Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 2
Sköpunar- sagan og fleiri sögur Það rar nálægt miðju sumri og liðið fast að mið- nætti. Eg hafði tildrazt upp á einn hæsta hnúkinn í Kverkfjallarana við norður- brún Vatnajökuls. Loftið var kristaltært og útsýnið óendanlegt. Framundan lá auðnin mikla norðan jök- ulsins, hið næsta skriðjök- ullinn stóri, sandar og vatnaílaumur; fjær gjörvallt Ódáðahraun, Herðubreið, Trölladyngja, Dyngjufjöll, allt umvafið dumbrauðu skini miðnætursólarinnar. Ég stóð forviða fáein augna- blik. Þá kom þetta, sem ég hefi oftar haft kynni af inni á hálendinu: hugurinn fyllt- ist takmarkalausri lotningu fyrir höfundi sköpunar- verksins, — og fyrr en mig varði var ég farinn að brynna músum. Fyrír árí, eða svo, voru þeir enn á ný teknir að pexa um „sköpunarsöguna“ vestur í Ameríku. Um svipað leyti fóru fram líflegar umræður um efnið í dálkum Velvak- anda Morgunblaðsins. Var ýmist, að þeir sem þar deildu vitnuðu til vísinda- kenninga Darwins „um upp- runa tegundanna“, eins og þær kenningar hafa þróast, og var helzt að skilja að Drottinn allsherjar hefði þá ekkert haft með það mál að gera. Þeir, sem hér áttu hlut að máli, einkum aðdáendur Marxs og Leníns, hafa svo að segja gert vísindin að trú sinni, þótt gloppótt séu í ýmsu og umdeild, og þær ályktanir sem af þeim verða dregnar geti jafnvel ekki með góðu móti talizt til trú- ar. I hinum armi deiluaðila voru svo þeir, sem vísa til sköpunarsögunnar, eins og Biblían segir þá sögu, og var hér þá kominn bókstafur trú- arbókarinnar, án alls afslátt- ar. En um þá trú segir Max Weber, hinn fjölhæfi lær- dómsmaður, að „frá sjónar- miði guðfræðinnar eru for- sendur hennar utan seilingar eiginlegra vísinda, enda ekki „vitneskja“ í venjulegri merkingu, heldur „eign“. Sá sem „á“ ekki þessa trú eða þetta heilaga ástand, hann getur ekki bætt sér það upp með neinni guðfræði, hvað þá öðrum fræðum. Þvert á móti gerir öll guðfræði, sem sögur fara af, ráð fyrir hin- um trúaða í sporum Ágústín- usar, er hann mælti: Ég trúi ekki þrátt fyrir, heldur vegna þess, að það er fjarstæða.“ Max Weber segir ennfremur að „af þessu megi ráða að gildismat vísinda og trúar séu andstæður, sem engin guðfræði gæti sætt“. Hinn „friðsami“ þögli og afskiptalitli meirihluti, sem flest okkar tilheyra hafði sig, svo sem endranær, lítið eða alls ekki í frammi í þessari deilu. Hann geldur keisaran- um möglunarlítið það sem keisarans er og, við hátíðleg tækifæri, guði það sem guðs er, og er í bærilegri sátt við báða. Hann lætur sér vel líka þá útleggingu að sköpunar- saga Biblíunnar sé sögð á því máli, sem hæfði þeim kyn- slóðum, sem þessi boðskapur var ætlaður, og heimsmynd þeirra tíma, enda vandséð að boðskapurinn hefði getað komizt til skila í öðrum bún- ingi. Þessi fjölmenni hópur trúir því líka að maðurinn muni nú vera harla ólíkur því sem var á „morgni lífs- ins“; þeir sem þá veita þessu nokkra athygli. Flestum, sem gefa því gaum, mun þykja einsýnt, að mjög víðtæk þróun hafi orðið með lífverum á óraleið þeirra gegnum jarðsöguna, enda væri neitun á slíku afneitun staðreynda, sem við blasa. En það er langt stökk frá heldur