Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 3
Út í þennan krika lágu frá Tryggva- götunni tvær bryggjur og var Ziem- senbryggja innst, framundan Nor- dalsíshúsinu, en innan bryggjunnar og aö nokkru byggt út í sjó, var Verkamannaskýlið, heldur sóöalegt að sjá frá kolabakkanum en snyrti- legra frá Tryggvagötunni, enda mun frárennsliö frá skýlinu hafa legiö beint niöur í krikann. Sjórinn féll aö Tryggvagötunni og stundum mátti sjá þar í fjörunni þáta sem flætt haföi undan á fjöru, svo að huga mætti aö botni þeirra. Yst í krikanum að vestanveröu lá merki- legasta bryggjan aflíöandi niöur í sjóinn, þannig aö nota mátti hana hvernig sem stóö á sjávarföllum, þetta var Steinbryggjan. Margt merkilegt haföi skeö viö Stein- bryggjuna, flugvél veriö dregin þar á land og upp á planiö fyrir ofan bryggjuna og þegar sjálfur konung-' urinn eöa önnur stórmenni komu aö landi í léttbátum skipa sinna, var lagst aö Steinbryggjunni og hún jafnvel skreytt meö gróöri sem átti lítið skylt meö sjó, að ekki sé nú minnst á rauöa dregilinn. Áfram er haldiö og nú niöur á Miöbakkann, en efst á honum aö austanveröu var lítil steinbygging og lagöi af henni slíkan fnyk, aö ekki þurfti skilti til þess að segja mönnum, sem var mál, hvert skyldi halda. Viö Miðbakkann lágu, aö því er mér fannst, fínustu skipin, far- þegaskipin, nema hvaö Lyra, sem var norskt farþegaskip, lá oftast austar í höfninni. Skip Sameinaöa gufuskipafélagsins danska Dronning Alexandrine, lá oft við Miðbakkann, en stolt okkar íslendinga og prýöi voru Eimskipafélagsskipin. Þá var þarna oft lítið en fallegt skip, Suöur- landið, sem hélt uppi áætlunarferö- um til Borgarness og Akraness. Fyrir ofan Miöbakka var nýbúiö aö reisa hiö stóra og glæsilega Hafnarhús, sem ungir menn á mínum aldri dáðust mikiö aö og ekki síst þeirri merkilegu uppfinningu, aö í húsinu voru rennur þar sem mátti láta sekki renna alla leiö ofan af þriöju hæö og niöur undir jörö. Já, tæknin var alveg merkileg, en þó mun hitt hafa verið draumur fleiri aö komast inn og upp í þetta stóra hús til þess aö sjá út um glugga yfir alla höfnina. Viö, sem létum okkur nægja aö labba meöfram höfninni, lukum venjulega göngunni niöur á Grófar- bryggju sem var fyrir vestan Mið- bakkann og venjulega gekk undir nafninu Sprengisandur, vegna þess aö skömmu eftir aö bryggjan var byggö, sprakk þilið í bryggjunni og sandurinn, sem notaöur haföi veriö til þess aö fylla bryggjuna, rann í sjóinn. Viö Sprengisand lágu dönsku varðskipin og vöktu verðskuldaða athygli, en þar lágu oft önnur skip eins og til dæmis Súöin, strand- ferðaskip sem komst þótt hægt færi. Faðir minn þekkti hvern krók og kima og kunni bæöi nafn og sögu þess sem fyrir augun bar, en samt var alltaf eitthvað nýtt aö sjá og væri veriö aö setja hamp og bik milli boröa á skipsdekki, þá fylgdi því fróðlegur fyrirlestur. Sumt geymist en annað gleymist og frá höfninni lá svo leiðin um miðbæinn eins og hann var þá, en þaö er önnur saga og heima beið sunnudagssteikin og sveskjugrauturinn. Sjónvarpsauglýsingar berja ekki bumbur sínar fyrir öllum bókum, sem koma út á jólamarkaöi. Þaö er ekki sama hver höfundurinn er. Þaö er ekki sama hvaöa forlag aö henni stendur. Fyrsti ritdómurinn kemur eftir dúk og disk í febrúarmánuöi, þegar áhugi fyrir jólabókum hefur dalaö til muna, flestir lesiö sig metta í bili og ennfærri þurfa aö kaupa sér hentuga hátíöagjöf. Slík bók er Arfleifð kynslóöanna. Eg vitna hér í upphafskaflann: Vísindamenn hafa löngum velt því fyrir sér, hver heimkynni mannsins hafi veriö í árdaga og hvenær hann hafi stigið fyrstu skrefin á þroska- braut sinni. Veröur sú gáta sennilega seint ráöin. Talið er víst, aö frummaö- urinn hafi verið ómálga og staðið aö því leyti á stigi dýrsins, aöeins tjáö sig meö mismunandi hljóöum. Þessar margbreytilegu raddir, sem aö nokkru leyti hafa veriö hermihljóö, t.d. eftir gný brims og þyt vinda, kvaki fugla og mörgu fleiru, uröu smám saman á löngum þróunarferli mannsins að orðum og setningum. Aldir og árþúsundir liöu. Sérhver ný kynslóð öölaðist nýja reynslu og meö henni aukinn orðaforöa. Tungu- mál mynduöust og þáttaskil uröu í þroskasögu mannsins. En þegar þar var komið sögu, hófst sókn hans til sífellt fleiri uppgötvana, ... fyrsta hjóliö var smíðaö, þetta einfalda en undursamlega tæki, þar til nú, er gervihnettir, fylltir hundruðum hár- nákvæmra vísindatækja, eru sendir frá jöröu