Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 11
aö minnsta kosti svipaður. Meö góöu hvítvíni var þaö öndvegismatur, en Bryn-y-mor er þrátt fyrir allt ekki dýrt hótel; kostar 14 pund á mann á dag meö morgunveröi en þriggja rétta kvöldverö- ur kostaði þaö sem svarar gömlum íslenzkum fimmþúsundkalli á mann. Sunnudagsmorgunn: Sólin hellir geislaflóði sínu yfir Hastings og nú sést aðeins skammt útá Ermarsundiö fyrir mistri. Dálítill bíltúr um bæinn leiðir í Ijós, að hann er byggður aö mestu leyti í brattri hlíö, sem verður uppaf ströndinni, og hæöadrögum þar noröuraf. Hér er einn af meiri háttar feröamannabæjum Breta, enda urmull af fólki á ströndinni. Á malarkambinum sem verður uppaf ströndinni voru breiöur af „rúgbrauöum“ og öörum þessháttar bílum, sem fólk feröast í og sefur í. Það eru þeir hyggnu og sparsömu, sem ekki stíga fæti innum dyr hótelanna, en á þessari björtu morgunstund voru allar huröir uppá gátt og þar blasti viö, aö fólkiö var aö maula morgunveröinn sinn. Innanum og sam- anvið voru sjómenn aö dytta að bátun- um sínum, en hafnlaust er þarna og útgeröin miðast viö að hægt sé aö tosa bátana uppá sandinn. Þeir voru málaöir fagurlega í öllum regnbogans litum, en ofar standa tjörguö þurrkhús; hvert um sig eins og turn í laginu. Þar voru kallarnir aö selja aflann úr síöasta róöri og allt var lífiö með fjölskrúöugum brag og minnti á Rivieruna viö Miöjaröarhafiö á þessum lognkyrra, heita degi. Með- fram ströndinni standa hótelin í þéttri röö; yfirleitt fullbókuö á þessum tíma var okkur sagt og ekki aö undra þótt margt sé um manninn. Sérstakt fyrirbæri á enskum baöstööum er kæinn, The Pier — bryggja á járnstólpum, sem nær svo langt út, aö strandferðaskip gat lagst þar að. Á bryggjunni var síöan komið upp allskyns afþreyingarstööum handa túristunum, til þess aö þeir hefðu aö einhverju aö hverfa, þegar sólin brást. Nú eru sumir þessir túristakæjar aö grotna niður, því viöhaldiö á þeim er geypilegt og kæinn í Hastings vitnaöi aðeins um dýrö liöinna daga. Annars er margt hægt aö gera sér til skemmtunar: Rúllettur og diskótek, þrír golfvellir og bátaleiga, svo eitthvaö sé nefnt. Hastings er frægur bær úr sögunni og sú frægö er öll tengd einum atburöi, sem átti sér stað í októbermánuöi áriö 1066. Þá bárust Haraldi Englandskonungi þau uggvænlegu tíðindi, aö Normanar heföu gert innrás viö Hastings og stýrði henni Vilhjálmur hertogi, sem síöar var kallað- ur sigurvegari. Höföu Normanar komiö á 700 skipum yfir sundiö og haft meö sér efni í virki, sem snarað var upp, en 8 þúsund manns voru í liöinu. Haraldur konungur hélt þegar suöurúr frá London og mættust herirnir spölkorn uppaf Hastings, þar sem raunar heitir Battle — Orrusta. Féll Haraldur þar og tók Vilhjálmur viö ríki á Englandi og er þaö í fyrsta og eina skiptið, aö innrás í England hefur heppnazt. Þessi orrusta er meö þeim frægari úr sögunni; þar var barizt á hestum aö nokkru leyti og magnaöasta vígvélin var boginn og örin í hendi góörar skyttu. Framhald í næsta blaöi. l'fKt'fandi: H.f. \r\akur. Rcykjsivík Framk\ .slj.: Ilaraldur Svoinsson Rilsljórar: Mallhias Johannossen Sl\ rmir (iunnarsson Kilslj.flir.: (.Isli SÍKurðsson Rilstjórn: AðalslraMi fi. Slmi 10100 Málefni aldraðra eru í brennidepli. Eftir því sem meira er fjallaö um þau í ræðu og riti, ágerist sú tilfinning að mikiivæga áherslu vanti inn í þessa umræðu: Semsagt þá, að hér eru á feröinni þátttakendur í þessu þjóð- félagi — og í raun höfundar þess, en ekki óvirkir aðilar sem eru úr leik. Þegar ég var barn og unglingur fannst mér það eins og náttúrulög- mál að gömlu fólki bæri meiri virðing en öðru. Maður hlustaði með vak- andi athygli ef það lagði eitthvaö til málanna og af skilyrðislausri undir- gefni við það forskot sem lífsreynsla heillar ævi gaf þeim fram yfir mann sjálfan. Að vísu var þetta nokkuö einstaklingsbundiö þar sem pers- ónuleiki fólks er auðvitað mismun- andi áhugavekjandi fyrir hvern og einn, — hvaö sem aldri líöur. Samt sem áður var þaö undirskilið aö gráum hárum bæri virðing en ekki vorkunnsemi. Mér finnst þessi almenni skilning- ur vera aö fölna með kæfandi forsjárstefnu velferðarþjóðfélagsins sem í vaxandi mæli skilgreinir ald- urshópa eins og staðlað fyrirbrigði. Ekki verður séð að merkjanlegar breytingar verði á fólki á þrjátíu og sjö ára afmæli þess. Hæfileikar, smekkur, þarfir og annað þaö sem aðgreinir einstaklinga hvern frá öðr- um, snýst ekki við í einni svipan. Sama gildir vitaskuld