Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1980, Síða 12
REYKINGAR OG HÁÞRÝSTINGUR — tveir áhættuþættir í sambandi við hjartasjúkdóma — Hulda Valtýsdóttir ræðir viö Magnús Karl Pétursson lækni Magnús Karl Pétursson læknir lauk sérfræðinámi í hjarta- og æöasjúk- dómum í Bandaríkjunum 1970 og startar nú viö lyflæknadeild Land- spítalans. Á fundi Hjartaverndar í vetur fjallaði Magnús um tvo af þremur helstu áhættuþáttum hjarta- og æöasjúk- dóma nefnilega reykingar og háþrýst- ing. Þriöji áhættuþátturinn er of há blóöfita. Magnús var beöinn aö segja örlítiö frá þessu erindi lesendum Lesbókar til fróöleiks. Taliö barst fyrst aö tíöni hjarta- og æöasjúkdóma og dauösfalla vegna þeirra. Samkvæmt síöustu heilbrigö- isskýrslum hérlendis frá árinu 1975, sagöi Magnús, aö af 1412 dauösföllum stöfuöu þau í 609 tilvikum af hjarta- eöa æðasjúkdómum en þar af voru 375 dauösföll vegna bráörar eöa langvinnrar kransæöastíflu. Meginhluti kransæöasjúklinga á íslandi á viö aö glíma fleiri áhættuþætti en hættan á kransæöasjúkdómum margfaldast í réttu hlutfalli viö þaö hversu margir áhættuþættir eru til staöar. Séu þeir til staðar allir þrír, hefur komið í Ijós viö rannsóknir aö hættan á því aö menn veröi slíkum sjúkdómum aö bráö geti sex eöa sjöfaldast. „Hvaö er helst um reykingar að segja?" „Ur skýrslum bandarískra heilbrigö- isyfirvalda frá 1979 eru birtar tölur samkvæmt rannsóknum sem þar hafa fariö fram á hlutfallstíöni kransæöa- stíflu og skyndidauöa meðal reyk- ingamanna. Sé gengiö út frá tölunni 1.00 gagnvart þeim sem aldrei hafa reykt þá veröa tölurnar þannig: Þeir sem aldrei hafa reykt 1.00 Þejr sem reykja minna en 10 sígarettur á dag 1.65 Þeir sem reykja minna en 20 sígarettur á dag 2.08 Þeir sem reykja meira en 20 sígarettur á dag 3.28 Önnur rannsókn leiddi í Ijós hlut- fallstíöni kransæöastíflu og skyndi- dauöa meöal fyrrverandi reykinga- manna. Þá litu tölurnar þannig út: Þeir sem hafa aldrei reykt 1.00 Þeir sem hafa reykt 10—19 sígarettur á dag 1.90 Þeir sem hafa hætt aö reykja íláreöaminna 1.62 Þeir sem hafa hætt í 1—4 ár 1.22 Þeir sem hafa hætt í 5—9 ár 1.26 Þeir sem hafa hætt í 10—19 ár 0.96 Þeir sem hafa hætt í m. en 20 ár 1.08 Af þessu má sjá aö hætti fólk aö reykja hefur þaö töluverð áhrif til hins betra og áhrifanna gætir nokkuð fljótt." „Hvers konar áhrif hefur tóbak ó hjarta- og æöakerfið?“ „í tóbaki og sígarettureyk eru mörg skaöleg efni sem hafa veriö rannsökuö sérstaklega, svo sem nikótín og kol- sýrlingur en kolsýrlingur er sama efni og kemur úr útblastursrösi bíla). Ef viö tökum nikótín fyrst, þá eykur það hjartslátt, — eykur samdrátt hjarta- vööva, — minnkar blóörennsli, — hækkar blóöþrýsting, — veldur hjart- sláttaróreglu, — veldur því aö minni æöar dragast saman og allt þetta eykur súrefnisnotkun hjartans. Þá má geta þess aö sígarettureykur eykur blóöstorku eöa hefur þannig áhrif á blóöflögurnar að blóðtappar geta myndast. Kolsýrlingurinn er einnig afar skaö- legur líkamanum, en í sígarettureyk er kolsýrlingur allt að 4%. Hann orsakar súrefnisskort og ýmislegt bendir til aö hann valdi æöaskemmdum." „Á hvaða hótt?