aö kanna duíardjúp himin- geimsins. Smátt og smátt og stig af stigi fetaði maöurinn sig fram á leiö. Akuryrkja hófst, dýr merkurinnar voru tamin og gerö aö þörfum þjónum, eldurinn, hinn mikli ógnvald- ur, var haminn til nytja, híbýlí reist, klæði gerð, tól og tæki fundin upp og smíðuö... Borgir risu af grunni... Og þá loks er maöurinn kominn á næsta leiti viö mestu uppgötvun, sem hon- um hefur enn auðnast aö gera, frá árbjarma fyrsta lífs á jöröu hér til þessa dags. Sú uppfinning er ritlistin, sem talið er aö hefjist fyrir um þaö bil 5500 árum. Meö ritlistinni veröa aldahvörf í mannheimi. Egill Skalla-Grímsson. Lýsing úr handriti. Upphaf íslenzkra bókmennta Munkur við ritstörf. ingartíma handrita kom, var oröiö Ijóst, aö ekkert myndi veröa af útgáfu. Sumir, sem til voru kvaddir, munu hafa fengið forskot á laun sín, en litlu af sér skiiaö. Þaö mun þó hafa mestu ráöiö, aö um þetta leyti hljóp af stokkum samnorrænt heildarrit um norræna menningarsögu, sem ýmsir kunnustu fræöimenn okkar stóöu aö. Jón frá Borgarholti sat nú uppi meö handrit sín. Eftir mikla eftirgangsmuni fékk hann nokkra þóknun, en Menn- ingarsjóður taldi sig ekki skuldbundinn að gefa út. Loks, þegar höfundurinn var oröinn aldraður maöur, hefur hann oröiö aö grípa til þess ráös aö gefa rit sitt út sjálfur. Þetta er mikil bók og myndskreytt. Efnið er „Nokkrir þættir íslenskrar bókmenntasögu fram til 1750“, 328 síöur í Skírnisbroti. Ég hef lesiö þessa fróölegu bók mér til mikillar ánægju. Þaö væri þjóöinni til háöungar ef þessi bók yröi ekki keypt og lesin. Á landinu eru tæplega þrjú hundruö lestrarfélög og bókasöfn. Sum þeirra kaupa tugi af ómerkilegustu reyfara- bókum auglýsingaflóösins. Þó ekki væri nema eitt eintak keypt aö meöal- tali í söfnin af slíkri bók sem þessari, væri meö því hægt aö borga útlagðan útgáfukostnaö. Höfundur mun aö svo komnu máli láta sér nægja í sinn hlut þá ósmáu sæmd, sem hann hefur af því aö hafa ritaö og gefiö út þessa merkisbók. Þetta eru náttúrlega mín orö. Loks eru hér nokkur sýnishorn gamals skáldskapar frá 17. og 18. öld, sem auövitaö er mikiö af í þessari bók. Steinunn Finnsdóttir var fædd um 1640 og síðast er hennar getiö í lifenda tölu 1710. Bjó lengst í Höfn í Melasveit. Hér eru tvær lausavísur hennar um veðrið. Viö norðanveðri í Höfn er hnýtt, hvirflar hann upp úr sænum. Kerlingunum kemur það lítt, þær kreppa sig inni í bænum. Á Borgarfirði báran ýfst, brimið ei við skerið hlífst. Aldrei ég þá úti þrífst, um ölver þegar veðrið klífst. Úr mansöng Hyndlurímu eftir Stein- unni er þessi vísa: Því óefað mun uppskera hinn elliþjáði er æskan niður áður sáði. Gömlu fólki á níunda tugj 20. aldar þykir nú nokkur misbrestur á þessari kenningu verða. Hér er hvorki pláss fyrir þaö í heimahúsum, í sjúkraskýlum né elliskálum, þrátt fyrir allar glæsihall- ir. Þetta er athugasemd pistilskrifara. Eftirmælavísa eftir Leirulækjar Fúsa: Sigurður dauður datt í sjó, dysjaður verður aldri, í illu skapi út af dó og í ramma galdri. Um harmkvælamanninn Guömund Bergþórsson, sem var vanskapaður, en varö þjóökunnur af skáldskap sínum og visku, 1657—1705, orti Jón biskup Vídalín: Heiðarlegur hjörvagrér, hlaðinn mennt og sóma. Yfir hann ég ekkert ber utan hempu tóma. Hér er ekki embættishrokinn. Önnur vísa Jóns biskups, sem varö hans síðasta: Herra guó í himnasal, haltu mér viö trúna. Kvíði ég fyrir Kaldadal. Kvölda tekur núna. Viö endum á vísu Jóns Sigurðssonar sýslumanns og Dalaskálds, 1685— 1722: Kerlingar var kjaftur flár keyrður upp með sköllum. Hafði hún ekki í hundrað ár hlegið með honum öllum. Jón úr Vör Meö smáúrfellingum er hér komin tæp síöa úr áöurnefndri bók. Miklu efni komið fyrir meö Ijósum og snjöllum hætti, svo aö unun er aö lesa. Á næstu tveim síöum er sögunni haldið áfram og frá því sagt hvernig fyrstu handritin uröu til. Upphaf þessarar bókar er þaö, aö fyrir líklega tveimur áratugum sam- þykkti menntamálaráö, aö út skyldi gefin hér íslensk menningarsaga, meö sniöi alfræöibóka. Var fjölda manna falið aö semja fræöipistla um ákveöin efni og átti síöan aö skipa því niöur eftir stafrófsröö. Einn þeirra, sem til þessara ritstarfa var ráöinn, auðvitað í tómstundavinnu eins og hér er siður, var Jón Þórðarson frá Borgarholti, kennari og rithöfundur, fjölmenntaöur maöur, samviskusamur og vandvirkur meö afbrigöum. Þegar aö afhend- 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.