmörku undir Sigurö Símonarson. Geir var mjög ámóta skip og Hafsteinn. Hvíta flaugin var á öllum skipum hans. GEIR ZOEGA astur í sér svo sem veriö haföi Geir faðir hans. Zoégarnir hafa sem fyrr er drepið á, hver af öðrum í 200 ár kvænzt íslenzkum konum. Geir Geirsson Zoéga grípur nú niður á nokkrum stööum í æviferli sínum. Datt út af Geirsbryggju Ég man fyrst til mín aldamótakvöld- ið vegna þess, aö faöir minn hafði látið taka Ijóskerin af skútunum og hengja þau á húsiö okkar, og var það vitaskuld óvenjuleg sjón, þessi mislitu Ijós. Óljóst man ég einnig eftir að hann færi meö okkur börnin niður á Áustur- völi, þar sem haldin var samkoma, en frá henni er mér ekkert minnisstætt. Ekki man ég heldur eftir því ofsaveðri, sem mér er sagt aö skolliö hafi á um nóttina, svo hörðu aö fariö hafi veriö með okkur börnin niður í kjallara af ótta við að húsið fyki. En uppúr þessu fer margt að skýrast í minninu og ég man Reykjavík frá því hún var sex þúsund manna bær og aöalbyggðin í kvosinni milli Tjarnarinnar og sjávar en kotbýli í kring. Ég man skúturnar á höfninni, árabáta í vörum og fisk á reitum og að vonum man ég, þegar ég datt í sjóinn og var nærri dauöur. Þá var ég sjö ára. Ég datt út af Geirs- bryggju náttúrlega, reyndar út úr lítilli jullu, sem flaut við bryggjuna. í pakk- húsi uppi á kambinum var Grímur Guðmundsson í Steinabænum aö vinna og þaö kom uppá hjá honum, að hann þarf út að pissa og fór niður fyrir húsið til þess. Þá sér hann húfu á floti við julluna, en julluna mannlausa og bregöur viö og hleypur niður á bryggju og í því skaut mér upp og Grímur náði mér upp nær dauöum. Morguninn eftir fór faöir minn með mig inní Sundlaug- ar til Páls Erlingssonar og sagði, aö þessi drengur sinn væri sí og æ ofan á bryggjum og yrði Páll aö kenna mér sund. Það geröi Páll og geröi þaö vel. Mig minnir við værum fjórir eða fimm viö sundnám þá hjá Páli. Hann fór sjálfur meö okkur í laugina og kenndi okkur þannig. Ég varö all-góöur sund- maður og synti oft í höfninni í Reykjavík meö köppum eins og Bene- dikt Waage, Geir Thorsteinssyni og Magnúsi Kjaran og gaf þeim ekkert eftir meðan ég var í æfingu. Ég synti út í Örfirisey, sem þá þótti nokkuö afrek og iöulega fram í skúturnar á höfninni. Fimm sinnum hef ég einn bjargaö mönnum úr Reykjavíkurhöfn en þrisvar að auki átt þátt í að bjarga mönnum úr höfninni. Ég var 13 ára þegar ég bjargaöi manni í fyrsta skipti úr höfninni. Þá sá ég úr glugga á Vesturgötu 7, aö maöur féll út úr jppskipunarbáti á leið til lands. Ég brá við skjótt, hljóp niður í fjöru og þar var hrint lítilli kænu á flot, hún hét Háski, þessi kæna, og viö rerum lífróður fram þrír, ég og Guðmundur í Hábæ og Þórhallur Árnason, sellóleikari, en bakari þegar þetta var. Þaö var svo hvasst aö mennirnir á uppskipunar- bátnum réöu ekkert viö aö athafna sig á honum viö björgunina, og maöurinn heföi farizt, ef viö heföum ekki komið til björgunar. Hann var búinn aö missa meðvitund, þegar viö komum aö honum en það hafði haldizt loft í sjóklæöunum og hann flaut. Viö Þór- hallur renndum okkur í sjóinn til aö innbyrða hann, lögðum hann síöan yfir þóftu og þaö rann uppúr honum sjór og hann komst til meðvitundar og liföi langa ævi, varö mektarbóndi uppi í Borgarfiröi. Tvívegis bjargaöi ég konum, sem höföu ætlaö að fyrirfara sér í höfninni. Þaö kom nú reyndar fyrir lítiö meö aðra þeirra. Hún sá fyrir sér viku seinna. Hin liföi aftur lengi. Eitt sinn synti ég yfir Hafnarfjörö, úr fjörunni niður undan gamla Flensborg- arskólanum og út og vestur yfir fjörðinn. Þaö stóð þannig á því aö Ólafur Davíösson, okkar fyrsti glímu- kóngur, iökaöi mikiö sund í sjó. Hann var þó aldrei hraösyndur og olli því aö öndunin var ekki rétt hjá honum. Honum tókst aldrei aö laga öndunina. Viö syntum oft saman i sjónum, viö Ólafur, og var ég miklu hraösyndari. Ólafur var þolinn sundmaöur og vildi nú jafna um mig meö því aö þreyta langsund og bauö mér í kappsund yfir Hafnarfjörö. Ég var nokkru seinni af staö úr fjörunni en Ólafur, haföi tafist við aö setja niöur bátinn sem átti að fylgja okkur. Fljótlega náöi ég honum þó og fór fram úr honum og kom alllöngu á undan til lands viö Flygen- rings-bryggju. Þegar ég kom uppá bryggjuna sé ég að Ólafur átti enn snertispöl eftir. Til aö stríöa honum stakk ég mér