“ „Á þann hátt aö innsta lag æöanna skemmist. Rannsóknir benda til þess aö í tilfellum þar sem um háa blóöfitu er aö ræöa, komist fitan þá greiöar inn í æöavegginn. Þaö skal þó tekiö fram um þetta síöastnefnda aö menn eru ekki á eitt sáttir um þaö atriði enda þótt margt bendi til aö svo sé.“ „Hvað felst í því sem þú kallar 8Úrefnisskort í þessu tilviki?“ „M.a. aö kolsýrlingurinn bindst rauöu blóðkornunum þannig aö þau veröa óhæf til aö flytja súrefniö um líkamann og þaö veldur þar meö súrefnisskorti í hjartavöövum." „Hvað um reykingavenjur íslend- inga. Eru þær á einhvern hátt sér- stæöar?“ Nei, — ekki segir Magnús aö svo se. „Menn reykja ekki meira eöa minna hérlendis en gengur og gerist hjá nágrannaþjóöunum. Af fólki á aldrin- um 30—60 ára reykja 30—40% sígar- ettur, en prósentan lækkar meö aldrin- um. Ef allir eru taldir sem reykja, hvort heldur eru sígarettur vindlar eöa pípur hækkar talan upp í 70%, og þá eru aliir Ekki lækningastofnun — en rannsókna- og leitarstöð Hjartavernd, Landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga á Íslandí, voru stofnuð árið 1964 en í samtökunum eru 20 félög víös- vegar um landið. Félagar eru um 2600 talsins Samtökin hafa á aö skipa 15 manna stjórn en í fram- kvæmdastjórn sitja 5 menn, 2 sérfræðingar og 3 leikmenn. Hjartavernd rekur eíns og kunnugt er rannsóknarstöö viö Lágmúla 9 í Reykjavík. Stofnfjár til stöövarinnar var aflaö meö gjöf- um en ríkiö greiöir rekstrarkostn- að að einum þriöja. Hlutverk stöövarinnar er aöallega aö rann- saka fólk samkvæmt úrtaki úr þjóðskrá, aöallega meö tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þótt fleiri heilsufarsþættir séu einnig teknir til athugunar. Meö hóprannsóknum er þannig reynt að komast að raun um fjölmörg heilsufræðileg atriöi sem máli skipta fyrir þjóöfélagiö í heild og almennt ástand í heílbrigöis- málum. Það skal tekiö fram aö rann- sóknarstöð Hjartaverndar er ekki iækningastofnun heldur rann- sóknar- og leitarstöö. Veröi hins vegar vart viö veilu eöa sjúkdóm vió skoöun einstaklings er honum vísaó til læknis og sömuleiöis eru niöurstööur sendar til heimilis- læknis. Rannsóknarstöðin hefur starfaó í 12 ár og hafa rúmlega 50.000 einstaklingsskoðanir fariö þar fram, langflestar á íbúum í Reykjavík og nærliggjandi sveit- arfélögum, en rannsóknir hafa einnig veriö gerðar úti á lands- byggðinni eöa á 8 stööum, þar sem settar hafa veriö upp rann- sóknarstöðvar meöan á skoðun stóö. Þá mætti geta þess aö fram- kvæmdar eru í stöóinni rannsókn- ir á fólki samkvæmt tilvísun frá læknum og allmörg fyrirtæki og stofnanir hafa á undanförnum árum sent þangaö starfsfólk sitt til skoöunar. Af þessu má sjá aó starfsemi Rannsóknarstöövar Hjartaverndar er æriö umfangsmikil og hin jákvæóu viöbrögö almennings sem þangaö sækir sýna aö fólk kann vel aö meta þaö starf sem þarna fer fram enda hverjum manni mikils viröi aö vita hiö rétta um heilsufar sitt. Eins og aó líkum lætur hafa safnast fyrir gífurlega miklar upp- lýsingar um heilsufarsástand al- mennt hér á landi hjá stöóinni og því liggja fyrir óþrjótandi rann- sóknar- og útlausnarverkefni sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.