Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Side 5
Sturla Friöriksson
Fæðukeðja
Úr fjarlægö varpar sólin geislaglóö
og gulll slær á fjöllin hvít og bleik,
og vötnin spegla loftsins litaflóð.
En landiö er að hyljast kolareyk.
Og niöur fjalliö seitlar silungsá,
hin silfurtæra, himinbláa rák,
sem vökvar grænan lund og stöku strá
meö standard olíu og fitubrák.
í þessum lundi ungur ormur skreiö
í aldinleit um fögur reynitré.
En undir lágri grein hans bani beið
á blaöi, sem var úöað D.D.T.
Þar veittust þresti auðveld fæöuföng
er feitan orminn setti nefið í,
og lét um skóginn óma ástarsöng,
sem ekki heyrðist fyrir vélagný.
Og þennan litla vorfugl valur sló,
því varla nokkur undan honum flýr.
En vargur þessi sjálfur síöan dó,
er seinna festist hann á gaddavír.
En fálkann tamið haföi máttur manns,
sem miklum jaröarauöi kom í þrot.
En seinna munu finnast förin hans,
viö fornan öskuhaug og sprengjubrot.
Þetta kvæði var jafnframt ort á ensku og nefnt „The Oid
Web of Life“. Var það flutt í lok alþjóðaráðstefnu um
umhverfismát, sem haldin var hér í Reykjavík í júnt 1977.
Fjallaði hún um „Vöxt án vistkreppu“ (Growth without
Ecodisaster) og var skipulögö af hinum þekkta líffraeðingi
Nicholas Polunin. En ráðstefnuna sátu fjöldi kunnra vísinda-
manna. Erindin, sem þar voru flutt, birtust í bók, sem gefin er
út í Bandaríkjunum og þar með þetta kvaaði á ensku.
Martin Götuskeggi
Frost
föðurlandsfylkingin fylkist
um flokkinn og
leiðtogann
hanzkar og belti og stígvél
sameinast um fánann og
heilsa honum
lúörablástur gefur til
kynna viðbragðsstöðu
hraöbrautir leggjast
á landslagiö
draga aö sér vegfarendur
sem fæöast klæöast og læöast
á færibandi inn í eilífðina
úr speglinum
horfast í sólgleraugu
viö raunveruleikann
Þorsteinn Gylfason
FJÓRTÁNLÍNUNGUR
EFTIR
FJÓRTÁN SKÁLD
Sá einn er skáld, sem skilur fuglamál.
Og skýjaflotar sigla yfir lönd.
Svo rétt oss lífsins djúpu, dýru skál:
viö dvöldum ein viö hraunsins gráu rönd.
Láttu þá hjartaö vera fullt af friö,
svo fljótt kom grasiö undan ís og snjó.
En lakast mun þó flestum feörum viö:
þú feröast gegnum dimman kynjaskóg.
En veiztu aö seinna sól þín vex af mér
— nú svífur vetrarnóttin dimm og löng —-
vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr sem fer
meö fimbulþassa undir helgum söng!
Sú heimsvon öll, sem barmur mannsins ber,
þaö boröar hana dalakindin svöng.
VERÐLAUNASAMKEPPNI
Höfundurinn hefur notað fornfrægt
form, þar sem því bragði er beitt að
raða saman ljóðlínum kunnra skálda:
Hér eru fórtán ljóðlínur eftir fjórtán
skáld. Til ‘gamans verður efnt til
verðlaunasamkeppni af þessu tilefni.
Lausnin er fólgin í að telja upp skáldin
í sömu röð og þau koma fyrir í ljóðinu
og er skilafrestur til 30. júní. Komi
margar réttar lausnir, verður dregið úr
þeim og verðlaunin eru heildarútgáfa
Skuggsjár á verkum Einars Bene-
diktssonar.
CENTO
Langt er síðan menn fóru að gera sér það til gamans að raða saman ljóðlínum
skálda og mynda þannig ljóð. Formið heitir Cento á latínu og má geta þess, að
Hellenar gerðu slíkar samantektir úr verkum Hómers og Rómverjar sóttu í Virgil.
Löngu síðar — á miðöldum — tíðkaðist, að menn færu í smiðju til Rómverja og þá
Virgils. Algengast var þá að farið væri í verk eins skálds og ljóðlínur stokkaðar
saman, stundum í alvöru en stundum í spaugi. Á Endurreisnartímanum átti sér
einnig stað, að þetta væri reynt í óbundnu máli; til dæmis kom þá út sérstök bók
— Cento — þar sem hver setning er eftir Cicero. Þessi iðkan deyr síðan að mestu
út, en einkum og sér í lagi átti þetta sér stað, meðan sjálfsagt var að námsmenn
lærðu latínu og kunnu þá skil á Cicero, Virgli og Hórasi.
Þorsteinn Gylfason kvaðst ekki vita til þess, að þetta hafi verið reynt fyrr á
íslenzku. Tilefnið var fimmtugsafmæli Matthíasar Johannessens og Sveins Skorra
Höskuldssonar og gaf Þorsteinn þeim báðum ljóðið í afmælisgjöf.