óhrjálegum kynlaus- um einfrumungi, sem fjölgar sér með skiptingu, til þeirra stórfylkja ýmiskonar fruma, sem mynda það samvirki, sem kallast maður, karls og konu, sem viðhalda tegund- inni í ástaríeikjum tveggja ólíkra kynja og byggja kirkj- ur og musteri til lofs og dýrðar þeim guði, sem gaf þeim lífið og vitundina og sólina í kaupbæti. Það er sízt að undra þótt ýmsum finnist töfraorðið „stökkbreyting“ furðulega máttugt, sem ekki þarf nema nefna og þá er um leið brúað hvert það skarð, sem „miss- ing links“ allra alda hafa lát- ið eftir sig. Því er svo farið um flest okkar að við náum ekki tök- um á fjölmörgum hugtökum, sem á góma ber, eins og t.d. óendanleika víðáttu og eilífð í tíma, þó að við rengjum ekki vísindin í þessum púnkti. Ef því er hinsvegar haldið að okkur, að lítilræði eins og sköpun alheimsins geríst af sjálfu sér, þá erum við ekki umsvifalaust tilbúin að láta sannfærast. Þegar smíðisgripurinn liggur á borðinu þykir okkur sjálf- sagt að smiðurinn sé ekki langt undan. Þegar við lítum iðandi mannhaf stórborgarinnar; þegar við virðum fyrir okkur festinguna á heiðskírrí vetr- arnótt, og þykjumst á þessu hvorutveggja kenna hand- bragð „Smiðsins mikla“, þá er okkur ekki efst í huga hvernig hann hafi staðið hér að verki, hvort hann hafi komið þessu frá í einni svip- an, eða hann sé kannske stöðugt að dunda við að fleyta þessu eitthvað áleiðis; heldur er sú spurning áleitn- ust hvernig sé varið þeim reginmætti, sem þessi undur bera vitni. ÖII trúarbrögð spyrja þess sama, og öll tigna þau og tilbiðja höfund tilverunnar, hvaða nafn og mynd sem þau kunna að kjósa honum. Hér gildir því einu hvort það er trú Agúst- ínusar, trú hinna afskipta- litlu, eða trú þeirra, sem eiga bágt með að horfa framhjá rökhyggjunni og hallast því, samfara guðstrúnni, að fræðilegum niðurstöðum. Góður fulltrúi hinna síð- asttöldu er nóbelshafinn og ná ttúrufræðingurinn Konrad Lorenz, en hann kemst þannig að orði í einni bóka sinna: „Ég trúi því að alheiminum sé stjórnað sam- kvæmt einu grundvallar- atríði náttúrulögmála, sem standa í innbyrðis samræmi. Þessi sannfæring mín er grundvallarsannfæring og útilokar öll yfirnáttúruleg fyrirbæri ... Ég viðurkenni að trú mín er sú að aðeins sé til eitt stórfenglegt krafta- verk og önnur kraftaverk séu ekki til. “ Síðan vísar hann til orðanna fleygu: „Guð þarf ekki á kraftaverkum að halda.“ Hvers vegna allt þetta þref um það, hvernig staðið hafi verið að verki, þegar árang- urinn, sjálft „kraftaverkið stórfenglega“, blasir við hvert sem litið er? Látum vísindamennina um að glíma við að fullkomna þróunar- kenninguna, sem óefað er eitt af meiriháttar afrekum mannsandans. En, fyrir alla muni, teflum henni ekki fram sem andstæðu við sköp- unarsögu Biblíunnar, þar sem hún er aðeins ófullburða tilraun vísindanna til að fella að sínu gildismati stór- merkin mestu, sem trúin túlkar á sínu máli á svo ein- faldan og áhrifaríkan hátt í sköpunarsögunni óviðjafn- anlegu: „í upphafi skapaði guð himin og jörð ... Og það varð kveld og það varð morg- unn; — hinn fyrsti dagur ... “ Björn Steffensen 2.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.