Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 5
Villa Savoye í Po- issy (1929—31). Stúdentagaröur í París (1930—32). Corbusiers endurspegla skýrt hugmyndirn- ar úr Citrohan-verkefninu, og eru þær lifandi dæmi um arkitektúr vélaaldarinnar og lausar úr viöjum miöaldaarkitektúrs. Útlit þeirra er mjög frjálslegt, því að útveggir voru án sýnilegrar buröargrindar, og fór Le Corbusier meö það ekki ósvipað og jjaö væri abstraktmálverk. Ariö 1929 teiknaði Le Corbusier eitt frægasta einbýlishús aldarinnar, Villa Sav- oye skammt frá París, sem er eitt fullkomn- asta verk hans á fyrri hlutá listferils hans. Þarna eru ýmsar helztu hugmyndir hans útfæröar á svo til fullkominn hátt. Þeir Le Corbusier og Jeanneret teiknuöu um þetta leyti ýmsar geröir húsgagna, þar á meðal þrjár tegundir stóla, frábærlega vel form- aöa og útfæröa, sem hafa haft mikil áhrif á innanhússhönnun síöari ára. í upphafi fjóröa áratugar aldarinnar haföi enn lítiö veriö reist af byggingum eftir teikningum Le Corbusiers, en þó var mjög mikiö um aö vera á stofunni hjá honum. Hann var orðinn frægur, vegna verka sinna, og hjá þeim frændum starfaði mikill fjöldi ungra arki- tekta til aö kynnast betur þessum nýju og byltingarkenndu hugmyndum hans. Unnu þeir gjarnan aö umfangsmiklum, tilbúnum skipulags- og byggingarverkefnum. Le Corbusier geröist franskur ríkisborgari áriö 1930. Hann tók þátt í mörgum meiri háttar samkeppnum, en tiilögur hans þóttu yfir- leitt alitof róttækar og fara út fyrir settan ramma. Fór þannig t.d. fyrir tillögu aö aöalstöövum Þjóöabandalagsins í Genf (1927), þar sem þeir frændur voru dæmdir úr leik eftir miklar deilur innan dómnefnd- arinnar, en hin útfæröa lausn var síöan aö verulegu leytl byggð á hugmyndum þeirra. Tillögu þeirra að Sovéthöllinni í Moskvu (1931) var einnig hafnað, en öll þessi vinna var reyndar ekki til einskis, því aö hugmyndir Le Corbusiers þróuöust mikiö á þessum árum. Le Corbusier fékkst á þessum tíma einnig viö stór skipulagsverk- efni fyrir Algeirsborg, París, Antwerpen, Stokkhólm og fleiri borgir, er grundvölluö voru á áðurlýstum hugmyndum meistar- ans, en þau hlutu ekki náö fyrir augum ráöamanna og voru aldrei útfærö. Hins vegar voru reist nokkur stórverk þeirra frænda á þessum árum, t.d. skrifstofuhús í Moskvu (1928), íbúðarháhýsi í Genf (1930—32), gistihúS Hjálpræöishersins í París (1932—33) og stúdentagarður í París Kapellan í Ronchamp. Stjórnarbyggingar í Chandigarh í Indlandi (1956—65). Le Corbusier fékkst töluvert viö myndlist og voru myndir hans gjarnan í þeim stíl sem sést á þessari mynd eftír hann. une architecture" sem telja má elna athyglisveröustu bók sem gefin hefur verið út um nútíma arkitektúr. i þessari bók lýsti Le Corbusier öllum stefnumiðum sínum af mikilli nákvæmni, og eftir þeim vann hann Ijóst og leynt allar götur síöan. Þarna eiga sér staö þáttaskil í starfi Le Corbusiers. Hann sneri sér aö auknum krafti að arkitektúr, og sýndi ekki máiverk aftur opinberlega fyrr en áriö 1937. Hann tók nú upp nafnið Le Corbusíer. Fyrir þennan tíma haföi hann aöeins teiknaö þrjú lítii og lítt merkileg