Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 7
Landið okkar Ljósmynd og texti: Björn Ruriksson VETRARHIMINN Vart þarf að lýsa veðurlagi á íslandi fyrir samlöndum sínum. Þó svo þessi Ijósmynd sýni veðurfar, er hún um margt óvenjuleg. Myndin er tekin snemma morguns síöla í janúarmánuði og yfir henni er vetrarstemning. Horft er frá Seltjarnarnesi til Akrafjalls og Esju. Kalt 6r í lofti og hvasst. Vindur er af norðaustri og stendur af Esjunni. Vindskafin ský geta myndast við slíkar aðstæður, loftið myndar bylgju af fjallinu, og á leiö sinni upp þéttist raki þess og ský verða til. Missterkir vindsveipir skafa skýin og móta þau. Vegna skammdegisbirtunnar er myndin tekin á tíma, 12—14 sekúndum með Ijósopi 3,5. Myndavélinni er haldið við stein, sem stundum er öruggara en að nota þrífót við þessar aðstæður, myndatöku á löngum tíma í vindi. B.R. aö í ýmiss konar iönaö (OM). Oröiö heitir borax í miöaldalatínu og frönsku og er komið af borah í persnesku. E. borax, d. boraks. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1827 (OH). BRAVÓ, þaö er afbragö, ágætt! Oröiö er komiö af lo. bravo í ítölsku og merkir þar m.a.: fær, heiöarlegur, hæfur. Þ. bravo, d. og e. bravo. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1797 (OH). BRONS, BRONSI, blanda kopars og annars málms (einkum tins); duft eöa lögur til aö gylla (silfurlita) (OM). Oröiö er komiö úr rómönskum málum og heitir bronzo á ít. og bronze á fr. Þ. Bronze, d. og e. bronze. Orömyndin brons finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1943 (OH), en er, eins og vant er, talsvert eldri í talmáli. BRÚTAL, dýrslegur, grimmur, hrottafullur, harðleikinn. Oröiö er kom- iö af latneska lo. brutal sem merkir: dýrslegur, ruddalegur. Þ., d og e. brutal. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1888 (OH). BRÚTTÓ, meö umbúðum; aö ófrá- dregnum kostnaði (OM). Oröiö er komiö úr ítölsku eins og ýmis alþjóða- orð í bókfærslu, heitir þar brutto og merkti upphaflega: dýrslegur, grófur, ruddalegur enda komið af lo. brutus í lat. er haföi sömu merkingar. Þ. og d. brutto. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1903 (OH). BUFF, nautasteik; barið kjöt (OM). Orðið er komiö af boeuf, naut, í frönsku, en það er komiö af bos, sömu merkingar, í latínu. D. bof, e. beef. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1858 (OH). BUFFET, boröskápur, skenkiborö, veitingaborö. Oröiö er komið úr frönsku, en ógerla er vitað um uppruna þess. Þ. Biifett og Bufet, d. buffet, e. buffet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1928 (OH). Orðmyndin buffe finnst í ísl. ritmáli frá sama ári (OH). BUNGALÓ, einlyft hús meö lágu þaki. Oröiö er komiö af bangla í bengölsku og merkir: bengalskur. Var þaö upphaflega haft um timburhús sem reist var handa Evrópumönnum í Indlandi. Þ. Bungalo(w), d. bungalow, e. bungalow. Finnst i ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH). DEIKRON, ofiö gerviefni, haft í gluggatjöld o.fl., einnig blandaö ull og þá haft í fatnaö. Oröiö er hingað komiö frá Bandaríkjunum og heitir þar dacr- on. D. dacron. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1967 (OH). DAMASK, ofiö efni sem m.a. er haft í dúka og húsgagnaáklæöi. Oröiö merkir upphaflega: silkiefni frá Dam- askus. Á ítölsku var það nefnt dam- asco eða damasto, á miölágþýsku damask, d. og e. damask, þ. Damast. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1548 (OH). DANDALAST, rangla, rápa; fara einsamall (OM). Oröiö er komiö af franska so. dandier sem merkir: reika. Þaö mun komiö af dindan, klukkna- hljóð (ding-dang). D. dandere, e. dilly- dally. Finnst í ísl. ritmáli frá fyrri hluta 19. aldar (OH). DAVÍÐA, (báts)ugla (OM). Oröiö hét daviet í fornfrönsku og varö davit í ensku. Þaö var upphaflega smækkun- arorömynd af nafni Davíös, konungs í ísrael. Þ. Davit, d. david. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1937 (OH). DÁTI, hermaöur; náungi (OM); Oröiö er komiö af dat í danska orðinu soldat sem komiö er af soldato í ítölsku. Þaö orö er komiö af sold, jaun, af solidus, gullpeningur, í latínu og varö í dönsku sold. Soldato í ít. merkir því upphaf- lega: Maöur sem fær greitt kaup fyrir starf sitt. Fr. soldat, þ. Soldat, e. soldier. Oröiö dáti finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1796 (OH). DEBET, skuldadálkur í bókhaldi (OM). Orðið er komiö úr latínu þar sem það merkir: Hann skuldar. Þaö er komiö af so. debere, skulda. Fr. riéhit e. debit, þ. Debet, d. debet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1943 (OH), en er sjálfsagt talsvert eldra í tali. DEBITERA, skulda einhvern fyrir einhverju. Oröiö er komiö af debitum, skuld, í lat. Fr. Débiter, þ. debitieren, d. debitere, e. debit. Oröið ætti að vera álíka gamalt í íslensku og debet. DEBITOR, skuldari. Oröið er komiö af débiteur í fr., þ. Debitor, d. debitor, e. debtor. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1903 (OH). DEFEKT, gallaöur, óheill (einkum um bækur) (OM). Oröiö er komiö af defectus í lat., en þaö er Ih. þt. af so. deficere, vanta, bregöast. Fr. défectu- eux, e. defective, þ. defekt, d. defekt. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1865 (OH). DELEATÚR, falli burt. Orðiö er komiö af latneska so. delere, ógilda, þurrka út. Oröiö hefur um alllangt skeiö verið notaö í sambandi viö leiðréttingu á próförkum og þá veriö skammstafaö dl. D. deleatur. DÍSILMÓTOR, dísilhreyfill (OM). Þessi hreyfill er heitinn eftir þýskum verkfræöingi, Rudolf Diesel aö nafni (1858—1913). Þ. Diesel Motor, d. dieselmotor, e. Diesel engine. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1912 (OH). 7'.'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.