um aðra af- mælisdaga — einnig þann sextug- asta og sjöunda. Það er þessvegna óskiljanlegt þegar allt ! einu er fariö að tala um fólk eins og einhvern samkór eftir að þaö hefur náð þeim aldri sem stjórnvöld hafa ákveðið að starfsævi lyki og eftirlaunatímabil hæfist. Fram aö þeim tíma er til dæmis gerður eðlilegur greinarmun- ur á heilbrigóu og vinnufæru fólki annarsvegar og þeim sem sjúkir eru og hjálparþurfi hinsvegar. En þegar menn verða sextíu og sjö ára er eins og þeir renni á færibandi inná góðgerðarstofnun sem almenningur (undir 67!) hefur tekið aö sér að reka. Að minnsta kosti mætti ætla það eftir því hvernig tónninn er gjarnan gefinn. Félagsmálaráðherra landsins sagði fyrír skömmu í sjónvarpsviötali að ef ætti að gera meira fyrir aldraða, yrði aö auka samneysluna. Samt væri til fólk sem væri á móti samneyslu! Þarna boðar íslenskur ráðherra, að þeir sem séu á móti aukinni samneyslu séu á móti gömlu fólki. Auk þess má skilja á orðum hans að vegna gamla fólksins verði að þyngja skattbyrðina á almenningi. Þessi ummæli bera vott um úrræðaleysi í stjórnun og mikinn skort á háttvísi. Góð heilbrigöis- og trygginga- þjónusta er, ásamt aöstöðu allra til menntunar, aðalsmerki þess þjóðfé- lags sem vill kenna sig við velferð. En þegar velferöin er farin aö hafa vit fyrir þegnunum og ákveöa hvað þeim er fyrir bestu, þá ber henni annaö nafn og talsvert ófínna. Ef það er brestur í heilbrigðiskerf- inu sem mismunar veiku fólki eða hjálparvana, til dæmis eftir aldri, þá ber að taka ofan fyrir þeim sem berst fyrir lagfæringu á því, styðja við bakiö á honum eöajjlást í förina. Það er hinsvegar ástæðulaust að tala eins og veikindi þeirra sem hafa náð 67 ára aldri séu eitthvert sérstakt fyrirbrigði í íslenskum heil- brigðismálum, og til hliöar við aöra heilbrigðisþjónustu. Þaö má auðvit- að flokka hana sérstaklega á sama hátt og aðrar greinar, svo sem hjúkrun barna, kvenna, fatiaðra, húðsjúkra og svo framvegis, en það er móðgandi að taka slíka þjónustu út úr eins og óveróugra verkefni og meira íþyngjandi en önnur. ickit Með því að æ fleiri ná háum aldri samfara góöri heilsu, mætti hugsa sér aö fólki væri gefinn kostur á að búa í haginn fyrir sig með nokkrum fyrirvara. Þörfin fyrir fjárhagslegt sjálfstæði hefur engin aldurstakmörk og hjá býsna mörgum er þar falinn aflvaki sjálfsvirðingarinnar. Þess- vegna væri eölilegt að eldra fólki væri gefinn kostur á að nýta fjármuni sína, til dæmis íbúð eða aörar eignir, í eigin þágu í samvinnu viö hiö opinbera. Byggja mætti sambýlis- hús, sérstaklega hönnuð fyrir þá sem eru farnir að reskjast, íumhverfi sem býður upp á nauösynlega þjónustu. Fólk gæti þannig keypt sér hentuga íbúð, en verió áfram á eigin vegum meóan heilsan leyfði. Þá er einnig mikilvægt að lag komist á lífeyrismál landsmanna sem tryggir öllum jafnan rétt, en það er til umfjöllunar á Alþingi eins og kunn- ugt er. Loks verður að teljast ósæmilegt að ellilífeyrisþegar séu hraktir úr eigin húsnæði meö skattpíningu. Markmiðið á aó vera að efla sjálfstæði þessara einstaklinga, en ekki svipta þá sjálfstæöinu — efla sjálfsvirðingu þeirra en ekki stuðla að því aö gera þá óvirka og ósjálfbjarga. Með því eru menn í raun settir ! huglægt fangelsi. Vandamál dagsins — stór og smá — eru einn af sterkustu þtéttum í hinu lifandi lífi. Ef einstaklingar fá ekki aö glíma viö þau vandamál sem flestir fá í fangið, er búiö aö taka af þeim frelsió. Þeir falla ! hugsana- legan dvala og sjúkdómarnir koma hver af öðrum. Sjúkdómar sem eru raunverulegir, en eiga upptök sín í ákveöinni uppgjöf í huga fólks. Velferöar- og umhyggjuþjóðfélagiö snýst þannig upp í andhverfu sína ef menn halda ekki vöku sinni. Einstaklingurínn og manngildið víkur fyrir þeim óskapnaði sem nefnt hefur veriö kerfi. ickit ísienski málshátturinn „Allir ellina kjósa, en engir fenginni hrósa“ er eflaust ekki fjarri sahni. Samt sem áöur ætti eftirlaunaaldurinn ekki aö vera landamæri sem ástæöa væri til að kvíöa sérstaklega. Framundan getur verið besti tími ævinnar ef hann er notaður rétt. Þetta er sagt vegna vitneskju um mörg slík dæmi en ekki til aö leika sér meö orö. Þeir sem landiö erfa mega heldur ekki missa sjónar á því að í gamla fólkinu er falinn mikill fjársjóöur. Það er reynsla langrar ævi á tímum ótrúlegra breytinga í lífi þessarar þjóðar. Þaö er innistæóa sem vió höfum ekki efni á aö láta standa óhreyföa. Jónína Michaelsdóttir 11'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.