hús, sem höföu veriö reist, þar meö talið þaö, er hann teiknaöi 18 ára gamall. í Vers une architecture lýsti hann því hlutverki, sem hann taldi arkitektúr gegna í nútíma þjóöfélagi. í bókinní kruföi hann viöurkennd hlutföll og viömiöanir í mælingum, þar sem hann skírskotaöi einkum til uppgötvana endurreisnarlista- mannanna og gullna sniöslns. Þarna kom hann fram meö einingakerfi fyrir fjölda- framleiöslu byggingahluta, er byggöist ekki á einni ákveðinni stærö, heldur skyldum stæröum — til þess aö forðast tilbreyt- ingarleysi. Þaö tók Le Corbusier rúm 20 ár aö þróa kerfi þetta frekar, og kallaði hann þaö þá „modulor". Lýsti hann því yfir í bókinni aö arkltektúr 20. aldarinnar tak- markaðist ekki lengur viö einstakar bygg- ingar, heldur væri sjálf borgin arktitektúr. Aögreina bæri gangandi og akandi umferö, og skyldi taka hraöumferö upp á brautum, er lyft yröi upp fyrir gangbrautir, sem vera ættu á jöröu niöri og liggja sem mest í gegnum lystigaröa. Þá skyldu byggingar sitja á súlum, til þess aö skapa aukiö frelsi handa gangandi vegfarendum og búa því manneskjulegt umhverfi. Þannig rynnu garöar inn undlr byggingarnar, sem ættu aö vera háhýsi, til þess aö sjáift bygg- ingarsvæðið yröi sem minnst. Þá skyldi nota þök háhýsanna sem garöa. Teiknaöi Le Corbusier stórt, tilbúiö verkefni áriö 1922, Citrohan-húsið, þar sem hann út- færöi þessar hugmyndir sínar. Þetta var stórt sambýlishús, sem leit út eins og einföld blokk, reist á súlum, en inn í blokkina voru holuö tveggja hæöa svala- rými, og aö baki þeim var stofa á tveim hæðum. Öðrum herbergjum, í hverri íbúö, var skipt niður á tvær hæöir, er tengdar voru saman meö stigum innan íbúöarinnar. Var þakgaröurinn sameiginlegur fyrir allar íbúöir hússins. Hugmynd þessi var alger nýjung, og áttu margir erfitt meö aö sjá kosti hennar. Síöari verkefni Le Corbusiers miöuöu í raun langflest aö nánari útfærslu þessarar hugmyndar hans um „hina lóö- réttu borg". Áriö 1925 fékk Le Corbusier sitt fyrsta stórverkefni og setti þá upp sjálfstæöa teiknistofu ásamt frænda sínum, Pierre Jeanneret. Hélzt samstarf þeirra fram aö síðari heimsstyrjöldinni. Verkefnl þetta var skipulag og teikning íbúöarbyggöar á allstóru svæöi í útborg Bordeaux. Útfæröi Le Corbusier þarna hugmyndir sínar um opna jaröhæö og þakgaröa, og vakti verkefniö talsveröar deilur. Á eftir því fylgdu nokkur stórgóö einbýlishús, er vitna um frjótt ímyndunarafl og frábært form- skyn Le Corbusiers. Byggingar þessar mættu þó yfirleitt mikilli mótspyrnu, og oft stóö lengi á yfirvöldum að veita nauösynleg byggingarleyfi. Þarna er víða aö finna urmul af nýjungum, sem sannaö hafa ágæti sitt og haft hafa mikil áhrif á unga arkitekta víða um heim. Le Corbusier var oröinn mjög þekktur í rööum fremstu nútíma arkitekta, einkum vegna ritsmíöa sinna, en einnig vegna þessara fyrstu byggingar- verkefna, og árið 1927 var honum boöiö aö teikna tvær byggingar fyrir Weissenhof- sýninguna í Stuttgart. Voru þær reistar þar ásamt verkum nokkurra fremstu nútíma arkitekta álfunnar. Þessar bygglngar Le ■ 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.