aftur til sunds og synti á móti honum og síöan samhliöa til lands. Sagöist ekki hafa þorað annaö en aö fara honum til bjargar, mér heföi sýnst honum veriö fariö aö daprast sundiö, sem auövitaö var ekki satt. Ólafur var ekki í neinni hættu enda bátur meö honum. Ólafur stundaði sund í sjó allt til æviloka. Hann var hraustmenni mikiö. Þaö var 1913, aö ég fékk aö fara aö gamni mínu til Englands meö Hjalta Jónssyni á Apríl hinum fyrri sem íslandsfélagiö átti. Skipiö var aö fara í sumarhreinsun og einhverja klössun. Ég ferðaðist talsvert meö Hjalta meö- an viö biöum eftir skipinu og þarna kynntist ég fyrst hversu hagkvæmt þaö getur verið aö skipasmíöastöö hafi mörg skip sömu geröar í smíöum. Hjá skipasmíðastööinni Smiths-dock, sem var skammt frá New Castle on Tyne, átti íslandsfélagiö togarann Maí í smíöum. Hjalti fór þangað og ég meö honum. Þaö stóö togari á stokkunum þegar viö komum en ekki var það Maí. Þar sem komiö var framí ágúst og samkvæmt samningi átt aö afhenda skipiö fullbúiö í febrúarbyrjun, leizt Hjalta ekki á blikuna. Það var ekki enn byrjaö á hans skipi. Hann spuröi hverju þetta sætti aö ekkert væri farið að hreyfa viö smíöi á Maí heldur öörum togara. Framkvæmdastjóri skipa- smíöastöövarinnar leiddi þá Hjalta að miklum stafla af járnplötum og sagöi: — Hér er nú Maí, hver plata og hver biti, hvert band . .. Þaö haföi verið efnaö algerlega niöur í Maí um leiö og hinn tgarann og gott ef ekki eina tvo þrjá aöra sömu geröar. Maí kom á tilsettum tíma. Var afhentur í byrjun febrúar 1914. Þaö var mikiö happaverk, þegar við Óli á Bakka björguðum John Grierson John Grierson er þekktur maöur í flugsögunni. Hann varö fyrstur manna til aö fljúga einn frá Englandi til Indlands og til baka aftur. Þaö var 1930 og þótti þá mikið afrek. Hingað kom hann 7. ágúst 1933, þeirra erinda aö fljúga einn vestur um haf yfir Grænland og veröa til þess fyrstur manna. Hann kom í lítilli eins manns vél, Gipsy Moth trúi ég hún héti og var það landflugvél sem flotholt höföu veriö sett á, svo hún gæti lent á sjó. Grierson lenti hér á Reykjavíkurhöfn. Þetta var síöasta árið, sem Hellyers- bræöur geröu út leiðangur til Græn- lands og Grierson haföi kynnzt Owen Hellyer þegar hann fór aö kynna sér, hvort einhver skip væru við Grænland, sem hann gæti haft samband viö og leiðbeint honum eöa hjálpaö, ef til kæmi. Owen haföi heitiö honum þeirri aöstoö, sem hans skip gætu í té látiö, sjálfsagt verið þaö nokkurt metnaö- armál aö Breti ynni þetta afrek fyrstur manna. (Grierson sagöi í viðtali viö Morgunblaöiö 1977, aö hann hafi ekki haft grun um þaö fyrr en þá fyrir nokkrum árum, að annar heföi farið einn þessa leiö á undan sér). Owen baö mig aö aöstoöa Grierson hér eins og ég gæti og geröi ég þaö. Þegar hann bjóst til ferðar héöan frá Reykjavík reri ég og Ólafur Ólafsson á Bakka (Vesturbakka hér í Reykjavík, þar er nú Mýrargata) honum um borð í vélina. Þaö var bárukvaklandi á höfninni og í flugtakinu brotnaöi þverstöng milli lóöréttu stanganna, sem lágu niöur í flotholtin og þau gliðnuöu sundur og vélin fór á hliðina og sjór streymdi inní hana. Viö Óli brugöum hart viö á bátnum og ég reyndi aö halda vélinni réttri meöan hann hjálpaöi Grierson útúr henni, honum haföi tekizt aö losa sig úr beltinu. Vélin fylltist strax af sjó og þaö var með herkjum aö viö gætum varnaö því að henni hvolfdi meöan Grierson var aö komast úr henni. Þarna heföi hin mikla flugsaga Grierson endaö, ef viö Óli heföum ekki veriö til taks. Vélin flaut á hvolfi og viö letum draga hana uppí Slipp. Daginn áöur en þetta var haföi Lindbergh og konan hans komiö hingað. Þau voru aö rannsaka flugleið yfir norðanvert Atlantshaf. Þeim hjónum var boðið til Þingvalla af ríkisstjórninni þennan dag, sem Grierson hlekktist á. Rétt sem þau Lindberghshjónin voru aö leggja af staö til Þingvalla, frétti Lindbergh, hvernig komið væri fyrir Grierson. Hann sagöi þá strax viö konu sína. — Far þú til Þingvalla, ég ætla til Griersons aö hjálpa honum aö taka í sundur vélina. Og þaö geröi Lindbergh og vélin var send út til Englands í pörtum. En Grierson fór í heilu lagi ákveöinn í aö reyna aftur sem hann og geröi árinu seinna og tókst þá flugiö. Vélin var send til viðgeröar út í Framhald á bls 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.