Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 10
 t Á BÍLALEIGU- BÍL UM SUDUR- ENGLAND wbörg ■\t LJiviubBum baöy Newbörgh, ’■: St Mary's ' BendS wSSÍ&3Bindo.v “ IARE og þeir sem aka lengst til hægri eru áreiðanlega á 150. Kantaraborg svíkur engan og er sjálfsagöur áningarstaður á þessari leiö. Á ferö eins og þessari, sem Bretinn kallar „Do it yourself journey“ er yfirleitt ráölegt aö sneiða hjá öllum stærri borgum. Ævinlega er ánægjulegra aö koma í smábæi og jafnvel þorp, — og þær borgir, sem hafa varðveitt gamlan kjarna eins og Rochester og Kantara- borg. Á þessari nýbyrjuöu verslunarmanna- helgi var talsverö bílamergö og mann- fjöldi í Kantaraborg og hvorki þar né annarsstaðar í bæjum er leyft aö leggja á götum og stöðumælar sjást yfirleitt ekki. Þess í staö eru bílageymsluhús, eöa sérstök stæöi, og ekki annarra kosta völ en leggja þar og ganga síöan. Þeir Kantaraborgarmenn eru öfunds- veröir af gamla bæjarkjarnanum, sem er í nánd viö þá hina miklu dómkirkju, byggöa úr brúnum steini og ber höfuö og heröar yfir öll mannaverk á þessum staö. Þaöan má heyra erkibiskups boöskap, en ekki nam ég hann í þetta skipti og heföi kannski haft hann aö engu. En ólíkt væri skemmtilegra aö búa í Reykjavík, ef gamli bærinn væri eitthvaö í líkingu — eöa hliöstæöur — viö miðhluta Kantaraborgar. Rammger virk- ismúr hefur í fyrndinni verið hlaöinn utan um bæinn eins og hann var þá og stendur múrinn víöa. En viö Kristskirkju- hliö þar sem mætast stræti heilags Péturs og heilags Georgs (þess er drap drekann) er indælis torg, þar sem bílum er meinaöur aögangur, en veitingahús allt um kring og serverað út á torgiö, sé þess óskað. Húsin eru yfirleitt í Tudor- stíl, allavega skekkt og mjög myndræn. Þaö var nú komið framá miöjan dag og mál að fá sér eitthvaö í gogginn. Þaö var kjúklingur og bjór á snyrtilegum staö meö útsýni yfir torgið. í Ijósi þess aö Kantaraborg er ekki stór bær, er athyglisvert, aö þar eru 32 hótel og á fjölda heimila er auk þess hægt aö kaupa gistingu og morgunverö. Eins og annarsstaöar, þegar kemur út fyrir London, er veröiö á sæmilegum hótelum um 10 pund á mann fyrir sólarhringinn, en auövelt er aö finna hótel á 7—8 pund og gisting meö morgunverði í heimahúsi er yfirleitt á 5 pund. Búöirnar hafa opiö á laugardögum og 19. Hastings er meiriháttar sumarleyfastaður með urmul af hótelum. Þetta er viðfeldinn bær með gamlar minjar, baðstrendur, frumstæða útgerð og aðstöðu fyrir allskonar sport. I Hastings: Efri myndin: Bryn-y-mor hótelið, sem áður var glæsilegt íbúðarhús. Að neðan: A sjávarkambinum standa þessi einkennilegu þurrkhús, þar eru pöbbar og fisksölur. eftir ösinni þar aö dæma, nota Kantara- borgarbúar laugardaginn til þess aö verzla í Debenhams eöa Marks & Spencer. Suður aö Ermarsundi Nú var um ýmsar leiöir að velja til Hastings, þar sem áfangastaður haföi veriö ákveöinn um kvöldið. Þaö teygöist meira á tímanum en mig grunaði og því breytti ég útaf þeirri upphaflegu ætlun aö halda áfram austur til Dover, hins kunna ferjustaöar yfir Ermarsund frá fornu fari. Þess í staö var ákveöið aö sneiöa af dálítinn alboga og halda beint suöur aö Ermarsundi eftir mjóum sveita- vegi framhjá Barham, Elham og Lym- inge. Enginn hefur nokkru sinni heyrt né séð þessi þorp, en þeim er það sameiginlegt, að þar er á hverjum staö ágæt krá, húsin viröast komin til ára sinna, en umvafin trjágróðri og allsstað- ar er snyrtilegt. Þar heitir Folkstone, sem komiö er til sjávar; Ermarsundið var slétt og blátt eins og heiöartjörn og vegurinn liggur meöfram sendinni strönd. Alltaf er nú viökunnanlegt aö vera meö hafiö í nánd, og nokkur stuðningur, því minni hætta er á aö fara villur vegar. Þarna eru víöa dágóöar baöstrendur, sýndist mér; eink- um viö Dymchurch. Þar voru byggð varnarmannvirki til aö taka á móti hugsanlegri árás frá Napóleoni á sínum tíma, en mikiö var allt friösælt á þessum ágústdegi og töluveröur fjöldi á strönd- inni. Rye: túristar og te- hús í stað smyglaranna Næsti áfangastaöur er Rye, gamall og frægur smábær á hæö viö ána Rather; þangaö er svo sem hálftíma akstur og um leiö er skilið viö héraöiö Kent og komið í Austur-Sussex. Ekkert pláss á þessum slóöum ku vera myndað önnur eins ósköp, og kemur ekki á óvart, því þaö er malerískt í meira lagi; göturnar örmjóar og lagöar sæböröu hnullungs- grjóti, en húsin viröast flest slúta framyfir sig og veröa þeim mun fyrirferö- armeiri, sem fjær dregur undirstööunni. Þar eru þó nokkrar byggingar frá Sturlungaöld og ekki sjást jjess merki aö neinn hafi þurft aö byggja uppá nýtt á þessari öld. Rye var annálaður smyglarabær, en þaö var meöan sjórinn náöi þangaö uppeftir. Nú hefur ströndin hopaö og staöurinn oröinn smyglurum óhagstæö- ur. Eftir standa nokkrar svokallaöar „smyglarakrár“ og heitir sú veigamesta The Mermaid. Þaö er raunar veitingahús og gatán sú arna er alveg dýrleg; blómin uppeftir veggjum. Tehúsin í Rye eru alveg sér á báti; standa í rööum uppi í hæðinni, en kirkjan aö sjálfsögöu efst. Svo og turn til aö fylgjast meö Napó- leoni. Allur var nú varinn góöur. Sérstaklega er óhætt aö mæla meö The Flushing Inn, veitingahúsi frá því allar götur á 15. öld og þykir ekki mikiö í Rye. í hverju brezku plássi er þess minnst meö lotningu, ef kóngurinn eöa drottningin hafa einhverntíma í aldanna rás látiö svo lítiö aö hafa smá viödvöl. Þeim finnst ennþá þó nokkuð til þess koma í Rye, aö Elízabet drottning kom þar viö og drakk vatn úr Drottningarlind. Það væri út af fyrir sig skiljanlegt, ef þaö væri sú Elízabet, sem nú situr á tróni. En svo var nú ekki; þetta var nefnilega Elizabet I og þessi merkisatþurður átti sér staö sumarið 1573. Þessvegna er aö sjálfsögöu The Elizabethan Restaurant meö tilhlýðilegu svipmóti. Og á ná- kvæmlega sama tíma og Þorleifur lög- maöur var aö brenna galdramenn vestur á fjöröum, stóö mikið galdrafár í Rye. Nú hafa menn snúiö sér aö meinlausari viðfangsefnum, þeir brenna leir, búa til keramik og reka hótel. Mikill myndarbragur hjá frú Sally Þaö var á degi úthallanda, aö viö kvöddum Rye og tókum aö elta þær merkingar, sem leiða mann heilu og höldnu til Hastings. Þar var næturstaöur til reiöu hjá frú Sally, sem rekur einstaklega heimilislegt og um leiö glæsilegt hótel á hæöarbrún ofarlega í bænum. Þaö heitir Bryn-y-mor, sem er eldgamalt Keltamál og þýðir Hús viö sjó. Þarna haföi verið meiriháttar glæsivilla meö tilhlýöilegum glæsibrag í stofum á neöri hæö, en svefnherbergi uppi. Sally keypti slotiö fyrir nokkrum árum og breytti því í hótel. Herbergiö var í annexíu viö hliðina, en garöurinn fyrir framan er í einu oröi sagt stórkostlegur. Þetta líkist allt saman fremur því aö búa í virðulegum klúbbi; boröaö meö af- gömlum silfurhnífapörum og viö reynd- um kola, eöa einhvern flatfisk, sem var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.